Morgunblaðið - 18.06.2008, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 18.06.2008, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. JÚNÍ 2008 27 ✝ Edda SigurveigHalldórsdóttir fæddist í Ólafsvík 12. ágúst 1942. Hún lést er 12. júní sl. Foreldrar hennar voru hjónin Matt- hildur Kristjáns- dóttir og Halldór Jónsson, útgerð- armaður, bjuggu þau allan sinn bú- skap í Ólafsvík. Systkini Eddu voru Laufey, Krist- mundur, Bára, þau eru látin, Jón Steinn, Leifur Stein- ar, Bylgja, Kristín, öll búsett í Ólafsvík, Pálína og Víkingur, bú- Sigurður Arnar, f. 2008. b) Her- mann Gunnarsson, f. 1996. Unn- usti Matthildar er Theódór Barða- son, kerfisstjóri. 2) Jensína Edda, leikskólastjóri, f. 1969, gift Har- aldi Baldurssyni, tæknifræðingi. Dóttir Jensínu Eddu er Kolbrún Björk Baldvinsdóttir, Kvenna- skólastúlka, f. 1990. Synir Jensínu Eddu og Haraldar eru Hermann Björgvin, f. 1996, og Halldór Benedikt, f. 2000. Edda ólst upp hjá foreldrum sín- um í Stakkholti í Ólafsvík og vann við ýmis störf, m.a. í Kaupfélaginu Dagsbrún þar til hún giftist. Eftir það helgaði hún sig heimili og fjöl- skyldu að mestu. Edda og Her- mann bjuggu alla tíð í Ólafsvík, og lagði hún metnað sinn í að búa þeim þar fallegt heimili. Útför Eddu verður gerð frá Seljakirkju í Reykjavík að ósk hinnar látnu, í dag, 18. júní, klukk- an 15. sett í Reykjavík. Hinn 12. maí 1962 giftist Edda Her- manni Hjartarsyni. Foreldrar hans voru hjónin Jensína Sveinsdóttir frá Gillastöðum í Reyk- hólahreppi og Jón Hjörtur Finnbjarn- arson frá Ísafirði. Börn Eddu og Her- manns eru: 1) Matt- hildur Laufey, leik- skólastjóri f. 1961. Börn Matthildar eru a) Sigurveig Þórisdóttir, f. 1983, læknanemi, gift Helga Má Jóns- syni cand.med. Sonur þeirra er Amma mín, Edda Sigurveig, er látin eftir baráttu við illvígt krabba- mein. Ég var mikið hjá ömmu í Ólafsvík sem barn og á margar góð- ar minningar um hana. Amma var einstök kona sem skar sig úr fjöldanum og fór sínar eigin leiðir. Ég man ekki eftir henni öðru- vísi en svo sólbrúnni að eftir var tek- ið, og var ég oft spurð að því hvort amma mín væri útlendingur. Hún var alltaf svo fín og vel til höfð, enda mikil smekkmanneskja, og lét aldrei sjá sig öðruvísi en vel greidda og uppáklædda, jafnvel þótt leiðin lægi bara út í búð. Amma var rausnarleg kona og stórtæk í gjafavali. Til dæmis fékk ég í 7 ára afmælisgjöf frá þeim afa vídeótæki sem þótti nú til tíðinda og vakti hjá fólki spurn- ingar um hvort barnið ætti að fá bíl í fermingargjöf. Amma hafði þann sið að fara út á stétt með vatn í fötu og skrúbba á sér fæturna af miklum móð á stéttinni. Þetta þótti mér mjög áhugavert og við skrúbbuðum oft fæturna saman úti þegar ég var lítil og í heimsókn í Vallholtinu. Amma var líka mjög fjörug þegar best lét og reyndi þá oft að tjútta við mig sem gekk misvel, því ég var ekki nógu góður herra, svo söng hún lagið Only you, með The Platters og sagði mér frá því þegar hún dansaði við það á böllunum í gamla daga. Jólin voru einn af uppáhaldsárs- tímum ömmu. Hún var mikið jóla- barn og skreytti allt húsið hátt og lágt, setti seríur í alla glugga og bakaði margar sortir af smákökum. Húsið var samt sem áður ætíð glæsilegt enda nostraði amma við að gera heimilið sem fallegast og var alltaf nýbúin að þrífa alla króka og kima. Það var mikill töggur í ömmu og hún var harðdugleg kona. Afi minn sagði okkur frá því á dögunum að eitt sinn þegar hann kom heim úr vinnunni þá hafði amma afrekað það að mála allt húsið að utan yfir dag- inn. Það var okkur Helga Má mikils virði að amma skyldi vera við brúð- kaup okkar og skírn Sigurðar Arn- ars hinn 16. mars síðastliðinn. Þá var hún orðin mikið veik en mætti glerfín á staðinn og lét engan bilbug á sér finna. Við munum sakna ömmu og minn- ast hennar alla tíð en hugga okkur við það að þjáningum hennar er nú lokið, hún hefur fundið frið og feng- ið hvíld frá öllum kvölum og pínu. Ég krýp og faðma fótskör þína frelsari minn á bænastund. Ég legg sem barnið bresti mína bróðir, í þína líknarmund. Ég hafna auðs og hefðarvöldum hyl mig í þínum kærleiksöldum. (Guðmundur Geirdal.) Sigurveig. Góð kona, hjartahlý kona, sterk kona. Þessi orð koma mér fyrst í hugann þegar ég minnist minnar kæru mágkonu Eddu Sigurveigar. Edda var búin að stríða við ára- langa vanheilsu, sem hún tókst á við með þrautseigju enda ekki í hennar anda að gefast upp fyrr en í fulla hnefana. Hún átti ekki langt að sækja kraftinn og hörkuna, dóttir Halldórs Jónssonar, útgerðar- manns í Ólafsvík og konu hans Matthildar Kristjánsdóttur, en þau eignuðust níu börn. Faðir hennar byrjaði nánast með tvær hendur tómar í bátaútgerð, sem síðan óx og dafnaði í höndum hans og sonanna og varð um tíma umfangsmikil út- gerð. Ef Edda tók sér eitthvað fyrir hendur eins og t.d. að vinna í garð- inum, þá lét hún hendur standa fram úr ermum og svo var um annað sem hún fékkst við. Hún var mikill fagurkeri og um það bar heimilið og garðurinn þess fagurt vitni. Mágkona mín hafði næmt auga fyrir fötum og var alltaf glæsileg til fara er hún fór út á með- al fólks. Réttlætiskennd var henni í blóð borin og hún lét skoðanir sínar í ljós skírt og á afdráttarlausan hátt og tók alltaf upp hanskann fyrir lítil- magnann En fyrst og síðast er það hlýjan og útgeislunin sem streymdi frá henni sem ég mun ævinlega geyma í hjarta. Edda og Hermann eða Hermann og Edda, þannig voru þau iðulega nefnd í sömu andránni, enda voru þau ákaflega samrýmd. Innilegar samúðarkveðjur til bróður míns Hermanns, til Möttu og Tedda, Jensu og Hadda, Sigur- veigar og Helga, Kollu og smáfólks- ins. Kolbrún Hjartardóttir. Edda Sigurveig Halldórsdóttir Flatahraun 5a • www.utfararstofa.is Vaktsími: 565 5892 & 896 8242 • Sólarhringsvakt Komum heim til aðstandenda ef óskað er ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR Kistur • Krossar • Sálmaskrár • Duftker • Blóm • Fáni • Gestabók • Erfidrykkja • Prestur Kirkja • Legstaður • Tónlist • Tilkynningar í fjölmiðla • Landsbyggðarþjónusta • Líkflutningar Suðurhlíð 35 Fossvogi • www.utforin.is Vaktsími: 581 3300 & 896 8242 • Sólarhringsvakt Komum heim til aðstandenda ef óskað er Bryndís ValbjarnardóttirSverrir Einarsson ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Það sem hafa ber í huga varðandi andlát og útför Hermann Jónasson Jón G. Bjarnason ✝ Elsku hjartans eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, ÓLAFUR SKÚLASON biskup, Kirkjusandi 5, Reykjavík, sem andaðist mánudaginn 9. júní, verður jarðsunginn frá Bústaðakirkju fimmtudaginn 19. júní kl. 13.00. Þeir sem vildu minnast hans, vinsamlega látið líknarstofnanir njóta þess. Ebba Sigurðardóttir, börn, tengdabörn og barnabörn. ✝ Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, SJÖFN JÚLÍUSDÓTTIR, Álfhólsvegi 30, Kópavogi, sem lést þriðjudaginn 10. júní, verður jarðsungin frá Áskirkju föstudaginn 20. júní kl. 15.00. Guðlaug Eygló Elliðadóttir, Ari Reynir Halldórsson, Júlíus Elliðason, Ása Ásgrímsdóttir, Þröstur Elliðason, Ásthildur Sumarliðadóttir, Magnús Elliðason, Guðrún Hrefna Elliðadóttir, Svavar Valur Svavarsson. ✝ Innilegar þakkir til þeirra sem sýndu okkur samúð, hlýhug og vináttu við andlát og útför ástkærs eigin- manns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, ARNGRÍMS SIGURJÓNS STEFÁNSSONAR bifvélavirkja, Ásbyrgi, Dalvík. Sérstakar þakkir til starfsfólks á Dalbæ, Dalvík. Kristjana Margrét Sigurpálsdóttir, börn, tengdabörn, barnabörn og aðrir vandamenn. Kæri mágur. Nokkrum dögum áð- ur en þú fluttir svo til fyrirvaralaust í aðra tilveru, var ég svo heppin að vera hjá ykkur Dísu í góðu yfirlæti að venju. Við gengum frá húsinu í gegn- um fallega trjálundinn sem þið hjónin gróður- settuð á sínum tíma. Þú sýndir mér þína stórglæsilegu nýendurgerðu vinnustofu. Þú ljómaðir af stolti og ánægju. Hér er alveg dásamlegt að vinna sagðir þú mér, sömuleiðis sýnd- ir þú mér nýjustu málverkin þín. Ég sá að eitthvað alveg nýtt var í uppsigl- ingu, öðruvísi. Kannski nýtt tímabil að hefjast eins og stundum er sagt. Ég vissi ekki þá að tími þinn var út- runninn. Æð við hjartað gaf sig. Þú komst í hendur færustu lækna strax. Þrátt fyrir flókna og stranga meðferð var ekki hægt að bjarga lífi þínu. Minningarnar streyma. Þú varst svo lifandi persóna og samkvæmur sjálfum þér, duglegur, jákvæður, gef- andi, glettinn og skemmtilegur. Mik- ill listamaður. Skynjaðir svo djúpt líf- ið, tilveruna og andans mál. Það var alltaf svo mikið að gerast í kringum þig, Gunnar Örn. Ástæður voru margvíslegar. Listin, skapa, mála. Umbætur, bústörf, ræktun og smíð- ar. Fjölskyldan, umhyggja og hjálp- semi við annað fólk o.fl. o.fl. Til margra ára hafðir þú eflt og þroskað markvisst þinn innri mann. Fáir vissu að þú notaðir hæfileika þína til að hjálpa fólki í erfiðleikum og veikind- um. Ég man að þú sagðir eitt sinn: „Sumir eru alltaf að bíða eftir að hitt breytist eða að eitthvað gerist í lífinu. Ég bíð ekki eftir því, ég geri, fram- kvæmi svo að eitthvað gerist eða breytist í lífi mínu.“ Flott sagt, en þetta var satt og rétt. Þegar ég hugsa um þetta sé ég þig fyrir mér, snöggan í hreyfingum, hlaupa við fót. Ég er viss um að þú nærð meiri hraða núna og að um- skiptin hafi verið jafn stórkostleg og þú varst sannfærður um. Það er erfitt að koma að Kambi núna. Þín er sárt saknað af okkur sem hinum megin erum. Þú átt yndisleg Gunnar Örn Gunnarsson ✝ Gunnar ÖrnGunnarsson myndlistarmaður fæddist í Reykjavík 2. desember 1946. Hann lést á bráða- deild Landspítalans við Hringbraut 28. mars síðastliðinn og var jarðsunginn frá Neskirkju í Reykja- vík 11. apríl. börn sem ég hef hitt í gegnum tíðina. Yngstu dæturnar tvær þekki ég betur en hin. Nú finnst mér ég hafa kynnst þeim öllum bet- ur ásamt ættingjum þínum, fjölskylda þín öll hefur staðið þétt saman og stutt hvert annað. Ég og fjölskylda mín biðjum Guð að varð- veita og styrkja systur mína Þórdísi, börnin og fjölskylduna alla. Blessuð sé minningin um Gunnar Örn. Elínborg Ingólfsdóttir. Hendur á hvítri kistu stórar – smáar sterkar – hlýjar alltumvefjandi regnbogans litir hönd í hönd í hönd Þú hljómaðir svo glaður og fullur af lífi í gegnum símþráðinn, nokkrum dögum fyrr. Tilbúinn að fljúga og hittast í uppáhaldsborginni París, þrátt fyrir annir í tengslum við sýn- ingarhald í Galleríinu á Kambi. Nýju mýrar-málverkin á trönunum, mögn- uð í spunaflæði með djúpar rætur. Þó var eitt sem þú sagðir, sem benti til brottfarar og tengdist hinni óræðu og lifandi sköpunarþrá, sem er í beinu sambandi við kjarna tilverunnar. Ég velti því ekki frekar fyrir mér, en hlakkaði til að heyra og smitast af þínum dillandi hjartans hlátri. Okkar kynni tókust seint á þinni lífsreyndu ævi, þróuðust hratt og oft í gegnum óútskýrð fjarhrif. Ég er afar þakk- látur fyrir þessi ár, varðveiti steinana þína og hugga mig við þín mögnuðu málverk, sem hanga í öndvegi. Þín er sárt saknað. Í gullinskini fyrir allar aldir hann er kominn að skapa líf (Ísak Harðarson) Samúðarkveðjur til fjölskyldu, vina og ættingja. Kveðja frá vorinu í París. Sverrir Guðjónsson, Elín Edda Árnadóttir. Morgunblaðið birtir minning- argreinar alla útgáfudagana. Skil | Greinarnar skal senda í gegnum vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is – smella á reitinn Senda efni til Morgunblaðsins – þá birtist val- kosturinn Minningargreinar ásamt frekari upplýsingum. Skilafrestur | Ef birta á minning- argrein á útfarardegi verður hún að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðju- degi). Ef útför hefur farið fram eða grein berst ekki innan hins til- tekna skilafrests er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. Þar sem pláss er takmarkað getur birt- ing dregist, enda þótt grein berist áður en skilafrestur rennur út. Lengd | Minningargreinar séu ekki lengri en 3.000 slög (stafir með bilum - mælt í Tools/Word Co- unt). Ekki er unnt að senda lengri grein. Hægt er að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur, og votta þeim sem kvaddur er virðingu sína án þess að það sé gert með langri grein. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síðuna. Formáli | Minningargreinum fylgir formáli, sem nánustu að- standendur senda inn. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.