Morgunblaðið - 26.05.2008, Side 25
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 26. MAÍ 2008 25
✝ Majas IngólfurMajasson fædd-
ist á Leiru í Grunna-
víkurhreppi 22. júlí
1919. Hann lést á
líknardeild Landa-
kotsspítala 19. maí
síðastliðinn. For-
eldrar hans voru
Majas Jónsson
bóndi á Leiru, f. 19.
maí 1881, d. 7. sept-
ember 1919 og kona
hans Guðrún El-
ísabet Guðmunds-
dóttir, f. 8. október
1884, d. 9. júní 1974. Ingólfur átti
þrjú systkini: Rögnu, f. 6. nóv-
ember 1911, d. 26. mars 2006,
Guðmund Jóhann, f. 16. sept-
ember 1913, d. 14. janúar 1967 og
Dagbjart, f. 22. nóvember 1915,
sem nú er búsettur í Sydney í
Ástralíu.
Ingólfur kvæntist 6. maí 1967
Sigríði Guðlaugsdóttur, f. á
Guðnastöðum í Austur-Land-
eyjum 23. janúar
1931, d. 4. júlí 2007.
Dóttir Ingólfs og
Sigríðar er Júlía
Guðrún Ingólfs-
dóttir, f. 18. febrúar
2008.
Ingólfur ólst upp
við hefðbundin
sveitastörf. Hann
var einn vetur á
búnaðarskólanum á
Hólum og nokkur
misseri á Hvanneyri
við ýmis störf. Árið
1958 lauk Ingólfur
sveinsprófi í húsgagnasmíði og
árið 1962 námi í húsgagna- og
innanhússarkitektúr í Kaup-
mannahöfn. Hann starfaði um
tíma á arkitektastofu Sveins Kjar-
val en eftir það yfir þrjátíu ár á
Hótel Sögu við viðhald og umsjón-
arstörf.
Útför Ingólfs verður gerð frá
Fossvogskirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 15.
Okkur í fjölskyldunni Móabarði
32 í Hafnarfirði langar að minnast
Ingólfs Majassonar. Hófust kynni
okkar þegar hann hóf búskap með
Sísí systir og frænku. Ingólfur kom
alltaf fyrir sem yndislegur maður,
heiðarlegur og vingjarnlegur.
Hann var mjög athugull maður,
minnugur og þekkti vel til fólks
sem hann hafi kynnst á lífsleiðinni.
Ingólfur hafði áhuga á íþróttum og
fylgdist vel með þeim, hægt var að
ræða við hann um þau málefni
endalaust. Hann fór daglega í
sundhöllina að Barónsstíg á meðan
heilsa leyfði og jafnframt stundaði
hann að þrótti mullersæfingar. Við
áttum margar góðar samveru-
stundir með Ingólfi og fjölskyldu.
Ofarlega í huga eru ánægjulegar
veiðiferðir sem við áttum saman í
Flókadalsá þar sem Ingóflur land-
aði tveimur stórum löxum og árleg-
ar veiðiferðir í Djúpavatn á
Reykjanesskaga. Ingólfur hafði
gaman af því að renna fyrir silung í
faðmi fjölskyldunar.
Á þessum erfiðu tímum er hugur
okkar hjá Júlíu Guðrúnu frænku
okkar og sendum við henni okkar
dýpstu samúðarkveðjur.
Fjölskyldan Móabarði 32,
Jónas Guðlaugsson, Dóróthea
Stefánsdóttir, Stefán Jónasson,
Guðlaugur Jónasson
og Guðmundur Jónasson.
Ingólfur Majasson
Fyrstu versin í 6.
kafla Rómverjabréfs
fékk dr. Björn
Björnsson mér til út-
leggingar í munnlegu
embættisprófi í Nýja Testament-
isfræðum. Kjarni kristins erindis
birtist þar, krossdauði og upprisa
Jesú, skírn, gjöf nýs lífs og hvatn-
ing til að gera það virkt í sýni-
legum heimi. Ferskir straumar
fylgdu Birni, ungum fræðimanni,
inn í guðfræðideild Háskóla Ís-
lands. Hann tók við prófessors-
stöðu í siðfræði af föður sínum
Birni Magnússyni en báðir voru
þeir feðgar við kennslu í guðfræði-
deild þegar við Þórhildur vorum
þar og höfðu mikið fram að færa.
Björn ritskýrði líka bréf Páls post-
ula og dró fram kjarnann í boðun
hans. En mestu skipti að kraftur
fagnaðarerindisins mótaði hverja
tíð. Björn varpaði ljósi þess inn í
deiglu samtíðar og skerpti næmi
nemenda sinna fyrir samfélags-
hræringum. Orð Guðs og vit varð
maður í Jesú Kristi og snerti alla
tilveru sem átti að lýsast og saltast
af áhrifum hans. Framþróun lífs á
jörðu á guðsríkisbraut fælist í for-
skrift postulans að elska yðar auk-
ist enn þá meir og meir að þekk-
ingu og allri dómgreind.Björn var
góður kennari, kryddaði mál gam-
anyrðum og hvatti til fjörlegra um-
ræðna. Hann leysti vel úr flóknum
álitamálum og veitti reikulum huga
grunn og festu. Björn tók virkan
þátt í félagslífi guðfræðinema og
skemmtikvöldum og Svanhildur
líka, eiginkona hans góða. Björn
var oft í forsvari þegar erlendir
fræðimenn fluttu fyrirlestra og
stýrði fyrirspurnum af skarp-
skyggni. Hann leiddi einnig kynn-
isferðir innanlands og utan. Minn-
isstæð er Færeyjaferð eftir
Eyjagos, höfðinglegar móttökur og
fjörlegar samverustundir. Síkvikt
mannlíf og menning var Birni stöð-
ugt umhugsunarefni og hann lét að
sér kveða í samfélagsumræðu og
stefnumótun. Stefnumót sósíalista
og guðfræðinga þar sem Björn
gegndi lykilhlutverki hófust á
heimili okkar Þórhildar í Hafnar-
firði og brúuðu bil milli fylkinga.
Vel skrifaðar greinar um trúarleg
lífsgildi birtust í Þjóðviljanum og
prestar urðu djarfari en fyrr í
gagnrýni á misskiptingu og auð-
vald. Skefjalaus græðgi og áníðsla
á lífríki hefur sett mark á guð-
fræðiumræðu og rannsóknarstörf
síðustu áratugi. Björn beitti sér
fyrir þeim og líka brýnum rann-
sóknum í lífsiðfræði. Áhrif Björns
sjást í guðfræðinámi, kirkju og
samfélagi. Hann glímdi við áleitin
úrlausnarefni, örlátur á þrek og
krafta. Síðast bar fundum okkar
saman á fyrirlestri góðvinar hans
dr. Benny í stofu guðfræðideildar.
Og enn var leiftrandi glampi í aug-
um Björns og handtak hans hlýtt
og minnir nú á dýrmæta leiðsögn
hans og trygga vináttu sem við
Þórhildur þökkum af hjarta. Kjarni
kristins fagnaðarerindis er nýtt líf
sem gefst vegna fórnandi elsku
Guðs í Jesú Kristi og fær farveg í
trú og kærleika. Því er hægt að
taka undir þessa játningu postul-
ans í öruggri von. Þótt vor ytri
maður hrörni, þá endurnýjast dag
frá degi vor innri maður. Guð
blessi minningu dr. Björns Björns-
sonar og fullkomni líf hans í
bjarma upprisudags og hvítrar
sunnu og lýsi fjölskyldu hans og
ástvinum veginn fram í því fagra
skini.
Gunnþór Ingason.
Björn Björnsson var ungur skip-
aður prófessor í guðfræði við Há-
Björn Björnsson
✝ Björn Björnssonfæddist í
Reykjavík 9. apríl
1937. Hann lést á
Landspítala, Landa-
koti, 9. maí síðast-
liðinn og var útför
hans gerð frá Dóm-
kirkjunni í Reykja-
vík 22. maí.
skóla Íslands snemm-
sumars 1969 að loknu
doktorsprófi frá Ed-
inborgarháskóla.
Doktorsverkefni hans
var á sviði siðfræði
og ljóst að hann
mundi taka að sér
kennslu í þeirri grein.
En auk hennar
heyrðu ritskýring
Pálsbréfa og kirkju-
saga undir kennslu-
stól hans í fyrstu og
raunar fyrsta emb-
ættisverk hans við
skólann var að prófa í kirkjusögu,
bæði munnlega og skriflega. Oft
rifjaði hann upp hvernig sér hefði
liðið í munnlega prófinu og taldi
sig hafa verið óstyrkari en stúdent-
arnir! Björn gekk að öllum störfum
sínum með mikilli samviskusemi og
skyldurækni. Hann var mjög góður
og nákvæmur kennari og gerði sér
sérstakt far um að efla skilning
nemenda sinna. Hann lagði sig líka
fram um að kynnast stúdentum og
batt af þeim sökum vináttubönd við
marga þeirra sem héldust eftir að
námi þeirra lauk. Björn var líka
mikill vinur vina sinna og mjög
skemmtilegur. Hann átti mikinn
þátt í að móta nýtt skipulag náms í
guðfræði sem hófst með reglugerð-
arbreytingu 1974 og byggt hefur
verið á til þessa dags. Sem forseti
guðfræðideildar beitti hann sér
líka fyrir því að koma á fót s.k.
guðfræðidögum í tengslum við
deildir Prestafélags Íslands. Og
sem forstöðumaður Guðfræðistofn-
unar hafði hann forgöngu um að
sett var á laggirnar málstofa Guð-
fræðistofnunar og stjórnaði henni
um langt árabil. Er hann um
þriggja ára bil gegndi starfi
fræðslustjóra Þjóðkirkjunnar mót-
aði hann starf Leikmannaskóla
þjóðkirkjunnar á fyrstu árum hans.
Allt þetta var liður í áhuga Björns
á að tengja guðfræði við hið lifaða
líf enda lagði Björn einmitt mikla
áherslu á það í allri sinni guð-
fræðiiðkun að trú er bæði sam-
félagsmyndandi og samfélagsmót-
andi. Björn vildi því ekki
staðnæmast við sögulega atburði
og söguleg minnismerki heldur
leggja áherslu á gildi og merkingu
fyrir líf fólks. Söfnuður sem lifandi
heild og lifandi starfseining var
honum mikil hugsjón. Innan vé-
banda safnaðarins skyldi efla fé-
lagsþjónustu og fræðslu.
Þegar fyrst var rætt um að guð-
fræðideild tæki að sér að mennta
djákna til starfa innan safnaða tók
Björn það mál að sér sem fulltrúi
guðfræðideildar á kirkjuþingi. Þar
studdi hann málið með þeirri rök-
vísi sem honum var lagin og var
það ekki síst afstöðu hans að þakka
að málið fékk þær lyktir sem þær
fengu bæði innan Háskólans og hjá
stofnunum Þjóðkirkjunnar. Það
var gott að eiga samstarf við
Björn. Hann var fljótur að koma
auga á aðalatriðin og finna flöt til
lausnar á vandamálum. Á fundum
var hann mjög duglegur, rökfastur,
sanngjarn og ætíð málefnalegur.
Ef honum fannst menn vera farnir
burt frá kjarnanum var hann fljót-
ur að beina umræðum aftur inn á
réttar brautir. Gott var að leita til
hans persónulega með ráð og leið-
beiningar. Að leiðarlokum þökkum
við hjónin samstarf, leiðsögn og
vináttu til margra ára. Svanhildi,
Kristínu, Ingibjörgu og Valgeiri og
systkinum hans sendum við inni-
legar samúðarkveðjur og biðjum
þeim blessunar, styrks og hugg-
unar. Guð blessi minningu góðs
drengs, Björns Björnssonar.
Einar og Guðrún Edda.
Kveðja frá Siðfræðistofnun
Þegar Siðfræðistofnun var sett á
fót veturinn 1988–1989 tók Björn
Björnsson, prófessor í siðfræði við
Guðfræðideild Háskóla Íslands,
sæti í stjórn stofnunarinnar og sat
þar síðan óslitið þar til hann lét af
störfum við Háskólann árið 2003.
Náið og gott samstarf var frá upp-
hafi um stofnunina milli heimspek-
innar og guðfræðinnar. Björn var
þar í forsvari fyrir guðfræðina
enda var hann einn þeirra sem
ruddu brautina í kennslu hagnýtr-
ar siðfræði hér á landi. Lét hann
sig þar einkum varða málefni
barna og fjölskyldunnar, siðfræði
lífs og dauða og náttúrusiðfræði.
Björn var virkur í norrænu sam-
starfi guðfræðinga um lífsiðfræði
og ritaði um þau efni bæði á ís-
lensku og erlendum málum.
Mér er minnisstætt samstarf
okkar Björns er leitað var til Sið-
fræðistofnunar um að semja sið-
fræðilega álitsgerð um skilgrein-
ingu dauða og brottnám líffæra
fyrir Kirkjuþing 1992. Við fengum
til liðs við okkur Mikael Karlsson,
heimspeking, og Pál Ásmundsson,
lækni. Þessir fjórir félagar í
„dauðasveitinni“, eins og við köll-
uðum okkur, hittust reglulega um
nokkurt skeið á heimili Björns á
Aragötunni og rökræddum þessi
erfiðu og viðkvæmu mál. Birni
hentaði samræðuformið einstak-
lega vel og hann var afar lifandi og
oft skapandi í málflutningi sínum.
Siðfræðileg hugsun hans var jafn-
an samofin kristilegum mannskiln-
ingi og þar héldust þekkingarkraf-
an og kærleikskrafan í hendur.
Ég varð stjórnarformaður Sið-
fræðistofnunar 1997 og var því
samtímis Birni í stjórn stofnunar-
innar um sex ára skeið. Það var
gott að starfa með Birni. Hann var
tillögugóður, uppbyggilegur og
áhugasamur um málefni stofnunar-
innar. Fyrir hönd Siðfræðistofnun-
ar þakka ég honum fyrir góð störf
og farsælt samstarf. Ég votta ást-
vinum hans samúð mína.
Vilhjálmur Árnason.
Við andlát dr. Björns Björns-
sonar, guðfræðiprófessors, hvarflar
hugurinn þrjátíu og fimm ár aftur í
tímann til haustsins 1973, er ég,
sem þessar línur rita, fékk að setj-
ast í guðfræðideild Háskóla Ís-
lands og hlýða þar á fyrirlestra að
eigin vali einn vetur án þess að
undirgangast próf. Guðfræðideildin
var um þessar mundir að opnast og
farið að taka inn nemendur með
annars konar próf en stúdentspróf.
Dr. Björn, sem þá var forseti deild-
arinnar, tók mér ljúfmannlega og
greiddi götu mína á allan máta, svo
þessi vetrardvöl gæti nýst mér sem
best. Lærdómsrík kynni af guð-
fræðideildinni þennan vetur urðu
þess valdandi, að ég tveimur árum
síðar sótti formlega um inngöngu í
deildina, sem ég fékk, og naut þar
sem fyrr atbeina dr. Björns.
Næstu árin sat ég í tímum í sið-
fræði hjá dr. Birni, sem var jafnan
hans aðal-kennslugrein. Björn var
frábær kennari. Hann kunni þá list
að gera flókið efni einfalt, draga
saman meginatriði hvers máls og
koma því til skila á aðgengilegan
hátt.
Tímar hjá dr. Birni voru alltaf
skemmtilegir og gefandi. Kennsla
hans mótaðist af áhuga og virðingu
fyrir viðfangsefninu og vakti mann
til umhugsunar um ábyrgðina, sem
við öll berum gagnvart höfundi lífs-
ins á því, að hið skapandi orð Guðs,
sem varð hold í manninum Jesú
Kristi, fái stöðugt að „holdgast“ á
ný samfélagi okkar til heilla og
blessunar. Að réttlæti Guðs verði
virkt afl í samfélaginu. Kannski
var ekki minnst um vert, að
kennslustundirnar hjá dr. Birni
opnuðu augu okkar fyrir því, hvað í
því felst að vera bara manneskja.
Fyrir það allt og hollráð hans og
stuðning árin í deildinni verð ég
ævinlega þakklátur.
Svo einkennilega vildi til, að dr.
Björn var einnig forseti guðfræði-
deildar árið 1981, er ég lauk prófi.
Þar minnist ég hans á hátíðarstund
við útskrift okkar 29. maí það vor.
Það er dagur, sem ekki gleymist.
Við leiðarlok kveð ég læriföður
minn með virðingu og þökk fyrir
árin öll og sendi eftirlifandi eig-
inkonu, Svanhildi Sigurðardóttur,
dóttur hans og tengdasyni og öðr-
um aðstandendum innilegar sam-
úðarkveðjur. Guð blessi minningu
dr. Björns Björnssonar.
Ólafur Þ. Hallgrímsson.
✝
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og dóttir,
INGVELDUR HAFDÍS AÐALSTEINSDÓTTIR
framhaldsskólakennari,
Sjafnargötu 1,
Reykjavík,
lést á krabbameinslækningadeild Landspítalans að kvöldi þriðjudagsins
20. maí.
Útför hennar fer fram frá Fossvogskirkju, þriðjudaginn 27. maí kl. 15.00.
Óskar Jónsson,
Guðbjörg Hrönn Óskarsdóttir, Jakob Már Ásmundsson,
Styrmir Óskarsson, Anna Kristrún Gunnarsdóttir,
Halla Þórlaug Óskarsdóttir,
barnabörn,
Guðríður Guðlaugsdóttir,
Aðalsteinn Kristjánsson, Anna Hjartardóttir.
✝
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
HULDA GUNNLAUGSDÓTTIR
hjúkrunarkona,
andaðist föstudaginn 23. maí.
Gunnlaugur Örn Þórhallsson, Justina Tri Ismunari,
Sigurjóna Þórhallsdóttir, Karl Ottesen,
Þóra Þórhallsdóttir, Halldór Konráðsson,
Þorsteinn Þórhallsson, Sigrún Eiríksdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.