Morgunblaðið - 03.06.2008, Page 22
22 ÞRIÐJUDAGUR 3. JÚNÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ
Einar Sigurðsson.
Ólafur Þ. Stephensen.
Forstjóri:
Ritstjóri:
STOFNAÐ 1913
Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík.
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal.
Útlitsritstjóri:
Árni Jörgensen.
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/
Styrmir Gunn-arsson lét ígær af starfi
ritstjóra Morg-
unblaðsins, ná-
kvæmlega 43 árum
eftir að hann hóf störf á
blaðinu nýútskrifaður lögfræð-
ingur hinn 2. júní 1965. Í gær
lauk ekki aðeins óvenjulöngum
og glæsilegum nærfellt 36 ára
ritstjóraferli Styrmis, heldur
einstakri samfellu í ritstjórn
blaðsins sem nær allt aftur til
ársins 1924, er Valtýr Stef-
ánsson varð ritstjóri þess.
Valtýr var ritstjóri til dauða-
dags 1963 eða í 39 ár. Síðustu
fjögur árin, frá 1959, var
Matthías Johannessen ritstjóri
með Valtý og gegndi ritstjóra-
starfinu í hartnær 41 ár. Sam-
an spannaði ritstjóratíð þeirra
tveggja því 76 ár. Síðustu ár
Valtýs var Styrmir byrjaður að
venja komur sínar á ritstjórn-
arskrifstofur Morgunblaðsins
og taka að sér verkefni fyrir
blaðið.
Árið 1972 var Styrmir ráðinn
ritstjóri við hlið Matthíasar.
Nöfn þeirra munu lengi standa
saman í sögu íslenzkrar blaða-
mennsku; farsælla samstarf en
þeirra Styrmis og Matthíasar,
sem stóð í 28 ár, er vandfundið.
Þeir tóku við blaði, sem Valtýr
hafði gert að stórveldi á ís-
lenzkum blaðamarkaði og
stýrðu því í sameiningu þannig
að það óx sífellt og dafnaði.
Ein forsenda þess að Morg-
unblaðið varð blað allra lands-
manna var að ritstjórar þess
áttuðu sig á nauðsyn þess að
rjúfa þau nánu tengsl, sem
höfðu myndazt á milli blaðsins
og Sjálfstæðisflokksins. Að
þessu unnu þeir Styrmir og
Matthías rólega en ákveðið,
með þeim árangri að þegar
flokksblöðin dóu drottni sínum
eitt af öðru blómstraði Morg-
unblaðið.
Pólitískar hugmyndir Styrm-
is Gunnarssonar hafa ekki sízt
verið mótaðar af uppvaxt-
arárum í hinu unga lýðveldi,
sem var að festa sig í sessi sem
sjálfstætt ríki, og af hug-
myndafræðilegum átökum
kalda stríðsins, sem var í al-
gleymingi þegar hann hóf feril
sinn í blaðamennsku. Í þeim
átökum fóru áherzlur Sjálf-
stæðisflokksins og Morg-
unblaðsins lengst af saman. En
í ýmsum öðrum baráttumálum,
sem Morgunblaðið hefur tekið
upp í ritstjórnargreinum af
miklum sannfæringarkrafti,
hefur Styrmir skrifað þvert á
flokkslínur. Það á til dæmis við
um skrif hans um auðlinda-
gjaldið í sjávarútvegi, beint
lýðræði og nauðsyn þess að
takmarka umsvif og völd stórra
fyrirtækjasamsteypa í litlu
landi.
Styrmir hefur haldið þannig
á málum að nú þegar hann skil-
ar blaðinu í hendur samstarfs-
manna sinna er enginn vafi í
þeirra huga um að ritstjórn
Morgunblaðsins er og á að vera
óháð öllum stjórnmálaflokkum
og sérhagsmunum og blaðið
tekur fyrst og
fremst afstöðu með
lesendum sínum
við ritstjórnarlegar
ákvarðanir.
Að frumkvæði
Styrmis hefur Morgunblaðið
iðulega tekið upp baráttu fyrir
hagsmunum þeirra, sem með
einum eða öðrum hætti hafa átt
undir högg að sækja. Hann
hefur til dæmis átt mikinn þátt
í því að eyða fordómum í garð
geðsjúkra á Íslandi. Í síðustu
viku veittu samtökin Hugarafl
Styrmi fyrstu heiðursverðlaun
samtakanna, Gáruna. Við það
tækifæri sagði einn af for-
ystumönnum samtakanna að
Styrmir Gunnarsson hefði
breytt umræðunni um geðheil-
brigðismál á Íslandi. Það er
sízt ofmælt.
Styrmir Gunnarsson hefur í
meira en fjóra áratugi helgað
sig Morgunblaðinu nær ein-
vörðungu. Alla daga hefur
hann verið vakinn og sofinn yf-
ir blaðinu og sjaldnast gengið
til náða fyrr en hann hefur
horft á eftir síðustu síðunni í
prentvélina. Þær mörgu kyn-
slóðir blaðamanna, sem hafa
alizt upp hjá Styrmi, hafa dáðst
að þessari eljusemi og jafn-
framt furðað sig á því hvaðan
þessi ótrúlega starfsorka
kæmi. Það hefur aldrei farið á
milli mála að Styrmir gerir
miklar kröfur til samstarfs-
manna sinna. Hann á auðveld-
ara með það en margur, því að
mestar kröfur hefur hann alla
tíð gert til sjálfs sín.
Þegar eitthvað hefur bjátað
á hjá starfsmönnum ritstjórnar
Morgunblaðsins hafa þeir hins
vegar mátt vita að í ritstjór-
anum eigi þeir hauk í horni.
Styrmir hefur verið reiðubúinn
að gefa starfsmönnum sínum
allt það svigrúm, sem þeir hafa
talið sig þurfa til að ná aftur
vopnum sínum eftir áföll eða
erfiðleika á vettvangi fjöl-
skyldu eða einkalífs. Fyrir það
standa margir í þakkarskuld
við hann.
Síðasta sjö og hálft ár hefur
Styrmir Gunnarsson verið einn
ábyrgðarmaður Morgunblaðs-
ins. Á þessum tíma hafa orðið
meiri breytingar í rekstr-
arumhverfi blaðsins en oftast
áður og samkeppnin á blaða-
markaði harðari. Styrmir hefur
á þessum tíma alltaf haft for-
ystu um að blaðið brygðist
hratt við breytingum og sam-
keppni; með fjölgun útgáfu-
daga, breytingum á útgáfunni
og hagræðingu á ritstjórninni.
Niðurstaðan er sú að Morg-
unblaðið hefur haldið sínum
hlut betur en mörg áskrift-
arblöð í sambærilegri stöðu í
nágrannalöndunum og á nú
mikil sóknarfæri.
Samstarfsmenn Styrmis
Gunnarssonar á ritstjórn
Morgunblaðsins kveðja hann
með söknuði og innilegu þakk-
læti fyrir langa samfylgd. En
um leið spyrja þeir: Hvar ætlar
Styrmir nú að finna sínum
óskertu starfskröftum verðuga
viðspyrnu?
Alla daga hefur
hann verið vakinn og
sofinn yfir blaðinu.}
Starf Styrmis
É
g er forfallin áhugamanneskja um
handbolta íslenska karlalands-
liðsins – strákanna okkar. Ég er
líka mikil áhugamanneskja um
pólitík og vegna þessara tveggja
áhugamála minna finnst mér ekki úr vegi að
gera smásamanburð á karlalandsliðinu og
borgarstjórnarflokki Sjálfstæðisflokksins.
Strákarnir okkar náðu þeim glæsilega ár-
angri í Póllandi í fyrradag að tryggja sér sæti á
Ólympíuleikunum í Peking í sumar, með því að
leggja Svía að velli í hreint æsilega spennandi
og frábærum leik.
Guðmundur Þ. Guðmundsson, sem sýndi
þann kjark að taka við karlalandsliðinu þegar
enginn þorði, lagði allt sitt undir, höfuðið líka,
og uppskar ríkulega.
Hvernig fóru strákarnir að þessu? Jú, þeir
sýndu einstaka samstöðu, baráttu, keppnis- og leikgleði,
einn fyrir alla og allir fyrir einn. Það var hrein unun að
horfa á liðið. Þeir sýndu að þeir skilja hvað liðsheildin þýð-
ir, órjúfanleg samstaða í vörn, frábær markvarsla að baki
vörninni, samhent og djörf sókn, stjórnað af krafti af leik-
stjórnanda og þjálfara. Svo til allt gekk upp og sætur sig-
ur, 29-25, var okkar.
Takið eftir, lesendur góðir: Það er aðeins einn leik-
stjórnandi inni á vellinum í handbolta og það er aðeins
einn þjálfari. Aðrir liðsmenn gegna mikilvægu hlutverki,
mjög mikilvægu, en þeir eru fyrst og fremst hluti liðs-
heildarinnar, sem lýtur stjórn leikstjórnanda og þjálfara.
Hvers vegna er mér þetta svona hugleikið,
kunna einhver ykkar að spyrja. Jú, svarið er
þetta. Íslenska karlalandsliðið gerði það sem
borgarstjórnarflokkur Sjálfstæðisflokksins
virðist alls ekki kunna. Þar er engin liðsheild,
þar snúa menn ekki bökum saman; þar birtast
borgarfulltrúarnir okkur ekki sem samstæður
flokkur, samhent liðsheild, undir styrkri for-
ystu leikstjórnandans, oddvitans, sem vill berj-
ast til sigurs, sem væri í því fólginn að tryggja
okkur Reykvíkingum betri borg. Nei, ónei!
Þar á bæ ríkir sundurlyndi, þar sem undir
rær svokallaður oddviti borgarstjórnarflokks-
ins, Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson. Hann er
trausti rúinn, en getur ekki sætt sig við orðið
hlutskipti og þrjóskast til þess að sitja áfram, í
óþökk flestra. Að vísu eru þeir Gísli Marteinn
Baldursson og Júlíus Vífill Ingvarsson hljóð-
látir stuðningsmenn við áframhaldandi „forystu“ Vil-
hjálms um stundarsakir. Ekki vegna þess að þeir hafi of-
urtraust og trú á pólitískri getu Vilhjálms, heldur vegna
þess að áframhaldandi óvissa um hver eigi að taka við for-
ystuhlutverkinu í flokknum hentar einkahagsmunum
þeirra beggja. Báðir eru haldnir þeirri löngun að verða
borgarstjóri og skiptir þá engu máli þótt skoðanakönnun
eftir skoðanakönnun sýni fram á að þeir njóta afar tak-
markaðs fylgis til slíkra metorða.
Hvenær ætlar Sjálfstæðisflokkurinn að vakna af Þyrni-
rósarsvefni sínum? Væri ekki ráð að leita í smiðju íslenska
karlalandsliðsins í handbolta? | agnes@mbl.is
Agnes
Bragadóttir
Pistill
Þeir sneru bökum saman
FRÉTTASKÝRING
Eftir Pétur Blöndal
pebl@mbl.is
T
ímasetningin,“ segir
Guðmundur Þóroddsson
aðspurður um tilefni
samkomulags „að frum-
kvæði OR“ um að hann
léti af störfum sem forstjóri eftir að
hafa verið í leyfi og gegnt stöðu for-
stjóra REI. „Það stóð til að ég færi
aftur yfir í Orkuveituna og það kall-
aði á aðgerðir. Ég er með ráðning-
arsamning sem gerir ekkert ráð fyrir
sérstökum ástæðum til að segja mér
upp eða óska eftir starfslokum.
Þannig að ég er ekkert að velta mér
upp úr því.“
Uppsögn af hálfu OR
Til tíðinda dró haustið 2007 þegar
Guðmundur fór í leyfi frá OR og varð
forstjóri REI, útrásararms OR. Það
markaði upphafið að „REI-málinu“
svonefnda, helsta fréttamáli liðins
árs. Sú atburðarás snerist um sam-
runa REI og GGE, sem síðar var aft-
urkallaður, og réð mestu um starfs-
lok Guðmundar á föstudag, en í
samkomulagi þar að lútandi segir að
um þau fari „eins og um uppsögn af
hálfu OR væri að ræða.“
Margt spilaði inn í. Borgar-
fulltrúar Sjálfstæðisflokksins voru
óánægðir með kynningu sem þeir
fengu hjá Guðmundi rétt fyrir sam-
runann og sögðu hana „stuttaralega“
og upplifðu framkomu hans sem
„lítillækkandi“. Guðmundur sagði
það hlutverk fulltrúa stjórnmála-
manna í stjórn OR en ekki embættis-
manna að upplýsa flokksmenn sína
um gang mála.
Þá sættu stjórnendur OR gagn-
rýni minnihlutans, sem fékk að
morgni samrunans, eftir að hafa
„ítrekað“ gengið eftir því, upplýs-
ingar um að til stæði að yfirstjórn
REI og OR keypti hluti í REI. Átti
Guðmundur að fá að kaupa 78 millj-
ónir á genginu 1,27. Sú tala var lækk-
uð á fundinum í 30 milljónir á geng-
inu 1,3, en samrunagengi REI var
2,77.
Í skýrslu þverpólitísks stýrihóps
um málefni OR í febrúar kom fram
að „formbreyting á þjónustusamn-
ingi og ákvörðun um kauprétt-
arsamninga til lykilstarfsmanna OR
og REI vek[t]i spurningar um hvort
almannahagsmunir [hefðu] hugs-
anlega vikið fyrir einkahagsmunum“.
Úr röðum sjálfstæðismanna má
heyra að Guðmundur hafi ekki lagt
sig eftir því að „endurvinna traust“
borgarfulltrúa, eins og sagt var brýnt
í skýrslu stýrihópsins, og er m.a. bent
á ummæli hans á Vísir.is, þar sem
hann segir: „Það er stóralvarlegt að
pólitíkusar geri samning og hætti svo
við án þess að gefa fullnægjandi
skýringar. Þetta er stærsta klúður
Íslandssögunnar að mínu mati. Og
orsökin er vandræðagangur í póli-
tík.“
Landslagið í pólitíkinni
Örlög Guðmundar réðust einmitt í
pólitíkinni. Vilji meirihlutans er skýr,
enda hefur Ólafur F. Magnússon
borgarstjóri lýst því yfir að taka eigi
upp „algjörlega nýja stjórnarhætti í
OR“ og að hann efaðist ekki um að
einhver myndi axla ábyrgð vegna
REI-málsins.
Ekki er stuðningur við Guðmund
innan VG, en sú afstaða að sitja hjá í
málinu ræðst af því að borgarstjóri
eigi einnig að axla ábyrgð. Guð-
mundur nýtur stuðnings borgarfull-
trúa Framsóknar og einnig Samfylk-
ingar, sem telur ábyrgðina hvíla á
borgarstjóra, sem hafi farið með eig-
endavald sem stjórnarformaður OR,
en ekki starfsmönnum sem hafi talið
sig vinna í hans umboði í haust. „Það
er verið að hengja bakara fyrir
smið.“
Sjálfstæðismenn halda því hins-
vegar fram að Vilhjálmur hafi þegar
axlað ábyrgð. Hann hafi beðist afsök-
unar á mistökum, sé hættur í stjórn
OR, sé ekki lengur borgarstjóri og
„það virðist nokkuð almenn skoðun
meðal borgarbúa að hann eigi ekki
afturkvæmt þangað.“
Hver ber ábyrgð á
„stærsta klúðrinu“?
Morgunblaðið/ÞÖK
Sviptingar Miklar sviptingar hafa verið í starfsemi Orkuveitu Reykjavíkur
og útrásararmsins REI á yfirstandandi kjörtímabili borgarstjórnar.
12. september
Guðmundur Þóroddsson verður
forstjóri REI og tekur leyfi frá
störfum sínum hjá OR.
3. október
Samruni REI og Geysis Green
Energy samþykktur á hluthafa- og
eigendafundi OR.
1. nóvember
Samruna REI og GGE hafnað í
borgarráði að tillögu stýrihópsins.
Svandís Svavarsdóttir segir allar
reglur hafa verið „þverbrotnar“,
umboð hafa farið fyrir ofan garð og
neðan, og að kynningu og opinberri
umræðu hafi verið ábótavant.
7. febrúar
Þverpólitískur stýrihópur sammæl-
ist um að „trúnaðarbrestur“ hafi
orðið milli æðstu stjórnenda REI og
„ákveðinna“ borgarfulltrúa. „Brýnt
sé að endurvinna það traust.“
31. maí
Samkomulag um starfslok forstjór-
ans Guðmundar Þóroddssonar sam-
þykkt í stjórn OR. Fulltrúar VG og
Samfylkingar sitja hjá.
STIKLAÐ
Á STÓRU
››