Morgunblaðið - 13.06.2008, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 13.06.2008, Blaðsíða 16
Mikill sómi Sæunn Þorsteinsdóttir sellóleikari strýkur strengina. SELLÓLEIKARINN Sæunn Þor- steinsdóttir hlaut ekki fyrstu verð- laun í gær í stærstu sellókeppni Bandaríkjanna, Naumburg Int- ernational Competition en hreppti þó sérstök heiðursverðlaun. Keppn- in fer fram árlega en keppt á sex ólík hljóðfæri milli ára. Því fer sellókeppnin í raun fram á sex ára fresti. Sæunn sagði í tölvupósti í gær að sér hefði gengið mjög vel, hún hefði ekki farið frá keppni með fyrstu verðlaun en þó heiðurs-verðlaun til minningar um Zöru Nelsova selló- leikara. Það hafi henni þótt vænt um því Nelsova hafi verið hennar helsta fyrirmynd allt frá því Sæunn heyrði hana spila Dvorak konsert- inn. Sæunn spilaði þann konsert í úrslitum keppninnar í gær. Dómnefnd sagði heiðurs- verðlaunin ekki síst veitt fyrir „musical personality“, tónlistar- legan persónuleika eða listrænan svo að segja. Sæunn segir dóm- nefndina hafa hrósað henni fyrir einstaka rödd og framkomu. 97 sellóleikarar víðs vegar að úr heiminum tóku þátt í keppninni og komust sex í úrslit, þeirra á meðal Sæunn. helgisnaer@mbl.is Hlaut heið- ursverðlaun Morgunblaðið/Ómar 16 FÖSTUDAGUR 13. JÚNÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ MENNING WILHELM Friese, fyrrver- andi prófessor í norrænum fræð- um við Eberhard- Karls Universität í Tübingen, er látinn, 84 ára að aldri. Eftir hann liggja merkar rit- smíðar um nor- rænar bókmenntir, þar á meðal ís- lenskar, bæði eldri og yngri, greinar og bók um skáldverk Halldórs Lax- ness auk þess sem hann þýddi ljóð Matthíasar Johannessen á þýsku. Wilhelm Friese fæddist árið 1924 í Þýskalandi. Hann lauk doktorsprófi (Habilitation) í norrænum bók- menntum frá Háskólanum í Tüb- ingen árið 1966 og var prófessor við sama skóla 1972–1989. Friese var mjög afkastamikill og gaf út bækur sem tengjast íslenskum fræðum á ýmsan hátt. Þar má til dæmis nefna bók hans Halldór Laxness. Die Romane. Eine Einführung og tvær bækur með þýðingum hans á ljóðum úr ljóðasafni Matthíasar Johannesen Sálmar á atómöld sem hann þýddi sem Psalmen im atomzeitalter og ljóðasafnið Hier schlägt dein Herz eða Hér slær þitt hjarta. Friese kom oft til Íslands og hélt fyrirlestra, bæði í boði Háskóla Íslands og á ráð- stefnum, síðast á Ráðstefnu um Hallgrím Pétursson og samtíð hans sem haldin var á vegum Listvina- félags Hallgrímskirkju og Stofnunar Árna Magnússonarí október 2006. Skömmu áður en hann lést gekk hann frá bók um samskipti sín við Halldór Laxness. Wilhelm Friese látinn Wilhelm Friese HLEÐSLUSKÓLINN og Torf og Grjót munu í sumar standa fyrir námskeiðum í íslenskri hleðslutækni og fara þau fram á torfbænum í Austur-Með- alholtum í Flóa og í nágrenni en þar er aðsetur Íslenska bæjar- ins. Framkvæmdastjóri bæjar- ins er Hannes Lárusson mynd- listarmaður en hann er einn leiðbeinenda á námskeiðunum auk Víglundar Kristjánssonar fornhleðslumeistara, Högna Sigurþórssonar mynd- listarmanns og leikmyndahönnuðar og Gunnars Bjarnasonar trésmíðameistara. Fyrsta námskeiðið er nú um helgina og má fá upplýsingar um það á islenskibaerinn.com og í síma 694-8108. Námskeið Íslensk hleðslu- tækni kennd Hannes Lárusson SIGURÐUR Ingvi Snorrason, Kjartan Óskarsson og Rúnar Óskarsson mynda saman Chal- umeaux-tríóið og leika ein- göngu á hljóðfæri í klarínettu- fjölskyldunni. Tríóið heldur tónleika á Gljúfrasteini á sunnudaginn kl. 16 og kostar 500 kr. inn. Þeir félagar ætla að flytja umritanir á verkum eftir Bach og Beethoven. Chalumeaux- tríóið skipa þeir Kjartan, Óskar Ingólfsson og Sigurður Ingvi Snorrason en að þessu sinni tekur Rúnar Óskarsson sæti Óskars. Stofutónleikar Gljúfrasteins verða alla sunnu- daga í sumar kl. 16. Tónlist Chalumeaux-tríóið á Gljúfrasteini Gljúfrasteinn SÝNING á ljósmyndum úr fórum Nóbelsskáldsins Hall- dórs Laxness verður opnuð í Þjóðmenningarhúsinu 17. júní og ber hún yfirskriftina Síðbú- in sýn. Myndirnar tók Lax- ness á ferðalögum sínum inn- anlands sem utan og á heimili sínu að Gljúfrasteini, af fjöl- skyldu og vinum sem og sínu nánasta umhverfi. Ljósmyndunum er lýst í fréttatilkynningu á þann veg að segja megi að þær séu tækifærismyndir ferðalangsins, eig- inmannsins, fjölskylduföðurins og vinarins Hall- dórs Laxness. Forseti Íslands opnar sýninguna. Ljósmyndir Síðbúin sýn Halldórs Laxness Sjálfsmynd eftir Halldór Laxness Eftir Gunnhildi Finnsdóttur gunnhildur@mbl.is „FÓLKI hættir til þess að setja undir einn hatt það sem kallast nútíma- tónlist,“ segir Kristjana Helgadóttir flautuleikari og einn skipuleggjenda nútímatónlistarhátíðarinnar Frum á Kjarvalsstöðum. „En nútímatónlist er mjög fjölbreytileg og í nútímanum getum við að ég held alveg upplifað eitthvað sem er framúrstefnulegt og orðið snortin af því.“ Hátíðin er helguð þremur tón- skáldum sem öll eiga merkisafmæli á árinu, þeim Atla Heimi Sveinssyni, Karlheinz Stockhausen og Elliott Carter. „Nútímatónlist er náttúrlega jafn-fjölbreytt og önnur tónlist,“ seg- ir Kristjana. „Á þeim fjórum árum sem hópurinn hefur starfað höfum við frumflutt hátt í sextíu verk sem hafa verið skrifuð fyrir okkur, en svo tökum við líka klassísk nútímaverk, eins og við erum að gera núna með Stockhausen og Carter sem eru mikl- ir frumkvöðlar. Okkur finnst þau mega heyrast meira.“ Tónlistarhópurinn Adapter leikur á hátíðinni, en þar starfa ásamt Krist- jönu þau Gunnhildur Einarsdóttir hörpuleikari, Ingólfur Vilhjálmsson klarinettuleikari, Marc Trirschler pí- anóleikari og slagverksleikarinn Matthias Engler. Kjarninn í hópnum kynntist í námi í Amsterdam og öll hafa þau helgað sig nútímatónlist. „Þetta er okkar líf og ástríða,“ segir Kristjana. Þau eru búsett víða um lönd en hafa mikið spilað í Þýskalandi og Helsinki. Haldnir verða tvennir hádegistón- leikar í dag og á morgun þar sem leikin verða sýnishorn af dagskrá burðartónleikanna sem verða klukk- an átta á sunnudagskvöldið. Nútímatónlist er í fyrirrúmi á tónlistarhátíðinni Frum á Kjarvalsstöðum Þrefalt tónskáldaafmæli Morgunblaðið/hag Af æfingu Tónlistarhópurinn Adapter leikur á Frum. Þau hafa frumflutt hátt í sextíu tónverk á fjórum árum. www.listasafnreykjavikur.is Atli Heimir Sveins- son fagnar í ár sjö- tugsafmæli sínu. Hann var einn af nemendum Stock- hausens í Köln. Hann samdi verkið „Heitur hrynur og kaldur (músík við ímyndaðan ballett)“ til heiðurs vinkonu sinni Bryndísi Schram og verður það frumflutt á hátíðinni. Einnig verður flutt verk- ið „Lethe“ fyrir altflautu. 70 Eftir Gunnhildi Finnsdóttur gunnhildur@mbl.is „ÞEGAR ég fékk símtalið þá fór ég beint út og keypti mér nýjan kjól,“ segir Bjargey Ólafsdóttir mynd- listar- og kvikmyndagerðarmaður sem í gær fékk hæsta styrkinn úr Listasjóði Pennans, 500.000 kr. „Maður byrjar á því að verða voða glaður eins og lítill krakki þegar maður fær svona verðlaun, en síðan áttar maður sig á því að þetta eru í rauninni laun fyrir vinnuna manns. Við þurfum að lifa líka.“ Bjargey er með margt á prjónunum, hún ætlar að sýna í listamiðstöðinni Skaftfelli í ágúst og Ljósmyndasafni Reykja- víkur í nóvember og nýtast verð- launin til undirbúnings þeirra sýn- inga. Hulda Rós Guðnadóttir mannfræðingur og listamaður hlaut 200.000 króna styrk, en hún hefur m.a. stjórnað verkefninu Dýónýsíu. Sömu upphæð hlaut Etienne de France sem útskrifaðist frá LHÍ fyrir þremur árum og hefur vakið mikla athygli á þeim stutta tíma. Þetta er í annað sinn sem veitt er úr Listasjóði Pennans. Sjóðstjórn skipa Kristinn Vilbergsson forstjóri Pennans ehf., Harpa Þórsdóttir list- fræðingur, Nanna Kristín Magnús- dóttir leikkona, Skúli Malmquist kvikmyndagerðarmaður og ljós- myndarinn Einar Falur Ingólfsson. „Við þurfum að lifa líka“ Morgunblaðið/Árni Sæberg Að lokinni úthlutun í gær Frá vinstri: Hulda Rós Guðnadóttir, Kristinn Vil- bergsson, Nanna Kristín Magnúsdóttir, Elma Beckmann (f.h. Etienne), Guð- laug Erla Jónsdóttir (móðir Bjargeyjar) og Einar Falur Ingólfsson. Þrír upprennandi myndlistarmenn hlutu styrk úr Listasjóði Pennans Karlheinz Stockhau- sen hefði orðið átt- ræður í ár, en hann lést seint á síðasta ári. Hann var einn af frumkvöðlum raf- tónlistar í heiminum. Tvö verk eftir hann verða leikin á hátíðinni um helgina: einleiksverkið „In Freundschaft“ fyrir klarínett og Tierkreis útsett fyrir flautu, fiðlu, hörpu, píanó og slagverk. 80 Elliot Carter er enn að semja tónlist á tí- ræðisafmælinu. Hann hefur verið virkur í nútíma- tónlist í 80 ár og var meðal áheyrenda þegar „Vorblót“ Stravinskys var frumflutt í Bandaríkjunum árið 1924. Leikin verða verk hans „Bar- iolage“ sem er einleiksverk á hörpu og „Esprit rude/Esprit doux I“ fyr- ir flautu og píanó. 100

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.