Morgunblaðið - 11.06.2008, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 11.06.2008, Qupperneq 20
Stríðið gegn fitu er ekkinauðsynlegt. Fólk geturverið heilbrigt þótt það séyfir kjörþyngd og oftar en ekki skilar megrun engri langvar- andi heilsubót,“ segir dr. Linda Bacon sem kom nýverið til Íslands til að halda fyrirlestur um nýja nálgun að heilbrigði. Þetta er andstætt því sem við flest höfum lært um megrun en samkvæmt rannsókn sem Bacon gerði er áhrifaríkara að kenna fólki að hlusta á líkama sinn en að setja upp fyrir það stífa megrunar- og þjálfunaráætlun. „Við gáfum fólkinu í rannsókninni leyfi til að borða það sem það vildi en kennd- um því að þekkja hvernig líkami þess bregst við matnum. Fólkið lærði að borða það sem lét því líða vel og borða ekki yfir sig. Það sama gilti um hreyfingu en í stað þess að hugsa um hana sem refs- ingu fundum við fyrir fólkið hent- uga hreyfingu sem það var ánægt með,“ segir Linda, en aðferðir hennar gáfu athyglisverða nið- urstöðu. „Samanburðarhópurinn sem fékk megrunar- og hreyfing- aráætlun stóð sig vel til að byrja með, en tveimur árum síðar höfðu flestir í hópnum þyngst aftur og voru í verra ástandi en þegar rannsóknin hófst. Fólkið sem reyndi nýju aðferðina fór hægt af stað en í lok rannsóknarinnar stóð það mun betur að vígi en megr- unarhópurinn. Það borðaði hollari mat, hreyfði sig meira, leið vel í líkama sínum og kom betur út úr heilsufarsmælingum, jafnvel þó það hafi ekki grennst,“ segir Linda og bætir því við að fólkið hafi áður haft óbeit á líkama sín- um. Snertir okkur öll Linda segir að flestir séu upp- teknir af þyngd og heilbrigðisgeir- inn sendi stöðugt út skilaboð sem ýti undir þessar tilfinningar. „Það sem gerist er að allir reyna að grennast, engum tekst það og á endanum er fólk óánægt með sjálft sig því það nær engum árangri. Ég vildi kanna hvort við gætum fundið áhrifaríkari leið til að hjálpa fólki að öðlast betri heilsu.“ Linda telur umhverfið eiga stór- an þátt í vanlíðan feitra. „Það er ekki sanngjarnt að dæma fólk sem er yfir kjörþyngd. Rannsóknir sýna að manneskja sem fær stans- laust þau skilaboð að hún sé feit er líklegri til að taka slæmar ákvarð- anir varðandi heilsu sína og þyng- ist þá jafnvel enn meira. Það veld- ur mikilli streitu og hún leiðir af sér fleiri sjúkdóma. Stríðið gegn offitu virkar ekki.“ Dr. Linda Bacon er sjálf grönn kona og hún segir fólk oft furða sig á því hvers vegna hún hafi gert þessa rannsókn. „Þyngdin hefur áhrif á okkur öll. Grannt fólk ótt- ast að þyngjast og líður oft jafn- Megrun er ekki málið Ekki örvænta þótt fitupúkinn hafi yfirhöndina í lífi þínu. Nýtt hugarfar getur verið áhrifa- ríkara fyrir heilsuna en stífir megrunarkúrar eða herþjálfun. Lilja Þorsteinsdóttir ræddi við dr. Lindu Bacon um stríðið gegn offitu. Morgunblaðið/Valdís Thor Sérfræðingurinn Samkvæmt dr. Lindu Bacon er stríðið gegn offitu ígildi stríðs á hendur of feitu fólki. heilsa 20 MIÐVIKUDAGUR 11. JÚNÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ Sumarið er loksins gengið í garð ogskólinn búinn í bili. Sólin er farinað skína og ungt fólk fær langþráðfrí frá heimanámi og prófum. Þetta er auðvitað tímabil sem margir hafa beðið eftir með eftirvæntingu, enda er nú loks hægt að sofa út, eyða tíma með vinum og hafa það notalegt. En þó að vissulega sé gott að fá loksins frí frá daglegu amstri og önnum getur orðið leiðigjarnt til lengdar að hafa ekkert fyrir stafni. Ef unglingurinn á heimilinu hefur mikinn óskipulagðan tíma aflögu í sumar er spurning um að bjóða upp á áhugaverða valmöguleika. Iðjuleysi varhugavert Það er mikilvægt að vera á varðbergi gagnvart vímuefnaneyslu allan ársins hring, en íslenskar rannsóknir gefa í skyn að hættan aukist sérstaklega á sumrin. Það að eiga mikinn tíma aflögu eykur líkurnar á að þeim tíma sé eytt í óhollari athafnir – og þar með aukast lík- urnar á tilraunum með áfengis- og tóbaks- neyslu. Uppbyggilegar aðgerðir Hvað getur þú sem foreldri gert til að tryggja uppbyggilegt sumar hjá unglingnum þínum? Þú getur byrjað á því að sjá til þess að hann hafi nóg að gera og að hann sé ekki umsjónarlaus með öllu. Með því að skipuleggja sumarið í sameiningu er hægt að stuðla að upp- byggilegum tíma sem leiðir af sér jákvæða reynslu og minningar. Unglingur sem hefur tiltekin áhugamál, t.d. listgreinar eða íþróttir, þarf kannski bara aðstoð við að finna rétt félag eða fé- lagsskap. Sumt ungt fólk hikar við að reyna eitthvað nýtt og getur verið óöruggt um eigin getu eða hvað vinum þeirra finnst. Aðrir unglingar vita ekki eða hafa ekki gert upp hug sinn um hvað þeir vilja. Róleg hvatning Unglingsárin eru oft tímabil sjálfstæðisbaráttu. Þ.a.l. getur verið væn- legra að þrýsta ekki um of þegar stungið er upp á nýjum tækifærum. Það getur nefni- lega verið fráhrindandi ef unglingur upplifir of mikla ákefð frá foreldrum. M.ö.o. er væn- legt að opna dyrnar, en ýta ekki unglingum í gegnum þær. En hvað ef unglingurinn hefur ekki áhuga? Það þarf ekki að vera vandamál, enda þarf jákvætt sumar ekki endilega að krefjast stórra hugmynda. Kannski eru margar smærri hugmyndir málið? T.d. að fara út í náttúruna, hlusta saman á tónlist eða fara á einhverja af þeim viðburðum sem eru í boði í samfélaginu. Allt býður þetta tækifæri til að byggja upp og dýpka sam- band ykkar. Atvinna og sjálfboðastarf Að stunda áhuga- mál er auðvitað ekki eina leiðin til að upp- lifa uppbyggilegt sumar. Vinna, hvort sem hún er launuð eða ólaunuð, getur boðið ung- lingi upp á forsmekk af framtíðinni og byggir upp félagstengsl og vinnusemi. Vinnuskólinn, verslunarstörf og ýmsir aðrir arðbærir valmöguleikar standa unglingum til boða, en eins getur verið vænlegur val- kostur að sinna sjálfboðastörfum, t.d. hjá Rauða krossinum. Tækifæri Tími frá önnum skólans býður upp á alls konar tækifæri til að öðlast ný áhuga- mál eða byggja á gömlum. Með því að veita unglingum stuðning geta foreldrar aðstoðað við að víkka sjóndeildarhring þeirra og gera sumarið bæði uppbyggilegt og eftirminni- legt. Sumarið og unglingarnir Morgunblaðið/Ómar Vinna Unglingurinn fær forsmekk af framtíðinni og byggir upp vinnusemi og félagstengsl. hollráð um heilsuna – lýðheilsustöð Héðinn Svarfdal Björnsson, verkefn- isstjóri fræðslumála hjá Lýð- heilsustöð. LINDA segir Bandaríkjamenn vera á rangri leið með stríðinu gegn offitu. „Ekki gera sömu mistök og við. Bandarísk stjórnvöld einblína á þyngd fólks og átta sig ekki á því að stríðið gegn offitu er í raun stríð gegn feitu fólki. Þið Ís- lendingar eruð ekki eins langt á veg komin og því lítið mál fyrir stjórnvöld að breyta skilaboðum sem þau flytja al- menningi. Haldið áfram að styðja fólk í að borða hollan mat og hreyfa sig, en segið því að gera það fyrir heilsuna, ekki vigtina.“ „Ekki gera sömu mistök og við“

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.