Morgunblaðið - 03.06.2008, Qupperneq 34

Morgunblaðið - 03.06.2008, Qupperneq 34
Eftir Ásgeir H. Ingólfsson asgeirhi@mbl.is BALDVIN Z er ungur leikstjóri sem vakti athygli fyrir óvenjulegt Evróvisjónmyndband þessa árs sem átti vafalítið sinn þátt í velgengni Eurobandsins í Belgrad. Hann er nýfluttur heim eftir kvikmyndanám í Danmörku og mun í sumar leikstýra stuttmyndinni „Hótel Jörð“. „Hún fjallar um lífið og dauðann út frá heimspekilegum pælingum ungrar stúlku. Þetta er í raun barnamynd fyrir fullorðna,“ segir Baldvin um myndina sem hin sjö ára Kristín María Brink leikur aðalhlutverkið í en aðrir barnungir leikarar í mynd- inni eru þau Aron Brink (úr Blóð- böndum) og Ingibjörg Sóllilja Balt- asarsdóttir (Kormáks), en þau léku nýlega saman í uppfærslu leikritsins Kommúnan. Þúsundþjalasmiðurinn Ragnar Kjartansson, Þorsteinn Bachmann og Halldóra Geirharðs- dóttir sjá svo um fullorðinshlut- verkin. Heim í kreppuna En hvernig er að koma heim í Evróvisjónæði og stuttmyndagerð? „Mér finnst það æðislegt, frábært að koma heim í kreppuna,“ segir Bald- vin. Allt byrjaði þetta raunar norður á Akureyri – og þótti mörgum hann brattur að ætla sér að búa til bíó- myndir fyrir norðan. „Þegar ég byrjaði að sækja um styrki og tala um það að ég ætlaði að gera bíó- myndir á Akureyri fékk maður bara góðlátlegt klapp á bakið – en hægt og rólega fóru fyrirtæki og aðrir að horfa til mín, fljótlega fór ég að gera auglýsingar sem voru svo sýndar á landsvísu, stuttmyndir bæði fyrir staðarsjónvarpið Aksjón og bíóhúsin fyrir norðan – og var raunar hálf- gerður skápakvikmyndagerð- armaður – nú er þetta lifibrauðið.“ Og það styttist í fyrstu mynd Baldvins í fullri lengd. „Ég er búinn að fá handritsstyrk fyrir bíómynd í fullri lengd, byggða á Við viljum jól- in í júlí, barnabók eftir Yrsu Sigurð- ardóttur.“ Um er að ræða aðra bók skáldkonunnar sem síðar sneri sér að krimmaskrifum. Barnamynd fyrir fullorðna Morgunblaðið/Kristinn Samstarfsfélagar Leikstjórinn Baldvin Z með þeim Kristínu Maríu Brink og Aroni Brink. Þriðji ungi leikarinn, Ingibjörg Sóllilja, var fjarverandi. Baldvin Z fer frá Evróvisjón í heimspekipælingar  Eins og lesa má um í frétt hér á næstu síðu virðast borgaryfirvöld og Icelandair hafa í hyggju að auka stuðning sinn við tónlistarhátíðina Iceland Airwaves. Þetta eru að sjálfsögðu ánægjulegar fréttir fyrir íslenskt popptónlistarlíf og þó að tómarúmið sem hátíðin hefði skilið eftir sig hefði vissulega verið fyllt innan fárra missera er ljóst að inn- an Hr. Örlygs liggur mikil þekking og reynsla sem lengri tíma tekur að afla. En þrátt fyrir að bjartari tímar séu nú framundan hjá Hr. Ör- lygi væri ekki óskynsamlegt að endurskoða skipulagningu hátíð- arinnar frá grunni og finna lausn á vandamálum sem ættu í sjálfu sér ekki að vera vandamál. Í því sambandi ber helst að nefna greiðslur til íslensku listamann- anna sem koma fram á hátíðinni ár hvert. Það er í besta falli skömm- ustulegt að stór menningarhátíð á borð við Iceland Airwaves borgi ekki þeim listamönnum sem þar koma fram. Stærra hneyksli er svo að hagsmunasamtök á borð við Fé- lag tónskálda og textahöfunda (FTT) og Félag íslenskra hljómlist- armanna (FÍH) hafi ekki látið þetta réttindamál sig varða. Til hvers eru íslenskir tónlistarmenn að borga í sjóði þessara félaga ef svona stóru réttindamáli er sópað undir teppi ár eftir ár? Reykjavíkurborg og Icelandair ættu ekki síst að taka þetta vanda- mál til sín og krefjast þess að á móti stuðningi þeirra við hátíðina verði öllum listamönnum, sem þar koma fram og gera hátíðina að því em hún er, greidd laun. Annað er ótækt. Og ef peningarnir finnast ekki, nú þá er málið einfalt: Við- skiptamódelið gengur ekki upp. Tími kominn til að end- urskoða Airwaves Eftir Gunnhildi Finnsdóttur gunnhildur@mbl.is HVERT áfallið á fætur öðru dynur nú yfir hljóm- sveitina Reykjavík! Fyrir stuttu var einkahluta- félag sveitarinnar tekið í árangurslaust fjárnám og nú liggur söngvarinn á spítala með rifið nýra eftir háskalegan stórfiskaleik með nemendum Austurbæjarskóla síðastliðinn föstudag. Aflýsa verður tónleikaferðalagi Reykjavíkur! erlendis og útgáfu nýrrar plötu verður frestað. Bóas Hallgrímsson forsprakki Reykjavíkur! er kennari í Austurbæjarskóla meðfram rokkinu. Síðustu dagana fyrir sumarfrí er venjan að leggja skólabækurnar til hliðar og og Bóas bauð sínum krakkahóp út í stórfiskaleik. „Við vorum þarna í góðu glensi á túninu við skólann þegar einn af yngri nemendunum ákvað að koma og heilsa upp á mig þar sem ég var að hlaupa á fullri ferð. Hann kom svo skyndilega að mér að ég hafði í rauninni bara um tvennt að velja, að hlaupa á barnið eða reyna að henda mér framhjá honum og ég tók seinni kostinn. Ég tók hann reyndar með mér í fallinu, en það er allt í lagi með hann. Það kom hins vegar gat á nýrað á mér,“ segir Bóas. „Mér brá voða mikið vegna þess að ég hélt að ég hefði slasað barnið. Ég bar hann inn í skóla- bygginguna og lét kíkja á hann og svo hélt ég áfram að kenna tvær kennslustundir,“ segir hann. „Þetta hljómar kannski hetjulega, en þetta var ekkert voðalega hetjulegt. Þetta var allt saman hálf kjánalegt og ég var í rauninni ekki alveg eins og ég á að mér að vera.“ Gat á hausinn í ofanálag Bóas gaf sér loks tíma í lok dagsins til að fara á bráðamóttökuna þar sem hann fékk að vita að það væri rúmlega klukkustundar bið eftir lækn- isaðstoð. „Á meðan ég var að bíða fór ég á kló- settið og pissaði bara blóði og áttaði mig á því að það væri ekki allt eðlilegt. Svo fékk ég mikinn verk upp síðuna og það leið yfir mig þarna inni á klósettinu á Slysó. Ég datt á hausinn og fékk gat á hann í ofanálag. Ég vaknaði um tíu mínútum síðar í svitakófi á gólfinu eins og versti fíkni- efnasjúklingur, enda fann ég mig tilneyddan að tilkynna starfsfólkinu að ég væri kennari og ný- kominn úr vinnunni og að ég hefði ekki verið úti að skemmta mér.“ Þegar Morgunblaðið heyrði í Bóasi í gær var hann allur að braggast og bjóst við að komast heim af sjúkrahúsinu síðar um daginn. Þá var komið í ljós að hann heldur nýranu, þó það hafi verið tvísýnt í fyrstu. Reykjavík! ætlaði sér að halda í tónleikaferð til Skotlands í byrjun júní. „Við áttum að spila á tveimur tónlistarhátíðum þar og vorum að skoða möguleika á tónleikahaldi í Japan og Ástralíu, en það er allt í biðstöðu núna,“ segir Bóas von- svikinn. „Þetta var rosa spennandi, við áttum að spila við Loch Ness-vatnið og svona.“ Ný plata var væntanleg frá Reykjavík! í lok sumars, en ljóst er að útgáfa hennar frestast um nokkrar vikur vegna slyssins. Nú þegar er þó hægt að nálgast eitt nýju laganna bæði á heima- síðu Kimi records og á MySpace-síðu hljómsveit- arinnar. Bóas hefur fengið skýr fyrirmæli frá læknum að taka því rólega á næstunni. „Ég má ekki gera neitt af viti í sex vikur. Ekki spila fótbolta og ekki spila á tónleikum. Ég mæli ekki með því að fólk rífi í sér nýrað ef það ætlar að gera eitthvað skemmtilegt í sumar.“ Slasaðist í stórfiskaleik  Söngvari Reykjavíkur! með rifið nýra  Plata og tónleikar í uppnámi Morgunblaðið/Kristinn Kraftur Bóas í rokksöngvarahlutverkinu sem er greinilega mun hættuminna starf en barnakennslan sem hann sinnir í Austurbæjarskóla á daginn. Hann slasaðist í stórfiskaleik. Nú erum við loksins lausir úr svitastorkn- um æfinga- og upptöku- herbergjum… 39 » reykjavíkreykjavík

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.