Morgunblaðið - 18.06.2008, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 18.06.2008, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. JÚNÍ 2008 37 Miðasala S. 545 2500 www.sinfonia.is ■ Á morgun kl. 19.30 20 horn - og einn sólisti Stj rnandi: Stefan Solyom Einleikari: Radovan Vlatkovic Sinfóníuhljómsveitin lýkur starfsárinu með stæl og flytur hina risavöxnu Alpasinfóníu Richard Stauss, hin sívinsælu ævintýri Ugluspegils og hornkonsert nr. 2 eftir sama höfund. Horn eru í aðalhlutverki á tónleikunum, konsertinn er eitt snúnasta virtúósastykki tónbókmentanna og í Alpasinfóníunni duga ekki færri en tuttugu horn til að magna upp þá náttúrustemmingu sem Strauss vildi. Sinfóníuhljómsveitin þakkar samfylgdina á starfsárinu. Endurnýjun áskriftarkorta hefst að vanda í ágúst og sala nýrra áskrifta skömmu síðar. Fylgist með á www.sinfonia.is. SÚ VAR tíðin að þjóðsögur voru krassandi frásagnir, uppfullar af ógn og skelfingu ekki síður en ást og hamingju, enda tíðaranda þeirra best lýst svo. Svo komu aðrir tímar og aðrar þjóðsögur, nýjar sótthreinsaðar og útþynntar þjóðsögur í boði Walts Disneys og annarra vel meinandi sagna- manna og -kvenna. Málið er bara að um leið og óttinn hvarf úr þjóð- sögunum misstu þær líka kryddið. Undanfarið hefur orðið vart við nýjar hugmyndir í barna- bókasmíðum því fjölmargir höf- undar hafa tekið upp á því að end- urvinna gamlar sagnir og þá ekki dregið neitt undan hvað varðar grimmileg örlög og illan endi; í endurvinnslunni er lítið um grá- tóna en þess meira um alvonda og algóða einstaklinga. Dæmi um það eru bækur Gregorys Maguires sem skrifað hefur krassandi bæk- ur um vondu persónurnar í æv- intýrunum, til að mynda um vondu stjúpsysturnar, nornina grimmu í Oz (sem var kannski ekki svo grimm eftir alt saman) og svo má telja. Eins má nefna Ja- sper Fforde sem skrifar ævintýra- legar bækur fyrir fullorðna þar sem snúið er út úr ótal þjóðsögum. Meðal annarra höfunda sem fengist hafa við slíka endurritun er Shannon Hale, sem tekið hefur persónur úr ævintýrum og skrifað afbragðs bækur fyrir börn og ungmenni; Book of a Thousand Days segir þannig frá prinsessu sem lokuð var inni í turni (eða réttara sagt þjónustu prinsess- unnar), og Princess Academy vinnur líka með dæmigert prins- essuminni. Hún hefur líka skrifað bækur í röð sem kennd er við Bæjaraland, senda er þar sótt í þýskan sagnaarf: The Goose Girl, Enna Burning, og River Secrets, en fjórða bókin í þeim flokki er í smíðum. Hale notar ýmis minni úr göml- um þjóðsögum og persónur sem margir kannast við, en alla jafna lúta þær persónur lögmálum hennar en ekki upprunasögunnar, þ.e. það er Hale sem ræður ferð- inni og hún fer sínar leiðir. Lois Lowry, höfundur The Willoughbys, blandar saman sög- um í sinni bók, notar persónur og hugmyndir úr Jane Eyre, Mary Poppins, Heiðu, Stikkilsberjafinni og Önnu í Grænuhlíð svo fátt eitt sé nefnt svo úr verður farsakennd saga sem á ekki svo lítið skylt við sagnaröð Lemonys Snickets um Baudelaire-börnin. Að lokum má svo tína til Mich- ael Buckley, en bókaröð hans um Grimm-systurnar nýtur mikilla vinsælda vestanhafs. Höf- uðpersónur þeirra eru systurnar Sabrina og Daphne Grimm, af- komendur þeirra Grimm-bræðra Jacobs og Wilhelms, sem frægir eru af ævintýrasöfnun sinni. Í bókunum um Grimm-bræður er að finna nánast allar persónur sem koma fyrir í ævintýrasafni þeirra og ekki fæ ég betur séð en að þar sé að finna reyting af sögu- persónum úr öðrum ævintýrum, en allar eru þessar ævintýra- persónur saman komnar í sýslu einni í New York-ríki. Hlutverk þeirra Grimm-systra er að fylgj- ast með þessu furðuliði sem getur verið snúið og jafnvel ruglings- legt, ekki síst fyrir lesandann sem verður að hafa sig allan við. Forvitnilegar bækur: Unnið úr ævintýrasagnaarfinum Tvisvar sinnum var Ævintýraleg Ein af mögnuðum myndskreytingum enska listamanns- ins Arthur Rackhams við Grimmsævintýri. Eftir Árna Matthíasson arnim@mbl.is PATRICK Quinlan sló í gegn með fyrstu bók sinni um James „Smoke“ Dugan, bók númer tvö komin út og ljóst að þær verða fleiri. Smoke Dugan er þrjótur af gamla skólanum, glæpamaður með gull- hjarta, sprengju- sérfræðingur sem sest í helgan stein, hættir að sprengja og fer að smíða dót fyrir þroska- heft börn í sjávarþorpi í Maine. Maður á miðjum aldri sem kon- ur falla fyrir, hljóð- látur og kurteis – hvers manns hugljúfi, eða svo virðist í það minnsta framan af þessum ágæta reyfara. Málið er þó ekki svo einfalt, þegar Smoke sagði skilið við glæpina var það ekki eins klippt og skorið og orðin gefa til kynna, það var nefnilega sitthvað óuppgert og kemur að skuldadögum. Inn í stríð Smoke við gamla félaga blandast svo Lola, kærasta hans, mun yngri en Smoke og glæsileg en með svo slæma reynslu af karlmönnum, svo skelfilegar uppákomur, að hún er nánast afhuga þeim þar til hún kynnist öðlingn- um Smoke. Þetta er harkalegur reyfari um margt, margir láta lífið og ekki alltaf á listræn- an eða fallegan hátt. Quinlan dregur ekkert undan í ofbeldinu, þegar kemur að skapadægrum eru þau blóðug og krassandi. Að þessu sögðu er sitthvað húmorískt í bókinni, á köflum er hún farsakennd og minnir þá Flórídahöfunda á Carl Hiaasen eða Tim Dorsey þó að ekki sé gengið eins langt í geggjuninni og í þeim bókum. Helsti óþokkinn í bók- inni er þó eins og hann hafi verið feng- inn að láni frá Hiassen – er ekki Pedro Luz úr Native Tongue hér lifandi kom- inn? Bókaröðin um Smoke fer prýðilega af stað og í ljósi þess hvernig þessi fyrsta bók endar er ljóst að það verður úr nógu að moða með framhaldið. Glæpon með gullhjarta Smoked, skáldsaga eftir Patrick Quinlan. Hodder headline gefur út. 360 bls. ób. Árni Matthíasson BÆKUR» METSÖLULISTAR» New York Times 1. Devil May Care – Sebastian Faulks 2.Chasing Harry Winston – Laur- en Weisberger 3. The Forgotten Garden – Kate Morton 4. The Reluctant Fundamentalist – Mohsin Hamid 5. The Book Thief – Markus Zusak 6. A Thousand Splendid Suns – Khaled Hosseini 7. Sepulchre – Kate Mosse 8. Engleby – Sebastian Faulks 9. On Chesil Beach – Ian McEwan 10. The Beach House – Jane Green Waterstone’s sem hann leikstýrði einnig. Kvikmyndatímaritið Empire segir Winston hafa verið snilling á sínu sviði. Meðal seinustu verka hans var hönnun búnings Járn- mannsins, Iron Man, í samnefndri kvikmynd. Þá var hann að vinna að gerð fjórðu kvikmyndarinnar um Tor- tímandann, Terminator Salvation: The Future Begins. Winston hlaut Óskarsverðlaun fyrir tæknibrellur árið 1993 í Jurassic Park. STAN Winston, einn mesti tæknibrellumeistari kvik- myndanna undanfarin 30 ár, er látinn. Winston lést af völdum krabbameins 15. júní, 62 ára að aldri. Winston átti að baki glæsilegan feril í tæknibrellugeir- anum, sá m.a. um gerð vélmennisins í fyrstu Terminator kvikmyndinni, risaeðlurnar í Jurassic Park og fram- haldsmyndum hennar, brellur í Predator, Edward Scis- sorhands og brellur í hryllingsmyndinni Pumpkinhead Reuters Óskarsverðlaunahafi Stan Winston sést hér hampa Óskarnum fyrir Júragarðinn. Hægra megin er Járnmaðurinn. Tortímandinn Vélmennið sem Winston hannaði fyrir kvikmyndina. Brellumeistari látinn HLJÓMSVEITIN South Coast Killing Company fagnar í kvöld út- gáfu nýrrar plötu sinnar, Bootleg, með tónleikum á Organ. Tónleik- arnir byrja kl. 22 og heitir sveitin því að þeir verði æsilegir. Því til frekari undirstrikunar tekur sveitin fram að dagskráin byrji klukkan 21 með „góðum mót- tökum og kossaflensi“ og segir tónleikana verða „rokk-sveitt- brilljantín og fjör“ og skellir aftan við þá lýsingu upphrópunarmerki. Sveitina skipa þau Daniel Pollock (gítar), Þórdís Claessen (trommur) og Fiona Cribben (raddir o.fl). Platan er frumútgáfa „first cum“ útgáfunnar, hvað svo sem það nú þýðir. Æsilegir tónleikar á Organ 1. Nothing to Lose – Lee Child 2. The Host – Stephanie Meyer 3. Plague Ship – Clive Cussler 4. Love the One You’re With – Emily Giffin 5. Blood Noir – Laurell K. Hamil- ton 6. Chasing Harry Winston – Laur- en Weisberger 7. Odd Hours – Dean R. Koontz 8. Sunday at Tiffany’s – James Patterson og Gabrielle Char- bonnet 9. Death and Honor – W. E. B. Griffin og William E. Butter- worth 10. Snuff – Chuck Palahniuk

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.