Morgunblaðið - 26.05.2008, Síða 27
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 26. MAÍ 2008 27
Atvinnuauglýsingar
Vélstjóri
Yfirvélstjóra 1000 hö vantar á MB
Mörtu Ágústsdóttur frá Grindavík til
netaveiða frá 1. júní.
Upplýsingar í síma 426 8286 og 894 2013.
Bifreiðarstjórar ath
Bus drivers
Óskum eftir að ráða í nokkur störf bifreiðar-
stjóra með rútupróf . Mikil vinna, nýlegir bílar.
Enskukunnátta æskileg.
Nánari upplýsingar gefur Rúnar í s. 660 1303/
540 1303 eða netfang runar@ruta.is
Icelandexcursions allrahanda er alhliða
ferðaþjónustufyrirtæki í örum vexti.
Raðauglýsingar 569 1100
Fundir/Mannfagnaðir
Félag sjálfstæðismanna
í Árbæ, Selási, Ártúns- og
Norðlingaholti
Opinn fundur með Illuga
Félag sjálfstæðismanna
í Árbæ Selási, Ártúns- og
Norðlingaholti efna til
opins fundar um
efnahagsmál með Illuga
Gunnarssyni alþingismanni.
Fundurinn verður miðviku-
daginn 28. maí kl. 20:00
í félagsheimili sjálfstæðismanna í Hraunbæ
102B (við hliðina á Skalla).
Allir velkomnir!
Stjórnin.
Tilkynningar
Mat á umhverfisáhrifum
Ákvörðun Skipulagsstofnunar um
matsskyldu framkvæmda
Skipulagsstofnun hefur tekið ákvörðun um að
eftirtaldar framkvæmdir skuli ekki háðar mati á
umhverfisáhrifum samkvæmt lögum um mat á
umhverfisáhrifum nr. 106/2000 m.s.b.
Vatnsvinnsla við Hólmkelsá,
fyrir Rif, Snæfellsbæ
Djúpborun við Kröflu,
Skútustaðahreppi
Ákvarðanirnar liggja frammi hjá Skipulags-
stofnun, Laugavegi 166, 150 Reykjavík.
Þær eru einnig að finna á heimasíðu Skipulags-
stofnunar: www.skipulag.is
Ákvörðun Skipulagsstofnunar má kæra til
umhverfisráðherra og er kærufrestur til
24. júní 2008.
Skipulagsstofnun.
Kísilverksmiðja í Helguvík,
Reykjanesbæ
Mat á umhverfisáhrifum - Athugun
Skipulagsstofnunar
Tomahawk Development hefur tilkynnt til
umfjöllunar Skipulagsstofnunar frum-
matsskýrslu um framleiðslu kísils í
Helguvík.
Tillaga að ofangreindri framkvæmd og skýrsla
um mat á umhverfisáhrifum hennar liggur
frammi til kynningar frá 27. maí til 8. júlí
2008 á eftirtöldum stöðum: Á bókasafni
Reykjanesbæjar, í Þjóðarbókhlöðunni og hjá
Skipulagsstofnun. Frummatsskýrslan er
aðgengileg á heimasíðu Tomahawk Develop-
ment: www.tomahawkdevelopment.dk
Allir hafa rétt til að kynna sér framkvæmdina
og leggja fram athugasemdir. Athugasemdir
skulu vera skriflegar og berast eigi síðar en
8. júlí 2008 til Skipulagsstofnunar, Laugavegi
166, 150 Reykjavík. Þar fást enn fremur nánari
upplýsingar um mat á umhverfisáhrifum.
Birt samkvæmt lögum um mat á umhverfis-
áhrifum, nr. 106/2000 m.s.b.
Skipulagsstofnun.
Atvinnuauglýsingar
sími 569 1100
sterk röddin, glaðlegt fasið og ljóm-
andi brosið lýstu jákvæðri mann-
eskju sem átti við mann erindi. Og
maður tók glaður á móti Dodda. Það
duldist ekki að hann hafði skoðanir
og gat verið fastur fyrir teldi hann
það við hæfi. En aldrei upplifði ég
það öðruvísi en sem lifandi áhuga og
velvilja til mín og þess starfs sem
okkur var kært að efla.
Ég kynntist fyrst Dodda sem ung-
ur maður þegar ég byrjaði að taka
þátt í ferðum Farfugla. Hann var
einn af mörgum sem litu á sig sem
Farfugla. Hann hafði sjálfur sem
ungur maður eignast vini og öðlast
reynslu í gegnum ferðir Farfugla og
vildi að aðrir ættu kost á slíkum
tækifærum. Tækifæri til að kynnast
nýjum háttum, ganga önnur tún og
láta aðra menningu auðga sína
reynslu. Flakka svolítið en koma
reynslu og vinum ríkari til baka.
Saga Dodda og ferðafélaga er æv-
intýri kynslóðar sem bjó sér til tæki-
færi þegar fá voru í augsýn.
Bandalag íslenskra farfugla þakk-
ar Dodda fyrir áralanga samfylgd,
vakandi áhuga á starfinu, velviljann
og hvatninguna. Við Farfuglar,
ferðafélagar fyrr og síðar, þökkum
Dodda fyrir alla gleðina og trú-
mennskuna í langri samfylgd um
leið og við vottum Þuru og börnum
samúð okkar.
Bandalag íslenskra farfugla.
Gunnar Ingi Hjartarson
Það er aragrúi minninga sem
koma upp í hugann þegar ég minnist
Dodda míns, minningar sem eru
mér hjartfólgnar og ég mun varð-
veita um ókomin ár. Efst er mér í
huga húmorinn, glaðværðin, hugul-
semin, handlagnin, viskan og hjálp-
semin. Ótrúlegt en satt, þessir eig-
inleikar og miklu fleiri til rúmuðust í
einum og sama manninum. Doddi
hefur verið stór hluti af mínu lífi alla
tíð og hefur verið mér sem náinn afi.
Í hjarta mínu finn ég stórt skarð við
fráfall hans og erfitt til þess að
hugsa að við munum ekki framar
sitja í rólegheitum og spjalla um
heima og geima og ekki fæ ég fram-
ar notið úrræða hans og handverks.
Það var nú alltaf svo, að ef eitthvað
þurfti að laga eða ef lausnar var þörf
á hinum ýmsu málum, þá var Doddi
alltaf boðinn og búinn til að aðstoða.
Það eru ófáir hlutirnir sem fengu
lengri líftíma vegna handlagni og út-
sjónarsemi Dodda. Yfirgripsmikil
þekking hans og áhugi á ýmsum
málefnum skapaði líflegar og
skemmtilegar samræður og
fræðslugildið var mikið. Stundum
fannst manni hreinlega að hann
hefði lesið eitthvað um alla hluti. Al-
veg magnað.
Þegar ég staldra nú við og lít um
öxl sé ég hvað Doddi hefur lagt
styrka stoð undir þroska minn og
hjálpað til við að leggja grunn að
ýmsu í mínu lífi. Vísindi hvers kon-
ar, hvort sem þau beindust að nátt-
úrunni eða tæknilegum úrlausnum,
voru ofarlega á baugi og sjálfsagður
hluti af lífinu. Þannig held ég að nýt-
ing náttúruauðlinda samhliða varð-
veislu náttúrunnar hafi mótast sem
samræmanleg markmið í mínum
huga og ég hef það að leiðarljósi í
mínum störfum.
Fjölmargar stundir áttum við
systkinin sem börn á Svöluhrauninu,
í góðu yfirlæti, hlýju og notarleg-
heitum. Það var svo gaman hvað oft
var eitthvað skemmtilegt um að
vera: taka upp kartöflur, dytta að
hlutum, þvælast eitthvað, slá grasið,
spila á spil – hversdagslegir atburðir
kannski fyrir suma, en voru alltaf
sérstakir og skemmtilegir. Maður
fékk að vera með í öllu hjá Þuru og
Dodda.
Það eru mikil forréttindi að geta
nánast valið sér fjölskyldu til við-
bótar sinni eigin og vera þar tekið
opnum örmum sem einn úr þeirri
fjölskyldu væri. Forréttindin kom-
ast á enn æðra stig þegar um er að
ræða fólk á borð við Þuru, Dodda,
Sigrúnu, Inga Þór, Möggu og þeirra
börn. Þessu fékk Herborg mín einn-
ig að kynnast og síðar strákarnir
mínir og hafa þau einnig bundist
fjölskyldunni sterkum og órjúfan-
legum böndum. Fráfall Dodda er
okkur öllum mikill missir, en minn-
ingarnar um einstakan mann
styrkja okkur og gefa okkur tilefni
til að fagna lífi hans og störfum.
Doddi minn, þú háðir marga hild-
ina, en sumar orrustur eru illvinn-
anlegar, jafnvel fyrir seigustu menn
eins og þig. Nú er baráttunni lokið
og þér líður betur á góðum stað. Ég
finn að þú verður alltaf með mér og
mínum og munt áfram styðja okkur
á lífsins braut. Svei mér þá ef mér
finnst þú ekki vera með mér í anda
við að gera upp nýja húsið okkar.
Kærar þakkir fyrir allt.
Þinn
Sveinn Óli.
Ég minnist margra góðra stunda
með Þorgrími á liðnum áratugum.
Við áttum það sameiginlegt að vera
báðir Gaflarar sem sóttum vinnu hjá
Varnarliðinu á Keflavíkurflugvelli.
Þorgrímur ók þessa leið daglega,
oftast sjálfur, stundum í skiptum við
aðra. Fyrstu áratugina á holóttum
og bugðóttum malarvegi og síðar á
betri vegi en samt viðsjárverðum.
Hann var athugull og varkár og því
voru þessar ferðir hans án teljandi
slysa eða óhappa.
Þorgrímur var traustur maður,
félagslyndur og sérstaklega vel máli
farinn. Hann gegndi sérstökum
trúnaðarstörfum hjá Fjarskipta-
stofnun Varnarliðsins („U.S. Naval
Communications Station, Iceland“),
ásamt miklum mannaforráðum og
forustuhlutverki í rekstri og upp-
byggingu þeirrar stofnunar. Hann
hlaut margar viðurkenningar frá
Bandaríska sjóhernum og Varnar-
liðinu fyrir þau störf er hann innti af
höndum. Hann hætti störfum haust-
ið 1996 og hafði þá starfað hjá Varn-
arliðinu um fjörutíu og þriggja ára
skeið.
Þorgrímur var lykilaðili að stofn-
un Kiwanisklúbbsins Brúar sem var
stofnaður 7. febrúar 1973 og starfaði
til síðustu ára Varnarliðsins. Klúbb-
urinn starfaði á enskri tungu og var
hugsaður sem tengiliður milli Ís-
lendinga og aðila hjá Varnarliðinu
og annars staðar, sem ekki töluðu ís-
lensku. Við stofnun klúbbsins var 61
stofnfélagi af sex þjóðernum, Ís-
lendingar, Bandaríkjamenn, Þjóð-
verjar, Bretar, Kínverjar og Danir.
Ég kom oft sem gestur á klúbbfundi
Brúar og var félagi í klúbbnum um
nokkurra ára skeið. Þar ríkti ávallt
mikill samhugur og framkvæmda-
vilji. Klúbburinn átti aðild að Kiw-
anisumdæminu Ísland-Færeyjar og
gegndi sínu hlutverki ávallt með
mikilli sæmd.
Þorgrímur var einlægur stuðn-
ingsmaður NATO og var einn lyk-
ilaðila að stofnun félags er nefndist
NATO-vina félagið. Félag þetta var
undanfari Varðbergs og Samtaka
um vestræna samvinnu sem Þor-
grímur tók einnig þátt í.
Þorgrímur var stoltur af landinu
sínu, Íslandi, og var sérstaklega
framtakssamur að kynna Ísland og
íslenska menningu fyrir Bandaríkja-
mönnum þeim er störfuðu hjá Varn-
arliðinu. Sem dæmi um áhuga hans
og framlag skal nefnt að hann aflaði
sér réttinda sem leiðsögumaður,
eingöngu til að gegna því hlutverki í
frístundum sínum, um helgar, að
fara með hópa varnarliðsmanna og
fjölskyldur þeirra um Ísland og
kynna þeim áhugaverða staði hinnar
auðugu íslensku náttúru. Þannig
fengu hundruð varnarliðsmanna allt
aðra sýn á Ísland en þeir ella hefðu
hlotið. Þorgrímur var þekktur af
bandarískum varnarliðsmönnum
sem „Thor Halldorsson“ og er
tengdur órjúfanlega minningum
þeirra frá dvölinni á Íslandi. Erindi
þau er hann flutti hjá hinum ýmsu
félögum varnarliðsmanna, t.d. um
íslensku jólasveinana og íslenska
þorramatinn voru sérstaklega vin-
sæl og minnisstæð þeim er á hlýddu.
Við fráfall Þorgríms er genginn
góður samstarfsmaður, einlægur fé-
lagi og vinur. Við Berta, eiginkona
mín, færum Þuríði, eiginkonu hans,
og eftirlifandi börnum og afkomend-
um þeirra okkar innilegustu sam-
úðaróskir. Blessuð sé minning Þor-
gríms Halldórssonar.
Guðni Jónsson.