Morgunblaðið - 13.06.2008, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 13.06.2008, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. JÚNÍ 2008 23 Hreinsað til Margir dómarnir hafa fallið í Héraðsdómi Reykjavíkur það sem af er ári og að margra mati kominn tími til að lappað væri upp á dómstólinn. G. Rúnar Blog.is Gestur Guðjónsson | 12. júní Hlandið kólnar … aftur Fyrstu raunverulegu merki þess að ríkisstjórnin væri í einhverjum tengslum við raunveruleikann í efna- hagslífinu birtust 28. mars þegar forsætisráðherra gaf yfirlýsingu á ársfundi Seðlabankans um að styrkja þyrfti bank- ann og hefja vinnu í að endurskoða pen- ingamálastefnuna, með aðkomu vísustu manna, innlendra og erlendra. Fram að því höfðu ráðherrar básúnað hvað þeir fylgdust vel með. Komið hefur í ljós að það hefur verið það eina sem þeir hafa gert, ekkert hefur verið undirbúið og menn töluðu í kross, sem minnkaði enn tiltrú á markaðnum, með tilheyrandi tjóni fyrir efnahagslífið. Brást markaðurinn ágætlega við þeim tíðindum og hlýnaði, en þegar í ljós kom að ekkert átti að gera, féll allt í sama farið og krónan með. End- urskoðunarnefndin hefur enn ekki verið skipuð, hvað þá meira. ... Meira: gesturgudjonsson.blog.is Bjarni Harðarson | 12. júní Von um nýtt heimili fatlaðra á Selfossi Það sem hæst ber í vik- unni eru ekki þingmanns- fundirnir – þó margir hafi verið – heldur fundur sem við stjórnarmenn Þroskahjálpar á Suður- landi áttum með Svæð- isskrifstofu og ráðuneyti um möguleika á að opna nýtt nokkurs konar sambýli fatlaðra hér á Selfossi. Ef af verður er um að ræða mikinn áfanga í áratuga bar- áttu. Allt að fimm fatlaðir einstaklingar gætu þá fengið möguleika á að flytja að heiman í verndað umhverfi sem gæti þá verið fyrsta skref viðkomandi að alger- lega sjálfstæðri búsetu. … Meira: bjarnihardar.blog.is Á LOKADÖGUM Alþingis voru sam- þykkt ýmis frumvörp sem Björgvin G. Sig- urðsson viðskiptaráð- herra (neytendaráð- herra) lagði fram. Fyrir okkur neytendur skipta áreiðanlega mestu lög um inn- heimtustarfsemi. Neytendasamtökin hafa lengi barist fyrir að innheimtulög væru tekin upp hér á landi en nú þegar er slík löggjöf fyrir hendi í mörg- um nágrannalöndum okkar. Enda er þetta mikilvæg réttarbót fyrir neytendur sem eiga í fjárhags- legum vandræðum. Miðað við þró- unina nú, með gengisfellingu krón- unnar og erlendum verðhækkunum sem síðan auka greiðslubyrði á lán- unum okkar, verður staða margra neyt- enda erfið. Og ekki síst þess vegna er þessi lagasetning af- ar mikilvæg. Hafa verður í huga að sá aðili sem innheimta beinist að velur ekki innheimtuaðila held- ur er það skuld- areigandi. Samn- ingsstaða skuldara er því engin þegar kemur að kostnaði vegna inn- heimtu. Hvað felst í innheimtulögunum? Með innheimtulögunum er sett- ur rammi utan um innheimtu- starfsemi og hvaða reglum þessi starfsemi skal starfa eftir, m.a. hvað varðar fresti. Þá er í lög- unum kveðið á um að skuldari skuli fá skriflega viðvörun áður en gripið er til frekari innheimtuað- gerða. Einnig skulu löggiltir inn- heimtuaðilar hafa leyfi Fjármála- eftirlitsins til að annast þessa starfsemi. Bankar og sparisjóðir auk lögmanna þurfa þó ekki slíkt leyfi. Þeir sem starfa við inn- heimtustarfsemi skulu fara að góðum innheimtuháttum og sem nánar eru skilgreindir í lögunum. Samkvæmt lögunum hefur við- skiptaráðherra heimild til að setja þak á þóknun innheimtuaðila og leggja Neytendasamtökin áherslu á að ráðherra geri það um leið og lögin taka gildi um næstu áramót. Það er nauðsynlegt til að tryggja að lögin verði sú réttarbót sem þeim er ætlað að vera fyrir neyt- endur. Raunar töldu Neytenda- samtökin eðlilegra að ráðherra skyldi setja þak á þóknunina en fyrst það var ekki gert treysta Neytendasamtökin því að það verði gert enda sýnir reynslan að það er nauðsynlegt. Oft reynt áður á Alþingi Frumvarp um innheimtu- starfsemi hefur oft áður verið lagt fram á Alþingi. Í upphafi lagði Finnur Ingólfsson, þáverandi við- skiptaráðherra, fram frumvarp um innheimtustarfsemi með samþykkt þáverandi ríkisstjórnar (Sjálfstæð- isflokks og Framsóknarflokks). Þó að frumvarpið væri þar með rík- isstjórnarfrumvarp stoppaði það alltaf í nefnd og þrátt fyrir að stjórnarandstaðan væri sammála þessari lagasetningu. Síðan lagði Jóhanna Sigurðardóttir þetta frumvarp fram ítrekað en alltaf dagaði það uppi í nefnd. Björgvin G. Sigurðsson við- skiptaráðherra á heiður skilinn eins og alþingismenn allir fyrir það að þessu sjálfsagða hags- munamáli neytenda sé komið í höfn, enda var frumvarpið sam- þykkt samhljóða. Þarna sigruðu almannahagsmunir sérhags- munina. Því hljótum við sem vinnum að hagsmunum neytenda að fagna. Þetta sýnir okkur einnig að rík- isstjórnin og stjórnarandstaðan eru sammála um aukna áherslu í neytendamálum. Viðskiptaráð- herra hefur boðað þessa áherslu- breytingu frá því að núverandi ríkisstjórn tók við völdum. Og það sem nú þegar hefur verið gert á þessu mikilvæga sviði lofar góðu. Jóhannes Gunnarsson skrifar um neytendamál » Þetta sýnir okkur einnig að ríkis- stjórnin og stjórnarand- staðan eru sammála um aukna áherslu í neytendamálum. Jóhannes Gunnarsson Höfundur er formaður Neytendasamtakanna. Innheimtulög, mikilvæg réttarbót fyrir neytendur ÞAÐ er líklega dónaskapur að finna að Mogganum rétt í þann mund sem nýr ritstjóri er byrjaður að láta nýja og ferska strauma leika um blaðið. Hann byrjar líka vel. Mogginn er hressilegur þessa dag- ana, og skemmtilegur aflestrar. Það er líka notalegt að finna tenginguna við gamla tímann í gegnum Stak- steina sem halda áfram að elska Samfylkinguna af jafninnilegri heift og áður. Það fylgir því sérstök til- finning að vera elskaður á þennan hátt. Morgunblaðið er eins og alvörublöðin úti í heimi. Það er með gengi sem skrifar leiðarana. Menn leggja hugmyndir í púkk, svo lætur einhver snillingurinn meltuna storkna í tölvu sinni í hina tæru snilld dagsins. Svona minnir mig að Styrmir hafi efnislega lýst þessu einhvern tíma. Snillingahópar af þessu tagi geta alveg eins og ráðuneytin breyst í fílabeinsturna þar sem menn lokast af og hætta að fylgjast með því sem gerist í heiminum. Guð forði mér frá því – og líka Mogg- anum. Nú er ég ekki viss um hvaða snillingur skrifaði leiðara þriðjudagsins – um orkumál – en þykist fullviss um að það var einhver úr gamla tímanum, sem enn hefur ekki brotist út úr fangelsi fílabeins- ins og veit ekki að heimurinn gerist líka utan við Hádegismóann. Leiðarahöfundur lýsir skynsamlegum mark- miðum í orkumálum svo sem um op- inbert eignarhald á orkulindum, og mögulegan samkeppnisrekstur á framleiðslu og söluþáttum, þar sem hægt er á grundvelli jafnræðis að fá tímabundinn afnotarétt af auðlind- inni gegn auðlindagjaldi sem greitt er til eigendanna, fólksins. Sömuleið- is vekur leiðarahöfundur máls á þeirri skynsamlegu hugmynd að skilja að rekstur einokunarfyr- irtækja sem starfa við dreifingu orku samkvæmt sérstökum leyfum, og rekstur samkeppnisfyrirtækja á sviði framleiðslu og sölu á orku. Þetta hljómar svo vel að iðnaðarráðherrann hefði sjálfur getað skrifað þetta. Það gerði hann líka. Allar þessar frómu óskir fangans í fílabeini Moggans eru nú hluti af íslenskum rétti. Það gerðist degi fyrir þinglok með nær einróma sam- þykkt Alþingis á umdeildu frumvarpi ráðherrans um breytingar á umhverfi orkumarkaðar á Ís- landi. Í því ljósi er í besta falli skondið en í versta falli skrítið að leiðarahöfundur segir í framhaldinu að iðnaðarráðherra þurfi að huga að breytingum á lagaumhverfinu með tilliti til þessara þátta! Þetta er allt saman orðið að lögum. Var gamla liðið á Mogganum algerlega hætt að fylgjast með því sem gerðist utan við Hádegismóa áður en Ólafur Stephensen settist þar við stjórn- völ með frjálslyndið að vopni? Morgunblaðið hefur í vetur gætt þess vendilega að láta eins og þetta róttæka og umdeilda frum- varp hafi ekki verið til. Af því komu aldrei fréttir í Mogga svo heitið gæti. Styrmir skrifaði leiðara og Reykjavíkurbréf grunlaus um að allt sem hann var að heimta að yrði gert var á fullri ferð gegnum þingið – og lauk með fullum sigri þeirra viðhorfa sem bæði iðnaðarráðherrann og Morgunblaðið hafa barist fyrir. Menn verða að kunna að sigra þótt þeir búi í fílabeinsturni. Öll baráttumál Morgunblaðsins, meira að segja hömlur á áhættufjárfestingar í út- rás, náðu landi með frumvarpinu sem ég lagði fram eftir ærinn barning á ólgusjóum þings og ríkisstjórnar. Með hjálp góðra manna í góðum flokkum náðist það heilt til hafnar – og eru að mínu viti merkustu lög sem Alþingi hefur sam- þykkt um margra ára skeið. Er ekki mál að hinn vaski ritstjóri sem ber fóta- stokkinn á Morgunblaðinu slái upp gluggum og sýni starfsmönnum sínum út í veröldina – þar sem hlutirnir eru að gerast af miklu meiri hraða og miklu meiri þrótti en þá órar fyrir sem halda sig stöðugt innan luktra veggja fílabeinsturnsins og halda að heimurinn gerist þar? Eftir Össur Skarphéðinsson »Er ekki mál að hinn vaski rit- stjóri sem ber fótastokkinn á Morgunblaðinu slái upp gluggum og sýni starfsmönnum sínum út í veröldina? Össur Skarphéðinsson Höfundur er iðnaðarráðherra. Fangelsi fílabeinsins Ingólfur Ásgeir Jóhannesson | 12. júní Höfði í Mývatnssveit Vonandi tekst Höfða- félaginu að eignast af- ganginn af Höfða í Mý- vatnssveit. Markmið félagsins er að afhenda landið sveitarfélaginu til eignar og sameina þann- ig land Höfða sem kalla má sveit- argarð, því að vissulega lítur ekki allur Höfði mjög náttúrlega út með barr- trjám sem þar var plantað. Eins og fram kemur í fréttinni er verið að bjóða upp til að slíta sameign erfingja Guð- rúnar Pálsdóttur sem gaf sveitarfé- laginu meginhluta Höfða fyrir tæpum 40 árum. Vilji Guðrúnar mun þó hafa verið skýr: að eignin rynni til sveitarfé- lagsins ef erfingjar hennar vildu ekki nota land og gamalt hús sem því fylgir. … Meira: ingolfurasgeir johannesson.blog.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.