Morgunblaðið - 13.06.2008, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 13.06.2008, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. JÚNÍ 2008 37 Það er fátt betra, þegar maðurfer að eldast, en það þegarrennur upp fyrir manni það skæra ljós, að lífinu ljúki ekki með manni sjálfum og eigin kynslóð. Hlæið bara; spyrjið hvort ég hafi virkilega verið að uppgötva stóra sannleikann um lífið. Svona er þetta samt; ég get ekki lýst þessu betur en sem mjög sérstakri og magnaðri til- finningu, sem gleður mann inn að hjartarótum. Það var nefnilega ekki allt æðislegast og best þegar ég var ung. Sumt kannski, en ekki allt, og það er kjarni þessa sannleiks. Ég hef gaman af því að sækjatónleika; og ekki síst þegar ég veit ekki við hverju er að búast. Það er svo gaman þegar manni er komið á óvart og maður uppgötvar eitt- hvað nýtt. Í vetur og í vor hef ég verið svo lánsöm að heyra í þremur ungum söngkonum, sem allar hafa heillað mig, hver á sinn hátt. Þær eru gjör- ólíkar, en eiga það sameiginlegt að vera á þeim stað í sönglistinni, þar sem sennilega er erfiðast að búast við frægð og frama á Íslandi – í djass og blústónlist. Það er auðveld- ara að koma sér áfram í klassík og poppi. Ég vona að ég hafi rangt fyr- ir mér með frægðina og framann, því allar verðskulda þessar stelpur ekki bara mikla athygli, heldur líka tækifæri, og vonandi allt hitt í kjöl- farið. Þessar ungu konur heita Hrund Ósk Árnadóttir, Erla Stefánsdóttir og Margrét Guðrúnardóttir. Þær tvær síðarnefndu hafa búið að því að eiga feður í músíkinni, og hafa kom- ið fram með þeim; Erla með hljóm- sveit föður síns, Stefáns S. Stef- ánssonar saxófónleikara, og Margrét með Bandinu hans pabba, eins og hljómsveitin heitir, en „pabbi“ er Ásgeir Óskarsson trommuleikari. Allar hafa þessar stelpur mikla reynslu af músík, og allar hafa verið að læra söng, með meiru. Þær eru allar alveg fantagóðar söngkonur og eiga framtíðina fyrir sér. Ég heyrði í Hrund Ósk á Blús-kvöldi á Gauknum í vetur. Ég kom þangað til að hlusta á frábæra söngkonu, Ragnheiði Gröndal, en hún hafði forfallast, og Hrund Ósk leysti hana af með litlum fyrirvara. Það er skemmst frá því að segja að Hrund Ósk kom mér algjörlega í opna skjöldu, þar sem hún söng „Fe- ver“ eftir Eddie Cooley og John Da- venport af þeim sjarma og krafti að Peggy Lee, sem gerði það frægt á sínum tíma bliknar í samanburð- inum. Hún gaf laginu erótískan svip – eins og textinn gefur svo sann- arlega tilefni til, túlkunin var gjör- ólík því sem maður hefur heyrt hjá öðrum. Peggy Lee túlkaði textann eins og daðurdrós sem innst inni var blásaklaus, meðan Hrund Ósk var alvörukona. Hún söng fleira, „Sum- mertime“ og blús eftir Tom Waits, allt þrungið músíkalskri tilfinningu. Ég gat ekki annað en spurt hana eft- ir tónleikana um söng hennar og hún sagðist bara vera í Söngskól- anum í Reykjavík að læra. Erlu Stefánsdóttur heyrði égsyngja á tónleikum í Múlanum á Domo. Á dagskrá voru Bítlalög í djassútsetningum, sem pabbi henn- ar, Stefán S. hafði útsett. Stefán var ekki að hlífa dóttur sinni með þess- um útsetningum og sumar hverjar voru auðheyrilega alveg þrælerf- iðar. En silkimjúk rödd Erlu saum- aði sig í gegnum sveifluna listilega vel. Hún hefur eitthvert kæruleys- islegt fas sem klæðir sönginn og sveifluna alveg ofboðslega vel. Mér datt djassdívan Sarah Vaughan í hug, því þótt raddir þeirra séu eins og svart og hvítt; þá eiga þær sitt- hvað sameiginlegt í nálgun sinni á tónlistinni og eru „kúl“ í fasi. Margréti Guðrúnardóttur rakstég á í verslun Sævars Karls í Bankastrætinu í vor. Þar sat hún við flygil, spilaði og söng með blús- mönnum. Þar var eitthvað mjög ferskt og nýtt í gangi, enda kom á daginn að Margrét semur sín lög og texta sjálf. Hún hefur þétta og mjög kraftmikla rödd og hefur aug- ljóslega mikla músíkgáfu. Fáum dögum síðar söng hún á Blúshátíð í Reykjavík með Bandinu hans pabba, og þar sýndi hún enn betur hve öfl- ug hún er nú þegar, ekki bara sem frábær söngkona, heldur líka sem lagasmiður. Þessi unga kona gæti hæglega náð mjög langt. Það sem er sérstaklega gaman að sjá og heyra í fari þessara hæfileikakvenna er að hver um sig hefur mótað sér bæði karakter og stíl. Það verður gríð- arlega spennandi að fylgjast með þeim og sjá hvernig þær þroskast sem listamenn. begga@mbl.is Flottar stelpur Bergþóra Jónsdóttir Öflug Margrét Guðrúnardóttir AF LISTUM Svöl Erla Stefánsdóttir Heit Hrund Ósk Árnadóttir Margrét Þar var eitthvað mjög ferskt og nýtt í gangi, enda kom á daginn að Margrét semur sín lög og texta sjálf. Erla Hún hefur eitthvert kæruleys- islegt fas sem klæðir sönginn og sveifluna alveg ofboðslega vel. Hrund Ósk Peggy Lee túlkaði textann eins og daðurdrós sem innst inni var blásaklaus, meðan Hrund Ósk var alvörukona. Alvöru söngkonur LEIKARINN Shia LaBeouf, sem leikur eitt af aðalhlut- verkum nýju ævintýramyndarinnar um Indiana Jones, hefur beðist afsökunar á ummælum sínum um samkyn- hneigða en ummælin náðust á myndband sem síðan rataði á Youtube-vefinn vinsæla. Myndskeiðið er nokkurra ára gamalt og sýnir LaBeouf að því er virðist í boði í heima- húsi. Til að eggja vin sinn í einhvers konar kinnhestaslag grípur LaBeouf til þess að nota niðrandi orð um samkyn- hneigða og fær fyrir vikið kinnhestinn sem hann hafði von- ast eftir. Fulltrúi leikarans segir hann sjá eftir að hafa tek- ið sér í munn svona ljótt orð og að hann blygðist sín mjög fyrir það framferði sem sést á myndbandinu. LaBeouf biðst afsökunar Reuters Kjáni Fræga fólkið þarf að gæta sín á því hvað það segir því augnabliks hugsunarleysi getur orðið að alþjóðafrétt. Gleðilega Grímuhátíð í kvöld! Þjóðleikhúsið fagnar 32 tilnefningum til Grímunnar. Við þökkum frábærar viðtökur á leikárinu, sjáumst aftur í sumarlok. Sýningar haustsins komnar í sölu! Miðasala í síma 551 1200 og á www.leikhusid.is Þjóðleikhúsið um helginaÞJÓÐLEIKHÚSIÐ eftir Hallgrím Helgason Lau. 14/6 örfá sæti laus Síðasta sýning vorsins

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.