Morgunblaðið - 11.06.2008, Qupperneq 11

Morgunblaðið - 11.06.2008, Qupperneq 11
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. JÚNÍ 2008 11 FRÉTTIR ENDURHÆFINGARHÚSIÐ HVER, sem er samstarfsverkefni Sjúkra- hússins og heilsugæslustöðvarinnar á Akranesi, Akraneskaupstaðar, Rauða kross Íslands og svæðisskrif- stofu málefna fatlaðra, verður opn- að formlega fimmtudaginn 12. júní. HVER er staður sem er ætlaður fyrir öryrkja og einnig fólk sem hef- ur dottið út úr sínum hlutverkum í lífinu vegna veikinda, slysa eða ann- arra áfalla. Það verður opið hús á Kirkju- braut 1 kl. 16-18 og er öllum frjálst að líta inn og fá frekari upplýsingar um starfsemina. Ljósmyndasýning verður á staðnum, en það er sölu- sýning og rennur allur ágóðinn til starfsemi staðarins. Forstöðumaður HVER er Sigurður Þór Sigursteins- son. Endurhæfing- arhús opnað FERÐAÞJÓNUSTAN í Áfanga- skála á Auðkúluheiði verður opnuð 21. júní. Kristín I. Marteinsdóttir og Þuríður H. Guðbrandsdóttir skipta með sér rekstinum til 24. ágúst. Eftir það geta einstaklingar eða hópar tekið skálann á leigu. Áfangaskáli á Auðkúluheiði FJÓRIR Íslendingar eru nú komnir til Palestínu til sjálfboðastarfa á her- teknu svæðunum. Anna Tómasdótt- ir, hjúkrunarnemi við Háskóla Ís- lands, verður í Palestínu til 18. ágúst og starfar með samtökunum Project Hope, m.a. við skipulagningu og þró- un á skyndihjálparnámskeiðum. Einar Teitur Björnsson og Stefán Ágúst Hafsteinsson, sem leggja stund á læknisfræði við Háskóla Ís- lands, munu næsta mánuðinn starfa með palestínsku læknahjálparnefnd- unum á Vesturbakkanum. Yousef Ingi Tamimi, nemi við Kvennaskól- ann í Reykjavík, kennir ungmennum ensku og starfar við félagsmiðstöðv- ar PMRS fyrir ungt fólk í Ramallah og Nablus. Palestínsku læknahjálparnefnd- irnar voru stofnaðar árið 1979 af pal- estínskum heilbrigðisstarfsmönnum. Samtökin annast heilsugæslu og læknisþjónustu víðs vegar á her- teknu svæðunum. Félagið Ísland- Palestína hefur síðustu ár stutt starfsemi PMRS með fjárframlögum og starfsemi íslenskra sjálfboðaliða, segir í fréttatilkynningu. Til starfa á herteknu svæðunum Reuters Yrði fyrstur á kajak Í BLAÐINU á mánudag kom fram að takist Marcus Demuth að róa ein- samall á sjókajak í kringum landið verði hann fyrsti karlmaðurinn til að ljúka hringróðri um Ísland upp á eigin spýtur. Taka hefði mátt fram að Marcus yrði fyrsti karlmaðurinn til að róa hringinn á sjókajak. Fyrstur til að ljúka hringróðri um Ísland var Kjartan Jakob Hauksson sem reri hringinn á árabát. Hann lagði upp síðsumars 2003 en varð að hætta eftir að bát hans rak upp í Rekavík á Hornströndum og eyði- lagðist. Hann lauk síðan ferðinni á öðrum bát sumarið 2005. ÁRÉTTING TIL HAMINGJU VINNINGSHAFAR!

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.