Morgunblaðið - 13.06.2008, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. JÚNÍ 2008 11
FRÉTTIR
NÆSTKOMANDI mánudag, 16.
júní, leggja níu vaskir Eyjamenn og
-konur í tveggja vikna ferð á tveim-
ur 15 manna slöngubátum í kring-
um landið. Ferðin ber heitið „Kraft-
ur í kringum Ísland“ en
tilgangurinn er að kynna stuðn-
ingsfélagið Kraft, sem er félag fyr-
ir ungt fólk sem greinst hefur með
krabbamein. Formlega hefst ferðin
frá Reykjavíkurhöfn á þjóðhátíð-
ardaginn, 17. júní.
Kraftur um landið
„LÍTIÐ sem ekkert hefur sést af
hrefnu á Faxaflóa síðustu þrjár vik-
ur og er það mjög alvarleg staða
fyrir hvalaskoðunina, sem er ein
allra mikilvægasta afþreying í
ferðaþjónustu á Íslandi,“ segir í til-
kynningu frá samtökum ferðaþjón-
ustunnar.
„Samt er enn verið að stunda
veiðar á hrefnunni á sama svæði en
tekist hefur að veiða fimm hrefnur
síðan veiðiheimild var gefin fyrir
mánuði. Samtök ferðaþjónustunnar
skora á ríkisstjórnina að stöðva nú
þegar þessar tilgangslausu veiðar
áður en fullur skaði hlýst af.“
Hvalaskoðun
í vanda
STUTT
Eftir Björn Björnsson
Skagafjörður | Barna- og unglinga-
starf kirkna í Skagafirði nýtur
stuðnings Kaupfélags Skagfirðinga
en KS samþykkti í vor að leggja
fram 2,5 milljónir króna til starfsins.
Þegar er búið að úthluta 1,6 millj-
ónum króna af upphæðinni.
Þórólfur Gíslason kaupfélags-
stjóri sagði það ánægjulegt að geta
stutt við barna- og unglingastarf í
sóknum Skagafjarðar enda vitað að
þar væri unnið mjög gott starf. Sagði
hann það ljóst að þær upphæðir sem
veittar væru umbyltu ekki neinu, en
hins vegar væri það von stjórnar fé-
lagsins að þær kæmu að góðum not-
um og gætu ef til vill létt róðurinn til
nokkurra muna. Vildi stjórnin með
þessu sýna að gott starf í kirkjum
héraðsins væri vel metið.
Við fyrstu úthlutun kom styrk-
urinn í hlut Glaumbæjar-, Reyni-
staðar- og Víðimýrarsókna, Hofsós-
og Hólasókna, Miklabæjar- og
Glaumbæjarsókna, Hóladómkirkju
vegna stofnunar barnakórs og Sauð-
árkrókssóknar til ráðningar æsku-
lýðsfulltrúa.
Jón Aðalsteinn Baldvinsson
vígslubiskup og sr. Dalla Þórð-
ardóttir prófastur þökkuðu stuðn-
inginn við ungmennastarf kirknanna
í héraðinu, sem vissulega væri mikið,
og oft verulega kostnaðarsamt.
Morgunblaðið/Björn Björnsson
Styrkþegar Styrkþegar ásamt Þórólfi Gíslasyni (lengst til vinstri).
Vænn styrkur fyrir börnin
FÉLAGSMENN SFR, stéttarfélags
í almannaþjónustu, hafa samþykkt
kjarasamning við ríkið sem aðild-
arfélög Bandalags starfsmanna rík-
is og bæja (BSRB) undirrituðu 25.
maí síðastliðinn.
Tæplega 89% þeirra sem greiddu
atkvæði í rafrænni kosningu voru
samþykkir samningnum. 10,89%
voru andvígir og 1,56% fé-
lagsmanna skiluðu auðu. 1.855 fé-
lagsmenn af 5.554 á kjörskrá tóku
þátt í kosningunni eða 33,4%.
SFR samþykkir
ÚTVEGSBÆNDAFÉLAG Vest-
mannaeyja segir ljóst að tillögur
Hafró um hámarksafla á næsta
fiskveiðiári séu mikil vonbrigði, en
lagt er til að veiðar á þorski verði
takmarkaðar enn frekar þrátt fyrir
30% niðurskurð þorskaflans á þessu
ári. Telja félagsmenn að ósamræmi
sé á milli tillagnanna og þess góða
ástands sem sjómenn hafa upplifað
á miðunum í kringum landið.
Ósammála Haf-
rannsóknastofnun
Morgunblaðið/Þorkell
Á bls. 14 í sunnudagsblaði Morg-
unblaðsins kom fram í samtali við
Þorstein Ágústsson að Lyf og heilsa
hefðu keypt verslunina Yggdrasil.
Það er ekki rétt. Hið rétta er að
sjóðurinn Arev N1 keypti um síðast-
liðin áramót helmingshlut af stofn-
endunum Rúnari Sigurkarlssyni og
Hildi Guðmundsdóttur. Þar með er
Yggdrasill alfarið í eigu Arev N1,
þar sem sjóðurinn átti fyrir helm-
ingshlut í fyrirtækinu.
LEIÐRÉTT