Morgunblaðið - 18.06.2008, Qupperneq 11

Morgunblaðið - 18.06.2008, Qupperneq 11
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. JÚNÍ 2008 11 FRÉTTIR 32 liða úrslit karla Miðvikudag 18. júní 19:15 Víkingur R. – Grótta Víkingsvöllur 19:15 HK - ÍA Kópavogsvöllur 19:15 Víðir - Þróttur V. Garðsvöllur 19:15 ÍBV - Leiknir R. Hásteinsvöllur 19:15 Haukar - Berserkir Ásvellir 19:15 Grindavík - Höttur Grindarvíkurvöllur 19:15 Þróttur R. - Fylkir Valbjarnarvöllur 19:15 Reynir S. - Sindri Sparisjóðsvöllurinn Fimmtudag 19. júní 19:15 Fjarðarbyggð – FH Eskifjarðarvöllur 19:15 Þór – Valur Akureyrarvöllur 19:15 Hamar - Selfoss Grýluvöllur 19:15 Fram - Hvöt Laugardalsvöllur 19:15 Fjölnir – KFS Fjölnisvöllur 18:00 Breiðablik - KA Kópavogsvöllur 19:15 Keflavík - Stjarnan Sparisjóðsv. Keflavík 19:15 KR - KB KR-völlur HAFIN hefur verið söfnun fyrir Guðmund Þorsteinsson, ábúanda á Finnbogastöðum í Trékyllisvík, en hann missti hús sitt og innbú í elds- voða á mánudag. „Ég á eftir fötin sem ég var í þeg- ar ég hljóp út og svo tókst mér líka að bjarga einu viskastykki sem ég setti fyrir andlitið,“ sagði Guð- mundur í samtali við Morgunblaðið. Í eldinum fórust tveir hundar Guð- mundar en ketti náðist að bjarga. Það er Félag Árneshreppsbúa sem opnað hefur styrktarreikning. Reikningsnúmerið er 1161-26- 001050 og kennitalan 451089-2509. Safnað fyrir Guðmund Ónýtt Húsið gjöreyðilagðist í eldsvoðanum og allt innanstokks brann til ösku. Finnbogastaðir eru einn af átta bæjum sem eru í byggð í Árneshreppi. HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur hefur dæmt íslenska ríkið til að greiða þrítugum karlmanni 400 þús- und krónur í miskabætur vegna gæsluvarðhalds sem hann sætti að ósekju. Maðurinn var til rannsóknar vegna fíkniefnabrots. Maðurinn sem var sendill hjá hraðflutningafyrirtæki var handtek- inn vegna gruns um innflutning fíkniefna. Þótti framganga hans við meðferð sendingar – sem í höfðu áð- ur fundist fíkniefni – óeðlileg en hann afhenti pakkann ekki viðtakanda á tilsettum tíma. Hann var hins vegar handtekinn af lögreglu þegar hann ók af stað á bifreið fyrirtækisins að kvöldi, eftir hefðbundinn vinnutíma. Maðurinn var ekki ákærður í málinu. Dómurinn taldi eðlilegt að maður- inn sætti gæsluvarðhaldi í vikutíma, en sérlega harkalegt að varðhaldið væri framlengt í tvær vikur þegar engin ný gögn lágu fyrir og mann- inum ómögulegt að torvelda rann- sókn. andri@mbl.is Dæmdar bætur vegna langs gæsluvarðhalds Harkalegt þótti að framlengja varðhald IKEA hefur ákveðið að innkalla FEMTON-kastara í forvarnaskyni. Eru viðskiptavinir IKEA sem keypt hafa um- rædda kast- ara beðnir að skila þeim í IKEA-versl- unina þar sem þeir verða endur- greiddir. Í fréttatilkynningu frá IKEA kemur fram að Sænska rafmagns- öryggisráðið hafi prófað kastarana og komist að þeirri niðurstöðu að lampinn geti ofhitnað. Kastarinn er með langan og sveigjanlegan arm. Prófanir hafi sýnt að frávik í sveigj- anleika geti valdið því að hægt sé að beina perunni of nálægt yfirborði sem geti leitt til ofhitnunar. Innkalla kastara YFIRSKATTANEFND hefur úr- skurðað að félagsmanni VR hafi ver- ið heimilt að færa kostnað vegna flugnáms til frádráttar námsstyrk sem hann fékk úr starfsmenntasjóði og að ekki komi til skattlagningar á styrknum. Frá málinu er greint á vef VR en þar segir ennfremur að yfirskatta- nefnd hafi þar með hnekkt ákvörðun skattstjóra, sem hafði hafnað því að færa kostnað vegna námsins til frá- dráttar styrknum. Gerði skattstjóri kröfu um að greiddur yrði skattur af honum eins og öðrum tekjum. Hefur mikla þýðingu Haft er eftir Guðmundi B. Ólafs- syni, lögmanni VR, að úrskurðurinn hafi mikla þýðingu fyrir félagsmenn, sem margir kunni að eiga endur- greiðslukröfu á skattayfirvöld. Umræddur flugnemi fékk 170 þúsund króna styrk frá Starfs- menntunarsjóði verslunar- og skrif- stofufólks. Á skattskýrslu síðasta árs færði hann styrkinn sem tekjur og kostnað vegna námsins á móti. Ekki skattur af flugnámi ÁNÆGJA farþega með þjónustu Strætó bs. hefur heldur minnkað milli ára. Reiknuð gæðavísitala er nú 3,68 miðað við 5 stiga kvarða, en var 3,7 í fyrra. Þetta er niðurstaða þjón- ustumats sem Viðskiptafræðistofn- un HÍ vann fyrir Strætó í febrúar sl. Rannsóknin náði til 612 viðskipta- vina Strætó bs. og voru þeir beðnir að segja álit sitt og upplifun á þeirri ferð sem þeir voru í þegar spurning- unum var svarað. Niðurstaðan var m.a. sú að aðstaða á biðstöð fékk 3,11 í einkunn, þrif og umhirða vagns að innan 3,56, stundvísi 3,64, aksturslag 3,72, viðmót vagnstjóra 3,82, ferðin í heild 3,92 og hitastig í vagni 4,03. Minni ánægja með Strætó

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.