Morgunblaðið - 02.06.2008, Side 17
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 2. JÚNÍ 2008 17
SUÐURNES
ÍS
L
E
N
S
K
A
/S
IA
.I
S
/O
R
K
4
23
61
0
5/
08
• Orkuveita Reykjavíkur rekur stærstu jarðvarmaveitu í heimi. www.or.is
Skordýr
í Elliða-
árdal
Orkuveitan efnir til göngu- og
fræðsluferðar í Elliðaárdal undir
leiðsögn Guðmundar Halldórssonar,
skordýrafræðings þriðjudagskvöldið
3. júní kl. 19.30. Gengið verður um
dalinn og hugað að þeim smádýrum
sem þar búa. Þátttakendur eru hvattir til að
hafa með sér stækkunargler. Gangan hefst við
Minjasafn Orkuveitu Reykjavíkur, Elliðaárdal.
Eftir Helga Bjarnason
helgi@mbl.is
Vogar | Gefið var út menningarblað í Vogum
sl. fimmtudag og myndlistarverk voru gefin á
öll heimili sveitarfélagsins. Þá lauk vinnustofu
hóps lista- og fræðifólks á vegum listahátíðar-
innar Díónýsíu í Vogum með því að listafólkið
sýndi afrakstur vinnu sinnar undanfarna tíu
daga. Meðal annars var kveikt í verkinu
ÞÖGN.
Átta listamenn eru í hópnum sem hefur haft
aðsetur í Vogum, þar af fimm erlendir. Þetta
er í annað sinn sem vinnustofur eru skipulaðar
á landsbyggðinni undir þessu heiti. Verkefnið
var auglýst erlendis, meðal annars í gegnum
listaháskóla. Gísli Hvanndal Ólafsson, tals-
maður hópsins í Vogum, segir að færri hafi
komist að en vildu. Fólkið kemur víða að og
hittist svo á að flestir úr þessum hópi eru út-
skrifaðir úr myndlistarnámi.
Samvinna við heimafólk
Mikið er lagt upp úr því að verkefnin séu
unnin í samvinnu við heimafólk og hefur lista-
fólkið því verið í sambandi við íbúana í Vogum.
Gísli er rithöfundur. Hann hefur safnað efni í
menningarblað sem hann gaf síðan út í lok
vinnustofunnar. Blaðið var ekki komið út þeg-
ar rætt var við Gísla í gær en hann nefndi að
honum hefði tekist að safna þjóðsögum, kveð-
skap og skrifum um örnefni.
Einn listamaðurinn hefur mest verið úti í
náttúrunni við að gera listaverk og hefur notið
við það aðstoðar barna úr bænum. Tveir hafa
unnið að listaverki í hlöðunni í Minni-Vogum
sem vinnustofan hefur haft til afnota. Þá má
geta þess að einn þátttakandinn ákvað að
teikna svo margar myndir að hann gæti fært
öllum heimilum í Vogum eina mynd að gjöf.
Hluti hópsins hefur unnið mikið með börnum í
grunnskólanum og myndlistarkennara þeirra
og einn heimsótti bókmenntaklúbb í miðstöð
eldri borgara og tók viðtöl.
„Við skiljum ekki eftir minnisvarða eða neitt
slíkt. En þátttakendur hafa verið duglegir að
taka myndir af þróun verka sinna og það verð-
ur til minja um veru okkar hér, auk myndanna
sem gefnar eru á heimilin og blaðsins,“ segir
Gísli og er ánægður með dvölina í Vogum.
Hann segir að dvölin hafi haft sérstaklega
mikil áhrif á erlendu þátttakendurna og þeir
haft ánægju af því að vinna í svona litlu sam-
félagi í fallegu umhverfi.
Glöggt er gestsaugað
„Þau hafa kynnt sér málin hérna og spjallað
við fólk. Við fáum nýtt sjónarhorn með hinu
glögga gestsauga,“ segir Róbert Ragnarsson,
bæjarstjóri í Vogum, um heimsókn Díónýsíu-
hópsins.
Góð aðsókn var á sýningu Díónýsíu-fólksins
á fimmtudagskvöld og íbúarnir áhugasamir.
Bæjarstjórinn segir að sýningin hafi verið
áhugaverð. Nefndi sérstaklega tréskúlptúrinn
ÞÖGN sem brenndur var á sjávarkambinum.
Túlkaði hann athöfnina á þann veg að hún væri
til að þjappa fólki saman, eins og eldur hefur
lengi verið notaður til. Þá væri búið að brenna
þögnina sem ríkti um þennan ágæta stað sem
mætti bera meira á.
Kveiktu í Þögninni
Ljósmynd/Eva Ljosvoll
Listsköpun „The Dark Days Are Not Over“ er heiti á verki sem listakonan Tina Schotton tók
upp á myndband í Vogum. Með henni á myndinni er Marie Cloquet og Karolina Boguslawska.
Í HNOTSKURN
»Díónýsía er samvinnuverkefni lista-manna og hefur það að markmiði að
brjóta niður innbyrðis höft ólíkra list-
greina og ytri múra á milli landsbyggðar
og höfuðborgarsvæðis.
»Að þessu sinni starfa vinnustofur lista-og fræðimanna í Vogum, á Hofsósi,
Dalvík og Borgarfirði eystra og eru þátt-
takendur 27.
LANDIÐ
Eftir Jón Sigurðsson
Blönduós | „Æfinginn skapar
meistarann,“ sagði Rakel Ýr
Ívarsdóttir, 5 ára Blönduósingur,
sem er alveg að verða sex ára.
Rakel sem á heima á Aðalgötunni
á Blönduósi var að æfa sig á nýja
hjólinu sínu sem hún fékk í af-
mælisgjöf og naut aðstoðar föður
síns.
„Ég er ekki búin að eiga afmæli
en það er alveg að koma,“ sagði
hin einbeitta Blönduósmær til að
réttlæta snemmfengnu afmælis-
gjöfina. „Svo passa ég mig líka á
bílunum, það er öruggt,“ sagði
Rakel að lokum og hélt áfram út í
lífið.
Æfingin skapar
meistarann
Morgunblaðið/Jón Sigurðsson
Hjólað Rakel Ýr passar sig á bílun-
um og er með það á hreinu að
æfingin skapar meistarann.
Eftir Alfons Finnsson
Ólafsvík | Það lá vel á Daníel Jóns-
syni frá Ólafsvík er var hann að sjó-
setja Breiðfirðing í Ólafsvíkurhöfn.
Báturinn var smíðaður árið 1953 af
Kristjáni í Skógarnesi.
„Ég fékk bátinn í fyrra frá Stykk-
ishólmi og var hann í eigu Kristjáns
Gunnarssonar sem er sonarsonur
Kristjáns í Skógarnesi. Til stóð að
báturinn færi á safn í Reykhólum, en
ég fékk hann með því skilyrði að
gera hann upp,“ segir Daníel í sam-
tali við Morgunblaðið.
Daníel segir að margir bátar hafi
verið smíðaðir á sínum tíma á Breið-
arfjarðareyjum, ,,en báturinn sem ég
hef verið að gera upp er sá eini sem
eftir er á floti á Íslandi sem ég veit
um. Það má segja að báturinn hafi
verið ónýtur er ég fékk hann í hend-
urnar, og það hefur tekið mig heilt ár
að gera hann upp. Loksins er það bú-
ið og ég er virkilega sáttur með bát-
inn. Það voru vandræði með að fá vél
sem passaði, en ég fann þrjár norsk-
ar vélar og tókst að gera eina úr
þeim. Vélin sem er um borð er 18
hestöfl, og er í toppstandi.“
Daníel byrjaði að gera upp báta
árið 1953 með föður sínum, sama ár
og Breiðfirðingurinn hans var smíð-
aður. „Núna er ég hættur og er að
flytja til Vestmannaeyja. Ég tek bát-
inn með mér svo ég hafi eitthvað til
að dunda við því ég hef ekki orðið
heilsu til að standa lengur í báta-
smíði,“ segir Daníel.
Endurgerður Breiðfirðingur sjósettur
Morgunblaðið/Alfons
Reynslusigling Daníel Jónsson í reynslusiglingu í Ólafsvíkurhöfn. Ný-
uppgerði báturinn er hinn glæsilegasti.
VEITT hafa verið verðlaun í sam-
keppni um bestu sjónvarpsauglýs-
inguna í forvarnaverkefninu „Flott
án fíknar“. Athöfnin fór fram í
Þjónustumiðstöð UMFÍ.
Samkeppnin var samvinnuverk-
efni UMFÍ og Stöðvar 2 og komst
dómnefnd að þeirri niðurstöðu að
besta auglýsingin væri unnin af
fjórum nemendum úr Giljárskóla á
Akureyri. Nemendurnir eru Baldur
Auðunn Vilhjálmsson, Hreiðar
Hreiðarsson, Patrekur Sólrúnarson
og Stefanía Snædís Johnsen.
Jón Reginbaldur Ívarsson og
Ómar Egill Ragnarsson úr Árbæj-
arskóla tóku einnig þátt í sam-
keppninni og voru þeim veitt verð-
laun fyrir sitt framlag.
Þá voru veitt þrenn verðlaun í
samkeppni um bestu skjáauglýs-
ingu „Flott án fíknar“ fyrir kvik-
myndahús. Brynjólfur Löve Mogen-
sen hlaut fyrstu verðlaun og fékk
að launum 25 þúsund krónur.
Sandra Rós Björnsdóttir fékk 15
þúsund krónur fyrir annað sætið og
Kría Benediktsdóttir hafnaði í
þriðja sæti og fékk 10 þúsund krón-
ur að launum. Í þessari samkeppni
tóku þátt nemendur á listnáms-
braut úr Borgarholtsskóla í Grafar-
vogi.
Ljósmynd/Jón Kristján
Sjónvarpsauglýsing Baldur Auðunn Vilhjálmsson, Hreiðar Hreiðarsson,
Patrekur Sólrúnarson og Stefanía Snædís Johnsen úr Giljárskóla á Akur-
eyri unnu til fyrstu verðlauna um bestu sjónvarpsauglýsinguna.
Skjáauglýsing Brynjólfur Löve
Mogensen hlaut fyrstu verðlaun í
samkeppni um bestu skjáauglýsingu
Flott án fíknar fyrir kvikmyndahús.
Keppa um bestu sjónvarpsauglýsinguna hjá „Flott án fíknar“
Giljárskóli hreppti fyrstu verðlaun