Morgunblaðið - 18.06.2008, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 18.06.2008, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. JÚNÍ 2008 39 BENNI Hemm Hemm ætti að vera mörgum tónlistarmönnum á vinstri kantinum fyrirmynd þegar kemur að útgáfutíðni og almennum dugn- aði. Frá því að sveitin hélt sína fyrstu tónleika í núverandi mynd árið 2005 hafa komið út þrjár plötur í fullri lengd, ein styttri, frum- samin tónlist við kvikmyndagerð Fjalla-Eyvindar flutt, og stórir og metnaðarfullir tónleikar hérlendis eru fjöldamargir auk tónleika- ferðalaga í Asíu, Evrópu og Banda- ríkjunum. Bravó. Nýjasta platan heitir Murta St. Calunga og inniheldur fleiri kassa- gítarlög útsett fyrir rokkband og lúðrasveit í óvenjulegum taktteg- undum. Með öðrum orðum hugsa ég að efnið hér muni ekki koma neinum á óvart. Það er í senn helsti kostur og galli plötunnar. Að mörgu leyti hefur Benna Hemm Hemm tekist að skerpa á einkennum fyrri platna og vinna betur úr hugmyndinni sem býr að baki hljómsveitinni – þótt klisjukennt sé þá er þetta „þrosk- aðra verk“ en fyrri plötur. Þá skiptir ekki síst máli að hljómur er öllu betri, en kraftlítill hljómur háði nokkuð fyrstu tveim plötum Benna. Sömuleiðis henta takttegundirnar lögunum oft betur en verið hefur – áður fékk maður stundum á tilfinn- inguna að slögum væri bætt við hér og þar „af því bara“. Viðbót strengja í hljóðheim sveit- arinnar er einnig kærkomin, en grunnur var lagður að því á stutt- skífunni Ein í leyni. Í því sambandi vil ég nefna sérstaklega lagið „Allt sem það fer“, en strengir gera mjög mikið fyrir útsetninguna á frábæru lagi. Sérstaklega má líka taka til að rafmagnsgítar fær meira rými í hljóðmyndinni en áður og er það vel þar sem rafmagnsgítarleikur Ró- berts Reynissonar er á köflum meistaralegur, sama hvort það er blúsuð rokkfylling í „Veiðiljóði“, í köntrýstemmu í „Riotmand“ eða í ballöðunni „Early Morning Rain“ sem Elvis flutti hér í den (lagið er eftir Gordon Lightheart). Raunar er „sándið“ og spila- mennskan í því lagi einn af hápunkt- um skífunnar og útsetningin eig- inlega á öðru plani en allt annað, hvert hljóðfæri hefur skýran tilgang og engu er ofgert. Textalega er Benni Hemm Hemm á hálfpólitískum slóðum. Hann end- urtekur í sífellu „allt er í sómanum í Pakistan / allt er í sómanum í Afgan- istan“ í „Avían í Afganistan“ og fyrir vikið hættir maður að trúa honum. Í „Allt sem það fer“ er hálfgert framhald: „Allt er auðvelt í Ísrael / línan er hér og hún verður hér“ og myndir af aðskilnaðarmúrnum teik- nast ósjálfrátt upp. Kárahnjúkastífl- an gerði vart við sig á síðustu plötu og hér endurtekur Benni „I’m Whal- ing in the North Atlantic“ þar til hugmyndin virðist fáránleg. Þetta er nokkuð snjallt stílbragð, kaldhæðn- inni er komið til skila með end- urtekningunni einni saman. Endurtekningin virðist loða við plötuna því vissulega má segja að á Murta St. Calunga sé bara meira af því sama – að platan endurtaki form- úluna og nú sé kominn tími til að breyta svolítið til og kanna nýjar lendur. Gæði plötunnar ráðast af því hvernig lögunum tekst að gæða lífi hugmynd sem er nú óumdeilanlega tekin að staðna. Undirritaður er á því að miðju- hluti plötunnar sé langsterkastur; lögin „Avían í Afganistan,“ „Allt sem það fer,“ „Fjalla-Eyvindur“ og „Riotmand“ (sem kom út í annarri útsetningu á Einni í leyni) séu með því allra besta sem Benni hefur sent frá sér auk „Early Morning Rain“ (en Benni hefur meira að segja áður tekið Elvis-lag, lagið „Ku-Ui-Po“ á fyrstu plötunni). Annað er síðra, eða bætir allavega litlu sem engu við það sem við erum tekin að venjast. Vanafesta er ágæt en í listinni er skemmtilegra að láta koma sér á óvart. Það hefur Benni Hemm Hemm gert áður og það ger- ir hann vafalítið aftur. Kunnuglegt Morgunblaðið/Frikki Hemm Hemm Gagnrýnandi er á því að miðjuhluti plötunnar Murta St. Cal- unga sé langsterkastur en annað telur hann síðra. Það bæti í það minnsta litlu sem engu við það sem áheyrendur eru teknir að venjast frá Benna. TÓNLIST Geisladiskur Benni Hemm Hemm – Murta St. Cal- ungabbbnn Atli Bollason » Að mörgu leyti hefurBenna Hemm Hemm tekist að skerpa á ein- kennum fyrri platna og vinna betur úr hug- myndinni sem býr að baki hljómsveitinni – þótt klisjukennt sé þá er þetta „þroskaðra verk“ en fyrri plötur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.