Morgunblaðið - 26.05.2008, Qupperneq 30
30 MÁNUDAGUR 26. MAÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ
Grettir
Smáfólk
Kalvin & Hobbes
Hrólfur hræðilegi
Gæsamamma og Grímur
Úthverfið
Kóngulóarmaðurinn
Ferdinand
ÞETTA ER JÓLAKORT FRÁ
FJÓLU Í NÆSTA HÚSI
MEÐ HANDSKRIFUÐU
NÁLGUNARBANNI
FALLEG
SKRAUTSKRIFT
ÞAÐ ÞOLIR
MIG ENGINN...
ÉG Á EKKI
EINN EINASTA
VIN!
OG? ÉG ER Á LEIÐINNIÍ KLIPPINGU...
ÆTLI ÉG GETI EKKI
GERT ÞAÐ RÉTT
ÉG ER LÉLEGUR Í
HAFNABOLTA, FÓTBOLTA OG
MEIRA AÐ SEGJA SKÁK! ÉG
GET EKKI NEITT! ÉG ER AULI!
EÐLAN, KALVIN, ER
Í VANDA STADDUR
ÞAR SEM HANN ER MEÐ
KALT BLÓÐ ÞARF HANN AÐ
TREYSTA Á UMHVERFIÐ TIL
AÐ HALDA Á SÉR HITA
NÚNA, ÞEGAR FARIÐ ER AÐ
KÓLNA, VERÐUR KALVIN
MJÖG ORKULÍTILL. EF
HONUM TEKST EKKI AÐ
KOMAST Á HEITARI STAÐ
FLJÓTLEGA ÞÁ VERÐUR
HANN ALVEG MÁTTLAUS
HÆTTU AÐ FIKTA Í
HITAROFANUM. FARÐU Í
PEYSU EF ÞÉR ER KALT
GET...
ÞAÐ...
EKKI...
HVAÐ ER
HEPPNI EDDI MEÐ
YFIR HÖFÐINU
Á SÉR?
ÞETTA ER
MISTILTEINN
HANN VERÐUR DÁLÍTIÐ
EINMANA Á ÞESSUM ÁRSTÍMA
ÉG FRÉTTI
AÐ HANN
VÆRI BÚINN
AÐ FINNA SÉR
STYRKTAR-
AÐILA
OJJ! VIÐ
ERUM BÚIN AÐ
SMAKKA ÞRJÁR
TEGUNDIR OG
ÞÆR ERU ALLAR
ÓGEÐSLEGAR!
VIÐ GETUM
EKKI GEFIÐ
NEITT AF ÞESSU
SEM JÓLAGJÖF
ÉG VAR HRÆDD UM
ÞETTA. VIÐ EIGUM EFTIR
AÐ KAUPA ALLT SAMAN!
EN HVAÐ
MEÐ SÍÐUSTU
TEGUNDINA?
HÚN Á EKKI
EFTIR AÐ VERA
NEITT BETRI!
ER
ÞAÐ?
HMMM
MMM!
VERTU KYRR,
OFVIRKA
ÁTTFÆTLAN ÞÍN!
SKRÍTIÐ... ÞAÐ HEFUR
ENGINN KALLAÐ MIG
ÞETTA ÁÐUR
Æ, NEI! VEFURINN
ER BÚINN!
HEPPNIN ER
LÍKA BÚIN!
dagbók|velvakandi
Embættismenn Reykjavíkur
ÉG veit ekki hvort fólk gerir sér
grein fyrir því en í dag er ein hrein-
asta borg veraldarinnar álitin vera
Singapúr. Vafalaust finnst mörgum
eins og mér eitthvað ótrúlegt við
þetta en er samt satt og rétt. Ekki
var fyrir löngu haldið upp á með við-
höfn – og væntanlega tilheyrandi
veitingum – hundrað ára afmæli
borgarstjóraembættis Reykjavíkur.
Eins og þjóðin veit þá hafa verið um
19 borgarstjórar frá upphafi og á ár-
um áður voru þeir langtímum saman
í embættum en í seinni tíð allt of
margir og endalaus skipti. Í dag höf-
um við frábæran mann sem borgar-
stjóra, það er Ólafur F. Magnússon
sem að mínu viti er drengur góður,
einkennilega sannur, velviljaður,
hlýr, ákveðinn og stöðuglyndur, ein-
stakur embættismaður sem hefur
gegnt ýmsum störfum í þágu hins
opinbera um langa hríð. Þessi ein-
staki maður mun kannski þurfa að
víkja sem ég vona þó ekki, því að
mér líkar vel við verkin hans þó svo
að ég hafi á árum áður verið í fram-
boði fyrir allt annan stjórnmála-
flokk. Ekki finnst mér ósennilegt þó
þessi öðlingur hafi átt þátt í því að
Jakob Frímann Magnússon var val-
inn til þess að hafa áhrif innan borg-
arinnar sem yfirmaður sem á að
stýra og stjórna alls kyns hlutum
sem verða örugglega í þágu borg-
arinnar. Þó ég vilji síður lands-
hlutatengja getu manna þá vil ég
benda fólki á, þó ég sé ekki alviss, að
ég veit ekki betur en Jakob Frímann
sé kominn af stólpakyni af Kjalar-
nesinu, fólki sem kunni að draga
björg í bú og gera mikið úr litlu. Að
eiga svona gen í fararteskinu hlýtur
að vera af hinu góða. Jakob Frímann
Magnússon er ekki síður en borgar-
stjórinn eins og fæddur til embætt-
isverka. Svona menn eins og þessa
tvo á að virkja og styðja en ekki
nudda upp úr hvers kyns óhróðri
eins og hefur verið gert við þá báða,
hvorn á sínu tímabilinu og verður að
teljast óviðeigandi, siðblint og ótrú-
lega andstyggilegt. Ég mótmæli
framferði stórs hluta þjóðarinnar á
kröftugan og ákveðinn hátt því ef við
erum svo heppin að hitta fyrir
drengi góða í embættisstörf eigum
við frekar að hvetja þá til dáða og
örva á öflugan og jákvæðan hátt, í
raun umvefja þá heldur en að fót-
umtroða þá og vinna markvisst gegn
þeim til þess að hrekja þá úr emb-
ætti. Upp með Jakob og Ólaf og alla
aðra embættismenn sem vilja þjóð-
inni vel og hafa löngun og þor til að
standa staðfastir við hlið þeirra sem
minna mega sín eða eiga eitthvað
sem skiptir máli. Því öll þurfum við
að finna hlýju og persónulegan
áhuga á velferð okkar og frama og
það er það sem þessir menn geta og
vilja.
Jóna Rúna Kvaran,
blaðamaður og rithöfundur.
Svarað í síma 5691100 frá 10–12 og
13–15 | velvakandi@mbl.is
ÞESSI unga mær er á göngu með hjólið sitt á einum vinsælasta göngustíg
Reykjavíkur. En það hefur líklega ekki farið framhjá neinum hvað hjól-
reiðafólki hefur fjölgað, sem er upplífgandi fyrir bæjarlífið.
Morgunblaðið/Golli
Á Ægisíðunni
FRÉTTIR
Aðalfundur
Neistans
AÐALFUNDUR Neistans, Styrkt-
arfélags hjartveikra barna, verð-
ur haldinn fimmtudaginn 29. maí
nk. kl. 20 í Síðumúla 6, (gengið
inn bakatil).
Á dagskrá verða almenn aðal-
fundarstörf samkvæmt lögum
Neistans, skýrsla stjórnar, reikn-
ingar félagsins, kosning for-
manns, kosning stjórnar og önnur
mál.
Öllum félagsmönnum Neistans
verður boðið frítt í Fjölskyldu- &
húsdýragarðinn 7. júní nk. með
fjölskyldu sína. Sumarhátíðin
verður í júlí með svipuðu sniði og
í fyrra.
Uppskeruhátíð í náms-
og starfsráðgjöf
UPPSKERUHÁTÍÐ meistaranema í náms- og starfsráðgjöf við Háskóla Ís-
lands verður þriðjudaginn 27. maí kl. 14-16 í Námunni, Endurmenntun Há-
skóla Íslands, Dunhaga 7.
Í tilkynningu kemur fram að á uppskeruhátíðinni verða kynntar nið-
urstöður fimm nýrra rannsókna á sviði náms- og starfsráðgjafar. Þar má
nefna rannsóknir um stuðning náms- og starfsráðgjafa við framvindu náms
og námsvals og t.d. kemur í ljós í einni rannsókninni að um 60% framhalds-
skólanemenda leita til náms- og starfsráðgjafa. Tvær rannsóknir fjalla um
reynslu fullorðinna einstaklinga af því að fara aftur í formlegt nám.
Uppskeruhátíðin er öllum opin og aðgangur er ókeypis.
Garðaganga
Garðyrkju-
félags Íslands
FYRSTA garðaganga Garðyrkju-
félags Íslands í sumar verður mið-
vikudaginn 28. maí, kl. 20 til 22.
Formaður félagsins Vilhjálmur
Lúðvíksson býður félagsmönnum
að skoða vorskóginn vakna í eigin
sumarhúsalandi. Mæting við Hafra-
vatn kl. 20, blöðrur verða við hliðið
á Brekkukoti. Hægt er að komast
að Hafravatni bæði frá Vest-
urlandsvegi við hringtorgið fyrir
framan BAUHAUS og einnig af
Suðurlandsvegi við Geitháls og
beygja inn á Hafravatnsveg við
Dalland.