Morgunblaðið - 13.06.2008, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 13.06.2008, Blaðsíða 29
um 30 árum og hefur hún verið bundin við hjólastól síðan. Það hef- ur verið aðdáunarvert hvernig Guðni og reyndar fjölskyldan öll hafa brugðist við þessum aðstæð- um, svo ekki sé minnst á æðruleysi Sigrúnar sjálfrar. Nokkrir skólafélagar frá MA og makar þeirra hafa komið reglulega saman í 35 ár til að treysta vinátt- una og ylja sér við minningar frá skólaárunum fyrir norðan. Guðni og Sigrún hafa verið sérstaklega áhugasöm um þennan félagsskap, Hjónaklúbbinn. Nú hefur stórt skarð verið höggvið í vinahópinn og víst er um það, að samverustund- irnar verða ekki samar og áður. Við kveðjum nú góðan dreng og traustan vin með sárum söknuði. Blessuð sé minning hans. Elsku Sigrún, Dunna, Gréta og fjölskyldur, megi minningin um elskulegan eiginmann, föður, tengdaföður og afa verða ykkur leiðarljós um alla framtíð. Jón Guðmundsson og Sigurður H. Benjamínsson. Kveðja frá Fjölbrauta- skólanum í Garðabæ Í dag kveðjum við vin okkar og fyrrum félaga Guðna Stefánsson. Einn öflugasti kennari skólans fyrr og síðar er fallinn í valinn. Lang- vinnu veikindastríði er lokið og eft- ir stöndum við hljóð. Margar minn- ingar leita á hugann. Fjöl- brautaskólinn í Garðabæ spratt upp úr framhaldsdeildum Garða- skóla og þar vorum við mörg sam- starfsmenn Guðna. Seint mun það líða okkur úr minni þegar Sigrún, kona Guðna, slasaðist alvarlega. Mikil umhyggja og þrautseigja Guðna var okkur öllum ljós en eftir bílslysið skiptu einstakir mann- kostir Guðna sköpum fyrir Sigrúnu og litlu dætur þeirra tvær. Hann reyndist þeim traustur klettur. Við stofnun Fjölbrautaskólans í Garðabæ 1984 var Guðni ráðinn til að skipuleggja íslenskukennslu í skólanum okkar. Skólinn var þá lít- ill, húsnæði þröngt og návígi starfs- manna og nemenda meira en gerist í hinum stærri skólum. Við höfðum það oft á tilfinningunni að við vær- um ein stór fjölskylda þar sem sinna þyrfti ýmsum verkefnum sem fylgja stórum heimilum með fjölda barna. Guðni hóf verk sín af mikl- um krafti og gegndi starfi sínu í skólanum af stakri trúmennsku. Við kvöddum Guðna á skólaslitum um vorið 2005. Hann var þá sæmd- ur gullmerki skólans og það fór ekki á milli mála að við söknuðum hans öll, nemendur og starfsmenn. Guðni Stefánsson hafði margt það til brunns að bera sem skapari okkar deilir að jafnaði niður á marga menn og hinar ýmsu mann- gerðir. Hann var fróður, ljóðrænn fagurkeri og enginn var betri upp- lesari en hann. Það var tilhlökk- unarefni á öllum jólaskemmtunum starfsmanna að hlýða á Guðna lesa jólasögu. Raddblær Guðna, sem var innblásinn af margvíslegum og sterkum tilfinningum, hljómar enn í huga okkar. Nú hefur heljarvind- ur farið um sumarloftið og hrifið burt góðan dreng. Eftir standa bjartar minningar sem huggun harmi gegn. Við söknum hógværs vinar og sendum Sigrúnu, Guðnýju, Grétu, tengdasonum, barnabörnum og öllum þeirra nánustu ættingjum og venslamönnum innilegar sam- úðarkveðjur. Blessuð sé minning um góðan vin og samstarfsmann. Þorsteinn Þorsteinsson. Einhvern veginn er það svo, að manni bregður alltaf við að heyra andlátsfrétt. Gildir þá einu hvort búast hefði mátt við henni eður ei. Maður veit um veikindi fólks, og þrátt fyrir að vitað sé um alvar- leika sjúkdómsins, þá heldur mað- ur alltaf að ekki sé alveg komið að leiðarlokum. Þess vegna brá mér mjög við að heyra að minn góði vin- ur, Guðni Þór Stefánsson, væri lát- inn. Við Guðni höfðum þekkst alla okkar ævi, báðir fæddir í Neskaup- stað þar sem við ólumst upp til full- orðinsára. Það var ekki aðeins að við værum fæddir í sama bæ heldur lágu leiðir okkar saman á flestum sviðum. Við vorum samferða í Menntaskólanum á Akureyri og saman vorum við á síldveiðum og síðar kenndum við saman við Gagn- fræðaskólann í Kópavogi í nokkur ár. Já, þær eru margar minningarn- ar sem fara nú í gegnum hugann, kæri vinur. Það voru ungir og hressir strákar, sem fóru norður í MA á sínum tíma og ekki spillti það gleðinni að við Norðfirðingarnir lentum allir saman á gömlu vistum, en þar var oft glatt á hjalla. Þegar skóla lauk fórum við á sjóinn, stundum á skak, en einnig á síld. Okkur þótti ekki leiðinlegt að koma með Hafrúnu fulla af síld dag eftir dag. Það var einstaklega gott að vinna með Guðna. Hann var harðdugleg- ur til allra verka bæði til sjós og lands. Hann var mikill snyrtipinni, sem alltaf vildi hafa skikk á hlut- unum. Hann var afbragðskennari en íslenskan var hans mál. Hann þoldi illa ef menn vönduðu ekki málfar sitt og var óþreytandi við að leiðrétta rangt tungutak. Eftir að Guðni og Sigrún fluttu í Garðabæinn og við hættum að vinna saman urðu samverustund- irnar færri, en við áttum þó einn sameiginlegan vettvang. Fljótlega eftir að við lukum stúdentsprófi og höfðum náð okkur í maka ákváðum við nokkrir félagar úr MA að hitt- ast reglulega og eyða einni kvöld- stund saman að minnsta kosti tvisvar á ári ásamt mökum. Að vísu voru þessar samverustundir nokk- uð fleiri á ári í fyrstu, en hin síðari ár var alger skylda að hittast tvisv- ar á ári. Þessi hjónaklúbbur okkar hefur nú komið saman í rúmlega 40 ár og átt margar ógleymanlegar stundir. Ég þykist vita að ég tala fyrir hönd okkar allra þegar ég segi að þessi hjónaklúbbur verður aldrei sá sami og áður eftir fráfall Guðna. Fyrir 30 árum varð Sigrún kona Guðna fyrir mjög alvarlegu bif- reiðaslysi og hefur hún verið bund- in við hjólastól allar götur síðan. Þetta var vitaskuld gríðarlegt áfall fyrir þessi ungu hjón, sem þá ný- verið höfðu byggt sér hús í Skóg- arlundi í Garðabæ. Sigrún er einnig lærður kennari og nú urðu þau að endurskipuleggja lífið upp á nýtt. Þá kom best í ljós hversu jákvæðar manneskjur þau Guðni og Sigrún voru, og saman bjuggu þau dætr- um sínum, Guðnýju og Grétu, fal- legt og gott heimili. Ég hef raunar oft velt því fyrir mér eftir að Guðni veiktist hvort ekki séu nein tak- mörk fyrir því hvað hægt sé að leggja á eina fjölskyldu, kannski er ekkert réttlæti til í lífinu. Sigrún mín, við Sóley sendum þér og dætrunum ásamt fjölskyld- um þeirra okkar innilegustu sam- úðarkveðjur, og ég veit að minn- ingin um góðan dreng mun lifa í hugum okkar allra. Guðmundur Oddsson. Með þessu ljóði viljum við minnast mágs okkar og vinar Guðna Stefánssonar og þakka honum samfylgdina. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (Vald. Briem.) Kveðja Valgerður, Erna, Sverrir og fjölskyldur. HINSTA KVEÐJA MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. JÚNÍ 2008 29 ✝ Bergþóra Sig-ríður Sölvadóttir fæddist á Arnórs- stöðum á Jökuldal í Norður-Múlasýslu 28. september 1932. Hún lést á Sjúkra- húsinu á Akureyri að kvöldi 2. júní síð- astliðins. Foreldrar hennar voru Sölvi Valdemarsson, f. í Nesi á Norðfirði 5. nóv. 1906, til heim- ilis í Kópavogi, d. 30. nóv. 1990, og Elín Margrét Þorkelsdóttir húsfreyja á Skjöldólfsstöðum, Jökuldal, f. í Hofteigi 4. nóv. 1909, d. á Egils- stöðum 4. maí 2003. Systkini Berg- þóru samfeðra eru: 1) Axel rafvéla- virki í Reykjavík, f. 1931, 2) Svala húsmóðir, Kópavogi, f. 1933, 3) Svavar offsetprentari í Kópavogi, f. 1944 og 4) Gunnar Ingi, f. 1946, dó barnungur af slysförum 1956. Systkini sammæðra eru: 1) Jó- hanna Lúðvígsdóttir húsmóðir í Kópavogi, f. 1934, 2) Vilhjálmur Snædal bóndi á Skjöldólfsstöðum, f. 1945, 3) Elín Snædal félagsráðgjafi í Reykjavík, f. 1946 4) Anna Sigríð- ur Snædal kennari, búsett í Dan- mörku, f. 1948, 5) Þorkell Snædal, síðast búsettur í Danmörku, f. 1950, d. 2007 og 6) Þorsteinn Snæ- dal, sölumaður í Reykjavík, f. 1953. Dóttir Bergþóru og Björns Hauks Magnússonar, f. 1933, d. 2006, er Laufey, f. 24. des. 1950, maki Rúnar Þór Guðjónsson. Dæt- ur þeirra eru Sara Ósk og Laufey Rún. Fyrir á Laufey börnin Þor- björgu og Magnús með Ómari Ósk- arssyni. Árið 1953 giftist Bergþóra Vík- ingi Guðmundssyni, f. á Skeggja- stöðum á Jökuldal í Norður-Múla- sýslu 29. maí 1924, d. á Sjúkrahús- inu á Akureyri 11. janúar 2006. Foreldrar hans voru Guðmundur Jónsson, þá bóndi á Skeggjastöð- um, síðar á Mýrarlóni, Akureyri, f. 1. ágúst 1899, d. 2. maí 1979, og fyrri kona hans Arnbjörg Sveins- dóttir frá Borgarfirði eystra, f. 26. des. 1896, d. 20. feb. 1929. Fyrir átti sinni. Henni var það mjög minnis- stætt þegar hún var send einn vet- ur, 10 ára gömul, í skóla á Vopna- firði. Hún fór vetrarpart í Eiða og einnig vetur í Kvennaskólann í Reykjavík. Hún lauk gagnfræða- prófi frá Reykholti í Borgarfirði 1950. Bergþóra vann ýmis störf á þessum árum, m.a. sem kaupakona í Ölfusi og hjá Þorvaldi í Síld og fisk í Reykjavík. Hún hóf nám að Löngumýri í Skagafirði haustið 1952, en flutti síðan um jólin í Grundarhól á Hólsfjöllum og hóf búskap með Víkingi og bjuggu þau þar í 10 ár. Þau fluttu með fjölskylduna til Akureyrar 1962 og áttu heimili að Kífsá ofan Akureyrar, fyrstu 2 árin. Síðan keypti þau jörðina Grænhól 1964 og bjuggu þar með blandaðan búskap í allmörg ár. Upp úr 1975 dró að mestu úr hefðbundnum bú- skap hjá þeim og hóf Víkingur störf sem vörubílstjóri en Bergþóra hélt áfram sem fyrr að sinna barnaskar- anum. Bergþóra starfaði með kven- félaginu Baldursbrá um tíma og söng með Söngsveit Hlíðabæjar í nokkur ár. Hún var mikil handa- vinnukona og var alltaf með eitt- hvað á prjónunum. Best þótti henni þó að fleygja sér aðeins, eins og hún kallaði það, með góða bók en bækur voru hennar líf og yndi, sérstaklega sögur og frásagnir af fólki. Hún var hagmælt og orti margar vísur en var ekkert mikið fyrir að láta hafa þær eftir. Hún var mjög heimakær og vildi helst stússa heimafyrir og sinna börnum og barnabörnum en þau voru afar hænd að ömmu sinni. Henni var annt um fjölskyldu sína og var ákaflega vinsæl af frænd- fólki sínu og mikill höfðingi heim að sækja. Hún hafði ríka frásagnar- gáfu og sagði skemmtilega frá, hafði sérstakt lag á að koma fólki í gott skap. Eftir lát Víkings 2006, var Berg- þóra síðustu tvö árin til heimilis hjá Sigríði dóttur sinni að Borgarsíðu 33 á Akureyri. Útför Bergþóru fer fram frá Glerárkirkju í dag og hefst athöfn- in klukkan 14. Víkingur dótturina Arnbjörgu Önnu, f. 2. jan. 1946, með fyrri konu sinni, Halldóru Hansen. Bergþóra og Víkingur eignuðust saman 8 börn, þau eru: 1) Guðmundur bóndi í Garðshorni á Þelamörk, f. 24 júní 1953, kvæntur Sóleyju Jóhannsdóttur. Börn þeirra eru Bergþóra Ósk, Hanna Björg og Víkingur. Fyrir á Sól- ey soninn Hjalta Óm- ar. 2) Vignir málarameistari, f. 20. júní 1954, kvæntur Hildi Stefáns- dóttur. Börn þeirra eru Maren Eik, Stefanía Eir og Sölvi Rúnar. Fyrir á Vignir dótturina Eddu Maríu með Hauði Helgu Stefánsdóttur. 3) Sölvi Rúnar öryrki, f. 25. ágúst 1955. 4) Elín Margrét ferðamálafræðingur, f. 4. ágúst 1956. Fyrrum eiginmað- ur Hermann Brynjarsson. Dóttir þeirra er Guðlaug. 5) Jón starfs- maður hjá Össuri, f. 9. maí 1962. Fyrri kona Jóns var Agnes Bryndís Jóhannesdóttir. Dóttir þeirra Ingi- björg Hulda. Núverandi eiginkona er Erna Valdís Sigurðardóttir. Börn þeirra eru Kristjana Marín, Bergþóra Björk og Ásthildur Helga. Fyrir á Jón soninn Sölva Geir með Helenu Ottesen. 6) Guðný Sigríður kennari, f. 7. október 1963. Dóttir Sigríðar og Hilmis Valssonar er Selma. Eiginmaður Sigríðar er Pétur Valgeir Pálmason. Börn þeirra eru Sunna Guðrún og Þor- kell Máni. Fyrir á Pétur börnin Tómas Pálma, Bryndísi, Elmar Þór, Tinnu og Báru. 7) Gunnar Ingi verkamaður, f. 17. desember 1965. 8) Þórunn Hyrna lögfræðingur, f. 10. janúar 1978. Sambýlismaður Ragnar Sigurðsson. Langömmu- börn Bergþóru eru 6. Bergþóra ólst upp á Arnórsstöð- um og síðar á Skjöldólfsstöðum á Jökuldal, ef frá eru talin árin frá 3–7 ára, en þá var hún með móður sinni í Keflavík og Reykjavík. Á þessum árum tíðkaðist að börn til sveita væru í farskóla og bjuggu á þeim bæjum sem skólinn var hverju Nú er hún amma mín dáin, en ég hef ekki áttað mig á því ennþá, því þetta gerðist allt svo hratt. Ég fæ enn tár í augun í hvert sinn sem ég hugsa út í það að ánægjulegu stundirnar okkar saman verða ekki fleiri. Eftir að hún flutti til okkar í bílskúrinn, sem við innréttuðum fyrir hana eftir að afi dó, varð það fljótlega að vana hjá mér að koma við hjá henni fyrst þegar ég kom heim úr skólanum. Ég veit ekki hve oft það var sem við hlóg- um okkur máttlausar, tímunum sam- an, yfir bullinu sem kom upp úr okk- ur eða öllum þessum skemmtilegu sögum sem hún sagði mér, sem byrj- uðu ævinlega svona: „Þegar ég var 10 ára á Vopnafirði þá …“ því þetta var, að hennar sögn, einn skemmtilegasti tími ævi hennar. Já, hún hafði sko gaman af því að segja mér sögur, vís- ur og brandara af einhverju tagi því hún elskaði að heyra mig hlæja. Þótt stundum hafi ég ekki botnað neitt í því sem hún sagði hló ég samt því hún sagði alltaf svo skemmtilega frá. Það var erfitt að vera í megrun með ömmu á heimilinu. Á hverjum degi lokkaði hún mann inn til sín með ilminum af nýbökuðu ömmugotteríi sem núna kitlar einungis bragðlauk- ana í minningunni. Ég sakna þess að heyra hinum megin við vegginn þeg- ar hún dró til stólana í eldhúskrókn- um inni hjá sér þegar hún var að sýsla eitthvað. Mest sakna ég þess þó þegar amma var að spila á píanóið mitt en það var henni að þakka að ég fór að læra á píanó. Hún hafði svo gaman af að hlusta á píanóið. Í eitt af síðustu skiptunum sem ég hitti ömmu á sjúkrahúsinu var hún orðin fárveik og varla með rænu en samt gat hún látið okkur veltast um af hlátri í heil- an klukkutíma. Hún sagði líka við mömmu rétt áður en hún dó að ef hún missti matarlystina væri hún bráð- feig en ef hún væri búin að missa húmorinn þá væri hún líklega dauð. Amma var alltaf góð og alltaf í góðu skapi þótt henni liði stundum illa. Hún talaði aldrei illa um fólk og hún vildi ekki að talað væri illa um fólk, allir áttu eitthvað gott í sér að hennar mati. Amma var ekki mikið að reyna að vera áberandi eða þykjast vera eitthvað merkileg en samt var hún merkilegasta manneskjan í mínu lífi, og einnig annarra, og alltaf mun ég minnast hennar sem stórkostleg- ustu manneskjunnar sem ég hef kynnst og mun ég alltaf líta upp til hennar. Selma. Tign er yfir tindum og ró. Angandi vindum yfir skóg andar svo hljótt. Söngfugl í birkinu blundar. Sjá, innan stundar sefur þú rótt. (Þýð. Helgi Hálfdanarson.) Orða er vant að kveðja svo kæra og góða systur. Hún var elst í systkina- hópnum, við litum upp til hennar og dáðumst að henni, vildum öll vera ná- lægt henni. Enda fylgdi henni gleði og gáski og hún hleypti lífi í hverja samverustund. Það var tilhlökkunarefni allt árið að fá að heimsækja hana þegar hún fór að búa á Grundarhóli og seinna Grænhóli og vera nokkra daga hjá þeim Víkingi og barnahópnum þeirra. Alltaf stóð heimili þeirra okkur opið, á nóttu sem degi, og þau voru svo mikl- ir höfðingjar og skemmtileg heim að sækja að gestanæturnar fóru iðulega fram úr öllu hófi. Grænhóll var sama- staður í tilveru okkar, óhagganlegur að manni fannst; að alltaf stæði litla húsið þar á hólnum og Begga á tröpp- unum að biðja fólkið að drífa sig inn því að hún biði með matinn. Og nú er hún horfin og með henni heill heimur liðinna æskudaga. Við söknum hennar sárt en hún verður ætíð hjá okkur í minningunni, góð og glöð, þangað sækjum við nú styrk til að kveðja hana og biðjum henni bless- unar. Kveðja frá systkinunum, Elín Snædal. Bergþóra Sigríður Sölvadóttir  Fleiri minningargreinar um Berg- þóru Sigríði Sölvadóttur bíða birt- ingar og munu birtast í blaðinu á næstu dögum.  Fleiri minningargreinar um Guðna Stefánsson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu á næstu dögum. REYNSLA • UMHYGGJA • TRAUST Þegar andlát ber að höndum Önnumst alla þætti útfararinnar ÚTFARARSTOFA KIRKJUGARÐANNA Vesturhlíð 2 • Fossvogi • Sími 551 1266 • www.utfor.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.