Morgunblaðið - 03.06.2008, Side 29
hans, fyrir það að hann hélt á mér
þegar það var erfitt fyrir mig að
ganga sjálf, fyrir að hann tók flísar
úr fingrum og tám og kyssti á bágt-
ið. Því það var enginn sem mátti
taka úr mér flís upp í sumarbústað
nema hann afi. Ég er svo þakklát
fyrir það að afi var eins og hann var,
langbesti afi í öllum heiminum. Ég
er þakklát fyrir það að hafa geta
sagt honum það svo oft að ég elsk-
aði hann svo mikið og fyrir það
hversu oft hann sagði það sama við
mig. Ég er þakklát Guði fyrir lífið
hans afa og fyrir tímann sem ég
hafði til að kveðja hann. Ég er glöð
að vita að hann er komin í dýrðina
til Jesú.
Elsku afi minn, við söknum þín öll
svo mikið.
Litla flísin þín,
Anna Rannveig.
Ég er svo lánsöm að hafa fengið
að eiga alveg einstakan afa. Afa sem
ég hef alltaf verið svo stolt af, afa
sem ég hef alltaf getað litið upp til.
Það eru ekki margir sem geta sagt
„hann afi minn, hann rekur fyrir-
tæki og fer svo nokkrum sinnum í
viku og æfir box með vinum sínum“
en þetta gerði hann þar til hann var
84 ára. Það var svo margt sem hann
afi tók sér fyrir hendur og margt
sem hann afrekaði en í minni minn-
ingu er hann fyrst og fremst afi sem
hafði alltaf tíma fyrir mann. Það var
alveg sama hvenær ég kom til hans,
hann lagði það frá sér sem hann var
að gera og ég varð miðpunktur alls.
Í hvert skipti sem ég kom til hans
breiddi hann út stóra faðminn sinn
og tók á móti mér með sinni ein-
stöku hlýju og fögrum orðum. Hann
var alltaf svo stoltur af öllu sem við
barnabörnin vorum að gera og
fylgdist vel með. Ég gleymi honum
aldrei við hliðarlínuna þegar ég
keppti fyrir Ármann eða þegar
hann var að rifna úr stolti þegar ég
spilaði eða söng á tónleikum og eng-
inn klappaði eins hátt og innilega og
hann, klappið hans yfirgnæfði alla
aðra og varði alltaf aðeins lengur en
hjá öllum hinum. En svona var hann
afi, hann skar sig alls staðar úr og
það var ekki annað hægt en að taka
eftir honum. Hann byrjaði líka alla
afmælissöngva með háu fallegu
röddinni sinni og söng alltaf hæst
og innilegast af öllum.
Þegar ég lít til baka fyllist ég
fyrst og fremst þakklæti. Ég er svo
þakklát fyrir allt sem hann gaf mér
og fyrir allt sem hann kenndi mér.
Betri fyrirmynd er ekki hægt að
hugsa sér í lífinu. Hann var svo heil-
brigður, bæði á líkama og sál, og
það var ekkert vandamál sem hann
gat ekki leyst og fjölskyldan var
alltaf undir hans verndarvæng og
skipti hann mestu máli í lífinu.
Það eru svo margar góðar minn-
ingar sem ég fæ að geyma í hjarta
mínum en sterkustu og bestu minn-
ingarnar um hann eru hvað hann
sýndi mér alltaf mikla ást og mikinn
kærleika. Ég gleymi aldrei þegar
hann horfði á eftir mér út um
gluggann alveg þar til hann gat ekki
séð mig lengur þegar ég var að
ganga ein heim frá ömmu og afa á
kvöldin. Ég gleymi heldur aldrei
hvernig hann stóð yfir rúminu mínu
og bað heitt og innilega til Guðs fyr-
ir okkur öllum þegar ég gisti hjá
þeim. Ég gleymi aldrei þegar hann
kenndi mér að tefla og ég var eina
stelpan sem tók þátt í skákmóti í
bekknum mínum, allt til að gera
elsku afa stoltan. Allar þessar minn-
ingar mun ég geyma í hjarta mínu
og það verður alltaf markmið mitt
að líkjast afa mínum sem mest.
Elsku besti afi minn, þakka þér
fyrir að ég fékk að vera afastelpan
þín. Ég á eftir að sakna þín óend-
anlega mikið og hlýja faðmsins þíns
en ég veit að nú færð þú að hvíla í
enn stærri og sterkari faðmi Frels-
ara okkar.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(Vald. Briem.)
Þín „Elska“,
Erla Björg Káradóttir.
Það var fyrir um tíu árum að ég
kom inn í fjölskyldu Guðmundar
Arasonar og áður en það gerðist
bjóst ég ekki við því að nokkur mað-
ur utan minnar fjölskyldu myndi
hafa jafn mikil áhrif á líf mitt og
framtíð eins og Guðmundur hefur
gert. Mér var strax ljóst að Guð-
mundur skipaði sérstakan sess í lífi
Erlu konu minnar og var ég því
stressaður fyrir okkar fyrsta fund.
Ég reyndi að koma vel fyrir og rétti
út hönd mína og kynnti mig, sá
gamli breiddi út faðminn og faðmaði
mig að sér og sagðist vera afi Guð-
mundur. Frá þeim degi hefur afi
Guðmundur skipað stóran sess í
mínu lífi og hafa afi Guðmundur og
amma Rannveig tekið mér vel og á
ég þeim mikið að þakka.
Við afi Guðmundur sátum oft og
spjölluðum um Vestmannaeyjar og
sagði hann mér sögur frá þeim tíma
þegar hann bjó heima í Vestmanna-
eyjum. Sögur af Urðarkettinum og
þegar hann fór á árabát út í franska
skútu og farið var að leita að honum
þegar hann kom í land ásamt vini
sínum. Þessar sögur eru í dag góðar
minningar um stundir með þessum
góða manni sem alltaf var tilbúinn
að gefa manni tíma og athygli.
Hnefaleikar voru hans ær og kýr
og æfði ég hnefaleika hjá afa Guð-
mundi fyrir nokkrum árum. Þá var
hann kominn yfir áttrætt og gaf
ekkert eftir í því að miðla kunnáttu
sinni til okkar peyjanna. Eitt sinn á
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. JÚNÍ 2008 29
Alvöru blómabúð
Allar skreytingar unnar af fagfólki
Kransar • Krossar • Kistuskreytingar
Sími: 553 1099 • Fax: 568 4499
Heimasíða: www.blomabud.is
Netfang: blomabud@blomabud.is
✝
Ástkær bróðir okkar, mágur og frændi,
JÓNAS HALLDÓR GEIRSSON
vélstjóri,
Rekagranda 1,
Reykjavík,
verður jarðsunginn frá Neskirkju miðvikudaginn
4. júní kl. 13.00.
Jón K. F. Geirsson, Sigrún Hjartardóttir,
Margrét Geirsdóttir, Gísli Guðmundsson,
Nína S. Geirsdóttir, Orville J. Pennant
og systkinabörn.
✝
Þökkum innilega samúð og hlýhug við andlát og útför eiginmanns míns,
föður okkar, tengdaföður, afa og langafa,
VIÐARS ÞÓRÐARSONAR,
Uppsalavegi 17,
Húsavík.
Hildigunnur Sigurbjörnsdóttir,
Sigurbjörn Viðarsson,
Hlaðgerður Þóra Viðarsdóttir,
Þórður Eggert Viðarsson, Inga Björk Dagfinnsdóttir,
Edda Bryndís Sigurbjörnsdóttir, Hildigunnur Sigurbjörnsdóttir,
Hildigunnur Sigvarðsdóttir, Viðar Bragason,
Hulda Karen Höskuldsdóttir, Júlía Sif Höskuldsdóttir,
Sigmann Þórðarson,
Lilja Björk Viðarsdóttir.
✝
Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð
og hlýju við andlát og útför ástkærs föður okkar,
tengdaföður, sonar, bróður, mágs og frænda,
ÓSKARS JÓNSSONAR
blikksmíðameistara,
Krummahólum 6.
Guð blessi ykkur öll.
Marteinn Örn Óskarsson, Guðlaug Jónsdóttir,
Katrín Ýr Óskarsdóttir,
Helga Lilja Óskarsdóttir,
Jón Bjarni Óskarsson,
Jón Óskarsson, Katrín Marteinsdóttir,
Lilja Jónsdóttir, Ragnar D. Stefánsson,
Marteinn Jónsson, Þórunn Ásmundardóttir,
Kristján Jónsson, Kristín Ólöf Jansen
og systkinabörn.
✝
Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og
hlýhug við andlát og útför föður míns, tengdaföður,
afa okkar og langafa,
JÓNS RÓSANTS ÞORSTEINSSONAR,
sem lést föstudaginn 23. maí á Grund.
Sérstakar þakkir færum við starfsfólki á deild V2 á
Grund, einkum Helgu Hermannsdóttur, fyrir
frábæra alúð og umhyggju.
Benedikt Jónsson, Guðný Árnadóttir,
Guðjón Benediktsson,
Ingibjörg Benediktsdóttir,
Sigríður Elísabet Benediktsdóttir, Hrafn Helgason
og langafabörn.
✝
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
HULDA GUNNLAUGSDÓTTIR
hjúkrunarkona,
verður jarðsungin frá Digraneskirkju miðvikudaginn
4. júní kl. 13.00.
Gunnlaugur Örn Þórhallsson, Justina Tri Ismunari,
Sigurjóna Þórhallsdóttir, Karl Ottesen,
Þóra Þórhallsdóttir, Halldór Konráðsson,
Þorsteinn Þórhallsson, Sigrún Eiríksdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Hjartkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir
og afi,
SIGURÐUR GUÐNI JÓNSSON
fv. lyfsali,
Flókagötu 33,
Reykjavík,
sem lést á heimili sínu aðfaranótt fimmtudagsins
29. maí, verður jarðsunginn frá Háteigskirkju
föstudaginn 6. júní kl. 15.00.
Þeim sem vilja minnast hins látna er vinsamlega bent á Samband
íslenskra kristniboðsfélaga (SÍK) í síma 533 4900.
Fjóla Guðleifsdóttir,
Leifur Sigurðsson, Katsuko Sigurðsson,
Anna Sigurðardóttir,
Hannes Leifsson.
✝
Elskulegur bróðir okkar,
HALLDÓR GESTSSON
frá Syðra-Seli,
Vesturbrún 2,
Flúðum,
er lést á Landspítalanum Fossvogi miðvikudaginn
28. maí, verður jarðsunginn frá Hrunakirkju
laugardaginn 7. júní kl. 14.00.
Fyrir hönd aðstandenda,
Ólafur Sigurgeirsson,
Guðrún Gestsdóttir,
Ásgeir Gestsson,
Marta Gestsdóttir,
Skúli Gestsson.
✝
Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og
hlýhug við fráfall og útför elskulegs eiginmanns,
föður, tengdaföður, afa og langafa,
BERGS G. GÍSLASONAR,
Laufásvegi 64a.
Sérstakar þakkir fær starfsfólk Landspítalans í
Fossvogi deild A7 fyrir góða og hjartahlýja
umönnun.
Ingibjörg J. Gíslason,
Þóra Sandholt,
Ragnheiður Gíslason, Þórarinn Jónasson,
Bergljót B. Gíslason,
Ása Gíslason, Ólafur R. Magnússon,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir,
afi og langafi,
ALEXANDER STEFÁNSSON
fyrrverandi alþingismaður og ráðherra
frá Ólafsvík,
Lækjarsmára 4,
Kópavogi,
er lést miðvikudaginn 28. maí á hjúkrunarheimilinu
Eir, verður jarðsunginn frá Ólafsvíkurkirkju
föstudaginn 6. júní kl. 14.00.
Þeim sem vilja minnast hins látna er bent á Ólafsvíkurkirkju.
Björg H. Finnbogadóttir,
Finnbogi H. Alexandersson, Sigríður M. Halldórsdóttir,
Svanhildur Alexandersdóttir, Marinó H. Sveinsson,
Stefán Alexandersson, Laila Michaelsdóttir,
Lára Alda Alexandersdóttir, Þórður Ólafsson,
Örn Alexandersson, Aðalheiður St. Eiríksdóttir,
Atli Alexandersson, Elfa Eydal Ármannsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
SJÁ SÍÐU 30