Morgunblaðið - 03.06.2008, Side 32
32 ÞRIÐJUDAGUR 3. JÚNÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ
dagbók
Í dag er þriðjudagur 3. júní, 155. dagur
ársins 2008
Orð dagsins: Biðjið og yður mun gef-
ast, leitið og þér munuð finna, knýið
á, og fyrir yður mun upplokið verða.
(Matt. 7, 7.)
Sonur Víkverja hélt með ferming-arpeningana sína sem leið lá í
Kringluna á dögunum til að kaupa
sér gallabuxur og bol fyrir mikið ball
sem fara átti fram á vegum fé-
lagsmiðstöðvarinnar í hverfinu um
kvöldið. Ekki kom annað til greina
en fara í ákveðna búð enda kaupa
„allir“ unglingar fötin sín þar.
Pilturinn var fljótur að finna flík-
ur við sitt hæfi og þá var bara eftir
að taka upp veskið. Og hvað haldið
þið að hann hafi þurft að borga fyrir
klæðin? Rétt tæpar tuttugu þúsund
krónur. Segir Víkverji og skrifar. Er
það í lagi?
Buxurnar voru ekki einu sinni í
fullri lengd, ná drengnum rétt í hné.
Á því er víst eðlileg skýring. „Þetta
eru kvartbuxur, pabbi,“ útskýrði sá
nýfermdi hneykslaður fyrir miðöld-
ungnum föður sínum. Það er nafn
með rentu, „kvartbuxur“.
Gott og vel. Látum vera að dreng-
urinn hafi verið rukkaður um tæpar
fjórtán þúsund krónur fyrir bux-
urnar – annað eins hefur maður
heyrt – en Víkverji á vont með að
skilja hvernig hægt er að selja ósköp
venjulegan stuttermabol á tæpar
sex þúsund krónur. Hvað ætli kosti
að framleiða hann? Þrjúhundruð
kall? Eigum við neytendur að standa
álengdar og láta þetta arðrán yfir
okkur ganga? Þið verðið að fyrirgefa
en Víkverji á ekki annað orð yfir við-
skipti af þessu tagi.
Getur verið að við Íslendingar
séum í merkafjötrum?
x x x
Condoleezza Rice, utanrík-isráðherra Bandaríkjanna, var
á þeysireið um Norðurlönd í liðinni
viku og hitti margt fyrirmennið að
máli. Að sögn var það þó hápunkt-
urinn á ferð hennar að koma upp á
hótelherbergi til hinnar fornfrægu
glysrokksveitar Kiss í Svíþjóð. Birti
mbl.is mynd af upphefðinni og ekki
var annað að sjá en hinir ólseigu
rokkhundar Gene Simmons og Paul
Stanley kynnu vel við sig í þessum
félagsskap enda þótt veikara kynið
standi, að sögn, sjaldnast upp á rönd
í návist þeirra. | vikverji@mbl.is
Víkverjiskrifar
Reykjavík Stefáni Hjaltalín
og Elínu Hrönn Káradóttur,
Lækjargötu 26, Hafnarfirði,
fæddist sonur 22. apríl kl.
23.28. Hann vó 14 merkur
(3505 g) og var 52 cm langur.
Reykjavík Fjólu Hauks-
dóttur og Jóni Inga Ólafs-
syni, Frostafold 12, fæddist
sonur, Haukur Óli, 23. mars
kl. 20.44. Hann vó 16 merkur
og var 54,5 cm langur.
Reykjavík Örnu Bech og
Hrólfi Pétri Eggerz, Þver-
holti 15, fæddist dóttir, Sól-
veig Eggerz Bech, 29. mars
kl. 5.50. Hún vó 3595 g og
var 51 cm löng.
Akranes Axel Frey Gíslasyni
og Tinnu Ósk Grímarsdóttur,
Reynigrund 42, Akranesi,
fæddist dóttir, Díana Rós, 10.
mars kl. 2.15. Hún vó 3325 g
og var 50 cm löng.
Hrísey Díönu Björgu Sveinbjörnsdóttur og Hermanni Jóni
Erlingssyni fæddust tvíburadæturnar Viktoría Líf og Tara
Naomí hinn 6. maí kl. 9.06 og 9.07. Þær vógu 2755 g og 2605 g
og voru báðar 47 cm langar. Eru systurnar fyrstu tvíburarnir
sem fæðst hafa í Hrísey í áratugi.
Nýirborgarar Nýbakaðir foreldrar? - Sendu mynd af litla krílinu og nánari upplýsingar á netfangið barn@mbl.is
Krossgáta
Lárétt | 1 hroki, 4 lang-
ar í, 7 nefnir, 8 líkams-
hlutinn, 9 megna, 11
heimili, 13 ræktað land,
14 á hverju ári, 15 líf, 17
nálægð, 20 knæpa, 22
ljúka, 23 heitir, 24 vis-
inn, 25 öskra.
Lóðrétt | 1 nægir, 2 að
baki, 3 klettur, 4 til sölu,
5 dreng, 6 stjórnar, 10
styrkir, 12 lík, 13 beita,
15 styggir, 16 kvendýr,
18 kjáni, 19 tilbiðja, 20
sár, 21 streita.
Lausn síðustu krossgátu
Lárétt: 1 fangelsið, 8 eldur, 9 seiga, 10 inn, 11 kaðal, 13
arans, 15 hjóms, 18 hlass, 21 kór, 22 kjaga, 23 orðar, 24
hagleikur.
Lóðrétt: 2 andúð, 3 geril, 4 lasna, 5 ilina, 6 sekk, 7 kaus,
12 aum, 14 ról, 15 hika, 16 óraga, 17 skafl, 18 hroki, 19
auðnu, 20 sorg.
1
7
11
15
22
24
12
14
3
9
20
10
4
8
21
23
25
13
17
5
18
6
19
2
16
Sudoku
Þrautin felst í því að fylla út í
reitina þannig að í hverjum 3x3-
reit birtist tölurnar 1-9. Það verð-
ur að gerast þannig að hver níu
reita lína bæði lárétt og lóðrétt
birti einnig tölurnar 1-9 og aldrei
má tvítaka neina tölu í röðinni.
Lausn síðustu Sudoki.
www.sudoku.com
© Puzzles by Pappocom
Skák
Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is
1. e4 e5 2. Rf3 Rc6 3. Bb5 a6 4. Ba4 Rf6
5. O–O Be7 6. He1 b5 7. Bb3 d6 8. c3
O–O 9. d4 Bg4 10. d5 Ra5 11. Bc2 c6 12.
h3 Bc8 13. dxc6 Dc7 14. Rbd2 Dxc6 15.
a4 Bb7 16. Rf1 Rc4 17. Rg3 g6 18. Bd3
Hfc8 19. De2 bxa4 20. Bg5 Rb6 21. Rh4
Kf8 22. Rhf5 gxf5 23. Rxf5 Bd8 24. Df3
Rbd7 25. Bc2 Rc5 26. Bh6+ Ke8 27.
Had1 Be7 28. Bg5 Rcd7 29. Dg3 a3 30.
Bh4 Bf8 31. bxa3 Dxc3 32. Bd3 Hc6 33.
He3 Da5 34. Hf3 d5 35. exd5 Dxd5 36.
Bc2 Hxc2 37. Hxd5 Rxd5
Staðan kom upp á opna Kaupþings-
mótinu sem lauk fyrir skömmu í Lúx-
emborg. Indverska undrabarnið og
stórmeistarinn Parimarjan Negi
(2514) hafði hvítt gegn íslenska stór-
meistaranum Hannesi Hlífari Stef-
ánssyni (2583). 38. Rd6+! og svartur
gafst upp enda yrði hann mát eftir
38… Bxd6 39. Dg8+ Bf8 40. Dxf7#.
Hvítur á leik.
Brids
Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is
Leiðin heim.
Norður
♠ÁKDG876
♥ÁD3
♦--
♣DG4
Vestur Austur
♠109 ♠432
♥K862 ♥75
♦K107 ♦G96432
♣Á1087 ♣52
Suður
♠5
♥G1094
♦ÁD85
♣K973
Suður spilar 6G. Bandaríkjamaðurinn
Richard Pavlicek hélt á spilum vesturs
í tvímenningi og freistaðist til að dobla
sex grönd út á ásinn og kóngana tvo.
Sagnir höfðu upplýst um langan spaða-
lit í blindum og Pavlicek fylgdi doblinu
eftir með hlutlausu spaðaútspili. Sagn-
hafi drap og spilaði strax ♣D–G, sem
Pavlicek dúkkaði. Slemman lak síðan
einn niður, sagnhafi komst aldrei heim
til að svína í hjarta. Pavlicek var
ánægður með sig, við yfirferð daginn
eftir sá hann þó að sagnhafi hafði getað
gert mun betur. Vandamál sagnhafa er
að komast inn á suðurhöndina og það
er heldur máttlaust að spila ♣D–G.
Betri tilraun er að spila litlu laufi á
níuna, þótt ekki heppnist það hér. Hitt
heppnast hins vegar, að taka þrjá spa-
ðaslagi, spila ♣D og yfirdrepa með
kóng! Vestur verður að taka slaginn og
spila rauðum lit eða laufi frá tíunni. Þá
er sagnhafi kominn heim.
(21. mars - 19. apríl)
Hrútur Þú ert viðkvæmur þessa dagana,
jafn-brothættur og nýfætt barn og ekki
fjarri guðdómnum. Sjáðu til þess að
ósýnilegir kraftar hugsi um þig.
(20. apríl - 20. maí)
Naut Ekki vera of harður á þeim sem
brjóta reglurnar, sérstaklega ekki ef þeir
eru að brjóta úreltar reglur, andlega tak-
markandi eða hreinlega heimskulegar.
(21. maí - 20. júní)
Tvíburar Þolirðu nokkuð þegar „þau“ hafa
rétt fyrir sér? Þessi „þau“ eru með eitt-
hvað á prjónunum, svo þú skalt læðast
með veggjum og reyna svo að skáka þeim.
(21. júní - 22. júlí)
Krabbi Ekki vera hræddur við að stíga
inn í nýjan vinahóp, sérstaklega ef þú hef-
ur eitthvað mikilvægt að segja. Eins og er
hlustar fólk frekar á nýtt fólk en gömlu
vinina.
(23. júlí - 22. ágúst)
Ljón Farðu yfir allt sem sem þú lærðir í
síðasta mánuði um að spyrja spurninga,
hlusta vel og áætla eins lítið og þú getur.
Þú notar lærdóminn og það svínvirkar.
(23. ágúst - 22. sept.)
Meyja Reyndu að komast hjá því að fara
inn á heimspekileg svæði. Ef bara ein lítil
tá stígur þar niður, gæti allur dagurinn
farið í vangaveltur í stað gjörða.
(23. sept. - 22. okt.)
Vog Þú átt það til að rukka of lítið fyrir
þjónustu þína eða vinna fyrir ekkert til að
reyna að festa stöðu þína. Fáðu heims-
borgara til að semja fyrir þig.
(23. okt. - 21. nóv.)
Sporðdreki Þú ert býsna slyngur. Þú get-
ur brotið niður tilfinningalegar varnir
fólks og látið það gera það sem þú vilt og
þarft. Hlutlausi tónninn gerir það.
(22. nóv. - 21. des.)
Bogmaður Þú hefur ekkert áþreifanlegt
til að byggja bjartsýni þína á, sem er ein-
stakt. Þegar þú hefur góða tilfinningu fyr-
ir einhverju, gerðu þá eitthvað í því.
(22. des. - 19. janúar)
Steingeit Samúð þín hvetur þig til að
skuldbinda þig. Þú veist kannski ekki al-
veg hvernig þú átt að fara að því en
treystu því að þú getir það og það gerist
einhvern veginn.
(20. jan. - 18. febr.)
Vatnsberi Þetta er eitt af þessum skiptum
sem best er að taka enga ákvörðun. Þú
færð bara helming upplýsinganna sem þú
þarfnast til að bregðast rétt við.
(19. feb. - 20. mars)
Fiskar Það sem þú vilt muntu fá fljótt. Það
er ekki alltaf gott. Það sem er fallegt í
fjarska getur litið allt öðruvísi út í nálægð.
Vandaðu valið.
Stjörnuspá
Holiday Mathis
3. júní 1932
Ríkisstjórn Ásgeirs Ásgeirs-
sonar tók við völdum. Ásgeir
var þá 38 ára gamall, þing-
maður Framsóknarflokksins.
3. júní 1937
Flugfélag Akureyrar var
stofnað. Nafni þess var síðar
breytt í Flugfélag Íslands sem
sameinaðist Loftleiðum undir
nafni Flugleiða hf. árið 1973.
3. júní 1951
Séra Bjarni Jónsson kvaddi
söfnuð Dómkirkjunnar í
Reykjavík eftir 41 árs prests-
þjónustu.
3. júní 1989
Jóhannes Páll páfi kom til Ís-
lands. Þetta var fyrsta heim-
sókn trúarleiðtoga kaþólskra
manna til landsins.
Þetta gerðist þá ...
Rútur Pálsson,
Skíðbakka, verð-
ur fimmtugur 5.
júní. Í tilefni af-
mælisins býður
Rútur og fjöl-
skylda vinum og
vandamönnum
að samgleðjast
með þeim í Gunn-
arshólma laugardaginn 7. júní frá
kl. 20. Tjaldsvæði er á staðnum.
50 ára
María Sól Kristjánsdóttir og
Þóra María Sigurjónsdóttir frá
Mosfellsbæ voru með tombólu fyrir
utan Bónus-verslun og söfnuðu
5.764 kr. fyrir Rauða Kross íslands.
Hlutavelta
VAFALAUST verður fjölmennt í 85 ára afmæli rit-
höfundarins þekkta Gunnars Dal á morgun. Hann
fæddist í Syðsta-Hvammi í Vestur-Húnavatnssýslu
4. júní árið 1923. Aðspurður hvernig hann hyggist
eyða afmælisdeginum segir Gunnar hlæjandi. „Ja,
maður er nú orðinn hálfníræður karlskarfur og ekki
til neinna stórræða,“ og bætir við „en einn sona
minna og hans ágæta kona ætla að sjá um þetta fyr-
ir mig og munu einfaldlega hafa opið hús milli 17-
19.“
Gunnar segist nokkuð spánskur þegar kemur að afmælisdögum: „Á
Spáni segja þeir einfaldlega Cumpleaño eða árið er búið! Ég hef yf-
irleitt ekki haldið mikið upp á daginn og jafnan reynt að forðast það.“
Gunnar kveðst ekki eiga sér uppáhaldsheimspeking. „Heimspek-
ingar eru ekkert merkilegri en annað fólk – langt því frá. Þó er ég þakk-
látur tveimur mönnum sérstaklega fyrir að fræða mig og umheiminn
allan. Sá fyrri er Steven Weinberg atómfræðingur fyrir að sýna fram á í
bók sinni Fyrstu þrjár mínúturnar hvernig efni, tími og rúm koma út úr
nánast engu á rökfræðilega óhugsandi hátt. Sá síðari er Richard Dawk-
ins fyrir að kenna heiminum hvernig lífið kemur út úr dauðanum, þvert
á fyrri hugmyndir okkar um að lífið sé af lífi fætt!“ Gunnar Dal rithöf-
undur tekur á móti gestum frá klukkan 17 til 19 á afmælisdaginn, mið-
vikudaginn 4. júní, að Eyktarsmára 6 í Kópavogi.
Gunnar Dal rithöfundur 85 ára
Um efnið, tímann og rúmið