Morgunblaðið - 02.06.2008, Side 19
fjármál fjölskyldunnar
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 2. JÚNÍ 2008 19
Afmælishátíðin hefst
með tónleikum Páls
Óskars Hjálmtýssonar
söngvara og Moniku
Abendroth hörpuleik-
ara miðvikudags-
kvöldið 9. júlí. Bergþór
Pálsson, Bragi Berg-
þórsson og Þóra Fríða
Sæmundsdóttir píanó-
leikari verða með tón-
leika í Bláu kirkjunni
23. júlí.
x x x
Síðast en ekki sístvill Víkverji minna
á listahátíð ungs fólks á
Austurlandi (LungA)
sem verður haldin dagana 14.-20.
júlí. Fjölbreytt dagskrá verður þá
fyrir almenning á kvöldin, tónleikar
á föstudagskvöldinu, uppskeruhátíð
og stórtónleikar á laugardeginum.
Fjölmargar hljómsveitir hafa boðað
komu sína á hátíðina, þeirra á meðal
Bang Gang, eftirlætis hljómsveit
Víkverja og fjölskyldu hans.
Hér er aðeins stiklað á stóru og
Víkverji leyfir sér að fullyrða að allir
Íslendingar, allt frá ómálga börnum
til háþroskaðra menningarvita, finni
sitthvað við sitt hæfi á Seyðisfirði í
sumar.
Víkverji dáist að elju og atorku
Seyðfirðinga í menningarmálum.
Seyðfirðingar geta svo sannarlega
verið stoltir af þessari miklu starf-
semi, ekki síst í ljósi þess að íbúar
bæjarins eru aðeins um 750, eða
álíka margir og íbúar einnar götu í
Reykjavík, Bólstaðarhlíðar, og tæp-
ur þriðjungur af íbúum Hraunbæjar.
Listahátíð sumars-ins er hafin og
Víkverji hugsar sér
gott til glóðarinnar.
Hátíðin hófst í Skaft-
felli, miðstöð mynd-
listar á Austurlandi,
með gjörningi fjöl-
listaþríeykisins Skyr
Lee Bob, innsetn-
ingum Christophs
Büchels og verki eftir
seyðfirska listamann-
inn Pétur Kristjáns-
son.
Boðið verður upp á
ýmislegt fleira bita-
stætt „Á seyði“,
listahátíð sem haldin
hefur verið árlega yfir sumarmán-
uðina á Seyðisfirði frá árinu 1995
þegar haldið var upp á aldarafmæli
kaupstaðarins.
Fjölmargir listamenn leggja til
krásir sem soðnar verða í seyðnum,
eða soðgrófinni, sem nafn fjarðarins
er dregið af. Á Vesturveggnum
verða til að mynda fimm sýningar á
verkum alls tíu listamanna í júní, júlí
og ágúst. Sýningarstjórar Vestur-
veggjarins setja sýningarnar upp
með það að leiðarljósi að kanna
snertifleti tónlistar og myndlistar í
verkum ungra íslenskra listamanna.
Austfirski listamaðurinn Kristleifur
Björnsson verður síðan með sýningu
í Skaftfelli frá 28. júní til 3. ágúst.
Sumartónleikaröðin Bláa kirkjan
verður tíu ára í ár. Haldið verður
upp á afmælið með tónleikum á mið-
vikudagskvöldum frá 9. júlí og þeim
lýkur með tvennum tónleikum 20.
ágúst og fimmtudaginn 21. ágúst.
víkverji skrifar | vikverji@mbl.is
Eftir Önnu Sigríði Einarsdóttur
annaei@mbl.is
Það er komið sumar…“ söngMannakorn hér um áriðog veðurblíðan bendir svosannarlega til þess að
sumarið sé komið. Margir eru fyrir
löngu búnir að ákveða hvernig sum-
arfríinu skal varið og bókuðu utan-
landsferðina jafnvel í janúar. Lík-
lega hafa þó runnið tvær grímur á
einhverja er krónan hríðféll og þeir
jafnvel séð sig um hönd.
En hvað með þá sem voru búnir
að greiða ferðina áður en gengis-
skriðið hófst? Þeir geta vissulega
hrósað happi yfir að hafa fengið
miða á góðu gengi, en þurfa líka að
horfast í augu við að þegar út er
komið verður töluvert dýrara að lifa
en áætlað var. Þúsund evrurnar
sem í janúar fengust fyrir um
90.000 kr., kosta nú hátt í 116.000
kr. Og þegar mamma, pabbi, börn
og jafnvel bíll ætla saman til út-
landa er sá gengismunur fljótur að
hlaðast upp.
Það er hins vegar engin ástæða
til að örvænta. Sumarfríið í sólinni
getur vel verið hið skemmtilegasta
… ef maður bara breytir aðeins um
hugarfar.
Kaupa, kaupa, kaupa Fyrsta og
ef til vill mikilvægasta breytingin
felur í sér að hætta að líta svo á að
samasemmerki sé á milli útlanda og
verslunarferða. Slíkur hugsunar-
háttur felur einfaldlega í sér leifar
af haftatímum. Manstu þegar
mamma og pabbi/afi og amma tók
seríóspakka og harðfisk með til
Kanarí? Slíkar sögur hafa kallað
fram bros árum saman. Kannski
verslunarferðirnar ógurlegu eigi
eftir að kalla fram samskonar bros
eftir nokkur ár. Þess vegna borgar
sig að staldra við áður en fjárfest er
í þunnum og litríkum sumarfatnaði í
fríinu og spyrja sig: „Hversu oft á
ég eftir að nota þetta eftir að heim
er komið?“ Ef svarið er aldrei ætti
að sleppa kaupunum.
Það sama gildir um uppblásnu
vindsængurnar, boltana og strand-
leikföngin sem troðið var í ferða-
töskurnar eftir síðustu sólarlanda-
ferð og fylla nú geymsluna. Af
hverju ekki að taka einhvern þess-
ara fornvina með sér út þetta árið?
Allur matur á að fara… Matar-
innkaup eru útgjaldaliður sem erfitt
er að forðast. Hér er þó líka rúm
fyrir smá hagsýni. Morgunverður á
hótelinu, sé hann ekki innifalinn,
getur t.d. reynst glettilega dýr. Með
því einu að rölta yfir á næsta kaffi-
hús má oft lækka þann reikning
verulega. Sömuleiðis er drykkurinn
á hótel- og sundlaugabarnum yfir-
leitt töluvert hærri en í kjörbúðinni
við hliðina á.
Það má líka vel fækka máltíðum
sem neytt er á kaffi og veitinga-
húsum yfir daginn. Hvers vegna
ekki að smyrja eða kaupa nesti í
næsta stórmarkaði áður en fjöl-
skyldan heldur upp í skoðunarferð
dagsins, nú eða vera með pikknikk á
ströndinni? Með því móti má líka
forðast skyndibitafreistingar sem
hvort eð er teljast seint til hollustu.
Það er líka vert að hafa í huga að
fjöldi veitingahúsa er með tví- og
þríþrétta hádegistilboð á mun betra
verði en sést á kvöldseðlinum. Jafn-
vel fínu staðirnir sem annars kæmu
vel við pyngjuna. Hví ekki að gera
hádegisverðinn stundum að aðal-
máltíð dagsins? Á þeim tíma dags er
fjölskyldan líka öll vel vakandi og
enginn hætta á að minnstu krílin
sofni ofan í spaghettídiskinn.
Maður er manns gaman Sund-
laugagarðar, tívolí og aðrir
skemmtigarðar eru fastur viðkomu-
staður margra fjölskyldna í fríinu
og verðmiðinn getur verið hár.
Dagsdvöl fyrir fjögurra manna fjöl-
skyldu í Port Aventura skemmti-
garðinum á Spáni kostar rúmar
17.000 kr. Eigi að skeyta sundlauga-
garðinum í næsta nágrenni við
heimsóknina er kostnaðurinn orðinn
hátt í 30.000 kr. Gjaldeyrinn verður
fljótt uppurinn eftir nokkrar slíkar
ferðir.
Það þarf hins vegar ekki alltaf að
skipuleggja stóra og mikla dagskrá
og vel vert að hafa í huga þann
stóra sannleik Hávamála að maður
er manns gaman. Fjölskyldan getur
vel skemmt sér sjálf og sam-
verustund með foreldrunum er oft
öll sú skemmtun sem börn þurfa.
Eigi hins vegar að hafa meira við
má vel halda sitt eigið sundlaugar-
partí, nú eða skipuleggja ratleik og
jafnvel boðhlaup á ströndinni.
Skemmtigarðaheimsóknirnar ættu
að vera sérstök tilefni sem þá má
láta sig hlakka enn meira til.
Margt smátt gerir eitt stórt
Það eru þó ekki bara stóru útgjöldin
sem ganga á gjaldeyrinn. Því borg-
ar sig að hafa augun alltaf opin og
ganga ekki alltaf að fyrsta tilboði.
Sigling hjá einu fyrirtæki getur t.d.
verið helmingi dýrari en hjá öðru og
sama gildir um skipulagðar göngur,
hjólaleigur og kynningar á vínhér-
uðum.
Að ferðast ekki um stórborgina
nema í leigubíl ætti sömuleiðis að
heyra sögunni til. Almennings-
samgöngur eru víðast hvar betri en
á Íslandi og lestar- og sporvagns-
ferðalög sannkallað ævintýri fyrir
þau yngstu. Þær gefa líka gott tæki-
færi til mannlífsskoðana, auk þess
sem staðarvitundin eykst til muna.
Að kynnast hinni hliðinni Það
eru gömul sannindi og ný að miðbæ-
ir stórborga og fjölmennir ferða-
mannastaðir eru yfirleitt dýrari en
gengur og gerist, þó sú þjónusta
sem þar stendur til boða sé ekki
endilega betri. Hvernig væri að
koma sér út úr miðborg Parísar og
kynnast öðrum hverfum, eða taka
rútuna frá Benidorm yfir í nálæga
smábæi? Borgir eins og London og
Kaupmannahöfn hafa líka upp á
óendanlega margt annað að bjóða
en Oxford St. og Strikið. Sama er að
segja um smábæi og útivistarsvæði í
næsta nágrenni fjölmennari ferða-
mannastaða – þeir geta oft reynst
sannkallaðar gersemar þegar betur
er að gáð.
Að lifa og njóta Utanlandsferðin
má þó ekki hverfa í skugga fjár-
hagsáhyggna þó hemill sé hafður á
því hversu oft og ötullega kortið er
straujað. Fríið á að vera ánægjulegt
og sé maður opinn fyrir nýjungum
finnst stundum besta skemmtunin á
ólíklegustu stöðum.
Með pyngjuna í gjörgæslu í fríinu
Morgunblaðið/Ómar
Taktu strætó Það er ódýrara að nota almenningssamgöngur en leigubíla á ferðum erlendis og gefur auk þess
gott tækifæri til að skoða mannlífið og átta sig betur á staðháttum.
Hvers vegna ekki að
smyrja eða kaupa nesti
í næsta stórmarkaði áður
en fjölskyldan heldur upp
í skoðunarferð dagsins,
nú eða vera með pikknikk
á ströndinni?
Íslenskir aðalverktakar hf. Höfðabakka 9, 110 Reykjavík, sími 530 4200
Til leigu eru tvær efstu hæðirnar í glæsilegri
nýbyggingu á frábærum stað við Glæsibæ.
6. hæð er 842,9 fermetrar
7. hæð er 584,8 fermetrar
Nánari upplýsingar veitir Eyjólfur Gunnarsson, fram-
kvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs í síma 530-4200
eða í tölvupósti á netfanginu eyjolfur@iav.is
Glæsileg nýbygging