Morgunblaðið - 13.06.2008, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 13.06.2008, Blaðsíða 12
Morgunblaðið/RAX FRÉTTASKÝRING Eftir Rúnar Pálmason runarp@mbl.is ÞÓTT ekki hafi verið tekin um það formleg ákvörðun virðist blasa við að ríkisvaldið hefur lagt áform um að reisa fangelsi á Hólmsheiði á hill- una. Fangelsið á Hólmsheiði átti að rúma 64 fanga en í stað þess er nú stefnt að því að reisa fangelsi á höf- uðborgarsvæðinu með um 30 fanga- klefum sem yrði sambyggt nýjum aðalstöðvum lögreglunnar. Þar að auki yrði klefum á Litla-Hrauni fjölgað um 30 eða þar um bil. Heildarfjöldi nýrra fangaklefa yrði sem sagt svipaður. Það er þó alls ekki þar með sagt að kostirnir séu sambærilegir. „Ef til vill … að nokkru leyti“ Í ágúst 2007 skilaði vinnuhópur undir forystu Stefáns P. Eggerts- sonar, verkfræðings, skýrslu (þarfa- greiningu) til dómsmálaráðuneyt- isins þar sem fjallað er um kröfur sem fangelsinu á Hólmsheiði var ætlað að uppfylla. Danskir sérfræðingar, annar frá dönsku fangelsismálastofnuninni og hinn frá arkitektastofu, voru fengnir hópnum til aðstoðar. Einnig var far- ið í vettvangsferðir í nokkur fangelsi í Danmörku, þ. á m. í fangelsið og lögreglustöðina í Helsingör en hús- in, sem voru reist árið 1992, eru sambyggð, líkt og áform stjórnvalda snúast nú um. Að dómi dönsku sér- fræðinganna var þessi tilhögun „í heild ekki heppileg“ en þó var bent á að „ef til vill“ mætti rekja gallana „að nokkru leyti“ til hönnunar sem mætti vinna betur. Fangelsismálastofnun gerði fyrir nokkrum árum áætlun um uppbygg- ingu fangelsa í landinu þar sem gert var ráð fyrir 64 klefa fangelsi á Hólmsheiði auk endurbóta á öðrum fangelsum. Í stefnuyfirlýsingu rík- isstjórnarinnar er vitnað sér- staklega til þess að fylgja þurfi eftir áætlun um uppbyggingu fangelsa, líkt og Björn Bjarnason dóms- málaráðherra minnti á í ræðu sem hann flutti við opnun nýrrar fanga- aðstöðu á Kvíabryggju hinn 3. októ- ber 2007. Við það tækifæri greindi dómsmálaráðherra einnig frá því að ríkisstjórnin hefði á fundi daginn áð- ur staðfest að áfram yrði unnið sam- kvæmt áætluninni. Byggðapólitík? Hin pólitíska afstaða breyttist hins vegar hratt. Í október 2007 skoruðu starfsmenn Litla-Hrauns á stjórnvöld og fangelsismálayfirvöld að falla frá áformum um stórfellda uppbyggingu á Hólmsheiði. Þess í stað yrði byggt fangelsi fyrir gæslu- varðhaldsfanga í Reykjavík en fangaklefum fjölgað um 40 á Litla- Hrauni. Bæjarráð Árborgar lýsti þegar yfir stuðningi við yfirlýs- inguna en hún vakti litla hrifningu hjá öðrum, þ. á m. hjá Valtý Sigurðs- syni, þáverandi fangelsismálastjóra og núverandi ríkissaksóknara. Í að- sendri grein í Morgunblaðinu benti Valtýr m.a. á að það væri dýrara að ráðast í uppbyggingu á Litla-Hrauni auk þess sem fagleg sjónarmið mæltu gegn sjónarmiðum starfs- manna Litla-Hrauns. Reynir Hjálmarsson, fangavörður í Hegningarhúsinu, skrifaði einnig grein í Morgunblaðið og sagði yfir- lýsinguna og viðbrögð við henni bera vott um málefnafátæka byggða- pólitík sem hefði þó hitt beint í mark hjá sunnlenskum þingmönnum. Í samtölum blaðamanns við menn innan stjórnkerfisins sem þekkja til málsins kom það raunar ítrekað fram að kjördæmapólitík hefði ráðið miklu um stefnubreytingu ríkis- valdsins. Bentu þeir m.a. á að Árni M. Mathiesen fjármálaráðherra er einmitt þingmaður Suðurlands. Ekki talið heppilegt  Áform um fangelsi á Hólmsheiði lögð á hilluna  Unnið að þarfagreiningu fyrir sambyggt 30 klefa fangelsi og lögreglustöð  Sérfræðingar töldu slíkt óheppilegt                                                       Eftir Kristján Jónsson kjon@mbl.is HÚN var ráðherra heilbrigðismála í Banda- ríkjunum í valdatíð Bills Clintons og háði marga rimmuna við repúblikana sem náðu meirihluta á þingi fljótlega eftir að hún tók við. Donna Shalala, sem er 67 ára og dóttir líbanskra innflytjenda, er nú rektor Miami- háskóla og varð heiðursdoktor við Háskóla Íslands í fyrradag. Shalala segist efast um að nokkur slái met- ið hennar í embættinu, átta ár „það yrði þá að vera brjálæðingur! En ég naut þess.“ – Kanntu vel við átök? „Nei, en mér leið vel í embættinu af því að ég kann vel við mjög flókin málefni, því meira vesen og rugl þeim mun betra fyrir mig.“ Hún þykir vera til vinstri í demókrata- flokknum en segist aðspurð vera bjartsýn á að eftir forsetakosningar í haust muni hefjast nýtt skeið í heilbrigðismálum vestanhafs: Tekið verði upp alltumlykjandi kerfi í evr- ópskum anda, bæði Obama og McCain séu sammála um það en deili um áherslur. Hinn síðarnefndi vilji beita skattaívilnunum til að tryggja framgang almennra sjúkratrygg- inga, lokka fólk til þess að tryggja sig en Obama vilji hefðbundnari aðferðir þar sem ríkið annist hlutina. Sjálf vill hún nota ýmis- legt úr hugmyndum beggja en efast um að tillögur McCains myndu tryggja nægilega vel hag hinna fátækustu á vinnumarkaði. Einu sinni besta kerfið í heiminum en jöfnuð skorti „Það er algengur misskilningur í Evrópu að mjög fátækt fólk í Bandaríkjunum fái enga heilbrigðisþjónustu,“ segir Shalala. „En þeir sem eru fátækir og í vinnu hafa margir enga sjúkratryggingu og þar er mikill vandi á ferð. Kerfið okkar var einu sinni það besta í heimi en það skorti á jöfnuðinn. Við komum ekki á ríkisfjármögnuðu heilbrigðiskerfi fyrir aldr- aða, fatlaða, fátæk börn og fátækar verðandi mæður fyrr en 1965.“ Hún segir að smám saman hafi heilbrigðisþjónusta orðið dýrari en sjálft kerfið haltrað á eftir. Hillary Clinton hafi reynt að taka á þessum málum í upphafi forsetaferils eiginmannsins en mis- tekist. En nú séu heilbrigðismálin ein af mik- ilvægustu málunum í forsetakosningunum og í fyrsta sinn í sögu þjóðarinnar segi atvinnu- rekendur: kannski ætti að láta ríkið um þetta. Shalala segir að Bandaríkjamenn vilji besta heilbrigðiskerfi í heimi en ekki borga fyrir það. Bandaríska kerfið sé dýrara en þau evrópsku en ekki megi gleyma að mikið af út- gjöldunum stafi af því að sjúkrahúsin séu há- tæknivæddari vestra. Íslendingar séu einmitt að reka sig á svipaðan vanda, hátæknin sé dýr. „Kostnaðurinn er hátt hlutfall af þjóðar- tekjunum, margir nota heilbrigðiskerfið, menn vita ekki hversu góð nýtingin er. Há- tæknin getur lengt líf fólks en þá minnka ekki útgjöldin,“ segir Donna Shalala. Donna Shalala var heilbrigðismálaráðherra Bandaríkjanna í átta ár í tíð Bills Clintons forseta Morgunblaðið/Frikki Rösk Donna Shalala, fyrrverandi heil- brigðismálaráðherra Clintons forseta. Lengra líf en aukin útgjöld 12 FÖSTUDAGUR 13. JÚNÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Í RÆÐU sem Björn Bjarnason flutti á Alþingi í janúar 2008 sagði hann að komið hefði í ljós að lóðamál fangelsisins á Hólmsheiði væru í uppnámi vegna þeirrar könnunar sem nú ætti sér stað um hvort mögulegt væri að færa Reykja- víkurflugvöll á heiðina. Á Alþingi 5. mars sl. sagði ráðherrann m.a. að hugmyndir hans hefðu frá árinu 2003 þróast á þann veg að hann teldi æskilegast að huga að því að tengja saman gæsluvarðhalds- og skammvistunarfangelsi og nýja lögreglustöð á [höfuðborgarsvæð- inu]. Jafnframt yrði ráðist í meiri uppbyggingu á Litla-Hrauni en ráðgert hefur verið. Þessi stefna væri mun líklegri til árangurs. Vinnuhópurinn um Hólmsheiðar- fangelsið ræðir um vandamál vegna vallarins. Meira púðri er þó varið í umfjöllun um þá staðreynd að skv. tillögu að deiliskipulagi frá apríl 2007 var fangelsinu úthlutað mun betri og stærri lóð en í þeirri tillögu sem var kynnt í ágúst 2007. Seinni tillögunni var í raun hafnað. Árangursríkari stefna að falla frá Hólmsheiði VERIÐ er að vinna að þarfagreiningu fyrir fangelsi sem myndi rísa í tengslum við nýjar höfuðstöðvar lög- reglu og því liggur ekki endanlega fyrir hvaða starfsemi færi þar fram. Vinnan miðar hins vegar að því að þar verði móttökufangelsi og klefar fyrir fanga sem þurfa að sitja af sér stutta dóma. Hugsanlegt er að þar fari fram e.k. afeitrun á föngum í vímuefnavanda en ljóst má vera að þar verður ekki meðferðardeild og ekki heldur sjúkradeild, líkt og átti að vera til staðar í Hólmsheiðarfangels- inu. Þarf tengsl við fagfólk VERT er að minna á að í aðsendri grein Valtýs Sigurðssonar í nóvember í fyrra segir hann að afeitrunar- og meðferðardeild verði að reka í bein- um tengslum við móttökudeild auk þess sem hún þurfi að vera rek- in í náinni sam- vinnu við starfs- fólk SÁÁ. Þá þurfi fangar á slíkri deild að vera í sem minnstum tengslum við aðra fanga. Sjúkra- deildin var hugs- uð fyrir fanga með geðræn vandamál og yrði starfrækt í sam- starfi við Landspítalann. „Ef nauð- synlegt þætti að byggja frekar upp á Litla-Hrauni en áform gera ráð fyrir kæmu þessar tvær síðastnefndu deildir helst til skoðunar, segir hann og var augljóslega sannspár. Hann hélt svo áfram: „Að mati Fangelsis- málastofnunar yrði sú lausn tví- mælalaust mun dýrari bæði í bygg- ingu og rekstri en ef slíkar deildir væru í tengslum við væntanlegt fangelsi á höfuðborgarsvæðinu. Þá kæmi slík ákvörðun niður á þessum föngum og aðstandendum þeirra en þeir þurfa oft mikinn stuðning, eink- um í upphafi afplánunar.“ Um 60 kílómetrar eru á Litla-Hraun frá höfuðborginni. Dýrara að skipta Valtýr Sigurðsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.