Morgunblaðið - 13.06.2008, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 13.06.2008, Blaðsíða 14
14 FÖSTUDAGUR 13. JÚNÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Eftir Boga Þór Arason bogi@mbl.is DADIRAI Chipiro, 45 ára eiginkona eins af forystu- mönnum stjórnarandstöðunnar í Simbabve, er á meðal nær 70 manna sem hafa beðið bana í árásum stuðnings- manna Roberts Mugabes forseta frá fyrri umferð for- setakosninga 29. mars. Vopnaðir menn tóku hús á Chipiro í leit að eiginmanni hennar, forystumanni Lýðræðishreyfingarinnar (MDC) í Mhondoro-héraði. Þegar hún sagði þeim að hann væri ekki heima hjuggu þeir af henni aðra höndina og báða fæturna. Þeir köstuðu henni síðan inn í húsið, læstu dyr- unum og fleygðu bensínsprengju inn um gluggann. Sama dag lést eiginkona annars af forystumönnum stjórnarandstöðunnar, borgarfulltrúa í Harare, af bruna- sárum eftir að vopnaður hópur kveikti í húsi hennar. Sex ára sonur þeirra varð eldinum að bráð. Þetta eru aðeins tvö dæmi um grimmilegar árásir vopnaðra hópa stuðningsmanna Mugabes forseta sem hefur lýst yfir stríði á hendur Lýðræðishreyfingunni fyr- ir síðari umferð forsetakosninganna 27. þessa mánaðar. Þúsundir manna hafa sætt barsmíðum og pyntingum, þeirra á meðal nokkrir af helstu ráðgjöfum Morgans Tsvangirais, forsetaefnis Lýðræðishreyfingarinnar. Ör- yggissveitir og vopnaðir hópar stuðningsmanna Muga- bes hafa beitt ýmsum aðferðum til að tryggja honum sig- ur í kosningunum. Ein þeirra felst í því að kveikt er í húsum stuðningsmanna Lýðræðishreyfingarinnar til að hrekja þá á flótta og koma í veg fyrir að þeir geti kosið. Hermt er að 25.000 manns hafi misst heimili sín í árás- unum. Þá hefur stjórn Simbabve meinað hjálparsamtökum að starfa á svæðum þar sem Lýðræðishreyfingin nýtur mik- ils stuðnings. Hundruð þúsunda Simbabvemanna, sem þurfa á matvælaaðstoð að halda, fá því enga hjálp. Konur leiðtoganna brenndar lifandi Stuðningsmenn Mugabes hafa orðið nær 70 manns að bana Breska ríkisútvarpið, BBC, kveðst hafa undir höndum skjöl sem bendi til þess að yfirmenn hers Simbabve stjórni kosningabaráttu Rob- erts Mugabes forseta. Þar komi m.a. fram að öryggissveitir beiti of- beldi skipulega til að tryggja að hann nái endurkjöri. Í einu skjalanna er því lýst hvernig matvæla- skortinum í landinu er beitt sem pólitísku vopni með því að sjá að- eins verslunum stuðn- ingsmanna Mugabes fyrir matvælum. Sulti beitt sem pólitísku vopni Eftir Kristján Jónsson kjon@mbl.is ERLENDIR ríkisborgarar, sem eru í Guantanamo- fangabúðum Bandaríkjamanna á Kúbu vegna gruns um aðild þeirra að hryðjuverkum, geta skotið máli sínu til borgaralegra dómstóla í Bandaríkjunum, að sögn hæsta- réttar í Washington í gær. „Lögunum og stjórnarskránni var ætlað að lifa af og vera áfram í gildi á sérstökum tím- um,“ sagði Anthony M. Kennedy dómari þegar hann las upp dóminn. Föngunum hefur flestum verið haldið í herbúðunum „um óákveðinn tíma“ eins og ráðamenn hafa orðað það, sumum í allt að sex ár, án þess að lögð hafi verið fram ákæra á hendur þeim. Kennedy, sem mælti fyrir munn meirihlutans, sagði að stjórnvöld gætu ekki leyft sér að taka stjórnarskrána úr sambandi þegar henni þóknaðist, þá myndi framkvæmdavaldið á endanum ákveða hvaða lög giltu í landinu, ekki dómstólar. Er þetta í þriðja sinn sem hæstiréttur úrskurðar gegn kröfu stjórnvalda í Washington um að rétta skuli í mál- um Guantanamo-fanganna fyrir herrétti vegna þess að þeir séu andstæðingar í „stríðinu gegn hryðjuverkum“. Ekki var eining meðal dómaranna, fimm studdu úr- skurðinn en fjórir, sem oft er lýst sem íhaldsmönnum, voru á móti. Einn úr minnihlutanum, Antonin Scalia, sagði að Bandaríkjamenn ættu í stríði við róttæka ísl- amista og úrskurðurinn myndi „vafalítið valda því að fleiri Bandaríkjamenn láti lífið. Þjóðin mun eiga eftir að iðrast þess sem dómurinn hefur gert í dag.“ Guantanamo-fangar geta leit- að til borgaralegra dómstóla Reuters Fá sinn rétt Nokkrir fangar í bandarísku Guantanamo- búðunum á Kúbu, klæddir rauðum samfestingum, á bið- svæði við öryggisgirðingu um búðirnar. HÁKARLAR hafa verið veiddir í Miðjarðarhafinu allt frá tímum Rómverja en aukin veiði m.a. vegna mikillar eftirspurnar eftir hákarlauggum ógnar nú tilvist þeirra. Jafnframt þykir sýnt að hákarlar flækist í meira mæli í nýjum tegundum veiðarfæra ætluðum til veiða á tún- og sverðfiski. Þetta sýnir ný rannsókn á vegum Lenfest Ocean Program sem kom út í vikunni. Fimm af tuttugu hákarlategundum hefur fækkað um 97% og sýnt er fram á að Miðjarðarhafið hafi glatað miklum fjölbreytileika meðal ránfiska. Meðalstærð hákarla veiddra á svæðinu er sú minnsta í heimi en það tekur hákarlana eitt ár að verða kynþroska auk þess sem þeir eignast fá af- kvæmi. jmv@mbl.is Hákörlum fækkar um 97%                     !"    "                           !    "#$%&"   '( %  "#%&     %& #$%&'(&' ) *+,&'+&'#&*              #)#% *# % ( % +, %     !"#$%&    '()*)+,-$) .#/)01,23,) !!45)63%#)7 8$   99,0()8()*) .#7,-$)582%%  &)482 :1%82 4#5)4$82 ;))"%82 3<0)<)82 )4*78()*)= *"##0$8(2$) *(8(2$) .8(2$)  !"  # !  <238()*"#$%&,"8#)<23%%$99*6,3%#)$ 2)($%&%#"%#%$"3$)-*&$+-*$)%),6%8*$2**,*"#2$%> 7 ? 7 @ 7AA $%&' -""  . 7B! 7AA 7A $%%' 7AC 7AA 7AA 7AA $%%' 7BC 7DB 7AA 7AA $%%' 7A ()**+ E)45)63%#)8$(8"3,4,$ "#%(,1%)4&6)0- .#$##+"%2*3,"3%%3# (4<$423,%"> '()*)%("3 ;%F).,2;))"%)#) ()#*3).#"3#%,2(23> '.)"##0"*&$)F4< ,.2%)F"3))")$0-# 3<3)2;)3).2"3<3> C45)63%#)7 8$ G!"#$%& GYANENDRA verður að sætta sig við að vera ekki lengur konungur Nep- als. Ný stjórn maóista lagði 240 ára gamalt konungdæmið niður fyrir tveimur vikum og hefur konunginum nú verið gert að flytja úr höllinni. Herra Shah, eins og hann heitir nú, var síðasti konungurinn í elsta hindú- akonungdæmi veraldar. Sem fyrrverandi konungur þarf Shah þó varla að óttast örbirgð, þrátt fyrir bág kjör samlanda hans, því talið er að hann hafi fjárfest fyrir sem nemur um 15 milljörðum ísl. króna í fyrirtækjum í Nepal og jafnframt komið umtalsverðum fjármunum undan. „Enginn veit hversu mikla fjármuni hann á í útlöndum og það er engin leið að komast að því,“ segir Surya Thapa, blaðamaður sem hefur skrifað þrjár bækur um konungs- fjölskylduna, „konungurinn hefur falið fjárfestingar sínar mjög vel.“ Konungshöllinni verður nú breytt í safn og hefur Shah gefið í skyn að hann muni skilja eftir stærstan hluta húsgagna auk gjafa sem hann tók á móti sem fulltrúi ríkisins. Hann ætlar að búa áfram í Nepal en yfirvöld hafa ráðlagt honum að halda sig frá stjórnmálum. jmv@mbl.is Ekki lengur konungur Gyanendra Shah INUKA er átján ára ísbjörn sem hefst við í dýragarðinum í Singapúr. Hann er fyrsti og eini ísbjörninn sem fæðst hefur í hitabeltislandi. Ákveðið hefur verið að Inuka verði áfram í Singapúr en í fyrra stóð til að flytja hann á kaldari slóðir. Dýra- verndunarsinnar hafa krafist þess að aðstaða hans verði bætt. AP Ísbjörn í hitabeltinu ÍSRAELSKUM vísindamönnum hef- ur tekist að fá um 2000 ára gamalt döðlupálmafræ sem fannst í rústum af sumarhöll Heródesar konungs við Masada-hæðina til að spíra. Elsta fræ sem áður hefur tekist að láta spíra var af 1300 ára gömlu lót- usblómi sem fannst í helgu búdd- istavatni í Kína. Döðlupálminn ísr- aelski, sem nefndur hefur verið Metúsalem-tréð, er nú um 1,5 metr- ar að hæð, að sögn The Guardian. Fræinu var plantað fyrir þremur ár- um eftir að það hafði verið vætt í áburði með hormónum. kjon@mbl.is Döðlupálmi Heródesar? STJÓRNVÖLD á Kúbu hyggjast falla frá lögbundnum launajöfnuði og heimila kaupauka til að umb- una fólki fyrir vel unnin störf. Carlos Mateu, aðstoðaratvinnu- málaráðherra Kúbu, segir að launakerfið, sem tekið var upp í byltingunni árið 1959, sé ekki lengur „hentugt“. Það hvetji ekki starfsmennina til að standa sig vel í starfi þar sem allir fái sömu laun, óháð frammistöðu. Mateu segir í málgagni stjórn- arinnar að starfsmenn eigi að fá a.m.k. 5% kaupauka fyrir að ná settum markmiðum og engin ákvæði verði um hámarkslaun. Stjórnendur geti fengið allt að 30% kaupauka ef framleiðsla und- irmanna þeirra aukist. bogi@mbl.is Fallið frá launajöfnuði

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.