Morgunblaðið - 18.06.2008, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 18.06.2008, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. JÚNÍ 2008 9 Opið virka daga frá kl. 10-18 laugardaga frá kl. 10-16 • Engjateigur 5 • Sími 581 2141 Peysur í úrvali Opnunartími mánud. - föstud. kl. 10.00-18.00 Bonito ehf. Friendtex, Faxafen 10, 108 Reykjavík sími 568 2870 Útsala! www.friendtex.is Mikið úrval af fallegum fatnaði „MÉR LÍÐUR svolítið illa yfir þessu, þar sem mennirnir voru komnir svo langt með þetta og voru alveg að ná birninum,“ segir Karen Helga Steinsdóttir, heimasæta á Hrauni II, en hún horfði á aðgerð- irnar út um stofugluggann. Hún lýsir víginu svo: „Hann hitti björn- inn beint í hálsinn eða bringuna þannig að dýrið drapst strax, en til öryggis skaut hann tvisvar.“ Karen Helga varð fyrst vör við björninn þegar hún elti tíkina sína, Týru, út í æðarvarpið. Þegar hún varð vör við hvítabjörninn hljóp hún að húsinu dauðhrædd. Karen segist þó ekki hrædd við að fara aftur út að leika sér. „Nei, ég held að það komi ekki annar hér. Pabbi vonar líka að næsti komi annars staðar. En ég mun líta í kringum mig næstu daga.“ Þegar Karen hljóp aftur að bæn- um skildi hún hundinn eftir og vinnumaðurinn á bænum, Græn- lendingurinn Ísak Christiansen, hljóp út í æðarvarpið í fyrradag til að ná í hann. „Jú, ég verð að við- urkenna að ég var svolítið hrædd- ur,“ sagði hann við Morgunblaðið. „Enda var ég ekki nema 50 metra frá birninum þegar ég fann hund- inn.“ Ísak er í námi í landbúnaðarskóla á Grænlandi og dvölin á Hrauni er hluti námsins. Það er kannski ótrú- legt en hann hefur aldrei áður séð ísbjörn áður! Varpið í ótrúlega góðu standi Karen Helga fór út í æðarvarp strax í gær þegar búið var að fjar- lægja björninn. Hún sagðist ekki hafa fundið neitt hreiður sem búið var að tína úr en foreldrar hennar hefðu fundið nokkur. Aðspurður segir Steinn Rögn- valdsson, bóndi á Hrauni II, að af- leiðingarnar verði ekki að fullu ljósar fyrr en næsta vor „en ég fór og skoðaði áðan og við fyrstu sýn virtist mér ótrúlega gott stand á þessu. Bjarndýrið var líka svo ró- legt og þegar það hreyfði sig, þá fór það afar hægt um. Það virðist því ekki mikið um að fuglar hafi yf- irgefið hreiður og björninn hefur ekki tekið mikið, þó eitthvað“. Steinn segist finna fyrir ákveðnum létti yfir að nú sé þessu ástandi lokið og hefðbundið heim- ilislíf taki við. andri@mbl.is / skapti@mbl.is Heimasætan mun líta í kringum sig næstu daga Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Hraunsfólk Ísak Christiansen, vinnumaður á Hrauni, og Karen Helga Steinsdóttir heimasæta ásamt tíkinni Týru, sem komst næst bangsa. Grænlenski vinnu- maðurinn hafði aldrei séð ísbjörn „VIÐ VISSUM að allt þyrfti að ganga upp ef koma ætti þessum hvítabirni lifandi til heimkynna sinna. Það má lítið út af bregða eins og við sáum hér og það er ekki ein- falt að ná dýri og koma í það pílum til að svæfa það,“ sagði Þórunn Sveinbjarnardóttir umhverf- isráðherra í samtali við fjölmiðla- fólk eftir að ljóst var að björg- unartilraunin hafði mistekist. Þórunn þakkaði öllum þeim sem komu að aðgerðinni fyrir aðstoðina og sagði viðbragðsaðila reynslunni ríkari. „Við hefðum auðvitað viljað að þetta færi á annan hátt en hér lögðu sig allir fram af fremsta megni.“ Aðspurð sagðist Þórunn telja allt umstangið þess virði. „Við höfum skyldum að gegna gagnvart þess- um dýrum. Þetta eru friðuð dýr, þau má fella ef af þeim skapast hætta gagnvart fólki og búfénaði, samkvæmt lögum, og við vinnum eftir þeim. Það hefði verið þarft og gott að koma dýrinu til heimkynna sinna ef það hefði verið hægt. Það reyndum við en vissum allan tím- ann að aðgerð af þessu tagi er mjög flókin og ef eitthvað fer úrskeiðis er henni einfaldlega lokið.“ Þórunn sagði það inni í myndinni að Íslendingar eignuðust búr eins og það sem flutt var inn en lagði einnig ríkulega áherslu á að að- stæður í hafinu yrðu skoðaðar til að athuga hvort von væri á fleiri björnum. „Við þurfum að búa okk- ur undir það.“ skapti@mbl.is „Ekki einfalt að ná dýri og koma í það pílum“ Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Á vettvangi Þórunn Sveinbjarnardóttir umhverfisráðherra kom til Hrauns. Umhverfisráð- herra vill skoða aðstæður í hafinu Hvers vegna var björninn drepinn? Hann varð styggur þegar bifreið var ekið í átt að honum og stefndi hrað- byri í átt til hafs. Ekki var hætt á að missa sjónar á honum í hafið. Var ekki gert ráð fyrir því? Gert var ráð fyrir að björninn myndi hreyfa sig. En frá upphafi var gengið út frá því að dýrið gæti þurft að fella. Ef það hefði verið rólegra á meðan að því var ekið hefði tilraunin hugsan- lega tekist. Af hverju var dýrið ekki skotið með deyfilyfjum úr fjarlægð? Skjóta verður dýrið af stuttu færi til að tryggja sem besta virkni lyfjanna. S&S Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Allt samkvæmt áætlun Sigurður Hermannsson, umdæmisstjóri Flugstoða á Akureyri, fylgist með á Akureyrarflugvelli eftir að vél Icelandair Cargo lenti þar um miðjan dag í gær. Búrið undir björninn er þarna komið á gula lyftarabílinn, en ekið var með það á pallbíl að bænum Hrauni. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Kom ekki að notun Búrið rammgera, sem flytja átti björninn með varðskipi til heimkynna sinna, komið að Hrauni á Skaga. Ekki kom þó til þess að búrið yrði notað. Mörgum sem búrið sáu fannst það reyndar í smærra lagi, miðað við stærð hvítabjarnarins, en sterkbyggt var það.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.