Morgunblaðið - 03.06.2008, Page 8
$
% %
'&&
(
)*&
+,*,
-.
## ## # # # ##!##### // // //! // //#
! "#$$ ##
#
##
#
FRÉTTASKÝRING
Eftir Guðna Einarsson
gudni@mbl.is
KOLEFNISSKATTUR verður lagð-
ur á bensín og dísilolíu verði farið að
tillögum starfshóps fjármála-
ráðherra, sem kynntar voru í gær.
Skatturinn yrði 5,57 kr. á lítra af
bensíni og 6,45 kr. á lítra af dísilolíu,
miðað við að evran kosti 120 krónur.
Heildartekjur ríkissjóðs af skatt-
heimtu eldsneytis og ökutækja eiga
að verða því sem næst óbreyttar.
Gjöld á bíla sem losa lítið CO2 munu
lækka en hækka á þá sem losa mikið.
Sé tekið mið af sölu á bensíni og
dísilolíu á þessu ári myndi kolefn-
isskatturinn skila 2,1 milljarði í rík-
issjóð. Hann tekur mið af markaðs-
verði á losun á tonni af koltvísýringi
(CO2). Eldsneyti á flugvélar og skip á
að vera undanþegið kolefnisskatti.
Þá er lagt til að í stað vörugjalds á
bíla komi losunargjald sem miðast við
skráða losun CO2 á ekinn kílómetra.
Áætlað er að tekjur ríkissjóðs af
vörugjaldi minnki um 1,2 milljarða og
að lækkunin skili sér öll til neytenda.
Einnig er lagt til að bifreiðagjald
verði miðað við CO2-losun í stað
þyngdar bíls. Tekjutap ríkissjóðs af
lækkuðu bifreiðagjaldi þeirra bíla
sem fyrir eru í flotanum er áætlað
rúmlega 500 milljónir á ári. Hægt er
að skoða CO2-losun einstakra bílteg-
unda á vefnum www.orkusetur.is.
Fólksbílar hér menga meira
Starfshópurinn var skipaður 25.
maí 2007 og falið að gera tillögur að
heildarstefnu um skattlagningu öku-
tækja og eldsneytis. Haft skyldi að
leiðarljósi að hvetja til notkunar vist-
vænna ökutækja, orkusparnaðar,
minnkunar á losun gróðurhúsa-
lofttegunda frá samgöngum og auk-
innar notkunar innlendra orkugjafa.
Einnig að fjármagna uppbyggingu og
viðhald vegakerfisins og almennt að
afla tekna í ríkissjóð.
Í skýrslunni segir m.a. að fólks-
bílar á Íslandi losi að meðaltali meira
af CO2 en í nokkru landi Evrópusam-
bandsins (ESB). Þrátt fyrir að með-
altalslosunin hér hafi minnkað á síð-
ustu árum hefur heildarlosun aukist.
„Að óbreyttu er Ísland langt frá að
geta uppfyllt þau langtímamarkmið
sem sett hafa verið um losun gróð-
urhúsalofttegunda frá samgöngum.
Ljóst er því að taka ber núverandi
ástand og hina neikvæðu stöðu Ís-
lands í þessum efnum mjög alvar-
lega,“ segir í skýrslu hópsins. Hann
telur að grípa þurfi til ráðstafana sem
dragi úr eða hægi á aukningu útblást-
urs frá samgöngum. Þeim mark-
miðum sé best náð með því að tengja
skattlagningu á bíla við losun CO2.
Eftir að taka ákvörðun
Árni M. Mathiesen fjármálaráð-
herra sagði á kynningarfundi í gær
að skýrslan hefði verið kynnt í rík-
isstjórn síðastliðinn föstudag en ekki
verið rædd efnislega. Ríkisstjórnin
hefur því ekki tekið afstöðu til til-
lagna starfshópsins. Árni kvaðst gera
ráð fyrir að það tæki sumarið að fara
yfir tillögurnar. Hann minnti á að
tvær aðrar nefndir væru að skoða
skyld mál, þ.e. almennings-
samgöngur og flutningsjöfnun á
landsbyggðinni. Taldi Árni að nið-
urstöður þeirra myndu hafa áhrif á
afstöðu til niðurstaðna skýrslunnar
sem kynnt var í gær. Árni vonar að
hægt verði að leggja fram frumvörp
um þessi mál í haust og afgreiða þau
fyrir áramót. Sagt var á fundinum að
Þórunn Sveinbjarnardóttir umhverf-
isráðherra fagnaði tillögunum.
Ísland ekki sambærilegt
Runólfur Ólafsson, fram-
kvæmdastjóri Félags íslenskra bif-
reiðaeigenda (FÍB), benti á að þegar
Ísland væri borið saman við Evr-
ópulönd yrði að hafa í huga að al-
menningssamgöngur væru ekki jafn-
miklar hér og víða þar. Einkabíllinn
væri algengasta samgöngutækið hér
á landi og bifreiðaeign hlutfallslega
meiri en í nágrannalöndum. Þá væri
landið dreifbýlt og vegakerfið víða
frumstætt. Það ýtti undir öðruvísi bif-
reiðaeign en víða annars staðar.
Kerfisbreytingin gæti komið ýms-
um í koll, að mati Runólfs. Hann
nefndi t.d. fjölskyldu sem meðvitað
hefði keypt vistvænt ökutæki, t.d. lít-
inn dísilbíl sem losaði undir 120 g/km
af CO2. Bíllinn hefði borið 30% vöru-
gjald í núverandi kerfi en 5% vöru-
gjald samkvæmt nýju kerfi. Engu að
síður kæmi kolefnisskattur á elds-
neytið. Þar með væri fjárhagsleg
umbun af bílakaupunum farin.
Gjörbreytt skattheimta af bílum
Gangi tillögur starfshóps fjármálaráðherra eftir munu gjöld á eldsneyti og bíla taka mið af losun gróð-
urhúsalofttegunda Það á að hvetja til aukinnar notkunar vistvænna ökutækja og minni losunar
Morgunblaðið/Kristinn
Umferð Markmið tilllagnanna er að fjölga vistvænum bílum.
8 ÞRIÐJUDAGUR 3. JÚNÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
FRÉTTASKÝRING
Eftir Sigrúnu Ásmundsdóttur
sia@mbl.is
EKKI er skylda að hafa gasskynjara
þar sem gas er notað, t.d. í húsbílum,
fellihýsum og sumarbústöðum. Ólafur
R. Magnússon, deildarstjóri á for-
varnasviði hjá Slökkviliði höfuðborg-
arsvæðisins, segir gasskynjarann þó
jafnáríðandi og reykskynjara. „Þar
sem fólk notar gas tel ég áríðandi að
gasskynjari sé settur upp áður en
farið er að nota gas.“ Hann segir
jafnframt að lykilatriði sé að hafa gas-
kúta á vel loftræstum stað, helst utan-
dyra.
Nokkuð algengt er að fólk sé með
gasskynjara, en betur má ef duga
skal. Í flestum fellihýsum og húsbíl-
um, sem fluttir eru til landsins, er
slíka gasskynjara að finna en í bílum
sem „smíðaðir eru heima“ þarf að
koma þeim sérstaklega fyrir. Einnig
er hægt að fá loka á gaskútinn sjálfan,
svokallaðan segulloka, sem tengist
gasskynjaranum. Þegar hann skynjar
gasið lokar hann fyrir útstreymið frá
kútnum. Gasskynjarar kosta frá 8.000
til 12.000 kr.
Ekki krafa um gasskynjara
Gasskynjarar eru settir upp niðri
við gólf af því að gas er þyngra en
andrúmsloft og leitar því niður. Gas-
skynjarar skynja ef gasleki verður á
líkan hátt og reykskynjarar skynja
reyk og frá þeim heyrist væl ef vart
verður slíks leka. Þeir eru til 12 volta í
bíla og báta og 220 volta fyrir heimili
og veitingahús. Í reglugerð um út-
búnað húsbíla segir m.a.: „Einnig er
gott [leturbreyting Mbl.] að hafa gas-
skynjara í húsbílum til að skynja gas-
leka.“
Vinnueftirlitið hefur virkt eftirlit
með markaðssetningu og sölu gas-
tækja; að tækin uppfylli öll skilyrði,
séu E-merkt og með rétt vottorð.
Björn Karlsson, forstjóri Bruna-
málastofnunar, bendir á að í lögum
um brunavarnir nr. 75/2000 segi m.a.
„Lögin taka ekki til eldvarna í skip-
um, loftförum, almennum vinnuvél-
um, bifreiðum eða öðrum vélknúnum
ökutækjum.“ [Leturbreyting Mbl.]
Friðrik Bragason hjá trygginga-
félaginu VÍS segir að frá hendi VÍS sé
ekki gerð krafa um að gasskynjarar
séu fyrir hendi þar sem gas er notað.
„Hver og einn eigandi ber ábyrgð á
sínu en við hvetjum fólk til að setja
upp gasskynjara hvort sem er í sum-
arbústöðum eða á heimilum,“ segir
hann. Í húsvagnatryggingu er tekið
til tjóns í tjaldvögnum, fellihýsum og
hjólhýsum. Þar er bruni innifalinn,
bæði á vögnunum sjálfum og innbúi.
Jafnáríðandi og reykskynjarinn
Morgunblaðið/Sverrir
Hætta getur skapast Allrar varúð-
ar er þörf í umgengni við gaskúta.
Gasskynjarar skynja ef gasleki verður á
líkan hátt og reykskynjarar skynja reyk
TIL forvarna er gott að hafa í
huga að þó svo að logavarar séu á
eldavélum og slíku er rétt að
skrúfa fyrir á kútnum sjálfum og
góð regla er, þegar steikin er tilbú-
in á gasgrillinu, að skrúfa fyrst
fyrir gasið og slökkva svo á grill-
inu. Þannig tæmist slangan frá
kútnum.
Gasgrill eiga ekki að vera ná-
lægt brennanlegum hlutum, svo
sem trérekkverki, auk þess sem
þekkt er að rúður geta sprungið
vegna hitans frá grillinu. Hið sama
á að sjálfsögðu við um gastæki inni
í húsbílum og fellihýsum.
Í reglugerð um útbúnað húsbíla
segir m.a.: „Gashylki, sem tekur
meira en tvö kg af gasi, skal ásamt
þrýstiminnkara vera staðsett utan
á bílnum eða í þéttu einangruðu
rými inni í honum.“
Mikilvægar
forvarnir
RUNÓLFUR Ólafsson, framkvæmdastjóri
FÍB, telur varasamt að leggja kolefnisskatt
á bílaeldsneyti þegar heimsmarkaðsverð á
olíu er jafnhátt og nú. Dísilolían hafi t.d.
hækkað um ríflega 40 kr. frá áramótum og
ekki sé á það bætandi. Lækki verðið verði ef
til vill lag til hugrenninga um kolefnisskatt.
Nú sé hætt við að hann auki kostnað bíleig-
enda. Kolefnisskattur bitni kannski verst á
fólki í hinum dreifðari byggðum. Hins vegar
megi vel endurskoða vörugjöld á bíla miðað
við rúmtak véla. Þau hindri jafnvel að á markað komi vistvænir bílar. Ekki sé
óeðlilegt að tengja bifreiðagjald við CO2-losun fremur en þyngd bíla.
Ólafur Darri Andrason, deildarstjóri hagdeildar ASÍ, sagði ASÍ ekki enn
hafa tekið afstöðu til nýkynntra hugmynda starfshóps fjármálaráðherra.
Hann minnti á að einnig væru væntanleg álit, annars vegar um almennings-
samgöngur og hins vegar um flutningsjöfnun. Ólafur kvaðst gera ráð fyrir
því að ASÍ myndi fara yfir þessi mál í heild sinni þegar þau liggja fyrir.
Ekki aðstæður nú fyrir
kolefnisskatt að mati FÍB
Ólafur Darri
Andrason
Runólfur
Ólafsson
Þegar starfshópur fjármála-
ráðherra var skipaður í maí 2007
kostaði bensínlítrinn í sjálfs-
afgreiðslu um 121,20 kr. og dísil-
olían 121,30 kr.
Í gær var algengt verð á bensíni
í sjálfsafgreiðslu hjá Skeljungi
162,40 kr. og 177,80 kr. dísilolían.
Hækkanirnar stafa helst af
hækkun heimsmarkaðsverðs á
liðnum mánuðum. Vörugjald á
bensín og olíugjald er föst krónu-
tala og ofan á allt leggst virðis-
aukaskatturinn. Hann er hlutfalls-
tala og hækkar því með hærra
innkaupaverði. Tekjur ríkissjóðs af
eldsneyti hafa því aukist.
Samkvæmt skýrslu starfshóps
fjármálaráðherra er bílafloti lands-
manna almennt ekki mjög um-
hverfisvænn eða neyslugrannur.
Því má ætla að kolefnisskatturinn
muni koma við buddur margra bíl-
eigenda. Þá hljóta þeir sem eiga
eyðslufreka bíla að velta því fyrir
sér hvaða áhrif breytingar sam-
kvæmt tillögum starfshópsins
muni hafa á endursöluverð bíla.
Breyttar reglur snerta budduna
Breytingar í helstu meginflokkum á losun
gróðurhúsalofttegunda á Íslandi frá 1990
0
)&
(
123
4
$
5
67
#8
8
#8
8
#8
"#8
!#8
#8
#8
"#8
"#8
"#8
"#8
"#8
"#4!8
"#4!8
!8
!8
# ##
## #
!#
! #
#
##
# #
#
9#
&
'
(
)
*
+
,
-
.
Tillaga starfshópsins
um losunargjaldstöflu