Morgunblaðið - 13.06.2008, Qupperneq 32

Morgunblaðið - 13.06.2008, Qupperneq 32
32 FÖSTUDAGUR 13. JÚNÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ dagbók Í dag er föstudagur 13. júní, 165. dagur ársins 2008 Orð dagsins: Sækist eins og nýfædd börn eftir hinni andlegu, ósviknu mjólk, til þess að þér af henni getið dafnað til hjálpræðis. (1Pt. 2, 2.) Víkverji hefur verið að velta fyrirsér ferðum hvítabjarnarins, sem heimsótti okkur á dögunum og bar beinin fyrir. Hvar lá leið hans að landi og hvernig var hann kominn í hlíðina fyrir ofan Þverárfjallsveg- inn? Hefði verið hægt að rekja spor hans með hundum ef áhugi hefði verið fyrir því og menn brugðið strax á það ráð? Víkverji er hissa á því hversu rólegir menn eru og ófor- vitnir um ferðir bangsa. Ýmislegt sem sagt hefur verið kemur ekki heim og saman við hvítabjörninn, til dæmis vangaveltur um aldur hans. Tennurnar sanna hann til muna eldri en fyrstu hugmyndir voru um. Og enginn hefur svarað spurning- unni, sem heitast brennur á Vík- verja: var hvítabjörninn einn á ferð? Nú er búið að opna hafíssetur á Blönduósi. Víkverji hefur reyndar heyrt að bangsinn verði varðveittur í Skaga- firði en það væri ótrúlega flott af Skagfirðingum að færa hafíssetrinu bangsann uppstoppaðan að gjöf. x x x Lára Hanna Einarsdóttir sem varí fylkingarbrjósti gegn Bitru- virkjun ofan Hveragerðis fagnaði sigri í því máli með félögum sínum, þegar fallið var frá virkjanaáform- unum. Nú hefur hún skorið upp her- ör gegn hugmyndum um olíu- hreinsistöð á Vestfjörðum og m.a. gert myndband þar sem lagið Ísland er land þitt hljómar undir mynd- skeiðum frá Vestfjörðum og af olíu- hreinsunarstöðvum. Einnig eru þar viðtalsbútar úr sjónvarpsfréttum við Ragnar Jörundsson, bæjarstjóra Vesturbyggðar, og Ólaf Egilsson, talsmann hugmyndarinnar um olíu- hreinsunarstöð fyrir vestan. Lára Hanna gengur rösklega til verks eins og jafnan og á öruggan banda- mann í Hrafnkeli Birgissyni hönnuði sem í síðasta sunnudagsblaði Morg- unblaðsins lýsti hugmyndum sínum um verkefnið Verbúðir og veiðarfæri fyrir vestan. Það verkefni sagði hann klárlega betri kost en olíu- hreinsunarstöð. vikverji@mbl.is Víkverjiskrifar Reykjavík Kristófer Andri fæddist 20. apríl. Hann vó 3.560 g og var 53 cm langur. Foreldrar hans eru Hrafn- hildur Heiða Jónsdóttir og Jóhann Daniel Thorleifsson. Reykjavík Erlu Björgu Haf- steinsdóttur og Hermanni Ragnarssyni fæddist dóttir, Bjarney, 31. janúar kl. 2.15. Hún vó 4.255 g og var 53 cm löng. Akureyri Gabriel Ingi fædd- ist 6. mars kl. 9.56. Hann vó 3.930 g og var 52 cm langur. Foreldrar hans eru Jón Þ. Ragnarsson og Dionisia C. Bautista. Reykjavík Heiðný Embla fæddist 29. febrúar kl. 8.43. Hún vó 3.915 g og var 51 cm löng. Foreldrar hennar eru Anna María Ólafsdóttir og Heimir Jónsson. Nýirborgarar Krossgáta Lárétt | 1 snjáldur, 4 at- hygli, 7 fól, 8 auðan, 9 askur, 11 mjög, 13 spil, 14 klampann, 15 þýð- anda, 17 vætlar, 20 mat- ur, 22 málmur, 23 fim, 24 bola, 25 skynfærin. Lóðrétt | 1 refsa, 2 fisk- inn, 3 dugleg, 4 giski á, 5 ávöxt, 6 rás, 10 viljugt, 12 stormur, 13 aula, 15 áhöldin, 16 krumlu, 18 viðfelldin, 19 blauðan, 20 mynni, 21 bylgja. Lausn síðustu krossgátu Lárétt: 1 útbúnaður, 8 regns, 9 Urður, 10 aur, 11 gær- an, 13 tímir, 15 skömm, 18 satan, 21 átt, 22 kjóll, 23 aflar, 24 tilgangur. Lóðrétt: 2 togar, 3 únsan, 4 alurt, 5 urðum, 6 trog, 7 hrár, 12 aum, 14 íma,15 sekt, 16 ölóði, 17 málug, 18 stafn, 19 tældu, 20 nýra. 1 7 11 15 22 24 12 14 3 9 20 10 4 8 21 23 25 13 17 5 18 6 19 2 16 Sudoku Þrautin felst í því að fylla út í reitina þannig að í hverjum 3x3- reit birtist tölurnar 1-9. Það verð- ur að gerast þannig að hver níu reita lína bæði lárétt og lóðrétt birti einnig tölurnar 1-9 og aldrei má tvítaka neina tölu í röðinni. Lausn síðustu Sudoki. www.sudoku.com © Puzzles by Pappocom Skák Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is 1. d4 Rf6 2. c4 e6 3. Rc3 Bb4 4. Dc2 d6 5. a3 Bxc3+ 6. Dxc3 c5 7. Rf3 O–O 8. dxc5 dxc5 9. b4 Rc6 10. Bb2 Db6 11. b5 Rd4 12. Rxd4 Re4 13. De3 Da5+ 14. Kd1 Da4+ 15. Db3 Da5 16. De3 Da4+ 17. Rb3 Rxf2+ 18. Ke1 Rxh1 Staðan kom upp í Pivdennybanka at- skákmótinu sem lauk fyrir skömmu í Odessa í Úkraínu. Heimsmeistarinn fyrrverandi, Anatoly Karpov (2655), hafði hvítt gegn sínum forna keppinaut Viktor Kortsnoj (2598). 19. Dc3! og svartur gafst upp enda hótar hvítur máti og að fanga drottningu svarts með Rb3–xc5. Hvítur á leik. Brids Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is Vondur kostur. Norður ♠Á84 ♥G9832 ♦104 ♣ÁD9 Vestur Austur ♠G93 ♠D ♥Á7 ♥1054 ♦G9853 ♦KD72 ♣KG8 ♣65432 Suður ♠K107652 ♥KD6 ♦Á6 ♣107 Suður spilar 4♠. Þegar einn sterkasti spilari heims fer niður á „borðleggjandi“ samningi er ástæða til að staldra við. Hvað kom fyr- ir, kann Bob Hamman ekki að svína? Spilið er frá einvígisleik Nickells og Strul í bandarísku landsliðskeppninni. Með ♣K réttum er vandséð hvernig hægt er að tapa 4♠, en Hamman lét freistast af vondum valkosti. Út kom tígull. Hamman dúkkaði fyrsta slaginn, en austur spilaði tígli hlutlaust áfram. Hamman tók tvo efstu í trompi og sneri sér næst að hjartanu, spilaði drottning- unni lúmskur. Vestur drap strax og austur fylgdi lit með óræðri fimmu. Og nú kom ♣8 frá vestri. Það er einfalt að svína með allar hendur uppi, en Hamm- an ákvað að veðja frekar upp á hjarta- lengd í vestur: stakk upp ás og spilaði hjarta. En vestur gat trompað þriðja hjartað og tekið á ♣K. (21. mars - 19. apríl)  Hrútur Þú ert ekki einn af þeim sem setja fólk á stall. En þú viðurkennir að smá smjaður og athygli handa réttu manneskj- unni getur komið þér býsna langt. (20. apríl - 20. maí)  Naut Þú sleppir einhverjum við verk. Ekki svo að skilja að þessi aðili eigi það skilið eða að þú ráðir einhverju þar um. Þú ert bara í skapi til að gera fólki greiða. (21. maí - 20. júní)  Tvíburar Enginn er að biðja þig um að ger- ast ósannur sjálfum þér – hvorki foreldrar né fjölskylda. Íhugaðu valkostina þína vel og hlustaðu á hjartað, ekki heilann. (21. júní - 22. júlí)  Krabbi Fylltu á brunninn þinn með því að leita að uppsprettu á ólíklegustu stöðum. Hvað er skemmtilegra en að leita að göml- um myndum og rissbókum? (23. júlí - 22. ágúst)  Ljón Áttu þér leynivæntingar sem þú ýkir upp úr öllu valdi? Það veldur þér streitu. Ef þú stendur þig vel í viðkomandi að- stæðum ertu á réttri leið. (23. ágúst - 22. sept.)  Meyja Þú hefur allan þann efnivið sem til þarf til að verkefni þitt heppnist. Svo má bæta við flúri hér og nýlundu þar og áhorf- endur þínir munu slefa. (23. sept. - 22. okt.)  Vog Gjafir rata aftur til gefenda eftir und- arlegustu leiðum. Þú hefur ræktað af mik- illi umhyggjusemi eitthvað sem þér er annt um, og þú færð það allt borgað til baka. (23. okt. - 21. nóv.) Sporðdreki Þegar staðan á reikningnum þínum hristir upp í þér, finnst þér eins og það hafi gerst áður – oft. Það er rétt, en núna hefurðu reynslu til að takast á við málið. (22. nóv. - 21. des.) Bogmaður Maður hræðist bara það sem maður getur ekki nefnt á nafn. Hvernig væri að gefa ótta þínum nafn og kynna þig fyrir honum? Jafnvel faðma hann að þér? (22. des. - 19. janúar) Steingeit Þú ert svo samdauna vissu um- ræðuefni að þú sérð ekki það augljósa í málinu. Ef þig vantar hjálp frá stjörnunum verður þú að biðja um hana. (20. jan. - 18. febr.) Vatnsberi Mae West sagði: „Þegar ég er góð, er ég mjög góð, en þegar ég er vond, er ég enn betri.“ Góð? Vond? Þetta er allt afstætt. Fylgdu eigin reglum. (19. feb. - 20. mars) Fiskar Hvers vegna að eyða öllum skipu- lagshæfileikunum í vinnuna? Einkalífið hefði gott af því að njóta þeirra hæfileika. Skipuleggðu aftur í tímann og hlutirnir rata á réttan stað. Stjörnuspá Holiday Mathis 13. júní 1846 Sölvi Helgason (f. 1820, d. 1895), alþýðulistamaður og landsþekktur flakkari, var dæmdur í hæstarétti til að sæta 27 vandarhögga refsingu fyrir flakk og svik. 13. júní 1870 Gránufélagið var stofnað á Akureyri til að efla innlenda verslun. Það annaðist um tíma tíunda hluta af útflutningi landsmanna og átti fimm skip í vöruflutningum. Gránu- félagið sameinaðist öðrum verslunum 1912. 13. júní 1875 Jón Sigurðsson forseti ávarp- aði skólapilta í Reykjavík. Hann sagði að eitt af skilyrð- unum fyrir því að geta orðið nýtur maður væri að þola stjórn og bönd. Frelsi án banda, án takmörkunar, væri ekki frelsi heldur agaleysi og óstjórn. 13. júní 1922 Gengisskráning íslensku krón- unnar hófst, en áður hafði hún fylgt þeirri dönsku. Þetta gerðist þá … Heimild: Dagar Íslands | Jónas Ragnarsson Tvær duglegar stelpur, þær Jó- hanna Karen Pálsdóttir og Vigdís Kristjánsdóttir, héldu tombólu í Austurveri og söfnuðu flöskum. Þær söfnuðu 15.774 kr. og gáfu til Rauða krossins. Hlutavelta Þórdís Arnljótsdóttir er 45 ára í dag, föstudaginn þrettánda júní. Hún mun vafalaust leika við hvern sinn fingur, enda er þrettán uppáhaldstalan henn- ar. Þannig hefur hún undanfarin þrettán ár unnið sem fréttamaður á RÚV. Fréttamennskan er ekki kjarnakonunni nóg heldur er hún líka með sýn- inguna „Leikhús í tösku“, sem sýnt er hvern vetur í leikskólunum, en hún er leikkona að mennt. Ár hvert heldur Þórdís svokallað kvennasum- arboð, en þá býður hún völdum konum sem hún hefur kynnst í gegnum tíðina upp á mat og drykk. „Af því ég held þetta heima hjá mér get ég því miður ekki boðið öllum sem mig langar til að bjóða,“ segir Þórdís af- sakandi. „Þetta eru konur sem ég hef kynnst úr hinum og þessum átt- um, úr vinnu, úr leiklistarlífinu, úr námi, fréttamennsku og fé- lagsstörfum. Svo á ég frábærar frænkur sem koma, við erum mjög sterkur hópur, frænkuhópurinn,“ útskýrir Þórdís kát í bragði. „Synir mínir, bróðir minn og mágar mega mæta, aðrir karlar ekki,“ bætir hún við, hress en ákveðin. „Ég er bara ógeðslega venjuleg,“ hlær Þórdís aðspurð hvernig hún nýti frítíma sinn. „Það er gaman þegar ég er dugleg í leikfimi en það er nú ekki alltaf,“ segir hún glettin, en Þórdís fer oft í salsadans í há- deginu á föstudögum. Sumrinu ætlar hún að eyða með sonum sínum, Arnljóti Birni og Hrólfi, á Spáni. andresth@mbl.is Þórdís Arnljótsdóttir fréttamaður 45 ára Þrettán uppáhaldstalan ;) Nýbakaðir foreldrar? Sendið mynd af nýja ríkisborgaranum ásamt upplýsingum um fæðingarstað og stund, þyngd, lengd, og nafn foreldra, á netfangið barn@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.