Morgunblaðið - 26.05.2008, Side 34
34 MÁNUDAGUR 26. MAÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ
Þú færð 5 %
endurgreitt
í Borgarbíó
Sími 551 9000 Þú færð 5 %
e n d u r g r e i t t
í Regnboganum
Þú færð 5 %
endurgreitt
í SmárabíóSími 564 0000Sími 462 3500
Kickin it old school kl. 5:40 - 8 - 10:20 B.i. 7 ára
Harold og Kumar kl. 5:45 - 8 - 10:15 B.i. 12 ára
Made of Honour kl. 5:50 - 8 - 10:10
21 kl. 8 - 10:30 B.i. 12 ára
Brúðguminn enskur texti kl. 6 B.i. 7 ára
ÞAÐ ÞARF ALVÖRU KARLMANN TIL AÐ VERA BRÚÐARMEYJA
BREIKIÐ ER EKKI DAUTT...
ÞAÐ HEFUR BARA LEGIÐ Í DVALA!
Hinn frábæri grínari
Jamie Kennedy fer á
kostum semeilífðarbreikari
sem vaknar efir
20 ára dásvefn,
Frábær gamanmynd sem
kemur öllum í gott skap.
ÖSKUR BERA ENGAN ÁRANGUR !!
FÓR BEINT Á TOPPINN Í BANDARÍKJUNUM
eee
,,Hugljúf
og skemmtileg"
- V.J.V.,
Topp5.is/FBL
Indiana Jones 4 kl. 5:40 - 8 - 10:20 B.i. 12 ára
Harold og Kumar kl. 6 - 8 B.i. 12 ára
What happens in Vegas kl. 10
Made of Honour kl. 8 - 10:15
Superhero Movie kl. 4 - 6 B.i. 7 ára
Bubbi Byggir m/ísl. tali kl. 4
Horton m/ísl. tali kl. 4
* Gildir á allar
sýningar merktar
með rauðu
TILBOÐ
Í
BÍÓ
SÝND Í HÁSKÓLABÍÓI OG SMÁRABÍÓI
SÝND Í REGNBOGANUMSÝND Í HÁSKÓLABÍÓI, SMÁRABÍÓI OG BORGARBÍÓI
Indiana Jones 4 kl. 5:20D - 8D - 10:40D DIGITAL
Indiana Jones 4 LÚXUS kl. 5:20D - 8D - 10:40D DIGITAL
Prom Night kl. 6 - 8 - 10 B.i. 14 ára
What happens in Vegas kl. 5:45 - 8 - 10:15
SÝND Í SMÁRABÍÓI OG REGNBOGANUM
50 kr. afsláttur ef þú kaupir bíómiðann á
Þú færð 5% endurgreitt í Borgarbíói, Smárabíói og Regnboganum og Háskólabíói ef þú borgar bíómiðann með Kreditkorti tengdu Aukakrónum!
ÞAÐ var frábært að fá Wayne Short-
er til Íslands ásamt kvaretti sínum á
Listahátíð og hefur ekki slík djass-
stjarna komið hingað síðan Ray
Brown lék á Jazzhátíð Reykjavíkur.
Wayne er nærri 75 ára og hefur ekki
enn staðnað í tónsköpun sinni. Segja
má að ferli hans megi skipta í fjögur
tímabil. Hápunktur fyrsta tímabils-
ins var spilamennskan með Art
Blakey og hljóðritanir fyrir Blue
Note. Tónsmíðar hans náðu nýjum
hápunkti á Miles Davis-tímabilinu
frá 1964–70. Þá kynntist hans aust-
urríska hljómborðsmeistaranum Joe
Zawinul og þeir stofnuðu fremstu
djassrokksveit allra tíma, Weather
Report. Shorter samdi mikið fyrir
sveitina en smám saman fékk saxó-
fónleikur hans minna vægi og eftir
að sveitin hætti 1980 hefur hann leik-
ið með eigin hljómsveitum og þessi
kvartettinn hefur starfað frá 2001.
Það fór ekkert milli mála að fé-
lagarnir þekktu hver annan ansi vel
og gripu tónhendingar hratt á lofti
og spunnu í sameiningu. Kvartettinn
lék 80 mínútur samfellt og runnu
verkin, sem flest voru eftir Shorter,
saman í eina svítu. Ég hafði á tilfinn-
ingunni að ansi margar tónsmíð-
arnar væru nýlegar þó stundum
mætti greina brot úr gömlum ópus-
um, s.s. „Footprints“ í upphafi tón-
leikanna. Shorter blés í ten-
órsaxófóninn fyrstu 55 mínúturnar
og saxófónleikurinn dálítið inn-
hverfur á stundum, en lífleg hryn-
sveitin skemmtilegt mótvægi við
Shorter. Líflegur stíll Perezar lyftir
betur undir blástur Shorters en inn-
hverfur stíll Brads Meldhau sem
stundum hefur spilað með honum.
Aftur á móti var mögnunin á Fazioli-
flyglinum, er Perez lék á, fullhörð þó
hann mýktist er sópranþátturinn
hófst – og þvílíkur tónn sem Shorter
töfrar úr því hljóðfæri. Hann smaug
að hjartarótum og lyfti tónlistinni í
nýjar hæðir.
Kontrapúntísk skrif Shorters fyr-
ir kvartettinn elfdu hlutverk hryn-
sveitarinnar sem var alveg makalaus
og á köflum var eins og samspilið
væri því sem næst frjálst. Tónlist
sem menn meðtaka ekki áreynslu-
laust og það verður gaman að heyra
hana aftur á Rás 1 í vikunni.
Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson
Blástur og plokk Það fór ekkert á milli mála að félagarnir þekktu hver annan ansi vel.
TÓNLIST
Háskólabíó
Wayne Shorter, sópran– og tenórsaxófón,
Danilo Perez píanó, John Pattitucci bassa
og Bobby Blade trommur.
Kvartett Wayne Shortersbbbbm
Vernharður Linnet
Á vængjum sópransins Eftir Arnar Eggert Thoroddsen
arnart@mbl.is
ÞAÐ má með sanni segja að ekki
sé einn einasti dauður punktur í
dagskrá GusGus-manna, þeirra
President Bongo og Bigga veiru.
Þeir eru að allan sólarhringinn og
rúmlega það, ávallt breiðandi út
hið takvissa fagnaðarerindi og er
allur heimurinn undir í þeim efn-
um. Þeir félagar eru nú að gera
sig klára í sumarrúnt um hinar og
þessar tónlistarhátíðir og verður
m.a. hin mikla Melt-hátíð í Þýska-
landi heimsótt, en þar koma og
fram Björk, Franz Ferdinand, Ro-
isin Murphy o.fl. Einnig eru fyr-
irhugaðir tónleikar í Brasilíu,
Sviss, Rússlandi, Póllandi og Tékk-
landi og sveitin mun þá fljúga
teknóvængjum þöndum hér heima
16. júní næstkomandi, en þá verða
stórtónleikar í Laugardalshöll.
Í samtali við forsetann, Presi-
dent Bongo, kom fram að tónleika-
rúnturinn væri m.a. ætlaður til að
halda „djúsnum“ gangandi, að
dampur detti ekki niður hvað
vinnslu á næstu plötu varðar.
„Við verðum t.d. með fjögur ný
lög á komandi tónleikum, lög sem
við tilkeyrum á tónleikunum og
vinnum svo frekar með í hljóð-
veri.“
Næsta plata er áætluð til útgáfu
snemma á næsta ári. Síðasta plata
GusGus, Forever, gekk afskaplega
vel, bæði í sölulegu sem listrænu
tilliti, og kom út víða um heim,
m.a. í Japan og Suður-Ameríku.
„Við erum að kanna ýmsa mögu-
leika hvað varðar næstu plötu og
það væri gaman að opna á nýja
markaði,“ segir forsetinn. „Við er-
um á feiknaflugi, það verður engin
fimm ára bið í næstu plötu, og nóg
að gera – eins og alltaf.“
Morgunblaðið/Arnaldur
Forsetinn President Bongó er á leið í tónleikaferðalag og verður meðal
annars komið við í Brasilíu, Rússlandi, Þýskalandi og Sviss.
Allt að gerast
GusGus er á leið í yfirgripsmikið
tónleikaferðalag og vinnur hörðum
höndum að næstu breiðskífu