Morgunblaðið - 13.06.2008, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 13.06.2008, Blaðsíða 19
fæst, nema að í Álnavörubúðinni fæst ekki matur.“ Dóróthea er alltaf með heitt kaffi á könnunni og oft eitthvað með. „Hingað kemur fólk til að fá sér kaffisopa, skoða hvort einhverjar nýjar vörur séu komnar, og svo er það spjallið. Ég fæ að heyra hinar ólíklegustu sögur frá viðskiptavinum mínum. Hér er önnur menning en tíðkast í verslunum á höfuðborg- arsvæðinu, þar gefur fólk sér ekki tíma til að spjalla. Hér er þetta per- sónulegra. Á köldu dögunum í vetur setti ég til dæmis stundum borð út á götu og bauð upp á heitt súkku- laði með rjóma og á bolludaginn kom ég með rúmlega tvö hundruð heimabakaðar bollur fyrir við- skiptavinina.“ Dóróthea leggur áherslu á að vera með ódýrar vörur, rétt eins og venjan var hjá fyrri eigendum. „Við erum með skó og fatnað fyrir fólk á öllum aldri og líka í yfirstærð- um. Hér er til dæmis hægt Krumpugallar Eitt af einkenn- um Álnavörubúðarinnar og fást þar enn. Föt hanga í lofti Til að nýta pláss og til að skapa rétta andrúmsloftið. Starfsstúlkurnar Kristbjörg og Sara. að fá skó alveg upp í númer 50 og fatnað upp í 6XL. Hingað kom eitt sinn maður sem vildi kaupa fimmtíu kvennærbuxur í yfirstærð. Ég hélt hann væri að grínast, en hann var þá með útfararþjónustu og vildi eiga klæði fyrir hina látnu í öllum stærð- um. Eftir þetta sögðum við að hjá okkur í Álnavörubúðinni væri hægt að fá allt frá vöggu til grafar.“ myndaauðginni er einfaldlega sveita- lífið. Það er svo mikið frelsi í sveitinni, maður er ekki heftur og hefur hlutina eftir sínu eigin höfði. Með vorblóm- unum spretta hugmyndirnar upp og gleðin felst í því að framkvæma þær.“ Að sögn Helga er hönnunin inn- blásin af eyfirskum húsmæðrum og heimasætum. „Beate hefur líka gert fornaldarbúninga og við höfum gam- an af því að skoða þetta gamla. Við erum í ákveðinni bylgju sem hefur verið kölluð nýrómantík en teygjum okkur inn á svið gotneskrar tísku.“ Helgi segist ekki stefna á fjölda- framleiðslu á fötunum. „Nei, fötin eru auðvitað til sölu en við erum alveg á móti fjöldaframleiðslu. Það er mikið skemmtilegra að skapa en að fram- leiða.“ Litadýrðin segir Helgi að fylgi árstíðinni en vilji fólk lengja sumarið sé hægt að ganga í fötunum fram á næsta vetur. Helgi og Beate bjóða ferðalanga og heimamenn velkomna í Vaðlareit í kvöld til að berja augum, að eigin sögn, glæsileg og glyðruleg föt. Tón- listarmenn munu spila undir og áhugasamir geta nælt sér í eintak af tímaritinu „Eyfirska tískan. Morgunblaðið/Hjálmar S. Brynjólfsson Hönnuðirnir Helgi Þórsson og Beate Stormo hafa mörg járn í eldinum. vín MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. JÚNÍ 2008 19 Eftir Steingrím Sigurgeirsson sts@mbl.is Hver segir að góð Toscana-vín þurfiað vera dýr? Þótt vissulega getiódýr einfaldur Chianti oftar enekki valdið vonbrigðum og jafnist langt í frá á við „Chianti Classico“-vínin eru einnig dæmi um vel gerð og aðgengileg Chi- anti-vín sem eru hin ágætustu matarvín. Vínsamlög eru jafn misgóð og þau eru mörg. Eitt þeirra sem skara fram úr er Cantine Leonardo da Vinci sem finna má skammt frá smáþorpinu Vinci, fæðingarstað Leonardos. Vínin frá Cantine Leonardo eru öll vönduð, vel gerð og stílhrein og ekki spillir fyrir að þau eru hóflega verðlögð. Leonardo Trebbiano 2007 er ungt og ferskt sumarhvítvín frá Toskana. Sítróna, lime og sætar perur ásamt hvítum blómum, í munni ferskt og þægilegt. 1.190 krónur. 86/ 100 Da Vinci Chianti 2006 er ungt og mjúkt rauðvín, framleitt úr þrúgum – að- allega Sangiovese – frá bændum á hæðunum í kringum Vinci og Cer- reto Guidi. Krækiber og kirsuber í nefi, örlítið kryddað með beiskum möndlum. Milt tannínbit í munni sem gerir þetta að ágætis matarvíni, t.d. með pasta- og kjötsósuréttum (bolognese, lasagna). 1.290 krónur. 86/100 Suður af Toskana er héraðið Úmbría og einn þekktasti framleiðandinn þar heitir Arnaldo-Caprai. Vínið Montefalco er framleitt úr tos- könsku þrúgunni Sangiovese ásamt virtustu rauðvínsþrúgu Úmbríu-héraðsins, Sagrant- ino. Ávöxturinn er mjúkur, með áberandi skógarberjum og dökkum kirsuberjum, jarð- bundið, ungt og nokkuð kryddað, þétt en ekki breitt. 2.190 krónur. 88/100 Annar ítalskur framleiðandi sem Íslend- ingum er að góðu kunnur er Pasqua. Það fyrirtæki hefur á undanförnum árum fært út kvíarnar og m.a. fjárfest töluvert á Sikiley. Afrakstur af því er t.d. Kalis Nero di Avola 2006. Sveskjur, rúsínur og þroskaðar plómur í nefi, mjúkt og ljúft í munni, vottur af dökku súkkulaði og tannínum. 1.090 krónur. 87/100 En þá yfir til Þýskalands og Móseldalsins þar sem er að finna Ernst Loosen, einn virt- asta vínframleiðanda Evrópu, er m.a. hefur hlotið nafnbótina Maður ársins hjá breska tímaritinu Decanter. Dr. Loosen Bernkasteler Ley Riesling er heillandi hvítt Móselvín. Fersk ávaxtabomba með sætum sítrus og ferskjum. Það er létt í áfengi (7,5%) og þar með kaloríum, fyrir þá sem eru í slíkum pælingum en stendur samt alveg fyrir sínu. Gott í sumri og sól sem for- drykkur eða með léttum forréttum. 1.470 krónur. 89/100 Sumarlegir Ítalir og einn Þjóðverji Vínin frá Cant- ine Leonardo eru öll vönduð, vel gerð og stíl- hrein og ekki spillir fyrir að þau eru hóflega verðlögð.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.