Morgunblaðið - 13.06.2008, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 13.06.2008, Blaðsíða 36
Kemur hnútafræði að einhverju gagni í daglegu lífi? Ekki í mínu daglega lífi enda kann ég ekki að reima. Hvaða stærðfræðiþraut myndiðu helst vilja leysa? Riemann-tilgátuna. Fylgja stærðfræðigáfunni einhver vandræði? Áttu t.d. í erfiðleikum með að tala við fólk? Nei, nei, hér gætir misskilnings og gamaldags við- horfa. Stærðfræðingar eru almennt sniðugir, mann- blendnir ljúflingar og hrókar alls fagnaðar sama hvert þeir koma. Hversu langan tíma tekur að harðsjóða egg? Það fer auðvitað eftir fuglategund- inni. Hvort myndir þú vilja vera Stephen Hawk- ing eða Hugh Hefner? Hugh Hefner, hann á svo góða að. Hvers viltu spyrja næsta viðmælanda? Finnst þér að Fót- bolta- og fjárfest- ingarfélagið Söl- lenbergers ætti að fara á markað? Lýstu eigin útliti Vinalegur. Hvaðan ertu? Úr Fossvoginum en ættaður að norðan og bjó nokkur ár í Gautaborg. Átt þú vin sem er eins og HE-man? (spyr seinasti að- alsmaður, Hreiðar Levy Guðmundsson) Já, Ásgeir „geirfuglinn“ Birkisson. Hvað ætlaðirðu að verða þegar þú varst lítill? Kokkur. Hvað tekurðu í bekk? 75 kg. Ef þú værir ofurhetja með sérstaka stærðfræðihæfi- leika, hvaða vopnum stærðfræðinnar myndir þú beita? Ég myndi deila í skúrkana með núlli og þrídiffra þá síðan í spað. Hvort kýstu heldur, kósínus eða sínus? Sínus. Ertu góður í rúmfræði? Já, ég er vel að mér í fræðum Evklíðs. Ef þú ættir að sýna fram á stærðfræðisnillina með stærðfræðipikköpplínu, hvernig væri hún þá? Má bjóða þér í ævintýraferð um víðar lendur algebru- legrar grannfræði? Lagðirðu áherslu á hreina stærðfræði eða heimfærða stærðfræði („applied mathematics“)? Hreina stærðfræði, hún fullnægir betur. Hver er spurningin við svarinu 42? Hvað er 7 sinnum 7? Þeir sem kunna ekkert í stærðfræði eru … … óheppnir. Hálfpottur af bjór eða tvöfaldur espresso? Hálfpottur af bjór. Hvaða bók mælirðu með fyrir lesendur? Ástríkur og hringvegurinn. Áttu þér uppáhaldsstærðfræðing? Leonhard Euler. Með hvaða þjóð heldurðu á EM í knattspyrnu? Svíum. Áttu þér uppá- haldsleik- ara? Leikaraliðið í Fóstbræðrum með Gunnar Jónsson í broddi fylk- ingar. Uppáhalds- kvikmynd? Happy Gil- more. HÖSKULDUR PÉTUR AÐALSMAÐUR VIKUNNAR KOMST Í FRÉTTIR Í VIKUNNI FYRIR AFBURÐAÁRANGUR Í STÆRÐFRÆÐI VIÐ HÁSKÓLA ÍSLANDS, ÚTSKRIFAÐIST MEÐ 10 Í EINKUNN Í SVO TIL ÖLLUM FÖGUM. Morgunblaðið/Árni Sæberg Klár Aðalsmaður vikunnar er Guðmundsson og líklega klár- astur allra aðalsmanna Morg- unblaðsins fyrr og síðar. 36 FÖSTUDAGUR 13. JÚNÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ MARGIR hafa það fyrir sið að kúra undir feldi á föstudeginum 13. enda dagurinn sá göróttur í meira lagi og álögum bundinn. Fátt stöðvar þó alvöru rokkara og verður dagurinn umfaðmaður með sveittu hryllings- rokki á tónleikastaðnum góða Org- an þar sem lifrin hlær dátt alla daga vikunnar. Hljómsveitirnar Klaus, Malneirophrenia, Ask the Slave og Skarkári leika en sú síð- astnefnda er samsláttur úr Mal- neirophrenia og Ask the Slave og mun leika alls þrettán lög sem öll eiga tildrög sín í hryllingsmyndum, samkvæmt Ragnari Ólafssyni, söngvara Ask The Slave. „Við tökum lög úr myndum eins og Gremlins, Halloween, The Shin- ing og Friday The 13th auðvitað,“ segir hann. „Og nokkrum minna þekktum líka.“ Áhugasamir eru hvattir til að mæta suddalegir og illa útlítandi og áhættan er þess virði, enda er frítt inn þetta kvöld. Óhappadegi fagnað á Organ Þjóðleikhúsið Af öllum sviðum lífsins 551 1200 | midasala@leikhusid.is Miðasalan er opin mánudaga og þriðjudaga kl.12:30-18:00, aðra daga vikunnar frá kl. 12:30 til 20, og alltaf klukkustund fyrir sýningu ef um breyttan sýningartíma er að ræða. Stóra sviðið Ástin er diskó - lífið er pönk Lau 14/6 kl. 20:00 Ö Sýningar haustsins komnar í sölu Gríman - íslensku leiklistarverðlaunin Fös 13/6 kl. 20:30 Borgarleikhúsið 568 8000 | midasala@borgarleikhus.is Dauðasyndirnar-guðdómlegur gleðileikur (Litla sviðið) Lau 14/6 kl. 20:00 Ö Sun 15/6 kl. 20:00 U Sumarnámskeið Sönglistar Mán 16/6 kl. 10:00 Mán 23/6 kl. 10:00 U Mán 30/6 kl. 10:00 U Mán 7/7 kl. 10:00 Mán 14/7 kl. 10:00 Mán 21/7 kl. 10:00 Landnámssetrið í Borgarnesi 437 1600 | landnamssetur@landnam.is Saga til næsta bæjar (Á Sögulofti) Sun 15/6 kl. 20:00 gamansögur Sun 22/6 kl. 20:00 úrslitakvöld Landskeppni sagnamann BRÁK eftir BrynhildiGuðjónsdóttur (Söguloftið) Lau 14/6 kl. 20:00 Ö Sun 15/6 kl. 16:00 U Lau 28/6 kl. 15:00 Lau 28/6 kl. 20:00 Ö Þrjár tilnefningar til Grímunnar Mr. Skallagrímsson eftir Benedikt Erlingsson (Söguloftið) Lau 14/6 kl. 15:00 U Lau 21/6 kl. 15:00 U Lau 21/6 kl. 20:00 U Möguleikhúsið 5622669 / 8971813 | moguleikhusid@moguleikhusid.is Aðventa ((Möguleikhúsið/ferðasýning)) Lau 5/7 kl. 22:00 F edinborgarhúsið ísafirði Iðnó 562 9700 | idno@xnet.is Geirfuglar útgáfutónleikar Mán 16/6 kl. 00:00 Sigurður Guðmundssonog Memfismafían / Oft spurði ég mömmu Sun 15/6 kl. 13:00 Act alone í Iðnó Þri 8/7 kl. 00:00 Hvanndalsbræður Tónleikar Fös 13/6 kl. 21:00 Benni Hemm Hemm og Ungfónía. Sitjandi tónleikar. Fim 19/6 kl. 19:00 Benni Hemm Hemm og Ungfónía. Fim 19/6 kl. 22:00 Frú Norma 4711166 | norma@frunorma.is Soffía mús á tímaflakki (Sláturhús - Menningarsetur ) Lau 14/6 frums. kl. 16:00 F Sun 15/6 kl. 16:00 F Þri 17/6 kl. 16:00 F Þri 17/6 kl. 18:00 F Fim 19/6 kl. 18:00 F Verkið er sýnt í Sláturhúsinu - Menningarsetur, við Kaupvang, Egilsstöðum Kómedíuleikhúsið Ísafirði 8917025 | komedia@komedia.is Act alone á Ísafirði (Hamrar/Edinborgarhúsið) Mið 2/7 kl. 20:00 steinn steinarr/búlúlala - öldin hans steins Fim 3/7 kl. 12:00 örvænting, það kostar ekkert að tala í gsm hjá guði, álfar, tröll og ósköpin öll, kínki skemmtikraftur að sunnan, lífið hans leifs, englar í snjónum Fös 4/7 kl. 12:00 munir og minjar, súsan baðar sig, ég bið að heilsa, sinfóníuhljómsveit sex strengja, fragile, aðventa Lau 5/7 kl. 13:00 eldfærin, jói, langbrók, pétur og einar, blúskonan einleikinn blúsverkur, völuspá, superhero Sun 6/7 kl. 14:00 chick with a trick, vestfirskir einfarar, aðrir sálmar Leiklistarhátíð Búlúlala - Öldin hans Steins (Hamrar Ísafirði/Ferðasýning) Lau 21/6 kl. 17:00 snjáfjallasetur Mið 2/7 kl. 21:30 Ég bið að heilsa - Jónasardagskrá (Edinborgarhúsið) Fös 4/7 kl. 16:30 Gísli Súrsson (Haukadalur Dýrafirði/ferðasýning) Fös 27/6 kl. 20:30 baldurshagi bíldudal Mið 9/7 kl. 16:00 U 170 sýn. Pétur & Einar (EinarshúsBolungarvík) Fim 19/6 kl. 20:00 Lau 5/7 kl. 17:00 MIKIL leynd hafði hvílt yfir vænt- anlegri útgáfu bókaútgáfurisans Simon & Schuster sem hafði lofað spennandi stjörnuævisögu í júl- ímánuði. Nú hefur hulunni veri svipt af bókinni Life With My sister Madonna, sem á íslensku mætti þýða Líf með systur minni Madonnu og segir Christopher Ciccone þar frá sjálfum sér og systur sinni Mad- onnu Louise Ciccone Ritchie, sem flestir þekkja best einfaldlega sem Madonnu. Bókina vann Christopher í samvinnu við Wendy Leigh sem hefur ritað ævisögur fólks á borð við Lizu Minelli, Grace Kelly og Arnold Schwarzenegger. Christopher Ciccone hefur starf- að mikið með stóru systur. Hann kom að hönnun og stjórnun tón- leikaferðarinnar Girlie Show árið 1993 og var listrænn stjórnandi heimildarmyndarinnar Madonna: Truth or Dare sem kom út 1991. Fyrsta upplag bókarinnar verður 350.000 eintök en ekkert hefur ver- ið gefið uppi um höfundarlaun Christophers. Skyld Nú er stóra spurningin hvort litli bróðir ber Madonnu vel söguna. Litli bróðir Madonnu gefur út ævisögu sína Miðasala S. 545 2500 www.sinfonia.is ■ Fös. 20. júní kl. 19.30 20 horn - og einn sólisti Stjórnandi: Stefan Solyom Einleikari: Radovan Vlatkovic Sinfóníuhljómsveitin lýkur starfsárinu með stæl og flytur hina risavöxnu Alpasinfóníu Richard Stauss, hin sívinsælu ævintýri Ugluspegils og hornkonsert nr. 2 eftir sama höfund. Horn eru í aðalhlutverki á tónleikunum, konsertinn er eitt snúnasta virtúósastykki tónbókmentanna og í Alpasinfóníunni duga ekki færri en tuttugu horn til að magna upp þá náttúrustemmingu sem Strauss vildi. Sinfóníuhljómsveitin þakkar samfylgdina á starfsárinu. Endurnýjun áskriftarkorta hefst að vanda í ágúst og sala nýrra áskrifta skömmu síðar. Fylgist með á www.sinfonia.is.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.