Morgunblaðið - 13.06.2008, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 13.06.2008, Blaðsíða 6
6 FÖSTUDAGUR 13. JÚNÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR STANGVEIÐI Eftir Einar Fal Ingólfsson efi@mbl.is Í FYRRAKVÖLD voru komnir 36 laxar á land í Blöndu. Það er mjög góð meðalveiði eftir sjö daga,“ sagði Stefán Sigurðsson hjá Lax-á í gær. Hann bætti við að allt væru þetta afar vel haldn- ir og fallegir laxar, sá minnsti 11 pund og sá stærsti um 17. Veiðin fer mun betur af stað í ár en í fyrra; þá veiddist 25. laxinn 26. júní, nú kom hann hinn 10. Þá segir Stefán að laxinn sé greini- lega mun betur haldinn en í fyrra og hitteðfyrra. „Ég hef á tilfinningunni að þetta verði gott veiðiár – og gott stórlaxaár. Laxinn kemur mjög flottur úr hafi,“ segir Stefán. Hann bætti við að laxar hefðu þegar sést á nokkrum stöðum í Víði- dals- og Miðfjarðará. Þá fréttist að laxinn væri mættur víðar, til dæmis í Korpu. Laxagengd hefur einnig verið að aukast í Norðurá síðustu daga. Fyrsti smálax sumarsins veiddist við Glitstaðabrú en annars hafa ein- hverjir tugir stórlaxa farið um laxastigann í Glanna og lax er að dreifa sér um alla á. Nokkrir laxar hafa veiðst daglega og sumir á smáar flug- ur og hits sem um hásumar væri. Sólskin og fluga „Hér er sólskin og fluga,“ sagði viðmælandi við Laxá í Mývatnssveit í gær. Fín veiði hefur verið nyrðra, þótt sumir veiði betur en aðrir. Þannig náðu félagar um 90 urriðum á þrjár stangir á þremur dögum, tíu fiskum að meðaltali á stöng á dag, og voru flestir fiskarnir afar vænir, á bilinu 55 til 60 cm langir. Þeir veiddu best á kúlupúpur andstreymis, en þær hafa líka gefið vel á urr- iðasvæðunum neðan virkjunar, þar sem veiðin hefur einnig verið fín. Ágætis bleikjuveiði hefur verið í Hlíðarvatni í Selvogi vor. Veiðimenn sem voru þar á ferð í vik- unni lentu samt í þeim aðstæðum að í hita og hægri gjólu var gríðarlegt klak í vatninu og fisk- ar að vaka um allt, en erfiðlega gekk að leysa þá ráðgátu hvaða flugur fiskurinn vildi taka. Fluga eftir flugu var sett undir og árangurinn hrein- asta kropp, ein og ein bleikja sem var úttroðin af æti. Einum veiðimanni gekk betur en öðrum en það var Rafn Hafnfjörð ljósmyndari, sem gjörþekkir vatnið. Á mánudagskvöldið náði hann einum tíu bleikjum, flestum við Stöðulnef og í Gömlu vör. Þar af voru nokkrar þrælvænar. Á þriðjudeginum bætti hann um betur, setti stóran Peacock undir og setti í eina sem mældist 52 cm og vó um fjögur pund. „Þetta er nóg fyrir mig,“ sagði Rafn bros- andi við blaðamann sem mætti honum á heimleið með fenginn. Góð veiði í Blöndu Morgunblaðið/Einar Falur Fengsæll Ljósmyndarinn Rafn Hafnfjörð með fallega 52 cm bleikju sem hann veiddi í Hlíðarvatni.  Laxgengd að aukast í Norðurá og tugir stórfiska hafa farið um stigann í Glanna  Níutíu urriðar fengust á þrjár stangir á þremur dögum í Laxá í Mývatnssveit Akureyri | Bjarni Kristjánsson hætti nýverið störfum sem sveitarstjóri í Eyjafjarðarsveit og fékk við þau tímamót traktor af gerðinni Alice Chalmers að gjöf. Bjarni er mikill áhugamaður um gamlar dráttarvélar og á sjálfur fimm vélar frá árunum 1947-1953. „Þetta er tiltölulega nýtilkominn áhugi,“ segir Bjarni. „Það er ákveðin saga fólgin í þessum gömlu dráttarvélum, í þeim er fólgið upphaf vélvæðing- arinnar í landbúnaði á Íslandi. Sumir safna fornbílum, aðrir halda utan um sögur og önnur menning- arverðmæti og ég er þeirrar skoðunar að það beri að varðveita söguna af þessum vélum.“ Bjarni hefur sjálfur gert upp þrjár vélanna og er sjálflærður í því. Hann segir að þetta sé ekki arðvænt frístundagaman, að margt sé auðveldara en að gera upp vélarnar. Bjarni segir það drauminn að koma vél- unum fyrir á búvéla- og búnaðarsögusafni sem til stendur að koma upp við Saurbæ í Eyjafirði. Morgunblaðið/Hjálmar S. Brynjólfsson „Saga sem ber að varðveita“ Fékk gamla dráttarvél að gjöf frá Eyjafjarðarsveit Eftir Þorbjörn Þórðarson thorbjorn@mbl.is NÝTT flokkunarkerfi verður tekið í notkun á slysa- og bráðadeild Land- spítala háskólasjúkrahúss með haustinu. Er markmiðið með kerfinu að stytta biðtíma sjúklinga og auka öryggi þeirra. Í gær var tekið í notk- un nýtt móttökulag. „Þetta lýsir sér þannig að allir sjúklingar eru strax teknir inn og metnir af hjúkrunarfræðingi og lækni og síðan settir í farveg eftir eðli meiðsla eða veikinda.“ segir Þórir Njálsson, sérfræðingur á slysa- og bráðadeild. Frumkvæði frá starfsfólkinu Ófeigur Þorgeirsson, yfirlæknir á slysa- og bráðadeild, segir frum- kvæðið að breytingunum hafa komið frá starfsfólkinu sjálfu. Hann segir breytingarnar gerðar í samstarfi við stjórn spítalans sem hafi hlaupið undir bagga með deildinni. Húsnæði verði breytt í samræmi við nýtt verk- lag. „Við erum að prufukeyra okkur áfram núna. Við ætlum að gera allt sem í okkar valdi stendur til að takast á við biðina og auka þannig öryggi sjúklinga.“ Ófeigur svarar því óbeint þegar hann er spurður hvort fjölga þurfi læknum og hjúkrunarfræðing- um á slysa- og bráðadeild. „Við þurf- um aðallega að sinna sjúklingunum okkar betur og stytta biðtímann.“ Ófeigur segir húsakost deildarinnar ágætan og ekki sé lausnin endilega fólgin í meira rými. „Það er alveg sama hvað það eru mörg pláss á spít- ölum, þau fyllast alltaf. Með því að stækka húsnæði og fjölga starfsfólki er bara verið að útfæra starfsemina.“ Hann segir jafnframt að fyrirhug- aðar breytingar eigi að mæta þörfum samfélagsins til bráðaþjónustu. Breytingar á slysadeild  Eitt markmiðanna að stytta biðtíma Í HNOTSKURN » Mikill biðtími hefur veriðá slysa- og bráðadeild LSH undanfarið. » Eru dæmi um að sjúkling-ar hafi þurft að bíða allt að átta tíma eftir þjónustu. » Um 180 manns koma ábráða- og slysadeild á sól- arhring. » Alla jafna eru heimsóknirmestar yfir hádaginn en álag á kvöldin eykst gríð- arlega um helgar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.