Morgunblaðið - 18.06.2008, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 18.06.2008, Blaðsíða 32
32 MIÐVIKUDAGUR 18. JÚNÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ dagbók Í dag er miðvikudagur 18. júní, 170. dagur ársins 2008 Orð dagsins: En sonurinn sagði við hann: Faðir, ég hef syndgað móti himninum og gegn þér. Ég er ekki framar verður að heita sonur þinn. (Lúk. 15, 21.) Víkverji á það til að taka hlutunumpersónulega. Lengi vel hafa þau íþróttalið, sem hann heldur hvað mest með verið án titla, mátt þola margar niðurlægingar og þrauka langar eyðimerkurgöngur. x x x Það getur verið erfitt að vera ántitils. Saklausar athugasemdir verða að eitruðum skotum. Nafngiftir geta fengið nýja merkingu. Það getur til dæmis aðeins eitt vakað fyrir lista- manni, sem dettur í hug að skíra mynd sína Án titils: hann er að núa salti í sárin. x x x Sálfræði titilleysisins er undarlegtfyrirbæri. Titilleysi getur skapað vissa samkennd. Þeir sem hafa þraukað þegar illa gengur, mætt á völlinn og sýnt sínum mönnum stuðn- ing þegar ekkert hefur gengið hættir til dæmis til að snúa dálítið upp á sig gagnvart fjöldanum, sem skyndilega birtist þegar allt í einu fer að ganga vel. Og spyrja hvar þetta fólk hafi haldið sig þegar verst lét. x x x En fyrst og fremst getur tilfinn-ingin þegar titillinn er loks í höfn verið undarleg, eins og eitthvað hafi glatast við sigurinn. Horfið er tit- illeysið, sem sameinaði og sýndi að mótlætið var til að sigrast á – sem var uppspretta æðruleysis – ekki síst þegar liðið var betra, en ýmist tókst því ekki að ná sér á strik, dómarinn var óvilhallur eða heppnin sá bara ástæðu til að vera með hinu liðinu. x x x Mögru árin skerpa karakterinn,fínpússa siðferðisþroskann, brjóta odd af oflætinu. Velgengnin veikir og grefur undan festunni. Hún blekkir og afbakar. Svo er líka hægt að missa sig gjörsamlega í skrúfuðum vangaveltum um hluti eins og íþróttir sem í samhengi hlutanna skipta engu máli utan hvað skemmtanagildið get- ur verið ótvírætt. vikverji@mbl.is Víkverjiskrifar Krossgáta Lárétt | 1 vandræðaleg, 8 mikið af einhverju, 9 logið, 10 væn, 11 kaggi, 13 endurtekið, 15 flösku, 18 öflug, 21 hlemmur, 22 áreita, 23 gömul, 24 dæmafátt. Lóðrétt | 2 angan, 3 toga, 4 lita blóði, 5 eru í vafa, 6 vangá, 7 mikill, 12 ekki gamall, 14 lengdareining, 15 gróð- ur, 16 ráfa, 17 lina á, 18 fiskur, 19 fóðrunar, 20 slunginn. Lausn síðustu krossgátu Lárétt: 1 bráka, 4 hemja, 7 atóms, 8 óefni, 9 afl, 11 að- an, 13 hann, 14 ýkinn, 15 þjór, 17 étur, 20 kar, 22 kúg- un, 23 úlfum, 24 agnar, 25 tjara. Lóðrétt: 1 Braga, 2 ámóta, 3 ausa, 4 hjól, 5 mafía, 6 ar- inn, 10 feita, 12 nýr, 13 hné,15 þekja, 16 ólgan, 18 tyfta, 19 remma, 20 knýr, 21 rúmt. 6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16 Sudoku Þrautin felst í því að fylla út í reitina þannig að í hverjum 3x3- reit birtist tölurnar 1-9. Það verð- ur að gerast þannig að hver níu reita lína bæði lárétt og lóðrétt birti einnig tölurnar 1-9 og aldrei má tvítaka neina tölu í röðinni. Lausn síðustu Sudoki. www.sudoku.com © Puzzles by Pappocom Skák Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is 1. c4 Rf6 2. Rc3 g6 3. e4 d6 4. d4 Bg7 5. Bd3 0-0 6. Rge2 Rc6 7. 0-0 Rh5 8. Be3 e5 9. d5 Re7 10. Rg3 Rf4 11. Bc2 f5 12. f3 Rxg2 13. Kxg2 f4 14. Bd2 fxg3 15. hxg3 h6 16. Hh1 g5 17. De2 Rg6 18. Rd1 Hf7 19. Re3 Df8 20. b4 Bf6 21. Haf1 Hh7 22. Hh5 Df7 23. Rg4 Bg7 24. Hh2 h5 25. Hfh1 Rf8 26. Re3 Bf6 27. Rf5 b6 28. Ba4 Rg6 29. Be3 Bd8 30. Dd2 Bxf5 31. exf5 Dxf5 32. Bc2 Df7 33. Bxg5 Hg7 34. Hxh5 Bxg5 35. Dxg5 Rf4 36. gxf4 Dxf4 Staðan kom upp á hollenska meist- aramótinu sem lauk fyrir skömmu í Hilversum. Stórmeistarinn Dimitri Reinderman (2.526) hafði hvítt gegn alþjóðlega meistaranum Daan Brand- enburg (2.435). 37. Hh8+ Kf7 38. Bg6+! og svartur gafst upp enda yrði hann mát eftir 38. … Hxg6 39. H1h7+ Hg7 40. Hxg7#. Hvítur mátar í 4 leikjum (120508) Brids Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is Getspeki. Norður ♠G1083 ♥D9532 ♦-- ♣D106 Vestur Austur ♠K97 ♠5 ♥-- ♥ÁG8764 ♦G973 ♦KD2 ♣K9832 ♣G54 Suður ♠ÁD642 ♥K10 ♦Á1086 ♣Á7 Suður spilar 4♠. Hittingur er það kallað þegar spil- arar þurfa að velja á milli tveggja jafn- gildra möguleika. Sumir eru getspak- ari en aðrir og Norðmaðurinn Geir Helgemo er sérlega hittinn, en hann var með spil suðurs í fyrstu umferð Evrópumótsins. Austur vakti á 1♥, Helgemo kom inn á 1♠ og síðan lá leið- in upp í 4♠. Út kom tígull, sem Hel- gemo trompaði og spilaði litlu hjarta á tíuna heima. Vestur trompaði og skipti yfir í smátt lauf. Þessi byrjun sást á mörgum borðum og flestir sagnhafar reyndu ♣10 og fóru einn niður. Hel- gemo stakk hins vegar upp ♣D og vann sitt spil. Ástæðan er sálfræðileg. Það sýnir sig nefnilega að varnarspilarar eru mun fúsari til að spila frá kóng en gosa í gegnum D10, því menn reikna með því að sagnhafi setji tíuna. Ágisk- un í brids er sjaldnast alveg blind. (21. mars - 19. apríl)  Hrútur Þú ert kerfisbundið á móti ut- anaðkomandi hjálp. Þú hefur alltaf viljað uppgötva og skilja fullkomlega kraftinn innra með þér. Þiggðu hjálpina sem þér býðst nú. (20. apríl - 20. maí)  Naut Þú setur sjálfan þig þær aðstæður að þú munt fá – eða ekki – viðurkenningu per- sónu sem þú lítur upp til. Mundu að þú ert jafn góður og hver annar. (21. maí - 20. júní)  Tvíburar Þú ert nú þegar fullur vonar. Og það sem þú lærir næsta sólarhringinn mun opna augu þín enn fremur fyrir möguleik- unum í stöðunni. Kraftaverk geta gerst. (21. júní - 22. júlí)  Krabbi Þú hefur heyrt að efnislegir hlutir geti ekki gert þig hamingjusaman. Samt ertu núna yfir þig hrifinn af nýjungum sem berast þér í fallegum umbúðum. (23. júlí - 22. ágúst)  Ljón Þú er ánægður með lífið. Ef þú treður smátíma fyrir vinina inn í vinnutímann, og stundar líkamlega og andlega bætandi iðju, verður það fullkomið. (23. ágúst - 22. sept.)  Meyja Gerðu hlutina sjálfur og bættu þannig líf þitt til muna. Skrifaðu niður áætlun og þú færð sífellt betri hugmyndir. Smáþrif hér og þar og myndin er full- komin. (23. sept. - 22. okt.)  Vog Vertu í sambandi við himininn. Jafn- vægi skapast þegar þú leyfir loftinu að endurnæra þig. Þú þarft ekki að fara á fjallstind, strönd eða sveit til að anda því að þér. (23. okt. - 21. nóv.) Sporðdreki Fólk sem hringir án fyrirvara vekur mikla gleði og forvitni hjá þér. Þú veltir fyrir þér hvað fyrir því vakir. Hafðu eins gaman og mögulegt er af samskipt- unum. (22. nóv. - 21. des.) Bogmaður Þú getur verið gáfaður og vitur, eða kátur eins og lítill krakki. Hvort sem þú velur í aðstæðum dagsins mun það enda með hlátri. (22. des. - 19. janúar) Steingeit Þú hefur mikinn tilfinningalegan aga og getur stjórnað skapinu. Þú upp- götvar eitthvað sem kætir þig og svo eitt- hvað áhugavert. Það er svo gaman hjá þér! (20. jan. - 18. febr.) Vatnsberi Í eðli þínu ertu mannvinur. Gjaf- mildi er það eina rétta. Þú ert að uppgötva nýjan grundvöll fyrir markmiðin þín. Hverju viltu deila með öðrum? (19. feb. - 20. mars) Fiskar Stundum komum við verr fram við vini en ókunnuga. Reyndu að eyðileggja ekki góðar samræður á heimilinu. Þær þurfa ekki alltaf að snúast um þig. Stjörnuspá Holiday Mathis 18. júní 1000 Kristniboðarnir Gissur hvíti Teitsson og Hjalti Skeggjason tóku land á Heimaey. Þar skipuðu þeir upp viði í kirkju sem Ólafur konungur Tryggvason hafði boðað að reist skyldi þar sem þeir kæmu fyrst að landi. 18. júní 1955 Þrír bræður frá Hvítárbakka í Biskupstungum kvæntust þremur systrum frá Aust- urhlíð í sömu sveit. Þetta mun vera einsdæmi. 18. júní 1997 Forseti Íslands, handhafar forsetavalds og biskupsritari lokuðust inni í lyftu á Bisk- upsstofu. Þeir voru að koma af fundi biskups. Slökkviliðs- menn björguðu þeim út. 18. júní 2000 Grafarvogskirkja í Reykjavík var vígð. Kirkjan var næst- stærsta kirkja landsins og þjónaði fjölmennustu sókn- inni. Ríkisstjórnin gaf gler- listaverk eftir Leif Breiðfjörð, en það er jafnframt alt- aristafla, tileinkuð æskunni í landinu. Heimild: Dagar Íslands | Jónas Ragnarsson Þetta gerðist þá … Sverrir Schev- ing Thor- steinsson á Höfn verður 80 ára í dag 18. júní. Hann verður að heiman á afmæl- isdaginn. Papey- París eða Esju- fjöll í Vatnajökli, ekki alveg búinn að ákveða. 80 ára Í DAG fagnar Margrét Árnadóttir leiðsögumaður 55 ára afmæli sínu. Hún er fædd og uppalin í Hafn- arfirði en býr nú í nágrannabænum Garðabæ. Hún segist eyða sem mestum tíma uppi um fjöll og firn- indi en hún er mikil göngukona. Á sumrin fer hún með ferðamannahópa á íslensk fjöll en hún hefur farið í fjallgöngur víða í Evrópu, meðal annars í Ölpunum og Hálöndum Skotlands. Hún lætur sérlega vel af för sinni á Kilimanjaro í Tansaníu en fjallið er hæsta fjall Afríku og það fjórða hæsta í heiminum, tæplega sex þúsund metra hátt. Gangan tók sjö daga en Margrét vill meina að hún sé ekki erfið því ekkert þurfi að klifra, aðaláskorunin felist í hve bratt fjallið er. Hæðaraukningin sé svo mikil á skömmum tíma að hún getur valdið veikindum og stundum þurfi jafnvel að ferja fullhraust göngufólk niður á sjúkrabörum. Það er viðeigandi að útivistarmanneskja eins og Margrét skuli halda upp á afmælið sitt með göngu og veitingum í Heiðmörk en hún gerði það þegar hún varð fimmtug og hyggst endurtaka leikinn í ár. Hún hefur fulla trú á að veðrið í Heiðmörk verði eftir tilefninu á af- mælisdaginn. „Það er alltaf svo gott veður á Íslandi, það fer bara svo- lítið eftir því hvernig maður er klæddur.“ Hún hvetur sitt fólk til að mæta með góða skapið sem hún segir að sé algerlega ómissandi. skulias@mbl.is Margrét Árnadóttir 55 ára Alltaf gott veður á Íslandi ;) Nýbakaðir foreldrar?Sendið mynd af nýja ríkisborgaranum ásamt upplýsingum um fæðingarstað og stund, þyngd, lengd og nöfn nýbakaðra foreldra,á netfangið barn@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.