Morgunblaðið - 18.06.2008, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 18.06.2008, Blaðsíða 22
Nú þegaröld er lið-in frá fæðingu Bjarna Benediktssonar rifjaði Geir H. Haarde forsætis- ráðherra upp orð hans frá 25 ára af- mæli lýðveldisins, og gerði þau að sínum á þjóðhátíðardaginn í gær, en þeim var ekki síst beint til unga fólksins: „Menn koma engu góðu til vegar, nema þeir séu sjálfir virkir þjóðfélagsþegnar, geri upp eigin hug, þori að hugsa sjálfstætt, fylgja hugsun sinni eftir og átti sig á því að fátt næst fyrirhafnarlaust. Menn verða í senn að nenna að leggja á sig hugsun og vinnu, ef þeir í raun og veru vilja knýja fram þær umbætur er löngun þeirra stendur til.“ Og tónninn var gefinn. Mik- ilvægt er að forsætisráðherra tali við þjóðina á þeim nótum sem hann gerði í ávarpi sínu í gær. Hann hvatti Íslendinga sem þjóð til að bregðast við gríðarlegum hækkunum á innfluttu eldsneyti með minni akstri og betri nýtingu, notk- un sparneytna ökutækja, til- flutningi yfir í aðra orkugjafa o.s.frv. „Þjóðin verður að breyta neyslumynstri sínu og framlag hvers og eins skiptir máli, bæði fyrir viðkomandi einstakling og einnig heild- ina.“ Ríkisstjórnin þarf auðvitað að ganga á undan með góðu fordæmi með bæði þeim far- skjótum og ferðamáta sem hún velur. Nú hafa lífskjör versnað, kaupmáttur rýrn- að, skuldir hækk- að og atvinnuleysi vofir yfir. Og þjóðin þarf á því að halda í þessum öldudal að talað sé við hana af ábyrgð og hreinskilni. Ekki er nóg að ríkisstjórnin standi vaktina daglega, heldur þarf með reglubundnum hætti að miðla upplýsingum út fyrir veggi Stjórnarráðsins. Það þarf að lýsa aðgerðum ríkisins og setja þær í sam- hengi við stöðuna almennt í efnahagslífinu. Þá verður þjóðin undir það búin að breyta neyslumynstri sínu, þar sem „framlag hvers og eins skiptir máli, bæði fyrir viðkomandi einstakling en einnig heildina.“ Sjálfstæðisbaráttu þjóð- arinnar lauk ekki hinn 17. júní 1944. „Hún stendur enn yfir og henni mun aldrei ljúka. Því sjálfstæði Íslend- inga varðar fleiri en lýðveld- iskynslóðina. Það er óþrjót- andi erindi allra góðra Íslendinga,“ sagði Kjartan Magnússon borgarfulltrúi og formaður þjóðhátíðarnefndar í gær. Hann sagði Íslendinga þjóð landnema, sem hingað komu í leit að sjálfstæði, „og enn eru að koma landnemar: nýir, góðir Íslendingar, sem einnig eru að leita frelsis og farsæld- ar.“ Landið er numið, en far- sældin er stöðugt verkefni og raunverulegt frelsi þjóð- arinnar ræðst af því hvernig til tekst í þeirri baráttu. Framlag hvers og eins skiptir máli, bæði fyrir viðkom- andi einstakling en einnig heildina.} Farsældin er stöðugt verkefni 22 MIÐVIKUDAGUR 18. JÚNÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ Einar Sigurðsson. Ólafur Þ. Stephensen. Forstjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal. Útlitsritstjóri: Árni Jörgensen. Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ Ólafi F. Magn-ússyni borg- arstjóra er full al- vara með það að endurreisa mið- borg Reykjavíkur. Í Morgunblaðinu í gær lýsti hann þeim skrefum sem hefðu verið tekin í átt að betri höf- uðborg. Þeir landsmenn sem lögðu leið sína niður í bæ í gær gátu séð að sumt hafði færst til betri vegar. En enn er mikið verk óunnið. Mikilvægt er að laga ásýnd miðborgarinnar eftir mið- nætti um helgar. Færanleg lögreglustöð sem yrði stað- sett miðsvæðis yfir björtustu næturnar gæti verið svar við því. Endurskoðun á af- greiðslutíma veitingastaða er skref í rétta átt. Skipulagsmál skipta ekki minna máli. Enn standa of mörg hús yfirgef- in og í niðurníðslu miðsvæðis í borg- inni. Þá hefur vandræðagangur eftir brunann í Austurstræti í apríl 2007 gert það að verkum að enn sjást engin ummerki um uppbygg- ingu á svæðinu. Samráð borgarstjóra við borgarbúa frá því hann tók við embætti er til fyr- irmyndar. Hann hefur haldið fundi í hverfum borgarinnar og hvatt sem flesta til að taka þátt í hreinsunarátaki. Hreinsun borgarinnar er hins vegar ekkert átaksverk- efni þó að sjálfsagt sé að virkja sem flesta í tiltekt á vorin. Hreinsunarátak er við- varandi verkefni borgaryf- irvalda allt árið um kring. Höfuðborgin á það skilið. Hreinsun borg- arinnar er viðvar- andi verkefni.} Fegurri höfuðborg FRÉTTASKÝRING Eftir Pétur Blöndal pebl@mbl.is B úast má við að tónn þing- manna Sjálfstæð- isflokksins eigi eftir að harðna í garð Samfylk- ingarinnar á næstu misserum og afstaðan verði ein- dregnari í málamiðlunum stjórn- arflokkanna. Vísbending um það er fundur umhverfisnefndar Alþingis á föstudag. Þar stóðu sjálfstæðismenn fyrir því að landsskipulag, sem um- hverfisráðherra hefur beitt sér fyrir, var tekið út úr nefndaráliti. Enda er engin stemning fyrir því meðal stórs hóps þingmanna Sjálfstæðisflokksins að það verði að veruleika. Er það gagnrýnt að færa eigi vald frá sveit- arfélögum til umhverfisráðherra og að undir búi að nýta eigi ákvæðið til að standa í vegi fyrir tilteknum fram- kvæmdum, svo sem stóriðju. Þannig vilji „höfuðborgarmenn“ skipuleggja úrræði fólks á landsbyggðinni. Þá gagnrýnir Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, Samfylkinguna fyrir stefnuleysi í orku- og virkjanamálum. Hann bend- ir á að Þórunn Sveinbjarnardóttir umhverfisráðherra kvarti undan því að hafa ekki lagalegt svigrúm til að stöðva stóriðjuframkvæmdir á sama tíma og Björgvin G. Sigurðsson við- skiptaráðherra taki skóflustungu að nýju álveri í Helguvík. Björgvin hafi hinsvegar líka beitt sér gegn virkj- unum í neðri Þjórsá, þrátt fyrir að hluta af orkunni í álverið eigi að sækja þangað. „Ég fagna stuðningi hans við álver í Helguvík og að hon- um hafi þá snúist hugur varðandi virkjanirnar í neðri Þjórsá.“ Fljótlega eftir að ríkisstjórnarsam- starfið hófst var eftir því tekið að þingmenn og jafnvel ráðherrar Sam- fylkingarinnar lágu ekki á gagnrýni sinni í garð samstarfsflokksins. Og annar bragur á en í fyrri ríkisstjórn. Össur Skarphéðinsson iðnaðarráð- herra lýsti því raunar í bloggi sínu sem meðvituðu bragði, að skerpa á ágreiningi í minni málum til að undir- strika muninn á flokkunum. Samfylk- ingarmenn sem rætt var við gera þó lítið úr því að þetta sé skipulegur skæruhernaður. Eftir stendur gagnrýnin. Nú síðast á föstudag lýsti Karl V. Matthíasson, varaformaður landbúnaðar- og sjáv- arútvegsnefndar Alþingis, því yfir á Stöð 2 að hann væri ósáttur við svar ríkisstjórnarinnar til mannréttinda- nefndar SÞ um að þeim yrðu ekki greiddar bætur sem hófu málið. Karl segist vilja fá niðurstöðu úr starfs- hópum sem fjalli um endurskoðun á kvótakerfinu eftir eitt til tvö ár. Hann veit þó að enginn stuðningur er við það innan Sjálfstæðisflokksins, sem fer með sjávarútvegsráðuneytið, að hverfa frá kvótakerfinu eða gera grundvallarbreytingar á því. Ekki síst eftir niðurskurð á afla sem rýrir kjör útgerðarmanna um land allt. Úrslitauppgjör ólíklegt „Menn láta ekkert rúlla yfir sig endalaust,“ segir Kristján Þór Júl- íusson, þingmaður Sjálfstæðisflokks- ins, um vinnubrögð Samfylking- arinnar. „Og ef þetta er nýr kúltúr í stjórnarsamstarfi, þá tökumst við á við það. Ég þekki ekki önnur dæmi þess að menn hagi sér í samstarfi með þessum hætti. Og hef sagt áður að það þurfi að slípa stjórnarsam- starfið meira til en gert hefur verið. Það er ekkert óeðlilegt að það taki tíma að láta tvo flokka ná saman en ár er liðið og þetta á að vera slípaðra en það er í dag.“ En þrátt fyrir allt er ólíklegt að til úrslitauppgjörs komi í sjávarútvegs- málum og Evrópumálum því það eru mál sem ekki verða afgreidd á kjör- tímabilinu og efnahagsmálin munu halda stjórnarflokkunum við efnið. „Það er miklu brýnna að grípa til efnahagsaðgerða og reyna að ná tök- um á verðlagi og vöxtum,“ segir Kristján Þór. „Þetta tekur í á meðan það er að ganga yfir. En sem betur fer er stjórnarmeirihlutinn það sterk- ur að hann á að þola það.“ „Menn láta ekkert rúlla yfir sig endalaust“ Morgunblaðið/Kristinn Sambúðin Þingmenn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar, Kristján Þór Júl- íusson og Helgi Hjörvar, þungir á brún með Jón Sigurðsson sér að baki. 16. júní Árni Páll Árnason skrifar að núverandi ástand í efnahags- málum sé „bein afleiðing þess ójafnvægis sem hefur verið meginboðorð í efna- hagsstefnunni undanfarinn áratug.“ 12. júní Össur Skarphéðinsson iðn- aðarráðherra skrifar um „at- hyglisverða þróun“ í borginni, þar sem tekist hafi „mjög traust tengsl með upprenn- andi forystumönnum Sam- fylkingar og Vinstri grænna … Þannig geta persónuleg tengsl öflugra einstaklinga í sitt hvorum flokknum leitt til merkilegrar þróunar sem gæti víða séð stað þegar tímar líða. Að því leyti gætu póli- tískar ástir parsins í Reykja- vík haft mikil áhrif í stjórn- málum næsta áratugar …“ 19. maí Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra sendir út yfirlýsingu um að ráðherrar Samfylkingarinnar styðji ekki ákvörðun Einars K. Guðfinns- sonar sjávarútvegsráðherra um að gefa út kvóta á hrefnu. Gagnrýnin Samfylking U mræður um skólamál taka oft á sig undarlega mynd. Hérna í eina tíð vafðist þetta líklega ekki eins fyrir fólki. Þá voru nokkrir menntaskólar og allir vissu að hverju þeir gengu með nám í þeim. Svo bættust við fjölbrauta-þetta og fram- halds-hitt. En samt virtist fólki ganga ágæt- lega að fóta sig á menntabrautinni. Hér var hinn eini, sanni Háskóli Íslands og þótt aðrir skólar væru að feta sig áfram með kennslu á háskólastigi voru þau mál ekki flókin. Á undanförnum árum hefur háskólum fjölg- að. Og auðvitað eru þeir ekki allir eins og þeir sem fyrir voru, enda hefði þá seint talist ástæða til stofnunar þeirra. Þessari fjölbreytni hafa háskólanemar flestir fagnað. Hver vill ekki geta valið úr sem flestum og bestum kostum? Nú ber svo við að þær raddir heyrast að nauðsynlegt sé að samræma einkunnir og próf milli háskóla. Í frétta- skýringu í Morgunblaðinu í gær, 17. júní, er þetta haft eftir háttsettum viðmælanda Morgunblaðsins í háskóla- samfélaginu: „Einkaskólarnir hafa annan skala en hinir og jafnvel innan Háskóla Íslands eru sumar deildir þekktar fyrir að gefa lægri einkunnir en aðrar. Það væri mjög gagnlegt ef menntamálaráðherra myndi beita sér fyrir því að smíðaður yrði samræmdur skali þannig að þyngd prófa yrði sambærileg á milli deilda sem eru að kenna sömu fög.“ Þetta er haft eftir háttsettum viðmælanda í háskóla- samfélaginu árið 2008. Að gagnlegt væri að menntamálaráðherra setti einhvers konar reglur um samræmd próf í háskólunum. Að ráðherra skikkaði háskólana, hverjir svo sem þeir eru, til að hafa þyngd prófa „sambæri- lega“. Þýðir þetta kannski líka að mennta- málaráðherra á að skikka skólana til að hafa kennsluna nákvæmlega eins? Hún er það ekki núna og í því felst einmitt kosturinn við mis- munandi háskóla. Í sumum fögum leggur einn háskóli kannski áherslu á fyrirlestra og hefð- bundin próf, á meðan annar heldur málstofur og lætur nemendur leysa ýmiss konar verk- efni. Á svo menntamálaráðherra að ákveða hvernig einkunnagjöfin verður? Alkunna er, að framhaldsskólarnir eru mis- góðir. Háskólarnir vita það ósköp vel. Þeir vita, að ein- kunnir frá bestu skólunum eru vel marktækar, en taka öðrum með dálitlum fyrirvara. Þótt samræmd próf í fram- haldsskólum myndu líklega auðvelda háskólunum þessa vinnu, þá fer því fjarri að þeir þekki ekki sitt heimafólk. Á sama hátt mun atvinnulífið áreiðanlega læra að meta nemendur úr háskólunum. Standi útskrifaðir nemendur eins háskóla sig ekki samkvæmt þeim væntingum sem einkunnir kveikja, þá gengisfellir það viðkomandi skóla. Það er eini mælikvarðinn. Hugmyndir um að samræma próf milli ólíkra háskóla, eða hafa þyngd prófa sambærilega, eru hjákátlegar. rsv@mbl.is Að meta háskólanám Ragnhildur Sverrisdóttir Pistill

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.