Morgunblaðið - 02.06.2008, Side 8
8 MÁNUDAGUR 2. JÚNÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
HÁTÍÐAHÖLD voru víða um land í gær í til-
efni sjómannadagsins. Í Reykjavík voru
haldnar minningarathafnir um látna sjó-
menn, bæði í Hólavallakirkjugarði og Foss-
vogskapellu. Einar K. Guðfinnsson sjávar-
útvegs- og landbúnaðarráðherra flutti ávarp
í Hafnarhúsinu, við athöfn þar sem sjómenn
voru heiðraðir. Í ræðu sinni ræddi Einar m.a.
um viðbrögð ríkisstjórnarinnar við áliti
mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna
um íslenska kvótakerfið. Kvað hann mik-
ilvægt að undirstrika að sjávarútvegurinn
væri undirstöðuatvinnugrein sem lúta yrði
sömu hagræðingarkröfum og aðrar atvinnu-
greinar. Ella yrði hann undir og laðaði ekki
til sín fólk. „Víða um heim má einmitt sjá
dæmi um sjávarútveg sem orðið hefur þeim
örlögum að bráð. Sjávarútveg sem ekki hefur
verið álitinn alvöru atvinnugrein og er því
ekki áhugaverður sem vettvangur lífsstarfs,“
sagði hann.
Guðmundur Ragnarsson, formaður Félags
vélstjóra og málmtæknimanna, viðraði í ræðu
sinni við sömu athöfn áhyggjur af framtíð
sjómennskunnar á Íslandi. „Að fá ungt fólk í
dag til að fara í 30 daga veiðiferð á frystitog-
ara með enga nettengingu, sms, msn og hvað
þetta heitir allt saman er umhverfi og ein-
angrun sem það sættir sig ekki við. Jafnvel
þótt góð laun séu í boði,“ sagði Guðmundur.
Við Reykjavíkurhöfn sýndu björg-
unarsveitir m.a. búnað sinn og skólaskipið
Sæbjörg fór í skemmtisiglingu til Akraness.
Sjómenn heiðraðir víða um land
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Furðuvera Þau Hanna, Eva og Jóhann virtu fyrir sér furðufiska við Reykjavíkurhöfn. Þeim
leist ekkert á smokkfiskinn en líkaði öllu betur við þann gula í næsta kari.
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Himnasending Á Akureyri sýndi Landhelgisgæslan björgun úr sjó. Þá var m.a. boðið upp á siglingar og skoðunarferð í fiskibátinn Húna II.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Lostæti Davíð Róbertsson og Þorvaldur Hafberg frá Sportkafarafélaginu grilluðu öðuskel við
miðbakkann, týnda af köfurum við Reykjanes. Um helgina grilluðu þeir heilt fiskikar af skel.
SÍMINN bæði hækkaði og lækkaði
verð á nokkrum þjónustuþáttum í
gær. Meðaláhrif til hækkunar á
símreikninga einstaklinga og fyr-
irtækja er á bilinu 1-4%. Ástæður
verðbreytinga nú eru kostnaðar-
hækkanir í rekstri sem tengjast
meðal annars launaskriði og breyt-
ingum á gengi íslensku krónunnar.
Meðal þeirra þjónustuþátta sem
munu lækka í verði eru símtöl í tvö
önnur farsímakerfi en sú lækkun
nemur um 4,6%. Á undanförnum
vikum hefur ennfremur verið unn-
ið að því að útvíkka sparnaðarleiðir
Símans, meðal annars með því að
fjölga svokölluðum „vinum“ í
Frelsi og GSM-áskrift. Þá hefur
sparnaðarleið Símans „Þú í útlönd-
um“ verið útvíkkuð svo hún nær nú
til allra viðskiptavina Símans í
GSM-áskrift.
1-4% hækkun
hjá Símanum
HANNA Birna Kristjánsdóttir, forseti borgar-
stjórnar, nýtur stuðnings rúmlega 57% lands-
manna til þess að verða næsti borgarstjóri
Reykjavíkur. Þetta er niðurstaða skoðanakönn-
unar sem Capacent Gallup gerði fyrir Stöð 2.
Svarendur voru spurðir hvern þeir teldu að
Sjálfstæðisflokkurinn ætti að velja sem næsta
borgarstjóra Reykjavíkur. Langflestir nefndu
Hönnu Birnu eða rúm 57%. Næstur henni var
Gísli Marteinn Baldursson borgarfulltrúi og
vildu rúmlega 11% sjá hann í borgarstjóra-
stólnum. Tæp 6% vildu fá Júlíus Vífil Ingvarsson
sem borgarstjóra en innan við 5% vildu að Vil-
hjálmur Þ. Vilhjálmsson, fyrrverandi borgar-
stjóri, tæki aftur við embættinu, samkvæmt frétt
Stöðvar 2. Könnunin var gerð 22.–26. maí. Í úr-
takinu voru tæplega 1.100 manns af öllu landinu,
16–75 ára. Svarhlutfall var 53,3%.
Vinsældir núverandi borgarstjóra minnka
Dregið hefur úr ánægju með störf Ólafs F.
Magnússonar borgarstjóra samkvæmt nýjum
Þjóðarpúlsi Gallup. Einungis 9% svarenda lýstu
ánægju með störf hans nú, en 16% í janúar síð-
astliðnum. Þá sögðust 67% svarenda af landinu
öllu vera óánægð með störf hans og er það þrem-
ur prósentustigum meira en í janúar.
Talsvert dró úr ánægju með núverandi meiri-
hlutasamstarf. Þannig voru 72% borgarbúa
óánægð með meirihlutann en aðeins 16% þeirra
voru ánægð. Af kjósendum Sjálfstæðisflokksins
voru 45% ánægð með meirihlutann en 28%
óánægð.
Vilja Hönnu Birnu
sem borgarstjóra
STUÐNINGUR við Sjálfstæðisflokkinn í borg-
arstjórn Reykjavíkur hefur minnkað mikið og
einnig hefur dregið úr fylgi við flokkinn á lands-
vísu, samkvæmt niðurstöðum Þjóðarpúls Capa-
cent Gallup.
Tæp 27% borgarbúa kváðust myndu kjósa
Sjálfstæðisflokkinn ef gengið væri til borgar-
stjórnarkosninga nú. Það er 11 prósentustigum
minna en mældist í janúar. Þetta er minnsta fylgi
sem borgarstjórnarflokkur sjálfstæðismanna hef-
ur nokkru sinni fengið í könnunum Gallup. Ef
þetta yrðu niðurstöður kosninga myndi flokkurinn
missa rúm 15% af kjörfylgi sínu og þrjá af sjö
borgarfulltrúum.
Samkvæmt niðurstöðum Þjóðarpúlsins myndi
Samfylkingin bæta við sig þremur borgarfulltrú-
um og fá hreinan meirihluta í borgarstjórn, ef kos-
ið væri nú. Flokkurinn mældist með rúmlega 45%
stuðning í borginni en það er fjórum prósentustig-
um meira en Samfylkingin mældist með í janúar.
Vinstri grænir, sem nú hafa tvo borgarfulltrúa,
fengju rúm 19% atkvæða og myndu bæta við sig
þriðja borgarfulltrúanum. Framsóknarflokkurinn
fengi 4,2% atkvæða og Frjálslyndir og óháðir
3,3%. Báðir síðasttöldu flokkarnir myndu missa
borgarfulltrúa sína ef úrslit kosninga yrðu með
þeim hætti.
Færri styðja ríkisstjórnina
Verulegar breytingar urðu á fylgi við ríkis-
stjórnarflokkana milli mánaðanna apríl og maí.
Samfylkingin bætir við sig tæplega fimm pró-
sentustigum og er með 31% fylgi, sem er svipað og
hún mældist með um síðustu áramót. Fylgi Sjálf-
stæðisflokksins minnkar um næstum fjögur pró-
sentustig og mælist nú vera rúmlega 33%. Sjálf-
stæðisflokkurinn hefur ekki mælst með minna
fylgi frá því í janúar 2005.
Samanlagt fylgi ríkisstjórnarflokkanna stóð
nánast í stað á milli mánaða en stuðningur við rík-
isstjórnina minnkaði um rúm þrjú prósentustig.
Nú sögðust 55% styðja stjórnina og hefur stuðn-
ingur við hana ekki mælst minni á kjörtímabilinu.
Fylgi annarra flokka breyttist lítið milli apríl og
maí. Fylgi VG jókst lítillega og mældist 22% en
bæði Framsókn og Frjálslyndir töpuðu fylgi.
Gallup hefur aldrei mælt fylgi borgarstjórnarflokks sjálfstæðismanna minna en nú
Samfylking fengi
hreinan meirihluta
Á fundi Borgarfulltrúar bera saman bækur sínar.
TILKYNNT var síðdegis í gær um
rúðubrot í nýja víkingasafnahúsinu
við Víkingabraut í Reykjanesbæ.
Að sögn lögreglu var búið að
brjóta tvær mjög stórar rúður og
þrjár aðrar minni.
Ekki er vitað hver eða hverjir voru
þarna að verki.
Rúður brotnar
í víkingasafni
♦♦♦