Morgunblaðið - 18.06.2008, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 18.06.2008, Blaðsíða 4
4 MIÐVIKUDAGUR 18. JÚNÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR SÓLIN skein á mannfjöldann á Austurvelli, hinu gamla bæjartúni Ingólfs Arnarsonar, í gærmorgun þegar Kjartan Magnússon, for- maður þjóðhátíðarnefndar, flutti ávarp og setti hátíðina. Hann minnti á hvers vegna dagurinn væri haldinn hátíðlegur og fór nokkrum orðum um Ísland fyrri tíma. Ekki lét hann þar við sitja, heldur áréttaði að sjálfstæðisbaráttan væri ekki einkamál lýðveldiskynslóðarinnar, heldur óþrjótandi erindi allra góðra Íslend- inga. Venju samkvæmt lagði forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, blómsveig að minnisvarða Jóns Sigurðssonar. Farkostur forsetans var ekki af verri endarnum að þessu sinni en honum var ekið í forseta- bifreið Sveins Björnssonar, fyrsta forseta lýðveldisins, Packard-bifreið frá árinu 1942. Síðast var hún notuð í forsetatíð Sveins og er þetta í fyrsta sinn sem hún er notuð við op- inbert tækifæri síðan hún var gerð upp. Hvatti til samheldni Geir H. Haarde forsætisráðherra hélt ræðu og hvatti til samstöðu meðal lands- manna og lofaði dug þjóðarinnar í efnahags- lægðinni sem nú stendur yfir. Hann kvað stjórnvöld vel í stakk búin til að takast á við ástandið og þakkaði það hinu góða búi sem núverandi ríkisstjórn tók við í fyrra. Eins og siður er var því ekki ljóstrað upp hver Fjallkonan væri fyrr en að loknu ávarpi hennar. Í ár var það leikkonan Elma Lísa Gunnarsdóttir sem klæddist skautbúningn- um og flutti hún ljóðið Ávarp Fjallkonu eftir Þorstein frá Hamri. Karlakórinn Fóstbræður og Lúðrasveit Reykjavíkur sungu og léku milli ávarpa við góðar undirtektir viðstaddra. Sjálfstæðisbaráttan óþrjótandi erindi  Sjálfstæðisbarátta þjóðarinnar ekki að baki, heldur „óþrjótandi erindi allra góðra Íslendinga“  Ólafi Ragnari Grímssyni ekið í 66 ára gamalli forsetabifreið fyrsta forseta lýðveldisins Íslands Morgunblaðið/G.Rúnar Blómsveigur Ólafur Ragnar Grímsson forseti og Geir H. Haarde forsætisráðherra ganga að Austurvelli þar sem blómsveigur var lagður að styttu Jóns Sigurðssonar. Í HNOTSKURN » Í gær voru 64 ár síðan Íslandendurheimti sjálfstæði sitt eftir 682 ár undir erlendum yfirráðum. » Fjallkonan, Elma Lísa Gunn-arsdóttir leikkona, klæddist skaut- búningi sem notaður hefur verið við hátíðarhöldin nær óslitið síðan árið 1971. » Formaður þjóðhátíðarnefndar,Kjartan Magnússon, sagði Íslend- inga þjóð landnema og enn kæmu hingað landnemar í leit að frelsi og farsæld. Sjálfstæðisbaráttan væri þeim jafnmikilvæg og Ingólfi Arn- arsyni forðum daga. Eftir Skúla Á. Sigurðsson skulias@mbl.is BERGLIND Björk, Högna og Jara voru í hátíðarskapi og spókuðu sig í íslenskum þjóðbúningum í blíðviðrinu við setn- ingu hátíðarinnar á Austurvelli í gær. Þær sögðust þó ekki klæðast búningnum dagsdaglega, heldur bara í tilefni hátíð- arhaldanna á þjóðhátíðardaginn. „Maður á alltaf að vera fínn á sautjánda júní!“ Gísli Már Helgason lofaði veðurblíðuna í hástert og líkaði ræðurnar og söngurinn vel í ár. Hann segist aldrei láta sig vanta við setningarathöfnina á Austurvelli. Á jakkaboð- ungnum bar Gísli merki Hjálpræðishersins en hann sinnir kaffisölu á vegum hans í dag eins og hann hefur gert ár hvert á lýðveldisdaginn. Þröstur Eiríksson og Birna Hauksdóttir nutu góðviðrisins með börnum sínum, Margréti Marsibil og Eiríki,og sögðu það fara eftir veðri hvort þau sýndu sig við setningu hátíðarhald- anna. Í ár var því engin spurning hvort ætti að mæta. Þau létu vel af hátíðarávörpunum og tónlistinni og þótti athöfnin í alla staði vel heppnuð. Haldið upp á 64 ára afmæli lýðveldisins í blíðskaparveðri á Austurvelli í gær Morgunblaðið/G.Rúnar Skotthúfur og hátíðarstemning í veðurblíðunni GEIR H. Haarde forsætisráðherra gerði efnahagsástandið að umtals- efni í ávarpi sínu á Austurvelli í gær. Sagði hann að Íslendingar hefðu árið 1969 tekist á við einhverja erfiðustu kreppu síðustu áratuga vegna afla- brests og verðhruns á erlendum mörkuðum. „Erfiðleikarnir þá voru mun meiri en nú. En með samstilltu átaki réð þjóðin við vandann og í hönd fóru blómleg ár. Ég er þess fullviss að svo verði einnig nú,“ sagði Geir. Sagði hann Íslendinga sem þjóð verða að bregðast við gríðarlegum hækkunum á innfluttu eldsneyti. Sagði hann einu leiðina sem skilað gæti varanlegri lausn að draga úr notkun með minni akstri og betri nýtingu, notkun sparneytnari öku- tækja og tilflutningum yfir í aðra orkugjafa. Tók hann fram að skyn- samlegt gæti reynst að breyta fyr- irkomulagi gjaldtöku af ökutækjum og eldsneyti í þessu skyni en einnig til að draga úr losun gróðurhúsaloft- tegunda. Sagði hann þjóðina verða að breyta neyslumynstri sínu því framlag hvers og eins skipti máli, bæði fyrir viðkomandi en einnig fyrir heildina. „Við erum góðu vön, Íslendingar, og svo verður auðvitað áfram. Þó svo að lífskjör versni um stundarsakir verða þau eigi að síður mun betri en fyrir fáum áum og betri en víðast hvar með öðrum þjóðum. Stoðir efnahagsstarfseminnar eru styrkar og þjóðin baráttuglöð,“ sagði Geir. Breyta þarf neyslumynstrinu Gerði efnahagsástandið að umtalsefni Morgunblaðið/G.Rúnar Ávarp Geir H. Haarde á Austurvelli. VIÐ SETNINGU hátíðarinnar veifaði hópur manna skiltum með áletruninni „Ríkisstjórnin brýtur mann- réttindi. Vér mótmælum allir“. Með þessu vildu mót- mælendurnir koma á framfæri óánægju sinni yfir við- brögðum stjórnvalda við áliti mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna á kvótakerfinu. Mótmælin voru friðsamleg með öllu en þó þurftu óeinkennisklæddir lögreglumenn ítrekað að biðja mót- mælendurna að færa sig um set svo þeir skyggðu ekki á útsýni fólks. Að sögn Geirs Jóns Þórissonar yfirlög- regluþjóns voru mótmælin ekki tilkynnt lögreglu og þar sem svæðið væri yfirlýst hátíðarsvæði hefðu mót- mælendurnir orðið að víkja svo gestir sæju athöfnina og engin truflun hlytist af. skulias@mbl.is Morgunblaðið/G.Rúnar Fyrirsát Mótmælendur biðu eftir að gestir hátíðarguðsþjónustu Dómkirkjunnar kæmu út undir bert loft. Meintum mannréttindabrotum mótmælt

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.