Morgunblaðið - 18.06.2008, Síða 18

Morgunblaðið - 18.06.2008, Síða 18
|miðvikudagur|18. 6. 2008| mbl.is daglegtlíf Eftir Þuríði Magnúsínu Björnsdóttur thuridur@mbl.is Hvað skyldu íslenskirsveitakrakkar gera ásumrin, skyldi sumariðþeirra vera eitthvað allt annað en hjá borgar- og bæj- arkrökkum? Eilíf sæla eða ekkert að gera? Spurningin hljómar örugglega skrítin í eyrum Þórhild- ar og Guðbjargar Einarsdætra en þessar nánu tvíburasystur hafa dá- læti á sveitalífinu og hafa í nógu að snúast, sumar jafnt sem vetur. Þær fæddust þó í Reykjavík en muna lítið eftir lífinu þar því þær fluttu ungar með foreldrum sínum norður, á bæinn Brúnir rétt innan við Akureyri, þar sem fjölskyldan heldur fé, hesta, landnámshænur, kanínur, kött og hund. Búskap- urinn er reyndar aukabúgrein því foreldrarnir vinna utan heimilisins. Sveitastörf, Grímsey, landsmót … Þar sem kýr eru til staðar, eins og t.d. hjá móðurbróður þeirra systra á Hrafnagili í Eyjafjarð- arsveit sem ku vera stærsta kúabú landsins, er vinnan svo líka ærin á sumrin þar sem alltaf þarf að mjólka og sækja kýrnar í hagann en þar sem þau eiga ekki kýr er lífið ekki eins bundið við sveitabæ- inn á sumrin. Það sem stelpurnar gera í skóla- fríi er að sumu leyti ekki svo frá- brugðið því sem t.d. reykvískir krakkar gera, eins og það að passa börn. Hins vegar þekkja ekki allir það að hirða skepnur. Þær eru miklar kindastelpur og hafa hjálp- að pabba sínum mikið í sauðburð- inum í vor auk þess að sinna hrossunum og hinum smærri bú- peningi. Hestamennska á greini- lega upp á pallborðið hjá þeim. Þær eiga tvo hesta hvor og Guð- björg á von á folaldi hvað úr hverju. Hann er flottur, harði norðlenski framburðurinn sem berst í gegn- um símtólið, og Þórhildur verður fyrri til svara. „Skólaslitin voru í gær,“ segir hún, glöð í bragði er blaðamaður sló á þráðinn. Hún segir fjölskylduna stefna á að ferðast nokkuð innanlands í sumar, fyrir utan bústörfin, og segir Guð- björg systir hennar að þau ætli á Landsmót hestamanna sem verður haldið á Hellu í byrjun júlí. Hesta- ferðir eru líka á dagskrá. Á hverju sumri heimsækja þær svo föð- ursystur sína í Grímsey þar sem þær fá m.a. að tína egg og þykir mikið ævintýri. Þórhildi þykir allt skemmtilegt við sveitina, jafnt hænur sem hest- ar. Eins og tvíburum sæmir er Guðbjörg sama sinnis en hún held- ur sérstaklega upp á hestana og skrapp raunar á hestbak fyrr um daginn. Skemmtilegast af öllu þyk- ir henni að umgangast skepnurnar. Köttur í grennd Framtíðin er ekki alveg ráðin hjá þeim systrum, ekki frekar en hjá öðrum tólf ára. Þannig segist Þórhildur ekki geta sagt til um hvort hún muni búa í sveitinni eða einhvers staðar annars staðar. Guðbjörg sér fyrir sér að eiga nokkra hesta og bætir því hálf- hlæjandi við að dýr séu allavega í kortunum. „Það er sumar í sveitinni okkar,“ var eitt sinn sungið og gildir enn. Tíminn framundan leggst vel í tví- burasysturnar, enda vakna þær upp við sumar í íslenskri sveit á hverjum morgni sem blaðamaður er minntur á þegar hann kveður þær að lokum við glaðlegt gelt í Grímu, íslensku tíkinni þeirra. Hann veit líka sem er að þar sem gjammandi hundur er þar er mögulega köttur í grennd – kannski á síðustu klukkustund eins og úrkoman? Og sá nefnist Brand- ur. Í félagsskap hunda, hænsna og hesta Morgunblaðið/Hjálmar S. Brynjólfsson Segja sííís... Ekki er annað að sjá en að tíkin Gríma brosi út að eyrum með vinkonum sínum Guðbjörgu og Þórhildi en Brandur virðist ekki jafn hrifinn af fyrirsætustörfunum. Kanínukrílin vita upp á hár hvert á að horfa. Sveitastörfin Landnámshænurnar þarf að fóðra, rétt eins og aðrar skepnur á bænum, stórar og smáar. Eyjafjörður Tólf að verða þrettán í ágúst, enginn skóli og sumarið framundan. Þórhildur og Guðbjörg Einarsdætur eru venjulegar hressar stelpur að kom- ast á táningsaldur og ganga í Hrafnagilsskóla í Eyja- firði en það sem þær þekkja – ólíkt fjöldanum – er að búa í sveit. Þær eru miklar kindastelp- ur og hafa hjálpað pabba sínum mikið í sauðburð- inum í vor auk þess að sinna hrossunum og hin- um smærri búpeningi. Fyrir nokkru dó samferðamaðurog kunningi Rúnars Kristjánssonar á Skagaströnd og kunningi hans sagði mæðulega: „Þá er hans baráttu lokið!“ Rúnar svaraði: Leið nú mest við lítið stríð líf hans utan flokka, – enda bauð hann alla tíð af sér góðan þokka! Rúnar orti nýlega að gefnu tilefni: Evrópusambands-sinnarnir sjálfstæðið vilja grafa. Fúsir að verða eins og Finnarnir fastir á Brussel – klafa. Ráð þeirra blindar meinlegt mók, margt er þar villusvarið. Þrífst ekki vel í þeirra bók þjóðlega hugarfarið! Arnar Sigbjörnsson las í Fréttablaðinu að komin væri á markað ný græja fyrir karlmenn sem seldist í bílförmum. „Gamla lögmálið um að sjálfs sé höndin hollust gildir greinilega ekki lengur,“ skrifar Arnar, en tækið nefnist „fleshlight“ á ensku og hefur það verið þýtt af Orðabók Háskóla Íslands: Letin takmörk engin á, andleg reisn vill lúffa; syndahvötum svala má sjálfsfróunarmúffa. Af þokka og múffu VÍSNAHORNIÐ pebl@mbl.is VIÐ þekkum öll seðla, krónur og greiðslukort en nú kunna þessir gamalkunnu greiðslumiðlar að verða úrelt- ir. Í gær tók hollensk stórmarkaðskeðja nefnilega í notk- un nýja tækni við búðarkassana sem gerir viðskiptavin- inum mögulegt að greiða einfaldlega með fingrafari sínu. Sagt er frá þessu á fréttavefnum Bio-medicine.org en tæknin sem nefnd er Tip2Pay hefur verið sett upp í Al- bert Heijn-stórmörkuðunum og verður þar notuð til reynslu næstu sex mánuði. Markmiðið er að kanna þá möguleika sem felast í þessari nýju greiðsluaðferð og hvort viðskiptavinir taki henni vel eður ei. Þegar viðskiptavinur nýtir sér Tip2Pay í fyrsta sinn leggur hann fingurinn einfaldlega á þar til gerðan skanna við búðarkassann og vísar um leið skilríkjum og greiðslu- korti. Upplýsingar um nafn, heimilisfang, bankareikning og jafnvel vildarkort eru þá skráðar niður og tengdar fingrafari viðkomandi. Eftir það er engin afsökun að gleyma veskinu eða greiðslukortinu heima – hafi maður fingurinn meðferðis er hægt að borga … svo lengi sem innstæðan á reikningum leyfi það. Reuters Vísifingur Nú getur enginn afsakað sig með því að veskið sé heima vilji hann sleppa við að borga. Borgað með fingrafarinu

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.