Morgunblaðið - 18.06.2008, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 18.06.2008, Blaðsíða 15
GÁMAR hafa hlaðist upp í hafnarborginni Busan í Suður- Kóreu, um 450 kílómetra suðaustan við höfuðborgina Seoul. Byggingaverkamenn í landinu hófu verkfall á mánudag til arborgum landsins. Suður-Kórea flytur út geysimikið af iðn- aðarvörum, þ. á m. bíla og ýmis heimilistæki til Vest- urlanda. kjon@mbl.is að krefjast lægra verðs á eldsneyti og hærra kaups. Gengu þeir í lið með þúsundum vörubílstjóra sem lögðu niður vinnu í síðustu viku og stöðvuðu þar með öll umsvif í hafn- Verkfall! Reuters MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. JÚNÍ 2008 15 ERLENT Eftir Kristján Jónsson kjon@mbl.is FJÖLMÖRG samkynhneigð pör í Kaliforníu ganga í hjónaband þessa dagana en nýlega úrskurðaði hæsti- réttur sambandsríkisins að bann við slíkum giftingum væri ólöglegt. Ekki er þó víst að heimildin verði lengi í gildi, hugsanlegt er að sam- þykkt verði í nóvember í þjóð- aratkvæði að skilgreina hjónaband sem „samband karls og konu“. Ástarsamband Del Martin, sem er 87 ára og Phyllis Lyon, 84 ára, hefur varað í yfir 50 ár. Þær hafa lengi barist fyrir réttindum samkyn- hneigðra og voru fyrsta parið sem gefið var saman í San Francisco á mánudag. „Þegar við byrjuðum að vera saman veltum við ekki fyrir okkur að giftast,“ sagði Lyon áður en hún skar brúðkaupskökuna. „Þetta er yndislegur dagur.“ Kalifornía er annað sam- bandsríkið vestra sem leyfir hjóna- bönd samkynhneigðra, Massachu- setts varð fyrst árið 2004. Harðar deilur hafa verið um þessi mál fyrir dómstólum um allt landið. Samkynhneigðir giftast Reuters Tveir sáttir Paul Park og Dean Larkin fagna innilega giftingu sinni í West Hollywood í Kaliforníu gær ásamt fjölda vina og ættingja. Margir nota sér úrskurð í Kaliforníu sem hugsanlega verður hnekkt ÁFRÝJUNARDÓMSTÓLL í Lond- on hefur ógilt níu mánaða fangels- isdóm yfir 24 ára gamalli múslím- akonu, Saminu Malik, sem var dæmd fyrir að safna gögnum sem gætu nýst við hryðjuverk, þ. á m. „Hand- bók al-Qaeda“ og „Eiturefnahand- bók mujahedina“ [íslamskra her- manna]. Konan orti ljóð þar sem hún dásamaði hryðjuverk og sagðist einnig vilja gerast „píslarvottur“. Beitt var ákvæðum nýrra og mjög hertra laga gegn hryðjuverkum þeg- ar konan var dæmd í undirrétti. En áfrýjunardómstóllinn sagði að aðeins væri hægt að lögsækja fólk fyrir að safna upplýsingum sem kæmu hryðjuverkamönnum beinlínis að gagni. Áróðursgögn eða rit um trúarbrögð gætu ekki nýst við hryðjuverk. Eitt af ljóðum Malik heitir Hvern- ig á að afhöfða fólk. „Það er ekki neitt flókið eða jafn erfitt og sumir gætu haldið …“ Hún lýsir því hvern- ig maður finni þegar hnífurinn gangi inn í hálsinn. „En hættu ekki, haltu áfram af öllum kröftum.“ kjon@mbl.is „Það er ekki neitt flókið“ LIÐSMAÐUR siðferðislögreglunnar í Teheran biður konu í skærlitum föt- um um skilríki. Sumar brjóta siðareglur með því að vera í buxum sem að- eins ná niður á kálfa, aðrar tylla litskrúðugum slæðum aftast á höfuðið til að sýna hárið. Lögreglan lokar nú rakarastofum sem bjóða stuttklippingu. kjon@mbl.is Reuters Siðferðislega hættulegir litir Eftir Kristján Jónsson kjon@mbl.is BÍLSPRENGJA varð yfir 50 manns að bana í sjía-hverfi í Bagdad í gær auk þess sem tugir manna særðust. Er þetta mannskæðasta tilræðið í borginni í meira en þrjá mánuði. Enginn hafði lýst tilræðinu á hendur sér er síðast fréttist en heimildar- menn töldu margt benda til að Íraks- deild al-Qaeda hefði verið að verki. Sprengingin varð um það leyti er fólk var að fara að kaupa í kvöldmat- inn á markaði í hverfinu sem nefnist Hurriyeh. Tiltölulega rólegt hefur verið um hríð í Bagdad og á und- anförnum mánuðum hefur mjög dregið úr tilræðum í landinu. Þingið sem hingað til hefur komið saman á Græna svæðinu svonefnda í Bagdad, vel víggirtu hverfi stofnana og aðalstöðva bandaríska hersins í miðri borginni, skýrði frá því í gær, áður en fréttist um tilræðið, að það myndi koma saman í þinghúsi frá tíma Saddams Husseins í haust. Þinghúsið er í Allawi-hverfi, um 500 metra frá Græna svæðinu, þar var öllu rænt og ruplað og húsið loks brennt í ringulreiðinni eftir að Bandaríkjamenn tóku Bagdad 2003. Ljóst er að flutningur þingsins á að sýna fram á aukið sjálfsöryggi ráða- manna vegna batnandi öryggis- ástands. Tekist hefur að draga mjög kjarkinn úr ýmsum vopnuðum hóp- um, m.a. í Basra í suðri. Fjárhagur ríkisins hefur einnig batnað mjög en olíuframleiðslan er nú orðin ívið meiri en hún var mest í tíð Saddams. Tugir féllu í Bagdad Í HNOTSKURN »Íraska stjórnin veður nú ípeningum vegna hækk- andi olíuverðs en hægt gengur að nýta féð. »Bandaríkjamenn stóðufyrir því að allir æðstu menn í stjórnkerfinu misstu störf sín vegna tengsla við Ba- ath-flokk Saddams. Einnig var herinn leystur upp. »Nýlega veitti stjórnin íBagdad átta milljónir Bandaríkjadollara, um 640 milljónir króna, til aðstoðar við íraska flóttamenn í grann- löndunum. Al-Qaeda sagt á bak við mannskæðasta tilræði í borginni í þrjá mánuði AP Féll Íraskir liðsmenn Bandaríkja- manna ná í lík félaga síns í Bagdad. HAMAS- samtökin á Gaza sögðu í gær að náðst hefði með milligöngu Egypta sam- komulag við Ísra- ela um vopnahlé og tæki það gildi á morgun, fimmtudag. Verð- ur þá bundinn endi á flugskeytaárás- ir á Ísrael frá Gaza, þar sem Hamas fer með stjórnina. Egyptar hafa í nokkra mánuði beitt sér fyrir við- ræðum deiluaðila. Reynist þessar fréttir eiga við rök að styðjast skiptir mestu fyrir Gaza- menn að Ísraelar munu hætta að einangra svæðið og hindra aðdrætti eldsneytis og annarra nauðsynja. Skýrt var frá samkomulaginu í Kaíró í Egyptalandi en einhverjar vöflur virtust vera á Ísraelum í gær. Þannig sagði Ehud Barak varn- armálaráðherra að ekkert sam- komulag um vopnahlé væri enn í höfn og „jafnvel þótt það hefjist, gerist það á annað borð, er erfitt að meta líkurnar á því hve lengi það muni halda,“ sagði Barak. kjon@mbl.is Hamas segir vopnahlé á Gaza í höfn Ehud Barak Ráðamenn Ísraela telja of snemmt að fullyrða að svo sé

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.