Morgunblaðið - 13.06.2008, Blaðsíða 30
30 FÖSTUDAGUR 13. JÚNÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ
Smáauglýsingar 569 1100 www.mbl.is/smaaugl
Barnagæsla
Would you like to live in
Denmark?
and care for our little girl, Elise
Margretha Einarsdóttir Hansen (18
months) from August 1st through
June 30th? Please send an email to
avmontage@gmail.com for more
information and pictures.
Dýrahald
Schnauzerhvolpar
Til sölu yndislegir svartir og silfur
schnauzerhvolpar kk., undan fram-
úrskarandi foreldrum sem báðir eru
sýningarmeistarar, frábærir heimilis-
hundar til afhendingar strax, með
ættbók frá HRFÍ. Uppl. í síma
896 5741.
Garðar
Ódýr garðsláttur
Tek að mér garðslátt í sumar fyrir ein-
staklinga og húsfélög. Vönduð vinnu-
brögð. Óbreytt verð frá síðasta sumri.
Fáðu tilboð. Upplýsingar í síma:
857-3506.
Gröfum grunna, fleygum og
gerum jarðvegsskipti.
Útvegum grús, sand, mold og
drenmöl. Helluleggjum, þökuleggjum
og hlöðum veggi. Gerum tilboð.
Breki jarðverk ehf.
Sími 822 2661.
Heilsa
Léttist um 22 kg
á aðeins 6 mánuðum
LR-kúrinn er ótrúlega einfaldur og
öflugur. Orka, vellíðan, betri svefn og
aukakílóin hreint fjúka.
Dóra, 869-2024, www.dietkur.is
Sumarhús
Sumarhús - orlofshús .
Erum að framleiða stórglæsileg og
vönduð sumarhús í ýmsum stærðum.
Áratuga reynsla.
Höfum til sýnis á staðnum fullbúin
hús og einnig á hinum ýmsu
byggingarstigum.
Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn,
símar 892 3742 og 483 3693,
netfang: www.tresmidjan.is
Sumarhúsalóðir í Grímsnesi
Sumarhúsalóðir á besta stað í
Grímsnesi. Eignarlóðir í Ásgarðslandi
með frábæru útsýni. Meiri uppl.
www.sumarhusalodir.net eða í
síma 893 7141.
Rotþrær, heildarlausn (“kit”)
á hagstæðu verði. Sérboruð siturrör,
fráveiturör og tengistykki.
Einangrunarplast og takkamottur.
Borgarplast, Seltjarnarnesi, sími
561 2211. Heimasíða:
www.borgarplast.is
Glæsilegar sumarhúsalóðir!
Til sölu afar fallegar lóðir í kjarri-
vöxnu landi við Ytri-Rangá.
Stórkostlegt útsýni. Mikil veðursæld.
Allt eignarlóðir. 100 km frá Reykjavík.
Útivistarmöguleikar og náttúrufegurð
í sérflokki.
Uppl. í síma 893 5046 og á
www.fjallaland.is
Falleg og vönduð sumarhús frá
Stoðverk ehf. í Ölfusi.
Gott verð. Teiknum eftir óskum kaup-
enda, sýningarhús á staðnum. Einnig
til sölu lóðir á Flúðum.
Símar: 660 8732, 660 8730,
892 8661, 483 5009.
stodverk@simnet.is
Til sölu
Lagersala
Seljum bútasaumsefni, bækur, snið,
saumasmávöru, peysur, boli o.fl. á
mjög lækkuðu verði í versluninni.
Diza
Laugavegi 44
s: 561-4000
www.diza.is
Íslenskur útifáni
Stór 100x150 cm. 3.950 kr.
Krambúðin,
Skólavörðustíg 42,
Reykjavík, sími 551 0449.
Frábærar peysur í útivistina,
alull sem má vélþvo á 40°. Litir,
svart, off-white, vínrautt, navy og
camel. TILBOÐSVERÐ 6900 kr.
Diza
Laugavegi 44
s: 561-4000
www.diza.is
Viðskipti
Skelltu þér á námskeið í
netviðskiptum!
Notaðu áhugasvið þitt og sérþekk-
ingu til að búa þér til góðar tekjur á
netinu. Við kennum þér nákvæmlega
hvernig! Skoðaðu www.kennsla.com
og kynntu þér málið.
Ýmislegt
Kanadískir gæðapottar
Þola -50 gráður frost
Eigum gríðarlegt úrval af tröppum
og öllum fylgihlutum fyrir potta.
Sendum hreinsiefni og síur um allt land.
www.heitirpottar.is
Kleppsvegur 152, sími 554 7755
(Ath. áður barkarí Jóa fel)
ROSA sætt í sólina
BH í stærðum D,DD,E,F,FF,G skálum
á kr. 5.750,-
BH í stærðum D,DD,E skálum á kr.
5.275,- og pils á kr. 4.985,-
Misty, Laugavegi 178,
sími 551 3366.
Opið mán-fös 10-18, lau 10-14.
Góð þjónusta - fagleg ráðgjöf.
www.misty.is
Nýtt, Nýtt
Slaufur i hár frá kr. 290 - 1290.
Sumarhálsklútarnir eru komnir.
Mikið úrval.
Skarthúsið, Laugavegi 12.
sími 562 2466.
Vélar & tæki
Til leigu með/án manns.
Gerum einnig tilboð í hellulagnir og
drenlagnir.
Steinöld ehf, sími 696 6580.
Bílar
Ódýr, góður
Toyota Corolla XLI, árg. ´93, ekinn
160 þ. til sölu. Sjálfskiptur, nýjar
álfelgur, góð dekk. Nýir demparar.
Útv.+ CD. Skoðaður ´09.
Verðhugmynd 120 þ. eða sam-
komulag. Sími 893 0878.
Nýir og notaðir bílar
DAIHATSU SIRION. 1.0L. Beinsk.,
eyðsla 5.0L. Visthæfur bíll frítt að
leggja í miðbænum. Einnig fáanlegur
1.3L. og 1.5L. Beinsk. og sjálfsk. Verð
frá. 1.890.000. Tilboð. 50þús. kr.
bensínkort fylgir með.Möguleiki á
100% fjárm. Upplýs. 565-2500.
www.x4.is
DAIHATSU TREVIS.1.0L. Nýr bíll. 2.
sæti sparaksturskeppni FÍB. Eyðsla
4.8L. Beinsk. Verð frá 1.990þús. Til-
boð.50þús. kr. bensínkort fylgir með.
Visthæfur bíll, frítt að leggja í
miðbænum.Möguleiki á 100% fjárm.
Upplýs. 565-2500. www.x4.is
DAIHATSU CUORE/CHARADE
PREMIUM. 1.0L. Nýr bíll. 1.sæti í
sparaksturskeppni FÍB. Eyðsla 4.4L.
Visthæfur bíll, frítt að leggja í
miðbænum. Verð frá 1.790þús. Til-
boð. 50þús. kr. bensínkort fylgirmeð.
Möguleiki á 100% fjárm. Upplýs.
565-2500. www.x4.is
Glæsikerra!!!
SAAB 9-3. Árgerð 2006, ekinn 26 þ.
km, sjálfskiptur með leðri o.fl. Verð
2.980þ.
Til sýnis og sölu hjá Bílalíf
Kletthálsi 2, s : 562-1717. Sjá fleiri
myndir á www.bilalif.is
Ford Explorer Eddie Bauer ´06
7 manna, leður og fullt af aukabún-
aði. Gott áhv. lán getur fylgt, þægileg
greiðslubyrði. Er í víðtækri ábyrgð.
Skoða öll skipti. 825-6113.
Mótorhjól
Til sölu
ný framrúða (national cycle) á
mótorhjól, passa á Honda VT 750 og
1100, hugsanlega fleiri hjól, festingar
fylgja, verð 45 þúsund.Upplýsingar
veitir Kristján í síma 617 6450.
Hjólhýsi
Hjólhýsi til leigu
með uppbúnum rúmum og tilheyr-
andi. Helgar- eða vikuleiga. Sendum -
sækjum. Til sýnis við Gistiheimilið
Njarðvík. Sniðugt að geyma auglýs-
inguna. Upplýsingar í símum
421 6053, 898 7467 og 691 6407.
www.gistiheimilid.is
Getum nú boðið upp á nokkur notuð
og ný hjólhýsi á verði sem ekki verður
endurtekið!
Mótormax, Kletthálsi 13,
sími 563 4400.
Þjónustuauglýsingar 5691100
Ása Ársælsdóttir
✝ Ása Ársæls-dóttir fæddist í
Reykjavík 22.1.
1926. Hún lést á
hjúkrunarheimilinu
Sóltúni 9. maí sl.
Jarðarför Ásu var
gerð frá Dómkirkj-
unni föstudaginn
16. maí sl.
Elsku amma Ása.
Fyrir tæpum
tveimur árum
fékkstu alvarlegt
heilablóðfall. Mikið
þótti mér erfitt að sjá
þig allt í einu svona
veika, því þú varst
ávallt svo sterk og
hörkudugleg. Enda
vannstu alveg þar til
þú veiktist. Aldrei
man ég eftir að þú
hafir kvartað eða
aumkað þér, enda
vildir þú halda áfram
að vinna þrátt fyrir
háan aldur og hafðir
fulla trú á að það
gerði þér bara gott.
Þegar ég kom og
heimsótti þig á hjúkrunarheimilið
sá ég að þú hafðir svo oft mikið til
að segja mér frá en þú bara fannst
ekki orðin. Ég sá því aðallega um
að tala, ég rifjaði upp góðu stund-
irnar sem ég hafði átt með þér. Oft
komum við fjölskyldan í heimsókn
til þín á sunnudögum og þá áttirðu
alltaf til brúnköku með hvítu
kremi, þessi kaka þótti mér alveg
það allra besta. Þegar ég sé svona
köku í dag þá verður mér alltaf
hugsað til allra sneiðanna sem ég
sporðrenndi með bestu lyst í Trað-
arlandinu. Þegar þú bauðst okkur í
mat var allt það fínasta viðhaft,
eins og hámenntaður meistara-
kokkur væri kominn í eldhúsið
þitt.
Mér fannst þú alveg eiga flott-
asta snyrtiborð sem ég hafði séð
með stórum spegli og litlum stól
og þar fékk ég stundum að leika
mér. Þú hvattir mig mikið til að
teikna og lita, enda gerði ég fullt
af teikningum handa þér og fékk
hrós fyrir falleg verk. Verkin voru
síðan hengd upp á skáp í eldhús-
inu, og mikið þótti mér vænt um
hvað þú leyfðir þessum gömlu
teikningum að hanga lengi uppi í
eldhúsinu hjá þér. Þær eru allar
löngu orðnar upplitaðar og ég held
að þú hafir ekki hent einni einustu
mynd sem ég gerði handa þér.
Stundum suðaði ég í þér og fékk
að gista heima hjá þér. Þá fékk ég
að sofa í gamla herberginu hans
pabba og þú pakkaðir mér alltaf
inn í sængina, oh, það var svo kósý
og gott.
Oftar en einu sinni röltum við
vinkonur mínar Laugaveginn og þá
var ávallt stoppað í Bankastræt-
inu, þá var okkur alltaf boðið upp á
coke og prins polo og þú laumaðir
að mér svo pening í strætó heim.
Við Haukur vorum heppin að eiga
þig sem ömmu og mun ég ávallt
vera þakklát fyrir þann tíma sem
ég fékk að eyða með þér. Því lang-
ar mig til að þakka þér fyrir allar
góðu samverustundirnar. Núna
veit ég að þú ert komin á betri
stað og að þér líður vel. Hvíldu í
friði, elsku amma mín.
Heiður Magný.
MINNINGAR