Morgunblaðið - 13.06.2008, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 13.06.2008, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. JÚNÍ 2008 15 VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF Auglýsir Núna stendur yfir póstatkvæðagreiðsla um samkomulag Starfsgreinasambands Íslands, f.h. aðildarfélaga sinna við fjármálaráðherra f.h. ríkissjóðs um breytingar á kjarasamningi aðila sem skrifað var undir 26. maí s.l. Atkvæðisrétt eiga allir félagsmenn aðildarfélaga SGS sem vinna eftir þessum ríkissamningi og greiddu félagsgjöld til einhverra eftirtalinna félaga í apríl 2008: Eflingar-stéttarfélags, Einingar-Iðju, Verkalýðsfélags Akraness, Stéttarfélags Vesturlands, Verkalýðsfélags Snæfellsbæjar, Verkalýðsfélagsins Stjörnunnar, Verkalýðsfélags Stykkishólms, Verkalýðsfélags Vestfirðinga, Verkalýðs- og sjómannafélags Bolungarvíkur, Verkalýðsfélags Hrútfirðinga, Stéttarfélagsins Samstöðu, Öldunnar stéttarfélags, Framsýnar stéttarfélags, Afls starfsgreinafélags, Verkalýðsfél-ags Suðurlands, Bárunnar stéttarfélags, Drífandi stéttarfélags, Verkalýðs- og sjómannafélagsins Boðans, Verkalýðsfélags Grindavíkur, Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur og nágrennis og Verkalýðs- og sjómannafélags Sandgerðis. Kjörgögn og kynningarefni hefur verið sent út samkvæmt kjörskrá. Fái einhver sem telur sig eiga atkvæðisrétt ekki send kjörgögn, getur viðkomandi snúið sér til skrifstofu síns stéttarfélags, og fengið sig færðan á kjörskrá og greitt atkvæði, enda leggi viðkomandi fram launaseðil sem sanni afdregin félagsgjöld í apríl 2008. Tekið er við kjörskrárkærum samkvæmt framansögðu til kl. 12.00 föstudaginn 20. júní en þá lýkur atkvæðagreiðslu um samninginn. Reykjavík, 30. maí 2008. Kjörstjórn Starfsgreinasambands Íslands, Sætúni 1, 105 Reykjavík. !" !"     # # !"  !  "# # # # $%&'% (      #  # # *+,- $." #  ! #   # # !"/0 !"1     "  # # ● ÚRVALSVÍSITALAN hefur ekki ver- ið lægri um nokkurra ára skeið en lokagildi vísitölunnar í gær var 4.428,8 stig og lækkaði hún um 1,2%. Mest lækkun varð á bréfum Eimskipafélagsins, 15,4%, en bréf Teymis lækkuðu um 12,2%. Marel hækkaði mest, um 0,6% og Exista hækkaði um 0,1%. Velta í kauphöllinni var 30,8 millj- arðar en þar af var velta með hluta- bréf fyrir um 4,8 milljarða. Gengisvísitala krónunnar hækkaði um 0,84% í gær og veiktist krónan sem því nemur. Gengisvísitalan er nú 156,27 stig. sverrirth@mbl.is Veiking krónu og hlutabréfa ÞETTA HELST ... FRÉTTASKÝRING Eftir Guðmund Sverri Þór sverrirth@mbl.is VIKAN hefur ekki verið góð á inn- lendum hlutabréfamarkaði. Miðað við lokagildi síðasta föstudags hefur úr- valsvísitalan lækkað um 5,1% og ekk- ert þeirra félaga sem mynda vísitöl- una hefur hækkað í verði. Athygli vekur að undanfarna daga hefur gengi hlutabréfa þriggja rekstrarfélaga lækkað áberandi meira en annarra. Fyrst ber þar að nefna Eimskipafélagið og Teymi en gengishrun þeirra hélt áfram í gær og undanfarna tvo daga hefur gengi félaganna tveggja lækkað um 28% annars vegar og 23% hins vegar. Þriðja félagið er Icelandair sem hefur lækkað um 20% frá lokum síðustu viku en tæp 15% undanfarna tvo daga. Þróun hlutabréfaverðs endur- speglar væntingar fjárfesta til þeirra félaga sem í hlut eiga og ljóst er að erfiðar aðstæður í íslensku efnahags- lífi valda fjárfestum áhyggjum. Ætla má að afkoma allra þeirra félaga sem hér um ræðir sé næm fyrir hagsveifl- um, sérstaklega flutningafyrirtækj- anna, en eins og fram kom í Við- skiptablaði Morgunblaðsins í gær skýrist hrun Eimskips einnig af vandræðunum kringum Innovate og Teymis að einhverju leyti af háum vaxtakostnaði félagsins. Líklegt er að hið sama gildi um hin félögin tvö. Þá má reikna með því að fjárfestar séu farnir að taka ört hækkandi eldsneyt- isverð inn í reikninginn en afkoma flutningafyrirtækja er næm fyrir eldsneytisverði. Rekstrarfélög í vanda? Gengi Eimskips, Teymis og Iceland- air hefur lækkað ört   /2 /3 /1  /4 /2 / /3 /0 /1 56 62 63 61 6 6 33 43 /3 //3 /3 33 43 /3 //3 /3 33 43 /3 //3 /3  #  #  # .+ .+ .+ .+    #- .   /     - .  01 )  2 34 5  4667     . % 7 %    7 %  -9 7  :   ;-  < =   >?   7 %  @ A   :  =   !  ,BC( , D  *E : +  F !"" #$%&  530 . ? .   ?. & .   ?B % BG* -    *  7 %  *H % >? ?7 %  (I8 E +    J    '%( ") K .  K% ;7  ; E * &+ , -& !$  $$! !## $ # $ $ $ $  $   !!  #!  $ #  $  $ ###  #                                         J      +:%%   L @ , 2425 1/44/2313 514042 5153315 125020 52030 /41//125 /1332 3501 4/024 5/21/351 /34/0 522/3 D 1/220  013/1 15/013 D 2342 D D D D 3530 D 0 3611 56 262 /3610 /1604 /164 126 630 226 562 4642 63 463 /6/ 3643 /6 /036 560 D /016 D D D D 05506 D 06 360 5/6 2623 /3600 /06 /060 146 62 246 5620 /6 64 4561 /6/ 6/ 6 /06 526 62/ /046 /6 /26 D 2614 01/06 /6 060 *E   2 54 02 1/ / //  // / / 10 /2 2 D 0 D / 0 D / D D D D 1 D / $      /32 /32 /32 /32 /32 /32 /32 /32 /32 /32 /32 /32 /32 //32 /32 /32 /32 /32 02 /32 /52 132 3/ 532 /32 132 52 EF hagkerfið stóð áður á ein- um fæti, sjávar- útveginum, má segja að það standi nú á fjór- um fótum,“ segir Bjarni Már Gylfason, hag- fræðingur Sam- taka iðnaðarins. Síaukið vægi áls í útflutningi Íslendinga hefur vakið upp spurningar og þykir sumum nóg um og tala um að setja eggin í eina körfu. Fram kom í Morg- unblaðinu í gær að samanlagt tekju- hlutfall sjávarafurða og áls í vöruút- flutningi nemur um 80%. Bjarni bendir á að nær væri að líta ekki bara á vöruútflutning heldur heild- arútflutning, þar sem t.d. ferðaþjón- usta, samgöngur og fjármálageir- inn eru meðtalin. Skv. tölum Seðlabankans er vöruútflutningur nær 70% af heildarútflutningi. Þrengingar á orku- og mat- vælamörkuðum gera það að verk- um að ál- og fiskverð er nú hátt, en óvíst er hvernig fram horfir í þeim málum. Slíkur iðnaður er þó að mörgu leyti stöðugri en fjár- málageirinn, þar sem mikil óvissa ríkir. Bjarni segir það ákveðin von- brigði að ýmis hátækniiðnaður hafi ekki vaxið eins hratt og vonir stóðu til um. Til þess hefði þurft sam- keppnishæfara starfsumhverfi, með t.d. stöðugra gengi og lægra vaxta- stigi. „Hins vegar hefur verið bent á að það er ekki endilega raunhæft að gera ráð fyrir mjög fjölbreyttum út- flutningi í svona litlu hagkerfi, held- ur er sérhæfing eðlilegri nið- urstaða.“ Á þessum grundvelli gæti sérhæfingin fólgist í að flytja út orku, sem er einmitt gert með ál- vinnslunni. Einnig má benda á byggingu aflþynnuverksmiðju á Krossanesi, og netþjóna- og gagnabú á Reykjanesi. halldorath@mbl.is Á fjórum fótum Bjarni Már Gylfason ● STÆRSTI bjórframleið- andi heims verður til taki hluthafar Anheuser-Busch, sem m.a. framleiðir Bud- weiser, yfirtökutilboði sem InBev, framleiðandi Beck’s og Stella Artois, lagði fram í gær. Sameinað fyrirtæki myndi ráða um fjórðungi af bjórmarkaði heimsins. Til- boðið hljóðar upp á 46 milljarða dala, jafngildi um 3.608 milljarða króna. Mikil samþjöppun hefur átt sér stað á bjórmarkaði að undanförnu en nýlega keyptu Heineken og Carls- berg í sameiningu breska bruggfyrir- tækið Scottish and Newcastle. sverrirth@mbl.is Frekari samþjöppun á bjórmarkaði LUNDARFAR markaðarins hefur sveiflast allmikið á undanförnum mán- uðum og nú virðist aftur vera að slá í bakseglin. Síðan má finna einstakar skýringar varðandi hvert fyrirtæki,“ segir Þórður Friðjónsson, forstjóri kauphallarinnar, sem ekki vill tjá sig um gengi einstakra fyrirtækja. „Undanfarna daga hafa menn ekki eingöngu verið í slæmu skapi hér á landi heldur einnig á erlendum mörkuðum og það smitar yfir,“ bætir hann við. Tryggvi Pálsson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs Seðlabanka Íslands, segir ríkjandi aðstæður að sjálfsögðu hafa mikil áhrif á stöðu íslenska fjármálakerfisins. „Sú neikvæðni og áhættufælni sem hefur birst, meðal annars í hækkandi skuldatryggingarálagi bankanna, hefur gert þeim erf- itt fyrir,“ segir Tryggvi. Hann vísar í skýrslu bankans um fjármálastöð- ugleika frá því í maí, þar sem niðurstaðan var sú að fjármálakerfið væri í meginatriðum traust, en nú reyni á viðnámsþrótt bankanna. Neikvætt lundarfar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.