Morgunblaðið - 11.06.2008, Page 21
illa í eigin líkama og þeim sem
eru of þungir. Þegar ég var ung
óttaðist ég að fitna og stundaði
líkamsrækt af miklum móð. Ég
þurfti að losna undan þessum
hugsunum og hef skilning á van-
líðan þeirra sem eru óánægðir
með líkama sinn. Ég vildi hjálpa
sjálfri mér og tel mig um leið
hafa fundið aðferð sem getur
hjálpað okkur öllum.“
Aðspurð segist Linda alls ekki
hissa á niðurstöðum rannsókn-
arinnar. Hún hafi í gegnum vinnu
sína sem sálfræðingur lært að
fólk þarf að vera ánægt með
sjálft sig til að geta breytt hegð-
un sinni. „Grannt fólk fær syk-
ursýki og hjartasjúkdóma. Það er
lífsstíllinn sem skiptir máli því
fólk yfir kjörþyngd getur verið
við mun betri heilsu en þeir sem
eru grannir og lifa óheilsu-
samlegu lífi.“
Að sættast við
líkama sinn
Linda segir auðvitað ógnvekj-
andi tilhugsun að sætta sig við lík-
ama sinn því oft hafi það verið tal-
ið uppgjöf. Hún nefnir að það hafi
komið henni á óvart hversu vel
hugmyndinni um breytt hugarfar
var tekið á meðal þeirra sem tóku
þátt í rannsókninni. „Þeim fannst
hugmyndirnar rökréttar og voru
mjög spenntir fyrir þátttökunni.“
Þegar Linda er spurð að því
hverjir komu best út úr rannsókn-
inni segir hún að greinileg tengsl
hafi verið á milli þess hversu vel
fólkinu tókst að sættast við líkama
sinn og hversu vel því gekk að við-
halda heilbrigðum lífsháttum. „Því
meira sem fólk reyndi að nota
hugmyndirnar til að grennast, því
verr gekk því,“ segir Linda og tel-
ur þetta staðfesta hversu miklu
máli hugarfarið skiptir. Að lokum
segir Linda við þá sem vilja taka
fyrsta skrefið: „Reynið að finna
hóp sem styður hugmyndinar,
hvort sem það er vinkonuhópur,
póstlisti eða vefsíður. Stuðningur
frá öðrum sem eru í sömu hugleið-
ingum er mikilvægur, því með
honum finnum við að við erum
ekki ein.“ | liljath@mbl.is
Fita Klípan ber ekki endilega
vott um óheilbrigði því feitt fólk
getur verið heilbrigðara en
grannar sófakartöflur.
Morgunblaðið/ÞÖK
www.lindabacon.org
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. JÚNÍ 2008 21
MIKILVÆGT er að starfsfólk á stofn-
unum þar sem fólk með minnisglöp býr
haldi uppi samræðum við heimilismenn.
Frá þessu er sagt á vefmiðli BBC og vitn-
að til könnunar sem gerð var á þessum
málum.
Í ljós kom að á fjórðungi þeirra 100
hjúkrunarheimila í Bretlandi sem könnuð
voru var ekki nægilega mikið um að
starfsfólk gæfi sér tíma til að tala við og
hlusta á þá sem eru með minnisglöp. Það
að tala við og hlusta á þá dregur veru-
lega úr tilhneigingu þeirra til einangr-
unar.
Samtök sem kenna sig við Alzheimer
(Alzheimer’s Society) segja það hneisu að
á stofnunum þar sem dvelur fólk með
minnisglöp sé aðeins að meðaltali talað
við heimilismenn í tvær mínútur á sex
klukkutíma fresti.
Á tuttugu og þremur heimilanna vörðu
heimilismenn minna en helmingi af tíma sínum í að tala
við einhvern. Meira en fimmtungur fólksins var ein-
angraður hluta af tíma sínum þó svo að það væri jafn-
vel skikkað til að taka þátt í einhverju.
Einnig kom í ljós að þeir heimilismenn sem voru
ánægðir og sáttir voru í mun meiri tenglsum við veröld-
ina í kringum sig en aðrir.
Bent hefur verið á að erfitt getur verið að ná sam-
bandi við og hafa samskipti við fólk með minnisglöp.
Hins vegar eru lífsgæði þeirra sem eru með minn-
isglöp mikið undir því komin hversu mikið fólkið sem
sér um umönnun þeirra talar við þá og hversu vel og
mikið það setur sig í þeirra spor. Því skiptir miklu
máli hvernig stjórnendur heimilanna þjálfa og styðja
starfsfólkið og leggja því línurnar.
Þá sýndi rannsóknin að aðeins eitt af hverjum tíu
heimilum sem skoðuð voru hafði starfsfólk með sér-
staka þjálfun í því að meðhöndla fólk með minnisglöp.
Samtalið skiptir máli
Tala og sýna hlýju Samtöl eru nauðsynleg við þá sem þjást af minn-
isglöpum, jafnvel þó stundum sé erfitt að ná sambandi.
Ljósmynd/KRT
Í Bandaríkjunum
veltir megrunar-
iðnaðurinn um
50 milljörðum
dollara ár hvert.
Þriðjungur
Breta er stöð-
ugt í megrun.
Megrunarlausi dagurinn sem
haldinn er 6. maí ár hvert er al-
þjóðlegur baráttudagur gegn
megrun, átröskunum og for-
dómum í garð feitra.
Megrunariðnaðurinn græðir