Morgunblaðið - 13.06.2008, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 13.06.2008, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. JÚNÍ 2008 35                            !  "# $     %  &              '        ()    &  % ! '   % *           '! %!   + ,-   . + #          !/  +   ,   !  ()   ! !   &  -        0   1 !   ' ! ! ! &    !  %      !  23  4    % #  %    %    !#    0  !   !'  #  &            !"#$%&!$'%( ) *+,,                                     !         - kemur þér við Sérblað um mat fylgir blaðinu í dag Móðir ráðalaus vegna veikinda sonarins Verðhrun á bréfum í Teymi og Eimskip Stjórnvöld úrræðalaus vegna efnahagsvanda Airwaves bjargað fyrir horn Hætti í óhollustu til að eiga fyrir hesti Hvað ætlar þú að lesa í dag? SIGUR Rós er tvímælalaust ein- hver merkasta hljómsveit Ís- landssögunnar og á alþjóðavett- vangi er hún sennilega með áhrifamestu sveitum samtímans. Hljóðheimur hennar var lengi vel einstakur en vel má færa fyrir því rök að hann hafi jafnframt verið orðinn fullreyndur, eins og síð- ustu tvær hljóðversplötur Sigur Rósar vitna svo vel um. Á þessari fimmtu breiðskífu sveit- arinnar hafa menn því ákveðið að hrista svolítið upp í hlutunum. Öðlingurinn og reynsluboltinn Ken Thomas er staðinn upp úr stól hljóð- meistara og í hans stað hefur nú sest hinn óviðjafnanlegi Flood, sem lengi vel nam við fótskör meistara á borð við Brian Eno og Daniel Lanois. Þá var ákveðið hljóðrita sem mest í lif- andi samspili, auk þess að verja mun minni tíma til eftirvinnslu en áður. Þessi uppstokkun hefur heppnast harla vel og strax í upphafslagi plöt- unnar, „Gobbledigook,“ kveður við nýjan og ferskan tón. Hljómurinn er náttúrulegur, lifandi og hlýr, þar sem kassagítar er í öndvegi. Hraði lagsins er og meiri en menn eiga að venjast frá Sigur Rós, auk þess sem ólík taktbrigði mætast og örva at- hyglina. Undirritaður átti í raunar í stökustu vandræðum með að færa taktferlið rétt til bókar. Afar hress- andi og skemmtilegt. Kærkominn upptakturinn heldur áfram í næsta lagi, „Inní mér syngur vitleysingur,“ þótt taktstríðan sé fyrir bí. Þessi prýðilegi poppsmellur situr allan tímann í fjórum og fjórðu, svo athyglin hvílir nær óskipt á ljóm- andi góðri laglínunni. Flutningurinn ólgar og allur af spilagleði, þar sem hljóðrýmið er nýtt til hins ýtrasta. Tvímælalaust eitt af betri lögum plötunnar og vænlegt til vinsælda. Í þriðja lagi plötunnar, „Góðan daginn,“ draga menn andann sem í dýnamískri rétthugsun og hægja á ferðinni. Þetta er blæbrigðarík ball- aða þar sem ægifagrir strengir frá Amiinu setja sterkan svip á frábæra útsetninguna. Aftur er taktur hertur í fjórða lag- inu, „Við spilum endalaust,“ sem er nokkurs konar tónlistarlegur hálf- bróðir „Vitleysingsins,“ í sams kon- ar takti og á sama hraða. Þetta er glaðvært og gott popp, sem minnir um margt á Bítlana. Þannig gæti laglínan allt eins verið McCartneys og útsetningin þess vegna eftir Martin, þar sem sérdeilis áhrifamik- ill blástur er í öndvegi. Hugtakið „meistaraverk“ kom ósjálfrátt upp í huga undirritaðs, eft- ir hlustun á þessum fyrsta stundar- fjórðungi hinnar nýju plötu Sigur Rósar. Þessi byrjun er og ríflega ágæt. En í fimmta laginu, „Festi- val,“ er eins og botninn detti svolítið úr hinni lofandi byrjun. Eftir heið- bláan himinn og sól er eins og þoku- slæða leggist þungt yfir Mosfellsdal- inn. Glaðværð og gáski eru á bak og burt, en kunnugleg angurværð eldri verka tekur aftur völdin. Lagið er dæmigerð og löturhæg Sigur Rósar- ballaða af gamla skólanum, þar sem eiginlegri lagasmíðinni lýkur snemma en lopinn er teygður enda- laust áfram í tilbreytingarsnauðu hjakki, sem endar svo á klisju- kenndum kraftkafla. Þetta rétt tæp- lega tíu mínútna verk hefði að ósekju mátt missa sín, þótt eflaust sé það ágætt til síns brúks á tón- leikum. Aftur birtir eilítið yfir í sjötta lag- inu, „Suð í eyrum.“ Aðlaðandi þrás- tefjun slaghörpu og hrynheitur pákuleikur leiða inn í ljómandi gott lagið sem þó er til allrar hamingju ekki of langt. Menn hætta þar leik þegar hæst stendur, enda er næsta lag heilar níu mínútur og raunar beint framhald af „Suðinu.“ Þetta er „Ára bátur“ og honum er áfram róið af hárfínum stíganda og í óaðfinn- anlegri dýnamík. Framan af er lág- stemmd en undurfögur laglínan í öndvegi og í lokin nær snilldin há- marki, þegar drengjakór og sjötíu manna sinfónía tekur undir með hljómsveitinni. „Báturinn“ býr yfir öllum þeim listrænu blæbrigðum sem hina langlokuna skorti og er besta verk Sigur Rósar til þessa. „Illgresi“ er áttunda lag plöt- unnar og afbragð. Þar fer Jónsi á kostum, vopnaður kassagítar, í frá- bærri lagasmíð og söng. Breiðskíf- unni hefði að ósekju mátt ljúka á þessu dásamlega lagi, enda gerist fátt markvert eftir það. „Fljótsvík“ er að vísu alveg ágæt smíð, en „Straumnes“ er bara óþarfur enda- hali við hana. Þá gerir lokalagið, „All Alright,“ lítið fyrir heildarmynd plötunnar, þótt ekki sé það slæmt. Með suð í eyrum við spilum enda- laust kemst ansi nærri því að teljast til meistaraverka. Hún markar tví- mælalaust ákveðin tímamót á ferli Sigur Rósar og gefur skýra vísbend- ingu um að sveitin hyggist róa á ný mið. Þó er eins og að menn séu enn í árabátnum, rétt fyrir utan örugga heimahöfnina og bíði þess að betur viðri til siglinga á fjarlægari mið. Róið á ný mið Orri Harðarson TÓNLIST Geisladiskur Sigur Rós – Með suð í eyrum við spilum endalaustbbbbm ÁRNI Matthíasson gagnrýndi fyrstu plötu Sigur Rósar, Von, er hún kom út árið 1997. Hafði hann m.a. þetta um plötuna að segja: „Von Sigur Rósar er ekki plata sem gleypt verður í einum bita og vísast eiga hlutar af henni eftir að standa í nema hörðustu ævintýramönnum. Hún er þó ferskur andblær í rokklíf sem vill staðna í sókn eftir vindi. Vel má vera að sumum þyki platan gamaldags á köflum, enda hugmyndirnar margnotaðar og sitt hvað er ekki nýtt af nálinni. Það breytir því ekki að Von er byltingarkennd plata nú á dögum og metin sem heild er hún fram- úrskarandi.“ Byltingin enn á lífi Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson Á túr Sigur Rós er þessa dagana stödd á tónleikaferðalagi um Bandaríkin en von er á sveitinni hingað til lands síðar í mánuðinum þar sem hún mun leika á stórtónleikum í Laugardalnum ásamt Björk. ASHLEY Cole, atvinnumaður í knattspyrnu, er sagður ausa gjöfum yfir eiginkonu sína Cheryl Cole þessa dagana í von um að hún fyrir- gefi honum að hafa haldið framhjá henni með þremur konum. Cheryl syngur með stúlknaband- inu Girls Aloud og er í tónleikaferð með sveitinni en Ashley er iðinn við að senda henni gjafir. Ashley lagði það meira að segja á sig að fljúga frá London til Birming- ham til að sjá eiginkonu sína syngja og dansa á tónleikum en hann hefur ekki verið þekktur áður af áhuga á tónlistarstörfum eiginkonunnar. Þá segja sögusmettur að Ashley beiti Cheryl þrýstingi hvað barneignir varðar, hann dauðlangi í króga. Slef- berar segja Ashley þeirrar trúar að barneignir muni bjarga hjónaband- inu. Gjafmildur Ashley Cole Reuters Girls Aloud Cheryl Cole er önnur frá hægri í stúlknabandinu fræga.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.