Morgunblaðið - 18.06.2008, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 18.06.2008, Blaðsíða 8
Eftir Skapta Hallgrímsson skapti@mbl.is HVÍTABJÖRNINN sem gekk á land við Hraun á Skaga í fyrradag var drepinn um kvöldmatarleytið í gær. Til stóð að svæfa dýrið og flytja það á ný til heimkynna þess við Grænland, en styggð kom að birninum þegar bílar nálguðust hann löturhægt, hann stefndi í sjó fram og stjórnendur á vettvangi töldu ekki annað forsvaran- legt en skjóta dýrið til ólífis. Danski sérfræðingurinn, Carsten Grøndahl, sem kom til landsins í gær til þess að skjóta deyfilyfi í dýrið, komst aldrei nógu nálægt því og kvaðst í samtali við Morgunblaðið algjörlega sammála því að eini kosturinn í stöðunni hefði verið að aflífa dýrið. Ástand bjarndýrsins var ekki gott. Það kom í ljós við skoðun eftir að það var drepið. Þorsteinn Sæmundsson, forstöðumaður Náttúrustofu Norður- lands vestra, sagði að það hefði verið mjög horað og með sár í bógkrikum sem benti til þess að það hefði synt mikið. „Það hefði jafnvel getað riðið dýrinu að fullu ef við hefðum svæft það. Það er mikill kraftur í þessum dýrum og björninn hreyfði sig hratt og til þess að afstýra hættu urðum við því miður að gera það sem við gerð- um.“ Dýrið hélt sig nánast á sama stað frá því fyrst varð vart við það í fyrra- dag þar til það var skotið í gær; í æð- arvarpinu á milli bæjanna Hrauns I og II. Þess var freistað að nálgast dýrið á tveimur bílum undir kvöldmat í gær en þegar annar þeirra var kom- inn nokkuð nálægt kom styggð að dýrinu og það fór út í vatn sem er á milli bæjanna. Tók á sprett niður í fjöru Daninn sagði Morgunblaðinu þeg- ar hann kom til Akureyrar í gær að ekki væri þorandi að skjóta dýrið öðruvísi en úr bifreið, ekki væri rétt- lætanlegt að nálgast það öðruvísi vegna þess að bjarndýr væru geysi- lega fljót í förum og ef fyrsta skotið geigaði gæti það verið komið að hlið skyttunnar á svipstundu. Þegar dýrið fór út í vatnið var bíln- um, sem Daninn var í með byssuna, ekið að bakkanum þar sem það virtist ætla að koma á land, en þá sneri dýrið við og fór annars staðar upp úr, tók þar á sprett og niður í fjörukambinn. Þegar það stefndi augljóslega á haf út var ákveðið að fella dýrið. „Ef við hefðum misst björninn út í öldurótið hefðum við týnt honum; það var engin leið að fylgja honum eftir. Því miður,“ sagði Stefán Vagn Stefánsson, yfir- lögregluþjónn á Sauðárkróki, við Morgunblaðið. Carsten hinn danski, sem var við öllu búinn með byssuna í bílnum, sagði það afar leiðinlegt að ekki skyldi takast að ná dýrinu lifandi en „yfirlög- regluþjónninn átti ekki annarra kosta völ úr því sem komið var. Þetta var hárrétt ákvörðun“. Daprir yfir endalokunum Hjalti J. Guðmundsson, sviðsstjóri náttúruauðlinda hjá Umhverfisstofn- un, sagði að allir sem þátt tóku í björgunartilraununum á Hrauni væru daprir yfir endalokum ísbjarn- arins en eina ráðið í stöðunni hefði verið að drepa dýrið. Segir hann að mjög fagmannalega hafi verið staðið að björgunartilraun bjarnarins og menn sáttir við að hafa gert allt sem í þeirra valdi stóð til þess að bjarga lífi hvítabjarnarins. „Við gerðum það sem hægt var að gera og mjög fag- mannlega unnið að öllum aðgerðum hér á Skaga. Dýrið var sært og hefur sennilega særst á sundi. Að minnsta kosti benda sár á þófum þess til þess,“ segir Hjalti. Hann segir að ísbjörn- inn, sem er kvenkyns, hafi verið mjög magur og óvíst hvort hann hefði þolað svæfingu. „En við erum sátt við að hafa gert allt sem í okkar valdi var til þess að bjarga lífi ísbjarnarins en því miður var ekkert annað í stöðunni.“ Dapurlegur endir en ákvörðunin „hárrétt“ Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Björninn unninn Hvítabjörninn í hlaðinu á Hrauni II um kvöldmatarleytið. Fjölmiðlamönnum var þá hleypt að honum og björgunarsveitarmenn smelltu líka af mynd til að eiga sem minjagrip. 8 MIÐVIKUDAGUR 18. JÚNÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ Hvítabjörninn felldur á Hrauni Vilborg Traustadóttir | 17. júní 2008 Samkvæmt draumi bóndans á Hamri á enn einn ísbjörn eftir að ná landi hér á næstunni. Þá líklega í Skagafirði. Ég mæli með að búrið verði geymt hér enn um sinn og danski dýralæknirinn Carsten Grøndahl verði kyrrsettur þar til það gerist. Alla vega skilji hann þekkingu sína eftir hérlendis svo fyrr megi bregð- ast við þegar næsti ísbjörn stígur á land. Meira: ippa.blog.is  Daninn Carsten Grøndahl komst ekki nógu nálægt dýrinu til að skjóta deyfilyfi  Björninn var sár eftir langa sundferð og hefði hugsanlega ekki þolað svæfingu Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Feðgar Carsten Grøndahl og Niels Ul- rik, 10 ára, við komuna til Akureyrar. DANSKI sérfræðingurinn Carsten Grøndahl, sem starfar við dýra- garðinn í Kaupmannahöfn, kom til landsins um miðjan dag í gær. Hafði hann með sér stórt búr, deyfibyssu og lyf. Hann var því vel búinn til verkefnisins en eitt kom mönnum þó á óvart. Með honum í för var nefnilega 10 ára sonur hans. Þar sem fyrirvarinn var svo skammur og óvíst hversu lengi björninn héldist rólegur náðist ekki að finna fyrir drenginn pöss- un. „Mamma hans er veik og mamma mín á ferðalagi,“ sagði Carsten í samtali við Morg- unblaðið á flugvellinum á Akureyri. En Íslendingar deyja ekki ráða- lausir. Meðan á aðgerðum stóð tók húsfreyjan á Hrauni, hin danska Merete Rabølle, drengnum fagn- andi og var hann í góðu yfirlæti hjá heimilisfólkinu á meðan faðir hans elti bjarndýrið. Fann hann sér leikfélaga í heima- sætunni á bænum, hinni 12 ára Karenu Helgu. Sonur sérfræðingsins með í för Hjörleifur Guttormsson | 17. júní 2008 Við verðum að temja okkur meiri hófstill- ingu í umfjöllun um sjálfsagða viðleitni til að bjarga lífverum í útrýmingarhættu. Það er einfaldlega skylda íslenska rík- isins sem aðila að viðkomandi að- þjóðasáttmálum og þarflaust að blanda einkaaðilum í kostnaðarhlið slíkra mála. Meira: hjorleifurg.blog.is Jón Aðalsteinn Jónsson | 17. júní 2008 Það er alltaf sorglegt þegar þarf að aflífa dýr en þetta voru þó betri örlög fyrir birnuna en að lenda sem sirkusapi í dýragarði, það eru vond örlög fyrir dýr sem vant er að vera frjálst. Nú þarf að nýta þessa reynslu og semja einfalda aðgerðaráætlun strax hún þarf ekki að vera flókin. Umhverf- isráðherra eða ráðfrú tilkynnir að frá þessum degi verði allir ísbirnir sem ganga í land á Íslandi skotnir til verndar íbúum landsins. Meira: jaj.blog.is Blog.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.