Morgunblaðið - 13.06.2008, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 13.06.2008, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. JÚNÍ 2008 17 ÞAÐ MÁ með sanni segja að framlag Gallerís Ágústs til listahátíðar í ár sé smellið, enda sýnir þar Andrea Ma- ack undir yfirskriftinni SMART. Andrea hefur brugðið sér um stund- arsakir í gervi ilmvatnsframleiðanda og kveðst í samvinnu við franskt ilm- vatnsfyrirtæki hafa „sett á mark- aðinn“ nýja tegund ilmvatns – SMART. Hún hefur einnig hannað og hand- unnið umbúðirnar: flöskur sem skreyttar eru teikningum Andreu og forláta öskjur úr hertu plastefni. Markaðssetningin er af listrænum toga: fjögur ilmvatnsglös, ásamt hvít- um, hringlaga öskjunum, hanga á vegg gallerísins líkt og um fallega lágmynd væri að ræða. Á öðrum vegg hanga pappírsstrimlar sem gestir mega taka til að fá á ilmvatnsprufu. Pappírsstrimlarnir eru upprunalega hluti af uppstækkaðri teikningu eftir listamanninn sem var hlutuð niður og fest þannig á vegginn. Teikningin hverfur þannig smám saman af veggnum, eftir því sem fleiri gestir ná sér í „prufu“ og hafa hluta af sýning- unni með sér heim. Andrea líkir hér eftir venjubund- inni vörukynningu en snýr upp á hana og einangrar sem listræna at- höfn í samhengi listgallerísins. Skírskotað er til þess tákngildis sem lagt er í vörur í auglýsingum: slíkt gildi getur gefið til kynna eft- irsóknarverðan lífsstíl sem fylgir neyslu vörunnar. Andrea beinir hins vegar athygli áhorfenda/neytenda að hinu metnaðarfulla handverki og hugviti sem oft býr í hönnun og útliti slíks varnings. Hér er hönnunin ekki í beinni þjónustu lífsstílsímyndar held- ur staldrar áhorfandinn við sýning- arefnið sem slíkt. Fyrirætlun listamannsins virðist sú að breyta sýn áhorfandans á hinn upprunalega varning og vekja hann til umhugsunar um sjálfsmynd sína sem neytandi, og ekki síst um mörk fjöldaframleidds varnings og list- ræns. Slík stílbrögð eru ekki ný af nálinni í samtímalistum en sýningin hefur fágað og lokkandi yfirbragð og má því segja að Andreu takist að rugla sýningargesti í ríminu með at- hyglisverðum hætti; með því að láta þátttökureynslu þeirra í hinum list- ræna gjörningi renna saman við kunnuglega reynslu og algleymi neytandans. Ilmandi neysla Morgunblaðið/Valdís Thor Ilmurinn Áhorfandinn er vakinn til umhugsunar um sjálfsmynd sína sem neytandi, segir m.a. um sýninguna. MYNDLIST Gallerí Ágúst Til 28. júní 2008. Opið miðv.-lau. kl. 12- 17 og eftir samkomulagi. Ókeypis aðgangur. SMART – Andrea Maack Anna Jóa Á SÍÐARI tónleikum Njúton í Frí- kirkjunni var m.a. boðið upp á þrjár íslenskar tónsmíðar. Sú fyrsta var eftir Atla Heimi Sveinsson og nefndist „Fluff and Drama“. Ég verð að viðurkenna að mér leist ekki nógu vel á hana í byrj- un, hún virtist aðallega vera hjakk á fremur óaðlaðandi tónahendingum sem engan tilgang virtust hafa. En síðan gerðist eitthvað. Hjakkið smám saman leystist upp í áleitna en draumkennda tónaleiðslu, síendur- tekin stefbrot sem höfðu undarlega róandi áhrif á mann. Þessi flötur á verkinu varð stærri og stærri, uns hann breiddist út í óendanleikann; of- urveikir hljómar runnu saman við ei- lífðina og var það undursamlega vel útfært undir nákvæmri stjórn Úlfars Inga Haraldssonar. „Sononymoys fyrir píanó og tölvu“ eftir Hilmar Þórðarson kom einnig prýðilega út. Það gerðist svo sem ekki mikið í tónlistinni, sem hér var í „unplugged“ útgáfu, en allir framandi hljómarnir er Tinna Þorsteinsdóttur píanóleikari spilaði voru fallegir og sköpuðu notalega stemningu. Nokkuð síðri var „v18“ eftir Kol- bein Einarsson, sem þær Tinna og Berglind María Tómasdóttir flautu- leikari léku. Vissulega lofaði róleg byrjunin góðu, en það varð aldrei neitt úr henni og því var heild- armyndin óttaleg flatneskja. Nú getur auðvitað verið að Kol- beinn hafi aðeins ætlað sér að skapa tímalaust augnablik með stuttu tón- verki – það þarf ekki alltaf eitthvað að GERAST í músík. En útfærslan virk- aði ekki, verkið var bara allt í einu bú- ið. Mér dettur í hug að ástæðan hafi, a.m.k. að hluta til, verið aðstæður í Fríkirkjunni, flygillinn þar er ótta- lega leiðinlegt hljóðfæri og hann var eingöngu opinn að hálfu leyti. Ég held að það hafi verið mistök – dósa- hljómurinn í honum var ekki til að auka á sjarmann, hvað þá að skapa tímalausa stemningu, þvert á móti. Eftir stutt hlé var komið að stóru tónsmíðinni á efnisskránni. Það var „Indigenous Music II“ eftir Stephen Lucky Mosko, sem var kennari Kol- beins í Kaliforníu. Í tónleikaskránni mátti m.a. lesa eftirfarandi um verk- ið: „Þarna má glöggt heyra að dýrt er kveðið – mörg fínleg blæbrigði í hljómi og rytma ásamt fágætri virkj- un samspils hljóðfæraleikaranna fær- ir þér stórkostlegan hljómaheim sem seint er hægt að verða þreyttur á“. Það reyndust ekki orð að sönnu. Jú, sannanlega samanstóð tónlistin af allskonar blæbrigðum sem for- vitnilegt hefði verið að upplifa undir betri kringumstæðum, en vandamálið var bara að hljómburðurinn í Frí- kirkjunni er alls ekki góður. Það er eitthvað þurrt og leiðinlegt við hann sem gerir að verkum að tónlist þar inni nær aldrei að komast á flug. Og þegar um er að ræða íhugunar- kenndan hljómagerning þar sem út- færsla blæbrigða skiptir höfuðmáli, blæbrigða er skila sér ekki í ómlausu rýminu, þá er einmitt mjög auðvelt að verða þreyttur. Satt best að segja var upplifunin sársaukafull, ekki síst þar sem kirkjubekkirnir voru andstyggilegir, og maður varð þeirri stund fegnastur þegar tónleikarnir voru búnir. Sárs- aukafull upplifun TÓNLIST Fríkirkjan Tónsmíðar eftir Atla Heimi Sveinsson, Kolbein Einarsson, Hilmar Þórðarson og Stepen Mosko. Flytjandi: Njúton (Berg- lind María Tómasdóttir, Matthías Nar- deau, Rúnar Óskarsson, Una Sveinbjarn- ardóttir, Hrafnkell Orri Egilsson, Gunnlaugur Torfi Stefánsson, Tinna Þor- steinsdóttir, Hrönn Þráinsdóttir, Frank Aarnink, Eggert Pálsson og Árni Áskels- son). Stjórnandi: Úlfar Ingi Haraldsson. Sunnudagur 8. júní. Kammertónleikarbbnnn Jónas Sen KLASSÍSKIR hljómdiskar með und- irstöðuverkum gömlu stórmeist- aranna eru ekki daglegt brauð á ís- lenzkum plötumarkaði og að auki sjaldan víst hvort þeir ná alþjóðlegum hljómgrunni. Má því kalla aðdáun- arvert hvað hljómlistamenn landsins láta samt frá sér fara, jafnvel þótt mest sé út á innlendan status, miðað við almennt minnkandi plötusölu seinni ára heima sem heiman. En vitaskuld er það rakið sjálf- stæðismál að blanda virku geði við framlög fremstu erlendra hljómlist- armanna. Engu minna vert en að reka sjálfstætt menningarþjóðfélag án tillits til smæðar. Þrátt (ef ekki einkum) fyrir aðeins 78 ára aldur fyrstu tónlistarskóla okkar og 58 ára sögu sinfóníuhljómsveitar, sem telst aðeins brot af rótfastri tónlistar- arfleifð nágrannaþjóðanna sunnar í álfu. Samanburðarkrafan verður því óhjákvæmilega geysihá þegar jafn- víðkunn standardverk og á þessum diski eiga í hlut. Frammistaða flytj- enda er háð jafn miskunnarlausum smásjárkröfum og t.d. árangur for- ystusöngvara í 30 þekktustu óperum Vesturlanda. Enda viðmiðunin aug- ljós – og geigvæn. En hafi einhver fyrri viðleitni okk- ar fólks stundum átt misjafnt erindi á alþjóðlegum vettvangi, þá er manni hins vegar skapi næst að álykta að þetta framlag þeirra Bryndísar Höllu og Steinunnar Birnu eigi það fullt og óumdeilanlegt. Hið yndissnjalla litla fjórþætta verk Jóns Nordal frá 1992, Myndir á þili, man ég varla eftir að hafa heyrt betur flutt, og vekur sam- stundis spurninguna um hvort ekki fleiri íslenzk verk hefðu komið til greina, t.a.m. þjóðlagaútsetningar Hafliða Hallgrímssonar fyrir sömu áhöfn. Svona til að blaka frekar þjóð- fánanum. Arpeggione-sónata Schuberts er bráðskemmtilega útfærð, sem og Nocturne Chopins og þríþætt stór- perlusónata Brahms í e Op. 38 – hvað þá þríþætt fútúrísk sónata Debussys í d–moll. Allt afar hlustvæn en um leið burðug hágæðaverk sem hlusta má á hvenær sem er. Hnífsamtaka flutn- ingurinn er nær örðulaus; lifandi og slyngilega mótaður í hendingum jafnt sem í styrk. Og þó fetta mætti fingur í umfjöllunarleysi diskheftis um verk- in, þá fann ég fátt að fleiru nema hvað upptökustaðir I og V virtust skila skýrari píanóhljómi en II–IV. Ríkarður Ö. Pálsson Óumdeilanlegt alþjóðaerindi TÓNLIST Geisladiskur Verk eftir Jón Nordal (I), Schubert (II), Chopin (III), Brahms (IV) og Debussy (V). Bryndís Halla Gylfadóttir selló, Steinunn Birna Ragnarsdóttir píanó. Upptökur: Guðmundur K. Jónsson í Studíói A RÚV 8/2008 (I), Páll S. Guðmundson í Von, Efstaleiti 1/2007 (II–IV) og Hreinn Valdi- marsson í Víðistaðakirkju 9/2002 (V). Tónmeistari: Bjarni R. Bjarnason. Lengd: 74:05. Útgáfa: Smekkleysa, SMC11, 2007. Myndir á þili. bbbbn Fjórar stjörnur Bryndís Halla og Steinunn Birna skila sínu vel. INNSETNING Jóhannesar Atla í 101 gallery er til- þrifamikil á leikrænum nót- um þar sem dramatísk lýs- ing og búningar eða gervi eru áberandi. Fjórar svart- og hempuklæddar verur, sem freistandi er að tengja við höfuðáttirnar fjórar, eru í aðalhlutverki og sýna ein- hvern dulrænan fórn- argjörning – eða galdur í tengslum við lítið barn með ásjónu skrímslis. Ásaumaðir og vatteraðir fánar með áleitnu og stundum óhugn- anlegu myndefni virka sem eins konar leiktjöld og und- arlegar uglur skríða á jörð- inni. Verk sem ber yfirtit- ilinn „Flöskur/Spirit“ hafa yfirbragð frumstæðra átrúnaðarlíkneskja þar sem hver flaska er í líki ein- hverrar tákngerðrar per- sónu og ber nafn á borð við Prestur, Dandy eða Taktur. Nærtækast er að lesa sýninguna sem ádeilu á vín- og leikhúsguðinn Díónýsus eða Bakkus eins og við ís- lendingar köllum hann. Ádeilu frekar en upphafn- ingu vegna óhugnanlegrar myndraðar sem ber titilinn „Dá“ og vísar í örlög raun- verulegs fólks en ekki bara leikbrúða. Díónýsus hefur ákaflega margar skírskot- anir og hefur verið upphaf- inn mjög í listum hvers konar, ekki síst í nútíma- og samtímalistinni. Eft- irsóttir eiginleikar hans hafa verið frelsi, flæði, sam- runi, leikur og víma. Í myrkara ljósi má þó tala um stjórnleysi, upplausn, sundrungu, sjálfsfirringu og lífsflótta tengdan eitri hvers konar. Hinn holi hljómur leikhúsmyndarinnar á því ákaflega vel við inntak sýn- ingarinnar (eins og ég les það). Hin trúarlega vídd sem fléttuð er inn í verkin undirstrikar að hinn holi hljómur tekur sér bólfestu ekki bara á yfirborðinu heldur í innsta kjarna mannlegs lífs. Hér er ekki á ferðinni gamanleikhús heldur upp- setning tómhyggjuh- armleiks án allra jákvæðra skírskotana. Fæðing harmleiks Leikræn sýning Í gagnrýni segir m.a. að „Flöskur/Spirit“ hafi yfirbragð frumstæðra átrúnaðarlíkneskja. MYNDLIST 101 gallery Hverfisgötu Sýningin stendur til 27. júní. Op- ið fimmtudaga til laugardaga frá kl. 14-17 Jóhannes Atli Hinriksson – Te- nebrae bbbmn Þóra Þórisdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.