Morgunblaðið - 26.05.2008, Page 23
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 26. MAÍ 2008 23
FORSÆTISRÁÐHERRA segir
að ESB-aðild Íslands sé ekki verk-
efni ríkisstjórnarinnar, frábært.
Samstarfsflokksráðherrarnir sumir
og skósveinar þeirra eru augsýni-
lega annarrar skoðunar, beita öllum
brögðum og stöðugum áróð-
ursglymjanda til þess að ná fram
stjórnarskrárbreytingum og aðild-
arumsókn á kjör-
tímabilinu. Við græð-
um svo mikið á því er
hinn háværi gýliboðs-
kapur þeirra, sem á að
duga til þess að narra
þjóðina inn í ESB-
fjósið og tjóðra þar á
þröngan bás ófrelsis og
ógæfu. ESB-sinnar
segja að auðvelt sé að
rökstyðja nauðsyn
ESB-aðildar Íslands,
þau rök hafa enn ekki
heyrst, aðeins hávær
síbylju rökleys-
issöngur um að við þá aðild verði allt
ódýrara og betra, lífið verði samfelld
ESB-alsæla. Eitt af áróðurs-
brögðum aðildarsinna er að rugla
saman ESB og Evrópu, með miklum
þjósti og yfirlæti kalla þeir sig Evr-
ópusinna og segja andstæðinga
ESB-aðildar vera á móti Evrópu! Ís-
lendingar hafa frá stofnun íslenska
lýðveldisins átt margvísleg og góð
samskipti við Evrópulönd. Önnur
lygabrella aðildarsinna er að tönnl-
ast á því að í Sjálfstæðisflokknum sé
bannað að tala um ESB-aðild.
Óafvitandi berjast aðildarsinnar
fyrir sölu á íslenskum nátt-
úruauðlindum og skerðingu lands-
réttinda Íslands. Auðlindir landsins
verði markaðsbráð auðhringa og
auðlindaklófesta. ESB-aðildarsinnar
virðast vera í þeim þráhyggjufjötr-
um, að trúa því að með nægum end-
urtekningum gylliboða og rang-
færsluspuna um ESB-alsælu geti
þeir blekkt þjóðina til þess að gang-
ast undir ESB-okið. Bíða landsrétt-
inda Íslands það sem sagt var í
Morgunblaðinu (af öðru tilefni)
,,fyrst lítill ósigur. Svo stærri ósig-
ur“ vegna andvara- og aðgæsluleys-
is landsmanna?
Fríblöðungar hafa tónað hæst lof-
sönginn um dásemd ESB-aðildar Ís-
lands, bergmálað ötullega forsöng
forkólfanna, en í þeim samsókn-
arkór eru hvorki spöruð loforð né
glámspár um sæluvist Íslendinga í
ESB-Stórríkinu. Samsóknarflokks-
foringjarnir segja að skv. nýjustu
kenningum bestvitandi
fiðurfræðinga muni
ESB-vistarband vera
hin endanlega lausn
allra íslenskra vanda-
mála. Heilindi ESB-
falsettusöngvara og
samsóknarflokksfor-
ingja gagnvart íslensku
þjóðinni og fullveldi
hennar rísa hæst þegar
þeir segja ísmeygilega,
ef við græðum ekki nóg
á ESB-samvistunum,
þá segjum við bara upp
vistinni. Þeir reyna nú
að notfæra sér til hins ýtrasta yf-
irstandandi efnahagserfiðleika, ala á
svartsýni og vonleysi bjartsýnna
landsmanna, spá hruni íslensks
efnahagslífs m.a. vegna aðgerða ein-
hvers Goldmans Zorrýs gróðapungs
og hans kumpána, þeir karlar þurfi
ekki annað en að blása á íslenska
fjármálakerfið, þá splundrist það
sem fiðurhrúga. Hyggjast ESB-
aðildar áróðursforingjarnir, sem
hafa margsagt að Íslendingar verði
að sækja um ESB-aðild, áður en
þeir neyðast til þess, styrkja ein-
hverja samningsstöðu með ábyrgð-
arlausum yfirlýsingum og orða-
gjálfri. Staglast á því að strax eigi að
fara í aðildarviðræður, það sé svo
mikill gróði í boði. Vonandi verður
það ekki afleiðing marglofaðs EES-
samningsins, að lántöku- og fjárfest-
ingabardús útrásarvíkinganna, vítt
um heim allan, verði íslensku þjóð-
inni að risavöxnum Hörmang-
arabónus, þ.e. ESB-aðild. En ef til
vill finnst samsóknarflokksfor-
ingjum bara kominn tími til þess að
ESB ,,fái allt fyrir ekkert“, vilji
endurgjalda greiðann. Rík-
isstjórnin, Alþingi og Seðlabanki
Íslands hljóta að vera fær um að
leysa þau vandamál íslenskra efna-
hags- og fjármála, sem þjóðin þarf
nú að glíma við. Eru hinar spávísu
greiningardeildir viðskiptabank-
anna kannski betur til þess fallnar?
Eða áróðursdeild Baugs?
Áróðurinn fyrir ESB-aðild Ís-
lands minnir um margt á móðu-
harðindahugmyndirnar um flutning
íslensku þjóðarinnar á Jótlands-
heiðar, allt stefni í eymd, volæði og
vesöld á Íslandi að sögn áróðursfor-
ingjanna. Þjóðin eigi þess vegna að
lúta þeirra leiðsögn í ,,björgunar-
aðgerðum“ sem er innganga í ESB.
Ógeðfelldur áróður og blekk-
ingaspuni foringjanna er þeim til
einskis sóma.
Minnumst þess á verðugan hátt
að á þessu ári eru liðin hundrað ár
frá því að landsmenn höfnuðu sam-
bandslagafrumvarpinu. Níu tugir
ára eru og frá þjóðarsamþykkt
sambandslaganna, sem tóku gildi 1.
desember 1918, þjóðin varð full-
valda. Þessara merku atburða í
þjóðarsögunni verður ekki minnst
með skerðingu fullveldis landsins.
Vanvirðum ekki með vanhugs-
uðum stjórnarskrárbreytingum
minningu þeirra kynslóða, sem
mörkuðu stefnuna í frelsisbarátt-
unni og unnu aftur fullt frelsi og
sjálfstæði Íslands, sem varð grund-
völlur þeirra þjóðfélagsframfara og
hagsældar, sem þjóðin hefur öðlast
síðan, öllum landsmönnum til
heilla.
Fullveldi og auðlindum fórnað?
Hafsteinn Hjaltason
skrifar um Evrópumál » Óafvitandi berjast
aðildarsinnar fyrir
sölu á íslenskum nátt-
úruauðlindum og skerð-
ingu landsréttinda Ís-
lands.
Hafsteinn Hjaltason
Höf er vélfræðingur, stuðningsmaður
EES-samningsins.
„MEÐVITAÐI neytandinn“ hef-
ur löngum haft á sér nöldurstimpil
í íslensku samfélagi en á und-
anförnum árum hafa Íslendingar
orðið óhræddari við að verða með-
vitaðir neytendur – sem betur fer.
En hagsmunir neytenda liggja víða.
Nýtt matvæla-
frumvarp sjávar-
útvegs- og landbún-
aðarráðherra hefur
vakið talsverða at-
hygli meðvitaðra
neytenda að und-
anförnu en þar er
gert ráð fyrir að
draga úr innflutnings-
hömlum á hráu kjöti
til landsins. Frá því
að Íslendingar und-
irrituðu EES-
samninginn höfum við
haft undanþágu frá
þessum ESB-reglum.
Verði frumvarp sjáv-
arútvegs- og landbún-
aðarráðherra að lög-
um má hins vegar
búast við verulegum
breytingum á matvæ-
laumhverfi lands-
manna.
Gott mál, segja
margir – ódýrari
kjúklingar og svína-
kjöt og allir glaðir.
En er málið svo ein-
falt? Verði lögin að
veruleika má búast
við því að störfum í matvælaiðnaði
fækki verulega, jafnvel um nokkur
hundruð, og að íslenskur landbún-
aður dragist saman. Ekki má
gleyma því að tvær keðjur ráða yfir
meira en 80% af smásölumark-
aðnum og geta því stýrt framboði.
Ekki er ólíklegt að þessir aðilar
leggi meiri áherslu á innflutt ódýrt
kjöt sem ekki er hægt að skila til
framleiðandans. Hættan er sú að
íslenska kjötið, sem hægt er að
skila ef ekki selst, verði útundan
eða jafnvel sérmerkt rándýr gæða-
vara, eingöngu ætluð hinum efna-
meiri. Í það minnsta er ljóst að
þetta mun höggva verulegt skarð í
íslenskan landbúnað og auka enn
falda stéttskiptingu.
Hér á landi hefur náðst ótrúleg-
ur árangur í baráttu við ýmsa bú-
fjársjúkdóma. Nægir þar að nefna
baráttuna við salmónellu og kam-
fýlóbakter. Ekki hefur greinst
salmónella hérlendis síðan 2004 og
kamfýlóbaktersýkingar eru hér
hverfandi fáar. Hér eru mat-
vælasýkingar miklu færri en í lönd-
um ESB enda hefur ESB haft mun
veikari reglur um matvælaöryggi
en við höfum komið okkur upp hér
á landi. Þar eru t.d. engar hömlur á
sölu kamfýlóbaktersmitaðs kjöts en
kamfýlóbakter er aðalorsök mat-
arsýkinga í fólki núorðið.
Á sama tíma og þjóðir heims átta
sig á því að sjálfbær og fjölbreyttur
landbúnaður á heimaslóð er líklega
umhverfisvænsta og öruggasta
matvælaframleiðsla sem völ er á og
langflestir sérfræðingar mæla með
því að hverfa frá þeirri arfleifð ný-
lendutímans að þjóðir skipti með
sér ræktun matvæla – Asíumenn
rækti öll grjón, Afríkumenn allt
kaffi o.s.frv. – virðast íslensk
stjórnvöld ætla að stefna í átt að
aukinni einsleitni. Þetta gerist á
sama tíma og sérfræðingar spá fyr-
ir um matvælakreppu í heiminum,
sambærilegri við þær
olíukreppur sem riðið
hafa yfir heiminn, og
má rekja hana til fólks-
fjölgunar og þeirrar
staðreyndar að aukinn
hluti ræktarlands fer í
að rækta lífrænt elds-
neyti. Þetta er
áhyggjuefni, ekki síst
fyrir fátækar þjóðir en
2,7 milljarðar jarð-
arbúa lifa nú þegar
undir fátækt-
armörkum, með áætl-
aðan kaupmátt upp á
tvo dali á dag.
Hverjir eru svo
hagsmunir neyt-
endanna? Sumir álíta
að það sé hagur neyt-
enda að fá sem ódýrust
matvæli og þeir hafa
vissulega margt til síns
máls. Að sjálfsögðu er
það hagur neytenda að
lækka matvælaverð en
það er ekki eina breyt-
an í dæminu. Ekki má
gleyma því að hlutfall
matvæla í neyslu heim-
ilanna hefur auðvitað
lækkað mjög á undanförnum árum
og var 2006 tæp 14% af neyslu fjöl-
skyldna. Ekki má heldur gleyma
því að það er líka hagur neytenda
að fá fersk og góð matvæli, það er
hagur neytenda að matvælasýk-
ingar séu fátíðar og það er hagur
allra að vera ekki að flytja matvæli
langar leiðir með tilheyrandi um-
hverfiskostnaði og mengun.
Það eru mörg sóknarfæri í ís-
lenskum landbúnaði. Það skiptir
máli að efla hér græna styrki,
styðja við lífrænan landbúnað og
stefna að sjálfbærum landbúnaði.
Það skiptir máli að gera bændum
kleift í auknum mæli að selja beint
frá býli og flétta þannig saman
matarmenningu og ferðamennsku.
Það skiptir máli að neytendur fái
val um lífrænar íslenskar afurðir,
að neytendur geti keypt geitamjólk
og meramjólk en ekki aðeins kúa-
mjólk og það skiptir máli að styrkir
til landbúnaðar nýtist til að byggja
upp fjölbreyttan og heilnæman
landbúnað.
Ég tel ljóst að frumvarp sjávar-
útvegs- og landbúnaðarráðherra
þarf meiri yfirlegu og vona að af-
greiðslu þess verði frestað til
hausts – best væri ef það væri end-
urskoðað frá upphafi og höfð til
hliðsjónar sjónarmið um sjálfbærni,
umhverfisvæna matvælaframleiðslu
og matvælaöryggi. Framsýni er
þörf í þessum efnum.
Framsýni er þörf
Katrín Jakobsdóttir skrifar um
nýtt matvælafrumvarp
Katrín Jakobsdóttir
»Hagur neyt-
enda er líka
að fá fersk mat-
væli, að mat-
vælasýkingar
séu fátíðar og að
matvæli séu
ekki flutt langar
leiðir með til-
heyrandi meng-
un.
Höfundur er varaformaður Vinstri-
hreyfingarinnar – græns framboðs.
FRAMTÍÐ, fullveldi og farsæld
íslensku þjóðarinnar er mikilvægt
markmið. Afstaða til aðildar Ís-
lands að Evrópusam-
bandinu er hins vegar
val um leiðir að því
markmiði.
Aðild að ESB opnar
Íslendingum mörg
tækifæri og getur
stuðlað að framförum.
Við erum nú þegar
auka-aðilar og höfum
tekist skuldbindingar
á herðar.
Íslendingar eiga
ekki að una við nauð-
hyggju. Við verðum að
nýta þá valkosti sem
bjóðast. Í fjölþjóðasamskiptum sem
öðru er þjóðhyggjan farsælust.
Val um leiðir byggist m.a. á mati
á aðstæðum, hagsmunum og tæki-
færum. Stöðugt verður að fylgjast
með og meta stöðu og horfur.
Til skamms tíma virtust Íslend-
ingar geta valið tíma í styrkleika til
að ákvarða um afstöðu til þess
hvort betur hentar að sækja um
fulla aðild að ESB eða ekki.
Margir lögðu áherslu á að Ís-
lendingar ættu fyrst að taka til í
efnahags- og verðbólgumálum, áður
en ákvarðanir um aðild að ESB
kæmu á dagskrá.
Nú hafa aðstæður Íslendinga
gerbreyst á stuttum tíma. Staða
okkar til samninga fer versnandi.
Horfur benda ekki til þess að hún
skáni aftur um sinn.
Það er mikilvægt að Íslendingar
geri sér grein fyrir þessum um-
skiptum og bregðist við þeim.
Fjármálakerfi okkar er opið og
óvarið, og íslenska krónan að sama
skapi. Mikilvæg fyrirtæki búast til
brottfarar, en ætla síðan að hafa í
seli hér. Forysta íslensks atvinnu-
lífs lýsir vantrausti á
íslensku krónuna og
íslenska peninga-
málastjórn.
Íslenska þjóðin vill
ekki hverfa til ein-
angrunarstefnu. Við
erum komin í uppnám
og ekkert bendir til að
við höfum stjórn á
framvindunni. Rík-
isstjórn með öflugan
meirihluta stefnir ekki
að jafnvægi.
Í aðildarsamningum
koma mörg atriði til
skoðunar og sum erfið. Fordæmi
eru í aðalsamningi ESB varðandi
Azoreyjar, Madeira og Kan-
aríeyjar, og nefna má ákvæði í að-
ildarsamningum varðandi eignir og
atvinnurekstur á Álandseyjum og
Möltu.
Einhliða úrsagnarréttur aðild-
arþjóðar er viðurkenndur. Við-
urkennt er að útlendingar hafa
engan veiðirétt á Íslandsmiðum.
Mótbárur sem færðar eru fram
gegn aðild að ESB, m.a. vegna full-
veldis og fiskveiðiauðlindar, stand-
ast ekki. En ekki verður séð fyr-
irfram um árangur í
aðildarsamningum. Þjóðin á síðasta
orðið að samningum loknum.
Aðildarsamningur og þjóð-
aratkvæði er ferli sem tekur nokk-
ur ár. Yfirlýsing um aðildarumsókn
að ESB styrkir stöðu Íslendinga,
hreinsar loftið og eyðir óvissu.
Markmið og leiðir
Jón Sigurðsson skrifar
um Evrópumál
Jón Sigurðsson
» Yfirlýsing um aðild-
arumsókn að ESB
styrkir stöðu Íslend-
inga, hreinsar loftið og
eyðir óvissu.
Höf. er fv. formaður
Framsóknarflokksins.
MORGUNBLAÐIÐ er með í
notkun móttökukerfi fyrir að-
sendar greinar. Formið er að
finna við opnun forsíðu fréttavefj-
arins mbl.is vinstra megin á
skjánum undir Morgunblaðs-
hausnum, þar sem stendur Senda
inn efni, eða neðarlega á forsíðu
fréttavefjarins mbl.is undir liðn-
um Sendu inn efni. Ekki er lengur
tekið við greinum sem sendar eru
í tölvupósti.
Í fyrsta skipti sem formið er
notað þarf notandinn að skrá sig
inn í kerfið með kennitölu, nafni
og netfangi, sem fyllt er út í þar til
gerða reiti. Næst þegar kerfið er
notað er nóg að slá inn netfang og
lykilorð og er þá notandasvæðið
virkt.
Ekki er hægt að senda inn
lengri grein en sem nemur þeirri
hámarkslengd sem gefin er upp
fyrir hvern efnisþátt.
Þeir, sem hafa hug á að senda
blaðinu greinar í umræðuna eða
minningargreinar, eru vinsamleg-
ast beðnir að nota þetta kerfi.
Nánari upplýsingar gefur starfs-
fólk greinadeildar.
Móttökukerfi
aðsendra greina
Verslun fyrir börn á aldrinum 0-10 ára
Föt, skór og fylgihlutir frá
Kammakarlo, Fuzzies,
Cocomma/Bisgaard, Joha og Karla
20% kynningarafsláttur
af öllum vörum til 31. maí!
Kammakarlo Copenhagen
Bæjarlind 12 Kópavogi
s.554-5410 • www.kammakarlo.is