Morgunblaðið - 13.06.2008, Blaðsíða 2
2 FÖSTUDAGUR 13. JÚNÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Egill Ólafsson, egol@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björgvin Guðmundsson, fréttastjóri, bjorgvin@mbl.is Daglegt líf
Anna Sigríður Einarsdóttir, annaei@mbl.is, Bergþóra Njála Guðmundsdóttir, ben@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gud-
laug@mbl.is Minningar mbl.is/sendagrein, Stefán Ólafsson, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Sigurður Elvar Þórólfsson, seth@mbl.is Víðir Sigurðsson, vs@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is
UMSÓKNUM hefur fjölgað umtals-
vert í mörgum deildum Háskóla Ís-
lands frá síðasta ári. Þeim hefur
meðal annars
fjölgað um 65% í
hagfræðideild,
40% í lagadeild
og 30% í verk-
fræðideild. Þá
hefur fjöldi um-
sókna í matvæla-
og næring-
arfræði, sem á
komandi skólaári
verður á nýju
heilbrigðisvís-
indasviði skólans, þrefaldast milli
ára og einnig er meiri ásókn í sögu
og heimspeki en áður.
Alls hafa borist um 3.600 umsókn-
ir um skólavist í Háskólanum. Rúm-
lega 700 þeirra tengjast nýju
menntavísindasviði sem hefur starf-
semi þegar HÍ og Kennaraháskóli
Íslands sameinast þann 1. júlí nk.
„Við erum auðvitað mjög ánægð
með þessa þróun,“ segir Kristín Ing-
ólfsdóttir, rektor Háskóla Íslands.
Hún segist þó ekki kunna nákvæma
skýringu á þessari auknu aðsókn.
„Lagadeildin hefur til dæmis styrkst
til muna á undanförnum árum og
hefur verið með mjög öfluga kynn-
ingarstarfsemi. Það skiptir miklu
máli.“ Aðspurð hvort staðan í efna-
hagslífinu geti haft mikil áhrif á
fjölda umsókna segir Kristín: „Það
gæti vel verið. Oft er það svo að þeg-
ar framboð á atvinnu minnkar, þá
sækja fleiri um í skólana. Ég tel þó
að námsframboð okkar og gæði hafi
mest um það að segja að laða nem-
endur til okkar.“ haa@mbl.is
Umsóknum
rignir inn
hjá HÍ
Dæmi um 30-65%
aukningu í deildir
Kristín
Ingólfsdóttir
ÞRIGGJA ára vist í fangelsi gæti
beðið Rannveigar Rafnsdóttur, 45
ára konu, sem á tæplega fjögurra
og hálfs árs tímabili sveik tæpar 76
milljónir króna út úr Trygginga-
stofnun ríkisins. Tjón stofnunarinn-
ar hefur ekki verið bætt að neinu og
er Rannveigu einnig gert að greiða
milljónirnar til baka. Dómur þess
efnis var kveðinn upp í Héraðsdómi
Reykjavíkur. Ekki liggur fyrir
hvort honum verði áfrýjað.
Frá 2. janúar 2002 til 9. júní 2006
útbjó Rannveig sem þjónustu-
fulltrúi 781 tilhæfulausa kvittun fyr-
ir útborgun og blekkti þannig gjald-
kera TR til að greiða fjármuni úr
sjóðum stofnunarinnar. Upp komst
um svikin þegar hún lét af störfum
en hún hafði unnið í um 20 ár hjá
TR.
Sonurinn fékk 50 milljónir
Fjársvikastarfsemi Rannveigar
má greina í tvo hluta. Annars vegar
runnu greiðslur til átta einstaklinga
sem tengdust henni perónulega og
hins vegar fjórtán einstaklinga sem
tengdust 25 ára syni hennar. Fyrir
sinn þátt hlaut sonurinn eins árs
fangelsi, en fyrir hans tilstuðlan
runnu samtals um 50 milljónir
króna út úr sjóðum TR.
Ellefu aðrir voru sakfelldir í hér-
aðsdómi í gær fyrir yfirhylmingu,
en fjármunir voru lagðir inn á
reikninga þeirra. Flestir eru á þrí-
tugsaldri. Tveir voru sýknaðir og
áður höfðu fimm einstaklingar hlot-
ið dóma fyrir aðild sína að málinu.
Fjórir þeirra sem dæmdir voru í
gær fengu sex mánaða fangelsi.
Annars voru refsingar frá þriggja
mánaða fangelsi og upp í tólf mán-
aða, þar sem hluti refsingar var
bundinn skilorði. Tveimur var ekki
gerð sérstök refsing. andri@mbl.is
Fangelsi fyrir að svíkja út 76 milljónir
45 ára kona var dæmd í þriggja ára
fangelsi fyrir fjársvik í opinberu starfi
Morgunblaðið/Árni Torfason
TR Konan starfaði sem þjónustu-
fulltrúi hjá Tryggingastofnun.
Í HNOTSKURN
»Rannveig rakti upphafmálsins til þess að hún
hefði verið í fjárþröng, djúpt
sokkin í fíkniefnaneyslu og því
leiðst út í umrædd fjársvik.
»Málsvarnarlaun verjenda ímálinu námu rúmum sjö
milljónum króna.
»Héraðsdómur var skip-aður þeim Jónasi Jóhanns-
syni, Ásgeiri Magnússyni og
Gretu Baldursdóttur.
ÓEINKENNISKLÆDDIR fulltrú-
ar alþjóðadeildar ríkislögreglustjóra
handtóku á miðvikudag franskan
karlmann á kaffihúsi við Laugaveg.
Lýst var eftir manninum í Schengen-
upplýsingakerfinu vegna meintra
brota í heimalandinu. Hann hefur
verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til
3. júlí næstkomandi.
Samkvæmt því sem kemur fram í
tilkynningu frá embætti ríkislög-
reglustjóra er maðurinn grunaður um
meiri háttar fjárdráttarbrot. Talið er
að upphæðin nemi um 22 milljónum
íslenskra króna.
Ekki náðist í Smára Sigurðsson,
aðstoðaryfirlögregluþjón hjá alþjóða-
deild, í gærkvöldi. andri@mbl.is
Frakkinn
fannst á
Laugavegi
Garður | Starfsfólk sveitarfélagsins Garðs notar mikla málningu og marg-
ar túnþökur við vinnu sína þessa dagana. Allir eru að keppast við að snyrta
bæinn og fegra fyrir 100 ára afmæli sveitarfélagsins sem haldið er upp á
um helgina. Afmælisdagurinn er á sunnudag en veislan á morgun. Hátíð-
ardagskrá hefst í Íþróttamiðstöðinni kl. 14.
Afhjúpaðar verða lágmyndir af heiðursborgurum Garðs og listaverkið
Skynjun afhjúpað. Öll verkin eru eftir Ragnhildi Stefánsdóttur. Í gær var
verktaki að setja Skynjun upp við innkomuna í bæinn. Listaverkið sýnir
sex metra háa konu og á að vera táknrænt fyrir konurnar sem um aldir
hafa horft til hafs og beðið eiginmanna og sona úr greipum hafsins.
Morgunblaðið/Helgi Bjarnason
Stutt við styttuna
Ofurhá kona horfir til hafs í Garðinum
Eftir Andra Karl
andri@mbl.is
HÆTT var við uppboð á hluta af
Höfða í Mývatnssveit og íbúðarhúsi,
sem átti að fara fram um miðjan dag
í gær. Að Höfða hafði safnast saman
fólk sem tilbúið var að bjóða í, en
skömmu áður en uppboðið átti að
hefjast spurðist út að sátt hefði náðst
á milli afkomenda Héðins Valdi-
marssonar og Guðrúnar Pálsdóttur,
systranna Laufeyjar Sigurðardótt-
ur, Guðrúnar Sigurðardóttur og
Steinunnar Ólínu Þorsteinsdóttur.
Ásgeir Böðvarsson var meðal
þeirra sem tilbúnir voru að bjóða í
Höfða, en hann er í forsvari fyrir
Höfðafélagið. Í félaginu eru m.a. fjöl-
margir Mývetningar. „Það stefndi
raunar í að uppboðinu yrði frestað,
en upp hafði komið flókinn lögfræði-
legur ágreiningur. Lögmenn systr-
anna gátu þá leyst málið með þess-
um hætti, buðu okkur að taka þátt og
allt gekk upp,“ segir Ásgeir en lyktir
mála urðu þær að Laufey keypti
systur sínar út með aðstoð Höfða-
félagsins. „En við eigum svo eftir að
semja um hvernig okkar hlutur verð-
ur.“
Höfðafélagið
hafði náð að safna
töluverðum fjár-
munum fyrir upp-
boðið og kom það
Ásgeiri á óvart
hversu margir
vildu leggja mál-
efninu lið. Hann
segist vongóður
um að markmið
félagsins nái fram
að ganga með þessari lausn. Í stuttu
máli eru markmiðin þau að þar fari
fram starfsemi sem nýtist samfélag-
inu.
Sátt með málalyktir
Steinunn Ólína segist afar sátt
með hvernig málinu lauk, en ekki
hafði náðst sátt meðal þeirra systra
um hvernig nýta ætti jörðina.
Spurð hvort ekki sé eftirsjá í
Höfða segir Steinunn að víða sé fal-
legt og að hún geti svo sem áfram
heimsótt Mývatn og Mývatnssveit.
„En ég get ekki annað en óskað Mý-
vetningum þess að eiga farsæla sam-
búð við Laufeyju, systur mína. Það
verður sjálfsagt myndarbragur á
þeim búskap,“ segir Steinunn.
Hætt við upp-
boð á Höfða
Sátt náðist milli eigenda á elleftu stundu
og þurftu uppboðsgestir frá að hverfa
Steinunn Ólína
Þorsteinsdóttir
KALLA þurfti út sérsveit ríkislög-
reglustjóra til að handtaka karl-
mann á Akranesi sem grunur var
um að gæti verið vopnaður. Í að-
draganda handtökunnar reyndi
hann að stinga lögregluna af á bíl
sínum og fór á ofsahraða frá Hval-
fjarðargöngum inn á Akranes.
Mældist hann á 180 km hraða á
tímabili og tókst ekki að stöðva
hann áður en hann komst inn í bæ-
inn. Bíllinn fannst síðan mannlaus
við Ægisbraut. Til mannsins sást í
sjónhendingu við hús sem hann
var talinn búa í og var ráðist þar
til inngöngu með aðstoð sérsveit-
armanna.
Umræddur maður hefur að und-
anförnu verið í brotastarfsemi
samkvæmt upplýsingum lögregl-
unnar og þá iðulega verið vopn-
aður við handtökur. Hann reynd-
ist hins vegar ekki vera í
húsnæðinu og var hafin leit að
honum í bænum. Bar sú leit árang-
ur og var maðurinn handtekinn
um kl 14:30.
10 g af fíkniefnum fundust í
vegkantinum skammt frá staðnum
sem bifreiðin fannst og leikur
grunar á því að maðurinn hafi
kastað þeim út úr bílnum.
Maðurinn er jafnframt grun-
aður um að hafa ekið bílnum undir
áhrifum fíkniefna. orsi@mbl.is
Sérsveitarmenn kall-
aðir út við handtöku