Morgunblaðið - 13.06.2008, Side 10

Morgunblaðið - 13.06.2008, Side 10
10 FÖSTUDAGUR 13. JÚNÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ Já, ráðherrann var tekinn með, það var víst honum að þakka að við skulum ekki öll vera orðin steindauð. Í ágætu viðtali Þorgríms Þráins-sonar við Davíð Oddsson seðla- bankastjóra í tímaritinu Heilbrigð- ismálum koma fram áhugaverð sjónarmið um starf stjórnmála- mannsins.     Vandamál stjórnmálamanns er aðhann þarf að taka ákvarðanir þegar hann hefur 20-30% af æski- legum upplýs- ingum til stað- ar,“ segir Davíð. „En svo getur sagnfræðingur gagnrýnt við- komandi harð- lega þegar hann löngu síðar hef- ur sjálfur 70-80% upplýsinganna fyrir framan sig. Ef stjórnmála- maður ætlar ekkert að aðhafast fyrr en hann hefur sama upplýs- ingamagn og sagnfræðingur, verð- ur honum ekki mikið úr verki.“     Það eru ekki bara sagnfræð-ingar, sem oft telja sig geta setzt í sæti dómara yfir gjörðum stjórnmálamanna. Mörgum hættir til að fordæma ákvarðanir í fortíð- inni, sem virðast í ljósi sögunnar augljóslega rangar, án þess að taka tillit til þess hvernig málið horfði við þeim, sem þurftu að taka ákvörðunina.     Sumir stjórnmálamenn bíða meðákvarðanir, segjast vilja skoða hvernig málin þróast, endurmeta stöðuna eftir svo og svo langan tíma o.s.frv.     Yfirleitt eru það þó betri stjórn-málamenn sem þora að taka ákvarðanir, jafnvel þótt þeir eigi á hættu að þær verði síðar taldar rangar. Ef menn taka margar ákvarðanir, er líka líklegra að ein- hverjar þeirra verði réttar en ef menn taka engar! Þegar vantar upp á upplýsingarnar, skiptir innsæi og dómgreind öllu máli. Slíkt hafði stjórnmálamaðurinn Davíð Oddsson til að bera í ríkum mæli. STAKSTEINAR Davíð Oddsson Að vera vitur eftir á                      ! " #$    %&'  (  )                 *(!  + ,- .  & / 0    + -                12     1  3   4 2- 2  * -  5  1 % 6! (78 9 4 $  (               :  3'45 ;4 ;*<5= >? *@./?<5= >? ,5A0@ ).?                                                   *$BC           !" #$      %   ! &    '!" ! (  )  *   !!! !" *! $$ B *! !"  #    $   %& <2 <! <2 <! <2 !$# '(  ) '* + ,-('.  D2E                B  +!    !&  !  ! , ! !  !     ! !"  * "  $ !!" *  -! ..      ! !  ! !" " !! *   !"     (   /    (     +  ! !" !!   ( )/ )  *   !!  /0(( " 11  '( %" 2  -% ) '* VEÐUR SIGMUND Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ FÓLK  GUNNAR Hilmar Gíslason lækn- ir varði doktorsritgerð sína við heil- brigðisvísindadeild Háskólanns í Kaupmannahöfn 16. maí sl. Rit- gerðin ber heitið „Long-term compliance with pharmacother- apy in patients with acute myoc- ardial infarction and chronic heart failure“. Leið- beinandi Gunnars var Christian Torp-Pedersen prófessor og and- mælendur við vörnina voru Gorm Jensen lektor (formaður dómnefnd- ar – Kaupmannahöfn), Mogens Lyt- ken Larsen prófessor (Óðinsvéum) og Niklas Hammer dósent (Svíþjóð). Gunnar lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum við Hamrahlíð 1986 og embættisprófi frá lækna- deild Háskóla Íslands 1992. Eftir kandidatsár á Fjórðungssjúkrahús- inu á Akureyri og störf sem heim- ilislæknir á Egilsstöðum hefur Gunnar verið við framhaldsnám í lyf- lækningum og hjartasjúkdómum í Danmörku frá 1997. Gunnar sinnir samhliða klínískri vinnu áfram rann- sóknum í samvinnu við aðra vísinda- menn í Danmörku og erlendis. Foreldrar Gunnars eru hjónin Gróa Alexandersdóttir og Gísli Hilmar Hansen vélfræðingur. Gunn- ar er kvæntur Gyðu Traustadóttur grafískum hönnuði. Doktor í læknisfræði HÆSTIRÉTTUR hefur dæmt Robert Olaf Rih- ter, pólskan ríkisborgara, til fimm ára fangelsis- vistar fyrir tilraun til manndráps. Í dóminum segir að með athæfi sínu hefði Roberti átt að vera ljóst að mannsbani gæti hlotist af. Í árásinni sem átti sér stað á heimili Roberts sló hann fórnarlamb sitt ítrekað með brotinni flösku, m.a. í höfuð og háls. Maðurinn kvaðst fyrir Héraðsdómi Reykjaness lítið muna eftir kvöldinu afdrifaríka. Hann mundi þó eftir því að hafa séð flösku í hendi fórnarlambs síns og því sjálfur tekið upp flösku. Mundi hann einnig eftir að hafa slegið fórnarlambið með flösk- unni, en hafi ekki gert sér grein fyrir því að það gæti leitt til dauða. Maðurinn kvaðst einnig sjá mikið eftir árásinni en hann hefði staðið í þeirri trú að fórnarlambið ætlaði að gera honum mein. Vitni báru á annan veg og sögðu fórnarlambið ekki hafa verið vopnað. Kom einnig fram hjá þeim að árásin hefði verið því sem næst tilefnislaus en fórnarlambið ætlaði að hringja á lögreglu eftir að Robert gekk berserksgang í sameiginlegu eldhúsi. Í vottorði læknis sem lagt var fram við aðal- meðferð kom fram að árásin hefði verið lífshættu- leg og hending að ekki hlaust af bani. Hlaut fórn- arlambið m.a. svöðusár á hálsi. andri@mbl.is Fórnarlambið slegið með flösku Hæstiréttur dæmdi karlmann í fimm ára fangelsi fyrir tilraun til manndráps Í HNOTSKURN »Aðfaranótt fimmtudagsins 8. nóvember2007 var kallað eftir lögregluaðstoð að húsnæði þar sem nokkrir pólskir karlmenn bjuggu. »Fórnarlambið hafði misst mikið blóð ogvar með litla meðvitund þegar lög- reglan kom. Fyrir dómi skýrði hann svo frá að hann hefði misst heyrn á vinstra eyra. FRAMKVÆMDIR eru hafnar við byggingu hjúkrunarheimilis fyrir aldraða á Suðurlandsbraut 66 í Reykjavík. Húsið á að vera tilbúið í febrúar 2010 og mun bæta úr brýnni þörf. Fyrirtækið Jáverk ehf. átti lægsta tilboð þeirra fjór- tán sem buðu í framkvæmdina. Tilboð Jáverks ehf. var 8,6 pró- sentum undir kostnaðaráætlun og hljóðaði upp á tæpar 1.563 millj- ónir króna en kostnaðaráætlun var 1.710 milljónir. Hjúkr- unarheimilið verður fjórar hæðir auk kjallara. Öll rými hússins verða aðgengileg fyrir hreyfihaml- aða. Verkkaupi er félags- og tryggingamálaráðuneytið og fram- kvæmda- og eignasvið Reykjavík- urborgar. Umsjón með fram- kvæmdum hefur Framkvæmda- sýsla ríkisins. sisi@mbl.is Tölvumynd/YRKI-arkitektar Nýbygging Húsið rís hjá þjónustuíbúðum aldraðra við Suðurlandsbraut. Hjúkrunarheimili með 110 rýmum rís brátt Í HNOTSKURN »Í nýja heimilinu verða 110hjúkrunarrými. »Heimilið verður 7.687 fer-metrar að stærð. »Ríkið greiðir 70% af kostn-aði og borgin 30%.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.