Morgunblaðið - 02.06.2008, Qupperneq 39
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 2. JÚNÍ 2008 39
HÁSKÓLINN Á AKUREYRI ER
ALÞJÓÐLEGA VIÐURKENNDUR
Á ÖLLUM FRÆÐASVIÐUM
Nýverið fékk Háskólinn á Akureyri
viðurkenningu menntamálaráðu-
neytis á öllum fræðasviðum sínum,
þ.e. auðlindavísindum, félags-
vísindum og heilbrigðisvísindum.
Viðurkenningarnar eru byggðar á
mati alþjóðlegra sérfræðinefnda
sem fóru yfir starfsemi háskólans
og skiluðu ýtarlegum skýrslum um
hana og mæltu skilyrðislaust með
viðurkenningu fræðasviðanna. Störf
kennara og nemenda f mjög góða dóma
og sömuleiðis hvernig háskólinn nær
að skapa persónulegt andrúmsloft fyrir
nemendur og starfsfólk. Jafnframt er
vakin sérstök athygli á þeim góða
árangri sem háskólinn hefur náð í að
byggja upp fjarnám.
Umsóknarfrestur til 5. júní
VIÐ ERUM STOLT AF HÁSKÓLANUM OKKAR
kynntu þér námið á www.haskolanam.is og komdu í hópinn
ÞEIR sem aldrei fá nóg af slags-
málamyndum úr hinum æsilega
heimi austurlenskra bardagaíþrótta,
með sínum löngu og síendurteknu
bardögum (sem flestir byrja með
miklum látum, síðan sígur á ógæfu-
hliðina fyrir hetjunni sem er við dauð-
ans dyr þegar hún loksins fær blóð-
bragðið í munninn og hnuðlar á
andstæðingnum), framandi umhverfi
né fögrum búningum, fá talsvert fyrir
sinn snúð í Forbidden Kingdom. Hún
hefur flest til að bera sem prýtt getur
kung fu-sirkussýningu: Jet Li, Jackie
Chan; hvítan drengstaula sem er
þjálfaður upp í þjóðsagnakennda
hetju og öðling; tvær kínverskar val-
kyrjur (önnur ljóska til aðgrein-
ingar); stórkostlegt landslag (myndin
er tekin í Kína), bleikir akrar og
grjónabeð krydduð stafrænum
klettaborgum og fjallþökum. Síðast,
en ekki síst eru slagsmálin linnulítil
og kóreógrafían og hugmyndaflugið
sem þar ræður ríkjum hið líflegasta.
Að hætti kung fu-mynda er For-
bidden Kingdom berangurslega
skrifuð, rauði þráðurinn er bærilegt
ævintýri sem gengur út á að past-
urslítill drengstauli í Boston, er val-
inn í sendiför gegnum tíma og rúm til
að skila staf sem reynist sannkallaður
veldissproti, til síns fyrri eiganda,
apakóngsins í Kína (Li). Til þess þarf
hann að fara í gegnum „hliðið sem er
ekki hlið“, og njóta fulltingis sífullrar,
ódauðlegrar bardagahetju (Chan), og
músíkalsks áflogagikks (Yifei), sem
gefur honum undir fótinn. Samtöl og
persónusköpun er hins vegar unnin
af hefðbundnum sleifarhætti.
Satt best að segja var ég vel und-
irbúinn til að láta mér leiðast undir
sýningunni. Chan og Li eru ekki í
hópi minna eftirlætisleikara, enda
leikið í mun fleiri innihaldslausum
slagsmálamyndum en eftirminnileg-
um. Raunin varð önnur, kvikmynda-
takan og átakaatriðin eru unnin af
snilld, reyndar hanga hetjurnar full-
oft og lengi í loftinu – að hætti Cro-
uching Tiger, Hidden Dragon, samt
sem áður, ef þú ætlar að sjá ein kung
fu-átök í ár, þá er Forbidden King-
dom myndin.
Bostonbúinn
og Apakóng-
urinn í Kína
KVIKMYND
Regnboginn, Sambíóin
Leikstjóri: Rob Minkoff. Aðalleikendur:
Jackie Chan, Jet Li, Collin Chou, Liu Yi-
fei, Michael Angarano. 110 mín. Banda-
ríkin 2008.
Forbidden Kingdom
Sæbjörn Valdimarsson
Slagur Kung-fu mynd ársins.
UNGUM og efnilegum „breik“–dansara, að
nafni Justin, verður á í messunni í miðri sýn-
ingu, með þeim skelfilegu afleiðingum að hann
liggur í dái í tvo áratugi. Það er komið nýtt
árþúsund og allt orðið breytt þegar Justin
(Kennedy), rankar við sér árið 2006. Hann er
búinn að glata bestu árum ævinnar og setja
fjárhag foreldra sinna í rúst. Einfaldir hlutir
flækjast fyrir honum og kvennamálin eru
brösótt. Eina sjáanlega útgönguleiðin að
bregða sér aftur út á dansgólfið og reyna að
vinna sigurlaunin í danskeppni. Justin smalar
því saman gamla genginu sínu, þeim Darnell
(Núñez Jr.), Aki (Lee) og Hector (Alvarado),
nú er að dansa eða drepast.
Myndin er ekki alveg eins slæm og hún lítur
út fyrir, alla vega fyrsta klukkutímann, eða
svo, og nokkrir gestaleikarar lífga upp á moð-
ið. Handritshöfundunum tekst merkilega oft
að hagnýta sér misþroska Justins og tíma-
skekkjuna í lífi hans, kreista fram einn og einn
hlátur þegar mest liggur við. Þegar líður á
sýningartímann sækir í gamalkunnugt aula-
brandara-far, sem sumir hverjir eru á mörk-
unum. Kennedy er ekki gjörsneyddur hæfi-
leikum, er eftirsóttur á unglingamynda-
markaðnum og fær vonandi eitthvað
bitastæðara í næstu myndum.
Að dansa
eða drepast
Misþroska Ekki eins slæm og hún lítur út fyrir.
KVIKMYND
Regnboginn
Leikstjóri: Harvey Glazer. Aðalleikendur: Jamie Kennedy,
Migues A. Núñez Jr., Maria Menounos, Michael Rosen-
baum, Bobby Lee. 105 mín. Bandaríkin 2007.
Kickin’ It Old Skool
bbnnn
Sæbjörn Valdimarsson
Snyrtisetrið ehf.
Barónsstíg 47 - 101 Reykjavík
S. 533 3100 (Heilsuverndarstöðin)
Okkar frábæra tækni
eykur starfsemi kollagens
- og færir árin til baka