Morgunblaðið - 13.06.2008, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 13.06.2008, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. JÚNÍ 2008 33 Grettir Smáfólk Kalvin & Hobbes Hrólfur hræðilegi Gæsamamma og Grímur Úthverfið Kóngulóarmaðurinn Ferdinand ÉG FÉKK JÓLAKORT FRÁ VINNUMANNINUM ÉG SAKNA HANS ÉG LÍKA... EINS OG ÉG SAKNA ÞESS AÐ VERA MEÐ FLÆR „GLEÐILEG JÓL, SJÓNVARPSGLÁPANDI, KLÓSETTNOTANDI, BÓKALESANDI, DÝNULIGGJANDI, VÆLUKJÓA, BORGARBARN“ VARÚÐ! HUNDUR RÚÐ! DUR VARÚÐ! HUNDUR „VARÚÐ! SUNDUR.“ HVAÐ ÞÝÐIR ÞAÐ? ÞAÐ STENDUR „HUNDUR“ EKKI „SUNDUR“ Ó ÚFF... RITGERÐIN MÍN ER UM LEÐURBLÖKUR... HVER ER AÐ LESA UPP RITGERÐ? ÞIÐ, EÐA ÉG? KALVIN, GÆTI ÉG FENGIÐ AÐ EIGA VIÐ ÞIG ORÐ? „MYRKUR! ALLT Í EINU HEYRIST ÓGNVÆNLEGT HLJÓÐ! ÞÚ HEYRIR LEÐURVÆNGINA HREYFAST! LEÐURBLÖKUR! MEÐ RAUÐ AUGU OG GLAMPANDI VÍGTENNUR! ÞESSAR RISAVÖXNU PÖDDUR ERU...“ LEÐURBLÖKUR ERU EKKI PÖDDUR! HÆ, MAMMA! HVAR ER PABBI? HANN KOM SEINT HEIM Í GÆRKVÖLDI, ÞANNIG AÐ HANN ER ENNÞÁ SOFANDI ERTU ENNÞÁ REIÐ ÚT Í HANN? JÁ ÞEIR GANGA BARA UM MEÐ SVONA STÓRAR KYLFUR TIL AÐ BÆTA UPP FYRIR ÁKVEÐNA HLUTI... ÞÓ AÐ VIÐ ÖLUM BÖRNIN OKKAR UPP MEÐ ÓLÍKUM HÆTTI, ÞÁ FINNST MÉR ÞÚ VERA GÓÐ MÓÐIR TAKK, ADDA... ÞAÐ ER GOTT AÐ VIÐ GÁTUM TALAÐ AÐEINS SAMAN ÞAÐ EITT AÐ TALA UM ÞETTA HEFUR GERT MIG TÖLUVERT RÓLEGRI VARÐANDI ÞETTA ALLT SAMAN ÉG SÉ ÞAÐ! ÞÚ HEFUR LEYFT MAGNA AÐ VERA EINUM ÚTI AÐ LEIKA SÉR Í TÍU MÍNÚTUR ER ÞAÐ?!? VONANDI ER ALLT Í LAGI MEÐ HANN! FRÉTTAFÓLKIÐ GETUR EKKI FENGIÐ NÓG AF M.J. EFTIR AÐ HÚN ROTAÐI DR. OCTOPUS OG EINS OG VENJULEGA SKIPTIR PETER LITLU MÁLI ÉG ÆTLA AÐ SANNA AÐ ÉG HEF RÉTT FYRIR MÉR VARÐANDI ÁTTFÆTLUNA... HANN ER EKKERT NEMA GLÆPAMAÐUR! NEI, JAMESON! HANN ER HETJA! OG ÞAU ERU SÖM VIÐ SIG Velvakandi ÞAÐ er ekki langt fyrir krakkana í Vogaseli, sem er frístundaheimili Vogaskóla, að fara í ævintýraferðir í Laugardalinn þar sem margt er um að vera og eithvað fyrir alla. Morgunblaðið/G.Rúnar Grasagarðurinn í Laugardal Kaþólsk kímni ALVEG er það merki- legt hvað fólk getur stundum haft sterkar skoðanir á málum án þess að hafa í raun skoðað þau svo nokkru nemi. Nú keppast skoð- anaglaðir bloggarar og aðrir við að hneykslast á kaþólska „sér- trúarsöfnuðinum“ sem á víst að þramma í takt og segja upp við- skiptum við Símann, út af Galileo-auglýsing- unum góðu. Ég á kaþ- ólska vini og ættingja og hef ekki heyrt um einn einasta sem ætlar að grípa til þessara ráða. Sjálfur er ég líka kaþólskur og ekki hefur mér dottið þetta í hug; það er langt síðan ég sagði skilið við Símann og það var vegna þess að mér fannst fyrirtækið okra og veita dapra þjónustu. Þessi grátbroslega saga sýnir líka hvað mörgum Íslendingum virðist hætt við að fordæma trúarbrögð sem þeir þekkja ekki vel. Kaþólsk kirkja er ekki sértrúarsöfnuður heldur stærsta kirkjudeild í heimi. Kaþ- ólskir eru ekki einsleit hjörð bók- stafstrúarmanna, ekki frekar en múslimar til dæmis, nú eða sósíal- istar í kalda stríðinu svo maður vaði úr einu í annað. Þótt ég sjálfur til- heyri til dæmis kaþólskri kirkju hef ég margbrotið ýmsar kenningar kirkjunnar, sumar reglulega og með bros á vör ef því er að skipta. Þeir sem vilja endilega hafa skoð- anir á öllu mögulegu ættu kannski að byrja á því að skoða málin áður en þeir fara að fella dóma út og suður. Guðni Th. Jóhannesson. Smáathugasemd um mynd í bókinni Laxness HANNES Hólmsteinn Gissurarson skrifaði eins og flestir vita þrjár bæk- ur um Halldór Kiljan Laxness og er það ágætt í sjálfu sér en enginn dómur verður lagður á þær hér. Þó vil ég benda á eitt atriði. Á bls. 411 í síðasta bindinu er mynd af þeim frændum Laxness og Megasi. Undir myndinni stendur að Megas hafi ort um drykkjumenn sem ætl- uðu að heimsækja Lax- ness á Gljúfrastein en gripu í tómt því hann hafi verið á Fálkagötu. Einnig stendur að drykkjumenn hafi heimsótt Laxness en hann vísað þeim frá og beðið þá að koma er þeim væri batnað. Hvað þessi skrif um drykkjumenn eiga við myndina af þeim frændum er mér algerlega hulið en hið sanna er að þarna voru þeir að ræða Pass- íusálmana í kringum páska 1985 en þá söng Megas þá í Óperunni og Lax- ness las þá á Rás 1. Það var Rás 1 sem leiddi þá tvo saman í þætti er hét Hér og nú og var á dagskrá eftir hádegi á laug- ardögum. Umsjónarmenn þennan laugardag, 30. mars 1985, voru Gunn- ar Kvaran, Atli Rúnar Halldórsson og Gissur Sigurðsson og það var Gunnar Kvaran sem leiddi viðtalið, sem var mjög skemmtilegt. Kiljan hafði orðið að mestu og gerði mikið af því að skýra út hvað Megas var að meina þegar rætt var við hann. Megas sagði t.d. að hann hefði aldrei hlýtt á Passíusálmana en þeir hefðu verið á dagskránni í útvarpinu og ómeðvitað síast inn í sig. Þetta skýrði HKL út og sagði: „Já síast inn vegna skáldskaparins … hann nefni- lega fer aldrei út af laginu.“ Ólafur Auðunsson.        Svarað í síma 5691100 frá 10–12 og 13–15 | velvakandi@mbl.is Félagsstarfeldriborgara Aflagrandi 40 | Kaffi og dag- blaðalestur í Króknum kl. 9-10.30, vinnustofa kl. 9-16.30, bingó kl. 14- 15, Síðasti skráningardagur fyrir sumarferð næstkomandi miðviku- dag. Árskógar 4 | Bað kl. 8.15-16, opin smíðastofa kl. 9-16.30. Púttvöllur kl. 10-16. Bingó fellur niður í júní og júlí. Bólstaðarhlíð 43 | Félagsvist kl. 13.30, vinningar. Hárgreiðslustofa, böðun, almenn handavinna, fótaað- gerð, morgunkaffi/dagblöð, hádeg- isverður, kaffi, slökunarnudd. Félagsheimilið Gjábakki | Handa- vinnustofan opin, hádegisverður og heitt á könnunni, félagsvist kl. 20.30. Félagsheimilið Gullsmára 13 | Vefnaður og jóga kl. 9. Ganga kl 10. og síðan hádegisverður. Félagsstarf eldri borgara, Garða- bæ | Félagsvist kl. 13.30, rúta frá Hleinum kl. 13, frá Garðabergi kl. 13.15. Opið í Jónshúsi til kl. 16.30. Félagsstarf Gerðubergs | Vinnu- stofur opnar kl. 9-16.30. Prjóna- kaffi/Bragakaffi kl. 10, lagt upp í létta göngu um Elliðaárdalinn kl. 10.30. Frá hádegi spilasalur opinn. Miðvikud. 25. júní er árlegur Jóns- messufagnaður í Skíðaskálanum, stjórn. Ólafur B. Ólafsson harm- onikkuleikari. Skráning hafin á staðnum og s. 575-7720. Hraunsel | Félagsmiðstöðin opnuð kl. 9, bridge kl. 13. Hvassaleiti 56-58 | Böðun fyrir hádegi. Hádegisverður kl. 11.30. Bíó kl. 13.30, kaffi í hléi, hársnyrting. Langahlíð 3, félagsmiðstöð | Morg- unkaffi – blaðaklúbbur kl. 10, leikfimi kl. 11, opið hús, vist/brids kl. 13, kaffiveit- ingar. Norðurbrún 1 | Smíða- og handa- vinnustofan er opin kl. 9-16, leikfimi með Janick kl. 13. Vesturgata 7 | Hárgreiðsla, fótaaðgerð- ir og handavinna kl. 9-16, spænska kl. 10-12, hádegisverður, sungið við flyg- ilinn 13.30, kaffiveitingar, dansað í að- alsal kl. 14.30-16. Vitatorg, félagsmiðstöð | Smiðja kl. 9, morgunstund, handavinnustofa opin, leikfimi, hárgreiðslu- og fótaaðgerð- arstofur opnar, bingó kl. 13.30. Uppl. í síma 411-9450. Kirkjustarf Akureyrarkirkja | Kvöldkirkja er opin frá kl. 17-22, kvöldbænir kl. 20.30. Sr. Jóna Lísa Þorsteinsdóttir er til viðtals í kirkjunni og í síma 858-7282. Hvítasunnukirkjan Fíladelfía | Kirkja unga fólksins er kl. 20.30. Mikil lofgjörð og orð Guðs. Nánari upplýsingar er að finna á www.filo.is. Laugarneskirkja | Morgunbæn kl. 8.10.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.