Morgunblaðið - 03.06.2008, Side 28

Morgunblaðið - 03.06.2008, Side 28
✝ GuðmundurArason fæddist á Heylæk í Fljóts- hlíð 17. mars 1919. Hann lést á hjúkr- unarheimilinu Holtsbúð 27. maí síðastliðinn. For- eldrar hans voru Ari Magnússon sjómað- ur og útgerð- armaður í Reykja- vík, f. á Heylæk í Fljótshlíð 1.9. 1890, d. 12.4. 1966, og Jó- hanna Jónsdóttir húsmóðir, f. í Vestmannaeyjum 16.8. 1887, d. 20.3. 1974. Bróðir Guðmundar var Ísleifur, f. 6.8. 1913, d. 27.2. 1995, kvæntur Klöru Karlsdóttur, f. 31.10. 1912, d. 18.1. 2007. Guðmundur kvæntist 2.6. 1945 Rannveigu Þórðardóttur, f. í Reykjavík 12.5. 1923. Foreldrar hennar voru Þórður G. Magnússon sjómaður í Reykjavík, f. 1.9. 1897, d. 18.6. 1976, og Rannveig Krist- mundsdóttir, f. 28.9. 1889, d. 29.5. 1923. Börn þeirra hjóna eru 1) Ari, f. 2.11. 1944, kvæntur Elínu Önnu Brynjófsdóttur, f. 4.3. 1945. Börn þeirra eru a) Brynjólfur, f. 27.5. 1977, og b) Anna Rannveig, f. 11.12. 1979, gift Kristni Þóri Ólafs- syni, f. 15.6. 1983. Dætur þeirra eru Elín Birta, f. 1998, og María Björt, f. 2003, og 2) Anna Jóhanna, f. 27.7. 1952, gift Kára Geirlaugs- syni, f. 15.5. 1949. Börn þeirra eru a) Guðmundur, f. 18.5. 1974, b) Erla Björg, f. 29.8. 1978, gift Kjart- bjuggu þau í Eskiholti 12 í Garða- bæ. Guðmundur vann margvísleg fé- lagsstörf, einkum í sambandi við íþróttir. Hann var aðalhnefa- leikaþjálfari Ármanns á árunum 1938-1953 og Íslandsmeistari í þungavigt árið 1944. Einnig gegndi hann starfi formanns Hnefaleikaráðs Reykjavíkur. Hann barðist lengi fyrir því að hnefaleikar yrðu leyfðir hér á landi á nýjan leik. (Þegar það varð svo að raunveruleika fékk hann á ný að þjálfa unga og efnilega hnefaleikakappa.) Einnig keppti hann fyrir félagið í frjálsum íþrótt- um og sundknattleik og varð Reykjavíkurmeistari og Íslands- meistari í þeirri grein. Guðmundur var sæmdur gullmerki ÍSÍ árið 1984 og gerður að heiðursfélaga Ármanns á 100 ára afmæli félags- ins árið 1988. Hann var meðal ann- ars formaður byggingarnefndar Ármanns er félagsheimili þeirra við Sigtún var reist. Auk þess var hann sæmdur gullmerki Vals. Guð- mundur var einnig mikill skák- maður. Hann var forseti Skák- sambands Íslands á árunum 1966-1969 og var hann gerður heiðursfélagi þess árið 1981. Hann kom því til leiðar að Skáksamband Íslands eignaðist sitt fyrsta hús- næði. Guðmundur gerðist Rotary- félagi 1964 og var hann forseti Rotaryklúbbs Kópavogs á árunum 1974-1975. Síðasta árið dvaldi Guðmundur á hjúkrunarheimilinu Holtsbúð í Garðabæ. Útför Guðmundar verður gerð frá Vídalínskirkju í Garðabæ í dag og hefst athöfnin klukkan 15. ani Ólafssyni, f. 17.2. 1979, dóttir þeirra er Anna Birna, f. 2003, og c) Rannveig, f. 4.5. 1983. Guðmundur fluttist til Vestmannaeyja með foreldrum sínum er þau hófu útgerð þaðan árið 1924. Þau fluttust síðan til Reykjavíkur árið 1930. Guðmundur stundaði ýmis störf, allt frá því að vera sendisveinn til sjómennsku. Árið 1939 hóf hann síðan nám í skipa- smíði í Stálsmiðjunni undir hand- leiðslu Laurents Rasmussens. Hann lauk sveinsprófi árið 1943 og hlaut meistararéttindi árið 1948. Guðmundur sýndi strax mikla verkstjórnar- og skipulagshæfi- leika og var ungur valinn til mannaforráða. Hann var verk- stjóri yfir nýsmíðadeild Land- smiðjunnar á árunum 1950 til 1962. Þar stjórnaði hann stórum hópi iðnaðarmanna og sinnti ýms- um verkum af mikilli elju, sam- viskusemi og dugnaði. Guðmundur var stofnandi og aðaleigandi Borg- arsmiðjunnar hf. árið 1962 er varð ein af stærri vélsmiðjum á landinu. Síðar eða árið 1970 stofnaði hann járninnflutningsfyrirtækið Heild- verslun Guðmundar Arasonar og var hann forstjóri þess fyrirtækis til 84 ára aldurs. Þau hjónin bjuggu í 17 ár í Kópavogi, en fluttu á Reynimel 68 árið 1970 og síðar Hann tignar þau lög sem lífið með logandi eldi reit. Hann lærði af styrkleika stálsins að standa við öll sín heit. Hann lærði verk sín að vanda og verða engum til meins. Þá væri þjóðinn borgið, ef þúsundir gerðu eins. Þetta erindi úr hinu stórbrotna ljóði, Höfðingi smiðjunnar eftir Davíð Stefánsson frá Fagraskógi kom upp í huga mér þegar ég settist niður til þess að minnast tengda- föður míns Guðmundar Arasonar. Í mínum huga var hann höfðingi smiðjunnar holdi klæddur. Öll er- indi skáldsins eiga við lífshlaup Guðmundar, meiri öðlingi á ég vart eftir að kynnast á lífsleiðinni. Ég átti því láni að fagna að kvæn- ast Önnu dóttur hans fyrir 35 árum. Ég komst fljótt að því að Anna var ekki nein venjuleg dóttir í hans aug- um, hann hefði vaðið eld og brenni- stein fyrir hana svo að það var eins gott að standa sig. Þegar við Anna komum heim úr námi var Guðmund- ur byrjaður að flytja inn stál. Þrem- ur árum eftir heimkomuna réð hann mig í vinnu, og hef ég starfaði við fyrirtækið Guðmundur Arason ehf allar götur síðan eða um 30 ár. Betri vinnuveitanda hefði ég ekki getað hugsað mér. Það er ekki sjálfgefið að slíkt samstarf gangi upp, en ég man aldrei til þess að okkur hafi orðið sundurorða og segir það ým- islegt um það hvers konar mann Guðmundur hafði að geyma, það voru forréttindi að fá að starfa með honum. Þrátt fyrir stutta skóla- göngu var Guðmundur sérlega slunginn fjármálamaður og ber fyr- irtækið sem hann stofnaði berlega þess merki. Margt hef ég lært af honum og tileinkað mér og mun gera um ókomna tíð. Einu sinni sem oftar spurði hann mig: „Jæja hverning var salan í dag?“ Ég var þá ekki sáttur þar sem ég hafði misst af góðri sölu á stálbitum. „Hafðu eng- ar áhyggjur, við eigum þá bara frammi á lager, þeir borða ekki mat.“ Guðmundur hafði stórt hjarta og fengu margir að njóta velvildar og rausnarskapar hans. Það voru ófáir skákmenn, íþróttamenn, félög og einstaklingar sem sem hann studdi með fjárframlögum í gegnum árin. Þegar skrifstofa fyrirtækisins var í miðborginni fórum við einu sinni sem oftar í hádeginu út á Hressó til þessa að fá okkur í svang- inn. Þegar við komum til baka mæt- um við einum útigangsmanni, sem Guðmundur heilsar með virktum. „Sæll vinur,“ sagði Guðmundur, tók upp veskið og gaf honum fimm þús- und krónur, sem var töluverður peningur á þeim tíma. Þegar vin- urinn var horfinn spurði ég Guð- mund: „Hver var nú þetta?“ „Æ, þessi var nú í boxinu hjá mér í gamla daga.“ „Já, en þú gafst hon- um fimm þúsund krónur!“ „Bless- aður vertu, hann hefur miklu meiri þörf fyrir hann en ég.“ Höndin, sem hamrinum lyftir, er hafin af innri þörf, af líknsamri lund, sem þráir að létta annarra störf. Sá fagri framtíðardraumur er falinn í verkum hans, að óbornir njóti orku hins ókunna verkamanns. Takk fyrir allt sem þú hefur verið mér og mínum. Guð blessi minningu þína. Kári Geirlaugsson. Þegar ég hugsa um hann afa minn, þá er svo margt sem ég er svo þakklát fyrir. Ég er svo þakklát fyrir allan tím- ann sem ég fékk að eyða með hon- um. Hann hafði margt að gera, all- staðar var hann virtur og mér fannst hann alltaf vera eins og kóngur hvar sem hann var. Stóri og sterki afi minn. Hann hafði alltaf tíma fyrir okkur, börnin sín og fjöl- skyldan var alltaf í fyrsta sæti hjá afa mínum. Við fórum með honum til útlanda, við vorum með honum uppi í sumarbústað, við vorum sam- an á jólunum og hann kom alltaf í afmælið mitt á hverju einasta ári. Ég hélt alltaf upp á afmælið mitt því að ég vissi að hann og amma myndu koma. Við fengum að njóta góðs af velgengni hans og hann hafði alltaf tíma fyrir okkur. Hann var alltaf svo ljúfur og góður við mig og ég gat alltaf treyst á hann. Þegar ég hljóp upp tröppurnar í G.A. Smíða- járn til að heilsa upp á hann á skrif- stofunni hans þá stóð hann alltaf upp frá skrifborðinu til að taka á móti mér og hann sagði alltaf: „Er þetta þú, elsku Anna Rannveig mín?“, eins og það væri enginn ann- ar sem hann langaði til að hitta. Hann gaf sér líka alltaf tíma til að tala við mig og vildi vita hvernig allt gengi, hvort það væri eitthvað sem mig vantaði og hvort hann gæti eitt- hvað gert fyrir mig. Þegar ég gekk með hana Elín Birtu mína og allt var svo erfitt þá sagði hann við mig: „við gerum þetta bara saman“, því- líkur afi. Hann hjálpaði mér alltaf svo mikið. Ég er svo þakklát fyrir að hann Kiddi minn fékk að kynnast honum afa og að stelpurnar mínar fengu að þekkja hann og elska hann eins og ég, sitja í fanginu hans og að hann hafi fengið tækifæri til að taka þær í stóra faðminn sinn. Ég er svo þakk- lát fyrir bænirnar sem afi bað með okkur þegar við fengum að gista hjá þeim ömmu og sem afi og amma hafa beðið fyrir okkur alla tíð. Þeirra vegna fylgja okkur margir englar sem hafa varðveitt okkur frá mörgum óhöppum í lífinu. Ég er svo þakklát fyrir það sem ég hef lært af afa, að standa með sínum og að gera allt með hlýju og ákveðni. Ég er svo þakklát fyrir að hafa fengið að sitja í fanginu hans, stóra og hlýja, fyrir að fá að halda í sterku höndina hans, fyrir að fá að hvíla í faðminum Guðmundur Arason 28 ÞRIÐJUDAGUR 3. JÚNÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR Mér fannst langafi minn allt- af svo hugrakkur. Ég elskaði hann mjög mikið og ég sakna hans. Elín Birta. HINSTA KVEÐJA                          ✝ Elskuleg eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, dóttir, amma og langamma, AÐALHEIÐUR RÓSA EMILSDÓTTIR, Hæðarbyggð 16, Garðabæ, andaðist sunnudaginn 1. júní. Útförin fer fram fimmtudaginn 5. júní kl. 15.00 frá Vídalínskirkju, Garðabæ. Baldvin Magnússon, Magnús Baldvinsson, Guðrún Ágústa Brandsdóttir, Björt Baldvinsdóttir, Raphael Wechsler, Hrund Óskarsdóttir, Árni Gunnarsson, Drífa Óskarsdóttir, Stúart Hjaltalín, Ágústa Kristín Árnadóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, HÖSKULDUR RAFN KÁRASON, Vallargötu 14, Vestmannaeyjum, lést á Landspítalanum við Hringbraut, laugardaginn 31. maí. Útförin fer fram frá Landakirkju í Vestmannaeyjum laugardaginn 7. júní kl. 14.00. Sigurleif Guðfinnsdóttir, Kári Höskuldsson, Guðný Bjarnadóttir, Ármann Höskuldsson, Bjarnheiður Hauksdóttir, Jónas Höskuldsson, Guðrún Sonja Kristinsdóttir, Baldur Benónýsson, barnabörn og barnabarnabarn. ✝ Elskulegur eiginmaður, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, GUÐMUNDUR ARASON forstjóri, Eskiholti 12, Garðabæ, sem lést þriðjudaginn 27. maí, verður jarðsunginn frá Vídalínskirkju Garðabæ í dag kl. 15.00. Þeim sem vija minnast hans er bent á ABC Barnahjálp. Rannveig Þórðardóttir, Ari Guðmundsson, Elín Anna Brynjólfsdóttir, Anna Jóhanna Guðmundsdóttir, Kári Geirlaugsson, Guðmundur Kárason, Brynjólfur Arason, Erla Björg Káradóttir, Kjartan Vídó, Anna Rannveig Aradóttir, Kristinn Þór Ólafsson, Rannveig Káradóttir, Michaël Pankar, Elín Birta, María Björt og Anna Birna. ✝ Ástkær móðurbróðir minn, RAGNAR SIGURÐSSON, Dvalar- og hjúkrunarheimilinu Grund, áður til heimilis að Hólmgarði 32, er látinn. Útförin auglýst síðar. Fyrir hönd aðstandenda, Ásta Guðjónsdóttir. ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, BENEDIKT EYFJÖRÐ SIGURÐSSON flugvirki, Lækjasmára 72, Kópavogi, lést á heimili sínu laugardaginn 31. maí. Jarðarför auglýst síðar. Auður Lella Eiríksdóttir, Sigrún K. Eyfjörð Benediktsdóttir, Guðni Freyr Sigurðsson, Eiríkur Eyfjörð Benediktsson, Jórunn Ósk Ólafsdóttir, Þorsteinn Eyfjörð Benediktsson, Ásta Sóley Sölvadóttir, Guðjón Þór Jónsson, Auður Ösp Jónsdóttir, Gunnþór Jens, Heiða Ármannsdóttir, Halldór Frank, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.