Morgunblaðið - 13.06.2008, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 13.06.2008, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. JÚNÍ 2008 43 www.visindi.is www.visindi.is NR. 6/2008 • Verð í lausasölu 935. kr. VIÐMUNUM FRAMTÍÐINA Þegar minnið bregst er það ekki vegna þess að eitthvað er að því. Minnið er nefnilega ekki hannað til að gefa rétta mynd af fortíðinni heldur þvert á móti til að sjá framtíðina. LAXAR eIgNAsT URRIÐAseIÐI Ný tækni kemur okkur í návígi við líf og dauða risaeðla SPURNINGAROGSVÖR Hver fannupp stafrófið? Af hverju er kjarnorku-sprengjuský svepplaga? Er hægt aðhugsa án tungumáls? Hvehátt uppi verður himininn svartur? Plöntur bólusettar gegn sjúkdómum Til bjargar fiskum í útrýmingarhættu: Hinn raunverulegi LESTIR Á FLUGHRAÐA 400 km/klst. Þvert í gegn umEvrópu á hvarf sporlaust árið 1925 Ótrúleg niðurst aða úr heila rannsók n! NÁNIR vinir tískufrumkvöðulsins Yves Saint Laurent komu saman á heimili hans í borginni Marrakech í Marokkó í byrjun vikunnar og dreifðu þar ösku hönnuðarins sem lést fyrir tíu dögum. Saint Laurent hafði um árabil haft annan fótinn í Marrakech en borgin var honum mjög kær. Þá var reist súla til minningar um hönnuðinn í Majorelle-grasagarð- inum sem Saint Laurent og unnusti hans og samstarfsfélagi Pierre Berge keyptu árið 1980. Garðinn gerðu þeir upp og er hann í dag vin- sæll viðkomustaður ferðamanna. Lítil athöfn var haldin til að minn- ast hönnuðarins og sóttu hana um 88 gestir, þeirra á meðal fyrrum menn- ingarráðherrar Frakklands Renaud Donnedieu de Vabre og Jack Lang sjónvarpskynnirinn Claire Chazal og hundur hönnuðarins Moujik. Reuters Minnisvarði Pierre Berge við súl- una sem reist hefur verið í Marokkó til minningar um unnusta hans. Ösku Laurent dreift í Marokkó LITSKRÚÐUGA karma-kamelljón- ið Boy George ætlar að halda ókeypis tónleika fyrir starfsmenn götuhreinsunardeildar New York borgar. Eins og lesendur muna var tón- listarmaðurinn dæmdur til að sinna samfélagsþjónustu eftir að hann hafði játað á sig að hafa sóað tíma lögreglunnar með því að ljúga til um að brotist hefði verið inn hjá honum, en málið stafaði af því að George hafði verið handtekinn grunaður um vörslu kókaíns. Fékkst George við götuhreinsun í vikutíma í ágúst 2006 og ætlar nú að endurgjalda samstarfsmönnum sínum hjá borginni þann skilning og góðvild sem þau sýndu honum á erfiðum tíma í lífi hans. Fara tónleikarnir fram á fjöl- skyldudegi hreinsunardeildarinnar sem haldinn verður í ágúst og ætlar Boy George að spila úrval af sínum þekktustu smellum. Mun þá líklega hljóma „Karma Camelleon“ og „Do You Really Want to Hurt Me?“, auk annarra kunnra smella popparans. Reuters Þrifalegur Popparinn Boy George sópar götur New York árið 2006 undir vökulum augum fjölmiðla. Heilsar upp á gamla vinnufélaga Í GÆR birtist í Morgunblaðinu grein um þá ákvörðun Elínar Eddu Árnadóttur búningahöfundar að sniðganga verðlaunaathöfn Grím- unnar í ár til að mótmæla meðal- mennsku og röngum áherslum í ís- lensku leikhúsi. Í greininni sagði Elín einhæfni ráðandi og fann að þeim aðferðum eða sjónarmiðum sem ráða tilnefningum til Grím- unnar. Svo virtist sem nokkurs kon- ar Séð og heyrt-stefna ráði för. Morgunblaðið leitaði viðbragða við ummælum Elínar Eddu. „Ég virði að smekkur manna er misjafn, en átta mig ekki alveg á hvað fyrir Elínu Eddu vakir með yfirlýsingu sinni,“ sagði Tinna Gunnlaugsdóttir þjóðleikhússtjóri. „Íslenskt leikhúslíf í dag er bæði mjög metnaðarfullt og fjölbreytt.“ Tilnefningaferlið faglegt Viðar Eggertsson formaður Leik- listarsambands Íslands tók fram að tilnefningar til Grímunnar lúti mjög faglegu ferli. Að valinu stendur 30 manna fjölbreyttur hópur sviðslista- manna og hefur mikið verið upp úr því lagt við samsetningu hópsins að hagsmunaaðilar geti ekki haft áhrif á tilnefningar með óeðlilegum hætti. „Öll sviðsverk sem flutt eru af at- vinnumönnum sitja við sama borð í ferlinu,“ sagði hann. „Mér þykja til- nefningarnar vera vitnisburður um glæsilegt leiklistarlíf á Íslandi.“ Ekki náðist í Guðjón Pedersen fráfarandi leikhússtjóra Borgarleik- hússins í gær. Vísa á bug gagnrýni Tinna og Viðar segja íslenskt leikhúslíf metnaðarfullt, fjölbreytt og glæsilegt Morgunblaðið/G.Rúnar „Glæsilegt“ Viðar Eggertsson Morgunblaðið/Kristinn „Fjölbreytt“ Tinna Gunnlaugsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.