Morgunblaðið - 13.06.2008, Síða 27

Morgunblaðið - 13.06.2008, Síða 27
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. JÚNÍ 2008 27 ✝ Stefanía ÓlöfStefánsdóttir fæddist í Hergilsey á Breiðafirði 4. október 1918. Hún lést á hjúkr- unarheimilinu Sunnuhlíð að morgni 5. júní síð- astliðins. Foreldrar hennar voru Stefán Jónsson, f. 27. sept- ember 1888, d. 14. desember 1935, og Þuríður Jónsdóttir frá Munaðarnesi á Ströndum, f. 27. apríl 1879, d. 20. mars 1953. Stefán og Þuríður skildu. Systkini Stefaníu, sam- feðra, voru Þórey, Hafliði Þórður og Daggrós, þau eru látin, og Sig- ríður, búsett í Kópavogi. Uppeld- isbróðir Stefaníu var Hrólfur Árnason. Hinn 1. nóvember 1947 giftist Stefanía Ingólfi Guðbrandssyni, f. 6. apríl 1917, d. 25. september 1990. Foreldrar hans voru Guð- brandur Jónasson, f. 29. maí 1890, d. 24. ágúst 1981, og Guðrún Á uppvaxtarárunum bjó Stef- anía í Flatey á Breiðafirði og á Brjánslæk. Þar naut hún sín vel við leiki og störf. Hún flutti á möl- ina 17 ára gömul og fór að vinna í Þvottahúsi Vesturbæjar, en nokkru síðar á Landakotsspítala, eða þar til hún stofnaði heimili með Ingólfi og þau settust að í Bræðraparti við Engjaveg. Á þess- um árum sinnti hún hefðbundnum heimilisstörfum. Þau byggðu sér einbýlishús við Kársnesbraut í Kópavogi og fluttu í það 1961. Eft- ir farsæl ár á Kársnesbrautinni kom að því að þau minnkuðu við sig og tók þau nokkur ár að finna sig, en Kópavog gerðu þau að sín- um heimabæ allt til hinstu stund- ar. Eftir að Stefanía flutti á Kárs- nesbrautina fór hún út á vinnumarkaðinn aftur, fyrst í nið- ursuðuverksmiðjunni Ora og síðar í Málningu ehf. Starfsferlinum lauk árið 1987. Eigendum Máln- ingar eru færðar þakkir fyrir ræktarsemi í hennar garð eftir að hún lét af störfum. Stefanía bjó síðustu árin í sambýli við Björn, son sinn, í Laufbrekku í Kópavogi, en á haustmánuðum 2007 fékk hún pláss á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð, þar sem hún dvaldi síð- an í góðu yfirlæti. Útför Stefaníu fer fram frá Kópavogskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13. Helga Jónsdóttir, f. 19. júní 1891, d. 14. apríl 1976. Börn Stef- aníu og Ingólfs eru a) Guðbrandur, f. 28. apríl 1947. Börn m. Matthildi Ólafsdóttur (skildu) eru Ingólfur, sambýliskona Ásrún Karlsdóttir, Lilja, sambýlismaður Þór- arinn Einarsson. Börn m. Ástríði Jóns- dóttur (skildu) Her- dís Rut, sambýlis- maður Sigurvin Árnason, Stefanía og Helga Jóna, sambýlismaður Ragnar Atlason; b) Björn, f. 4. desember 1948, maki Steinunn Erla Friðþjófsdóttir. Börn þeirra eru Linda Björk, maki Sigurður Benediktsson, Stefán Logi, sambýliskona Marta, og Víðir Snær. c) Þuríður, f. 23. des- ember 1950, maki Jóhannes Pét- ursson, börn þeirra eru Pétur, sambýliskona Thelma Birna Ró- bertsdóttir, Ingólfur, maki Katrín Vala Arjona, Elínborg og Örn. Barnabarnabörnin eru 13. Komið er að kveðjustund. Í dag verður til moldar borin tengdamóðir mín Stefanía Ólöf Stefánsdóttir. Langri lífsgöngu er lokið og lífið oft verið þér erfitt síðustu árin sökum slysa og veikinda. Aldrei heyrði ég þig kvarta, þú hélst ávallt ró þinni og æðruleysi til hinsta dags. Mig langar að þakka þér fyrir þær fjölmörgu góðu stundir sem við áttum saman. Mikið var skrafað og oft var hlegið. Stríðnispúkinn var oft við stýrið hjá mér og gat ég stundum farið offari, en þú varst alltaf fljót að svara fyrir þig og áttir auðvelt með að gefa til kynna þegar nóg var komið. Að leið- arlokum vil ég þakka þér fyrir góð kynni og óska þér góðrar heimkomu á ókunnum slóðum þar sem þú nú ert komin til þeirra fjölmörgu samferða- manna sem á undan þér fóru. Allir sem þér unnu þakkir gjalda. Ástúð þinni handan blárra tjalda opið standi ódauðleikans svið. Andinn mikli gefi þér sinn frið. (Jóhannes úr Kötlum) Hvíl þú í friði. Jóhannes Pétursson. Nú er hún amma í Kópavogi farin í sína hinstu ferð. Hún Stefanía amma mín, sem ég heiti í höfuðið á, er og verður alltaf amma í Kópavogi, þó svo að hún hafi búið um tíma í Hafnarfirði. Hvar sem ég bjó, í Sandgerði, Ak- ureyri eða Sauðárkróki, var amma alltaf í Kópavogi. Hún og afi voru á Nýbýlaveginum, fastur puntur í öll- um heimsóknum á suðurhornið. Amma og afi höfðu þá reglu að gefa barnabörnunum fyrstu reiðhjól- in og þó að eitthvað bilaði þá gerði það ekki til, afi reddaði því og amma bakaði jólakökur, pönnukökur og kleinur ofan í alla. Alltaf var gaman að fá afa og ömmu í heimsókn og oftar en ekki var farið í ferðalög með nesti, amma með prjónana að prjóna lopapeysu á eitthvert barnabarnið. Vikan á Illugastöðum og ferðin að Dettifossi og í Hljóðakletta er oft rifjuð upp, þegar pústið fór undan „Concortinum“, en áfram var skrölt þar til næsta skilti sagði að vegurinn væri aðeins fær flugvélum. Ég gæti rifjað upp margt skemmtilegt í sam- bandi við ömmu, því hún var gam- ansöm og kát og gerði grín að sjálfri sér. Oft var gert að gamni sínu við matarborðið í Laufbrekkunni en þangað flutti hún með okkur árið 2000 þegar hún sá sér ekki lengur fært að búa ein á Nýbýlaveginum. Oft höfðum við ákveðið að skreppa út í Flatey sem henni var svo kær og var þá ákveðið að ég myndi smakka selspik og súra selshreifa sem í minningu ömmu voru herramanns- matur. Við vissum bæði að sú ferð yrði aldrei farin en það mátti alveg gera grín. Síðasta ferðalag ömmu í lifanda lífi var að heimsækja okkur Mörtu í Vogana á afmælisdegi afa 6. apríl sl. og lítum við á þann dag sem innflutn- ingsdag okkar en þá var amma orðin ansi þreytt. Síðasta myndin af ömmu var tekin af henni á Sunnuhlíð með nýfædda dóttur okkar, Mörtu, nýjasta lang- ömmubarnið, í fanginu. Amma mín, ég ætla að geyma þá mynd og sýna dóttur minni þegar hún stækkar og segja henni frá þér og lofa því að fara með hana út í Flat- ey seinna meir, en hvort við borðum súra selshreifa, því vil ég ekki lofa. Hvíldu í friði, amma mín, þér veitir ekki af. Stefán Logi. Kæra amma. Það var vordag einn fyrir 20 árum að ég er staddur fyrir utan heimili foreldra minna í Graf- arvogi. Mér er litið niður eftir göt- unni þar sem ég sé að kemur akandi blár eðalvagn við enda götunnar. Bíllinn þokast nær uns hann stað- næmist í bílaplaninu og út stíga þau hjón Stefanía Stefánsdóttir og Ing- ólfur Guðbrandsson, amma og afi, sposk á svip. Þarna voru þau mætt á nýjum Skóda Favorit. Þér leiddust aldrei bíltúrar og þeir voru ófáir sem þið afi fóruð saman. Skódinn átti stóran stað í þínu hjarta, sérstaklega eftir að afi dó. Mér er minnisstætt hve mikil áhersla var lögð á að halda honum við eftir það. Lengi varst þú helgargestur á heimili okkar í Grafarvoginum. Við systkinin skiptumst á að sækja þig á Nýbýlaveginn á Skódanum fráa. Þá settist þú í farþegasætið eins og hefðarfrú með töskuna í kjöltunni og naust hverrar mínútu meðan farar- tækið rann þýðlega eftir götunum áleiðis að Grafarvoginum. Þessum bíl mátti aldrei hallmæla í þín eyru og það eru margar minningar sem við systkinin eigum um þennan bíl. Í mínum huga varst þú hinn eini sanni Kópavogsbúi. Í þeim heims- hluta undir þú þér vel og vildir hvergi annars staðar búa. Ég gerði oft að gamni mínu að benda á ýmsa ókosti þess sveitarfélags en þú hagg- aðist aldrei í þinni ást á staðnum, bentir mér á kostina og hélst uppi merkjum þess ágæta bæjarfélags. Þetta kemur upp í hug mér nú eftir síðasta fund okkar, þá lást þú fyrir og hrærðir þig ekki. Ég settist hjá þér og byrjaði að segja þér frá starfi sem ég hafði nýlega hafið fyrir Kópa- vogsbæ, og þá sérstaklega í Gjá- bakka þar sem þú vandir komur þín- ar um skeið. Við þessa frásögn mína virtist mér sem það færðist í þig líf, og athyglin var greinilega vakin. Þú hafðir bara ekki mátt til þess að segja mikið á þessari stundu. Það var þér að skapi þegar vel var rætt um Kópavog. Þið afi tókuð mig og Ingólf bróður gjarna með ykkur í kirkju á aðfanga- dag jóla. Þú hrósaðir okkur bræðr- um alltaf fyrir hve vel við sungum jólasálmana og hve prúðir og eftir- tektarsamir við vorum. Þú varst nefnilega þannig, fylgdist vel með hvað við krakkarnir vorum að gera og áttir alltaf til hrós þegar svo bar undir. Þessar kirkjuferðir eru mér alltaf í fersku minni. Ekki vegna þess hve fagnaðarerindið náði vel til mín heldur var það eftirvæntingin sem heltók ungan drenginn þarna á kirkjubekkjunum. Við sungum nefnilega hátt og fylgdumst vel með, því það stytti biðina eftir því að klukkan slægi sex og við gætum haldið heim í gjafaflóðið. Í seinni tíð hef ég haldið í þennan sið sem þið afi kynntuð okkur systkinunum, og kem til með að gera enn um sinn. Kæra amma. Nú er samveru- stundum okkar hér í þessum heimi lokið. Ég vil fá að þakka þér fyrir allt gamalt og gott. Sjálfsagt hafið þið afi nú hist að nýju og ég bið þig fyrir kveðju til hans. Þú verður nú jarð- sett við hlið hans í Fossvogskirkju- garði með útsýni yfir Kópavoginn, ég veit að það finnst þér ekki ónýtt. Pétur Jóhannesson. Elsku amma. Ég hugsa til þess með gleði í hjarta að nú sé þér farið að líða betur. Það hafa eflaust verið mikil fagnaðarlæti þegar þú hittir afa og allt fólkið sem farið var á und- an þér. Ég á aldrei eftir að gleyma þeim stundum sem við áttum saman. Það var nú oft glatt á hjalla hjá okkur á Nýbýlaveginum meðan ég kom til þín vikulega og hjálpaði þér með þrifin. Síðan brunuðum við í búðina og keyptum í matinn. Aldrei mátti gleyma að kaupa slúðurblöðin. Svo sátum við og lásum þau spjaldanna á milli, borðuðum sviðasultu og drukk- um kók, en ef vel lá á okkur var pönt- uð pítsa. Rúnturinn var eitt af þínu uppáhaldi, talaðir óspart um hvað þér fyndist ég góður bílstjóri, þótt keyrt væri utan í kanta og hraðinn ekki alltaf alveg löglegur. Það kom þér svo glettilega á óvart þegar ég fékk skilaboð frá afa á mið- ilsfundi sem tengdust nefnilega hraðakstri. Þú varst staðráðin í að koma skilaboðum til mín þegar þú færir yfir móðuna miklu. Þú varst húmoristi af Guðs náð, ung í anda og hafðir gaman af að um- gangast þá sem yngri voru, náðir að slá flestu upp í grín og gerðir óspart grín að sjálfri þér ef svo bar undir. Þú vildir alltaf vera fín og minntir mig oft á að taka með mér lit og plokkara þegar ég var á leið til þín, ekki var verra ef ilmvatnsprufur fylgdu með. Þú varst alltaf svo þakk- lát fyrir allt sem gert var fyrir þig elsku amma mín. Takk fyrir allt. Hvíl í friði. Elínborg. Stefanía Ólöf Stefánsdóttir  Fleiri minningargreinar um Stefaníu Ólöfu Stefánsdóttur bíða birtingar og munu birtast í blaðinu á næstu dögum. ✝ Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir og amma, MARÍA OLGA TRAUSTADÓTTIR, Seftjörn 16, Selfossi, verður jarðsungin laugardaginn 14. júní kl. 13.30 frá Selfosskirkju. Bjarni Þórhallsson, Svanhildur Bjarnadóttir, Grétar Birkir Guðmundsson, Berglind Bjarnadóttir, Arnar Bjarni Eiríksson, Olga Bjarnadóttir, Guðmundur Sigmarsson og barnabörn. ✝ Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, SIGURGESTUR GUÐJÓNSSON bifvélavirkjameistari, Vogatungu 33, Kópavogi, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju mánudaginn 16. júní kl. 15.00. Þeim sem vilja minnast hans er bent á Hjartaheill. Hörður Sigurgestsson, Áslaug Ottesen, Sigrún Sigurgestsdóttir, Guðlaugur B. Sumarliðason, Ásgeir Sigurgestsson, Stefanía Harðardóttir, Ásdís Sigurgestsdóttir, Þórarinn Klemensson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Elskulegur bróðir okkar, mágur og frændi, SIGURÐUR ÞÓR GARÐARSSON, Hólabraut 14, Hafnarfirði, verður jarðsunginn frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði mánudaginn 16. júní kl. 13.10. Blóm og kransar vinsamlega afbeðin en þeim sem vildu minnast hans er bent á ,,Hauka í horni”, bankareikningur 1101-26-484 kt. 670281-0279. Grétar M. Garðarsson, Soffía G. Karlsdóttir, Kristinn G. Garðarsson, María K. Sigurðardóttir, Særún Garðarsdóttir, Magnús Jóhannsson og fjölskyldur. ✝ Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og hlýju við andlát og útför mannsins míns, föður, tengdaföður og afa, SIGURÐAR ÞÓRÐARSONAR tannlæknis. Sérstakar þakkir til starfsfólks 11E Landspítala og líknardeildar Landspítalans í Kópavogi fyrir frábæra umönnun. Kristín S. Karlsdóttir, Guðrún Hrund Sigurðardóttir, Hörður Harðarson, Arnar Þór Sigurðsson, Guðrún Dögg Jóhannsdóttir, Andri Vilhjálmur Sigurðsson, Auður Ýrr Þorláksdóttir, Gunnar Már Sigurðsson, Guðrún Anna Pálsdóttir, Gunnar Halldór Sigurjónsson og barnabörn. ✝ Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, SJÖFN JÚLÍUSDÓTTIR, Álfhólsvegi 30, Reykjavík, lést þriðjudaginn 10. júní á líknardeild Landakots- spítala. Guðlaug Eygló Elliðadóttir, Ari Reynir Halldórsson, Júlíus Elliðason, Ása Ásgrímsdóttir, Þröstur Elliðason, Ásthildur Sumarliðadóttir, Magnús Elliðason, Guðrún Elliðadóttir, Svavar Valur Svavarsson.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.