Morgunblaðið - 03.06.2008, Side 10
VEGNA frétta af verðlaunum sem
veitt voru Kára Stefánssyni og Frið-
berti Jónassyni, af heimssamtökum
um augnsjúkdóminn gláku, í Berlín í
gær telur Íslensk erfðagreining rétt
að eftirfarandi komi fram.
„Íslensk erfðagreining hafði frum-
kvæði að þeim rannsóknum sem
leiddu til tímamótauppgötvana á
erfðafræði sjúkdómsins og urðu til-
efni verðlaunanna. Öll hönnun rann-
sóknanna fór fram hjá Íslenskri
erfðagreiningu, svo og vinna við þær
og öll túlkun niðurstaðna. Vís-
indamenn hjá Íslenskri erfðagrein-
ingu sáu einnig að mestu um ritun á
grein um vinnuna sem birtist í tíma-
ritinu Science á síðasta ári, og voru í
báðum heiðurssætunum í höfundaröð
(fyrsta og síðasta sæti).“ | egol@mbl.is
ÍE hafði
frumkvæði
að rannsókn
Í HNOTSKURN
»Sálfræðilegar afleiðingar áfalls eins ogjarðskjálfta geta komið fram löngu
eftir hamfarirnar.
»Mikilvægt er fyrir fólk að vera vak-andi fyrir einkennum næstu daga og
vikur.
»Meðal einkenna sem fram geta komiðer tilfinningalegt ójafnvægi, upplifun á
spennu, tómleiki og örmögnun.
Eftir Egil Ólafsson
egol@mbl.is
RAUÐI krossinn hefur skipulagt fræðslu um
áfallahjálp og áfallastreitu barna og unglinga í
kjölfar jarðskjálfta. Í gær voru haldin fræðslu-
erindi fyrir starfsfólk skólanna í Hveragerði. Er-
indin voru haldin að beiðni bæjaryfirvalda í leik-
skólunum tveimur, grunnskólanum og vinnu-
skólanum.
Jóhann Thoroddsen, verkefnisstjóri sálræns
stuðnings hjá Rauða krossi Íslands, segir að börn
bregðist oft öðruvísi við áföllum en hinir fullorðnu.
Nauðsynlegt sé að hafa í huga að þau séu börn en
ekki litlir fullorðnir einstaklingar, og að þau skynji
umhverfið eins og þroski þeirra leyfir.
Rauði krossinn bendir aðstandendum einnig á
bæklinginn Aðstoð við börn eftir áfall sem hægt er
að nálgast á vefsíðunni redcross.is.
Rauði krossinn verður með fulltrúa sína næstu
vikur í þjónustumiðstöðvunum í húsnæði Rauða
krossins við Austurmörk í Hveragerði og í
Tryggvaskála á Selfossi milli kl. 13.00 og 20.00.
Áfallahjálparteymi Rauða krossins veitir viðtöl
milli kl. 17.00 og 20.00 á þessum stöðum út þessa
viku.
Fjölmargir hafa nýtt sér þjónustu Rauða kross-
ins í kjölfar jarðskjálftanna. Áfallahjálparteymið
hefur einnig hitt um 30-40 manns á dag í Hvera-
gerði, á Selfossi og í nágrannabyggðum.
Áfallahjálp í skólum í Hveragerði
10 ÞRIÐJUDAGUR 3. JÚNÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ
Taktu tólið, Marshall minn, og ræstu út Grímseyjarferjuteymið, Eyjamenn verða að gera
sér ljóst að ástandið leyfir ekkert lúxusskemmtiferðaskip.
VEÐUR
Hvalur hf. hefur selt 60 tonn afhvalkjöti til Japans af sjö lang-
reyðum sem veiddust árið 2006 og
var hvalkjötið sent þangað austur
flugleiðis.
Kristján Lofts-son, forstjóri
Hvals hf., hefur
upplýst að hann
hafi fengið ágætis
verð fyrir kjötið,
án þess þó að
greina frá því
hvert sölu-
andvirði afurð-
anna var.
Kristján hefur ekki heldur upplýstum hver kostnaður hefur verið
af því undanfarin tvö ár, að geyma
60 tonn af hvalkjöti í frysti-
geymslum.
Og hann hefur heldur ekki upplýsthver flutningskostnaðurinn er
af því að fljúga með kjötið til Japans.
Það skyldi þó ekki vera að lítill eðaenginn hagnaður sé eftir af hval-
veiðunum og vinnslunni árið 2006,
þegar allur kostnaður er talinn!
Einar K. Guðfinnsson sjávarútvegs-ráðherra hefur enn ekki gefið
neitt út um það hvort hann hyggst
gefa út veiðileyfi á þessar tignarlegu
skepnur í ár.
Andstæðingar hvalveiða hafa iðu-lega haldið því fram að frekari
hvalveiðar okkar Íslendinga muni
stórskaða framboð Íslands til Örygg-
isráðs Sameinuðu þjóðanna og draga
úr líkum þess að Ísland nái kjöri.
Hvað sem líður slíkum vangavelt-um og réttmæti slíkra fullyrð-
inga er ekki úr vegi að beina einni
spurningu til sjávarútvegsráðherr-
ans: Ætlar ráðherrann hugsanlega
að tefla í tvísýnu kjöri Íslands í Ör-
yggisráð Sameinuðu þjóðanna?!
STAKSTEINAR
Einar K.
Guðfinnsson
Hvalveiðar og Öryggisráðið
SIGMUND
!
"
#$
%&'
(
)
*(!
+ ,-
.
&
/
0
+
-
12
1
3
42-2
*
-
5
1
%
6!(78
9 4
$
(
!"#$%
" &
&
:
3'45 ;4
;*<5= >?
*@./?<5= >?
,5A0@ ).?
*$BC
!
"
# $ #% & ' !( #
*!
$$B *!
' ( ) $ ( $% #$* #
<2
<! <2
<! <2
'%$) +&, -" #.
D2E
/
)"(
* #*
#
# !
+" $ )"" ( <
87
'
,
%"
#
!
& +
-
'
#
# !
$ & . / !(
+ /0 #11
#$ 2# "# +&
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://morgunbladid.blog.is/
FRÉTTIR
MATUR er mik-
ilvægur hluti menn-
ingar sérhvers lands.
Fyrir skömmu var ís-
lenskukennslan á veg-
um Jafnréttishúss
haldin í eldhúsinu hjá
Námsflokkum Hafn-
arfjarðar, þar sem
konurnar elduðu sam-
an kjötsúpu með ís-
lenskum konum, borð-
uðu saman og síðast
en ekki síst töluðu
saman.
Í næstu viku er
stefnt á að fara í hjóla-
túr um Hafnarfjörð á vegum Jafnréttishúss og kynnast hjóla- (og bíla-)
menningu á Íslandi.
Markmið Jafnréttishúss er brjóta niður hindranir milli samfélagshópa
með því að sinna fræðslu fyrir bæði innflytjendur og Íslendinga með
námskeiðahaldi og verkefnum því tengdu. Í rannsókn sem gerð var á
vegum Rauða Kross Íslands árið 2006 kom í ljós að margar erlendar
konur eru félagslega einangraðar, ekki síst þær sem eru heimavinnandi
og tala hvorki íslensku né ensku. Hindranir milli ólíkra menningar-
heima má brjóta niður á ýmsan hátt og er tungumálið lykilatriði í því.
Íslensku má læra á skemmtilegan hátt með því sameina íslenskukennslu
og ýmiss konar menningarfræðslu. Jafnréttishús reynir að fara út fyrir
hefðbundnar kennsluaðferðir með þetta að leiðarljósi og var fyrsta
skrefið því tengt í samstarfi við Kvikmyndasafn Íslands. Safnið bauð
fyrir skemmstu öllum þátttakendum á íslenskunámskeiði á vegum Jafn-
réttishúss í bíó á íslensku myndina „Punktur, punktur komma, strik“
eftir Þorstein Jónsson, sem að mestu leyti er tekin upp í Hafnarfirði.
Fengu konurnar þar góða kynningu á íslenskri kvikmyndamenningu hjá
kvikmyndasafninu, segir í fréttatilkynningu. | gudruna@mbl.is
Nám Vel gekk að sameina eldamennsku og ís-
lenskukennslu í eldhúsinu hjá Námsflokkunum.
Læra íslensku
í eldhúsinu
Árétting frá Íslenskri
erfðagreiningu